Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Hauksson, talsmaður Ice- land Express, segist lítið gefa fyrir svör forsvarsmanna Icelandair að um mistök hafi verið að ræða, þegar auglýsingar fyrirtækisins voru skornar burt úr auglýsingabæklingi Ferðamálaráðs sem dreift var á ferðakaupstefnu á Spáni. Lögfræð- ingur fyrirtækisins mun hafa sam- band við Ferðamálaráð og óska eftir að málið verði kannað betur. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir um mistök að ræða. „Það er rétt að starfsmaður okkar á þessari sýningu hafði klippt út auglýsingarnar úr einhverjum hluta af þessum bæklingi. Það voru klárlega mistök,“ segir Guðjón. „Mér finnst þetta skrýtinn skiln- ingur á orðunum „mistök“. Hvernig er hægt að gera mistök með því að sitja og klippa burt auglýsingar keppinautar úr opinberum bæklingi. Auðvitað hljóta starfsmenn fyrir- tækisins að hafa fengið línu frá ein- hverjum sem fær þá til að gera þessi mistök.“ Sama hefði verið uppi á ten- ingnum þegar Icelandair skráði lén- ið icelandexpress.org og vísaði á heimasíðu Icelandair. „Þá var þetta líka kallað mistök. Ég kaupi ekki þennan mistakaskilning,“ segir Ólaf- ur. „Í ljósi þess að Icelandair er væntanlega mjög stór dreifiaðili á þessum bæklingi, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, höfum við ekki ástæðu til að ætla annað en að þeir hafi verið að föndra við að fjarlægja okkar auglýsingar úr öllum þeim bæklingum sem þeir hafa látið fara frá sér. Ef þeir gera þetta frammi fyrir augunum á fólki, hvað hafa þeir verið að gera þegar þeir senda frá sér samkvæmt beiðnum í pósti?“ spyr Ólafur. Sætta sig ekki við svör Icelandair Ferðamálaráð kanni bæklingamálið betur NÝTT einbýlishús, sem fyrirhugað er að reisa við Grenimel, var aug- lýst til sölu í Morgunblaðinu í gær og hefur vafalítið vakið mikla at- hygli þar sem um eitt glæsilegasta og stærsta einbýlishús landsins er að ræða. Í lýsingu hússins kemur fram að um sé að ræða 660 fm einbýlishús á þremur hæðum auk kjallara. Í hús- inu verður lyfta, gert er ráð fyrir tvöfaldri lofthæð í stofu, þ.e. 6,6 metrar, þjónustuíbúð og vínkjallara svo eitthvað sé nefnt. Ofan á hús- inu verður um 70 fm þakgarður þar sem möguleiki er á að hafa heitan pott og að fyrir framan stofu á jarðhæð verði 75 fm timburverönd með steyptum skjólveggjum. Arki- tekt hússins er Logi Már Ein- arsson hjá arkitektastofunni Koll- gátu á Akureyri. Mikil viðbrögð Aðspurður sagðist Engilbert Runólfsson, forstjóri fyrirtækisins Stafna á milli, sem reisa mun ein- býlishúsið, ekki vilja gefa upp verð hússins að svo stöddu. Að sögn Engilberts hefur hann þegar fengið mikil viðbrögð. Hann segir að þeir sem séð hafi teikningar af húsinu séu mjög hrifnir, enda verði hér um „eitt glæsilegasta hús landsins að ræða. Allur frágangur, vinna og efnisval við húsið verður fyrsta flokks. Það má í raun segja að þetta sé hið fullkomna hús, bara eitt með öllu,“ segir Engilbert og tekur fram að húsið er í nýfunkis- stíl sem sé að koma mjög sterkt inn í arkitektúr aftur. Að sögn Engilberts geta vænt- anlegir kaupendur fengið húsið af- hent hvernig sem þeir vilja, ann- aðhvort aðeins fullbúið að utan og fokhelt að utan eða tilbúið til inn- réttinga eða fullbúið á allan hátt. Spurður hvenær ráðgert sé að reisa húsið segir Engilbert að byrj- að verði að steypa það í sumar, en fyrst þurfi að rífa núverandi hús á lóðinni og verði byrjað á því afar fljótlega. Spurður hverjir það séu helst sem ráði við að kaupa fasteign á borð við þessa segir Svavar Geir Svavarsson, sölumaður hjá Fast- eignasölunni Klöpp, þann hóp sí- fellt fara stækkandi. Æ fleiri Ís- lendingar horfi til fasteigna í þeim verðflokki sem hér sé um að ræða. Til stendur að reisa 660 fermetra hús við Grenimel „Eitt glæsilegasta hús landsins“ Morgunblaðið/Jim Smart Hafist verður handa við að rífa núverandi hús á Grenimel 46 um næstu mánaðamót til að rýma fyrir einu glæsilegasta húsi landsins. Útlitsteikning af nýja einbýlishúsinu sem fyrirhugað er að reisa við Greni- mel 46. Það verður eitt það stærsta á landinu, eða 660 fermetrar. SIGURÐUR Baldurs- son hæstaréttarlög- maður lést föstudag- inn 28. janúar, 82 ára að aldri. Sigurður var fædd- ur 4. janúar 1923 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Baldur Sveinsson, skólastjóri á Ísafirði og síðar rit- stjóri Vísis, og Maren Ragnheiður Friðrika Pétursdóttir, kennari, húsfreyja og umboðs- maður Happdrættis Háskóla Íslands. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og cand. juris frá Háskóla Ís- lands 1948. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1949 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1960. Hann var fulltrúi hjá Ragnari Ólafssyni hrl. í Reykjavík 1948–67, er hann stofnaði eigin lögfræðiskrifstofu í Reykjavík sem hann rak fram til sjötugs. Af félags- og trún- aðarstörfum má nefna að Sigurður var ritari læknaráðs 1952–84, endurskoðandi Stúd- entafélags Reykjavík- ur um áratuga skeið, formaður Íslenzk- þýska menningar- félagsins (síðar félags- ins Íslands – D.D.R.) 1966–72 og í yfirkjör- stjórn Reykjavíkur 1967–87. Árið 1971 var Sigurður sæmdur Gullstjörnu Stúdentafélags Reykjavíkur og ári síðar Gullmerki Liga für Völker- freundschaft der DDR. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Lilja Bernhöft. Fyrri eiginkona Sigurðar var Anna Gísladóttir og eignuðust þau tvo syni, Baldur og Gísla. Andlát SIGURÐUR BALDURSSON VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að frumvarp til laga um breytingar á samkeppnis- lögum verði lagt fram á Alþingi á næstunni. Frumvarpið sé í samræmi við niðurstöður nefndar ráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi, sem kynntar voru sl. haust. Frumvarpinu muni jafnframt fylgja tvö önnur frumvörp. Annað þeirra fjalli um óréttmæta viðskipta- hætti og gagnsæi markaðarins en hitt fjalli um talsmann neytenda, en samkvæmt frumvarpinu verður það embætti stofnað. Að sögn Valgerðar er gert ráð fyrir því að lögin, verði þau samþykkt, taki gildi á þessu ári. „Ég er að leggja fram frumvarp til breytinga á samkeppnislögum,“ segir hún, og tekur fram að ekki sé verið að leggja fram frumvarp um hringamyndun, eins og stóð í Morg- unblaðinu í gær. „En auðvitað má segja að samkeppnislögin séu að hluta til lög gegn hringamyndun því þar er verið að setja skorður við því að fyrirtæki séu tekin yfir og sam- einuð og svo framvegis.“ Hún minn- ir þó á að fyrrgreind nefnd um ís- lenskt viðskiptaumhverfi hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta ætti samkeppnislögum í stað þess að setja sérstaka löggjöf um hringa- myndun. Valgerður ítrekar að frumvörpin þrjú gangi út á að breyta Sam- keppnisstofnun í Samkeppniseftirlit. Sérstök þriggja manna stjórn verð- ur sett yfir eftirlitið en samkeppn- isráð verður lagt niður. Ákveðin verkefni, sem Samkeppnisstofnun hefur sinnt, verða jafnframt samein- uð Löggildingarstofu í nýrri stofn- un, Neytendastofu. Auk þess er gert ráð fyrir því að starfrækt verði emb- ætti talsmanns neytenda. Nefnd að störfum Valgerður segir að í frumvörpun- um sé ekki fjallað um valdsvið sam- keppnisyfirvalda gagnvart ríkislög- reglustjóra. „Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem er að fjalla um þetta efni, þ.e. að hve miklu leyti skuli beita stjórnvaldssektum sem viðurlögum. Og þetta varðar líka Fjármálaeftirlitið.“ Spurð um hugsanlegar niðurstöð- ur þeirrar nefndar segir hún. „Nefndin hefur frítt spil með það að fara yfir öll þessi mál og hvernig t.d. aðrar þjóðir gera þetta.“ Þrjú frumvörp um samkeppnismál lögð fram á næstunni FÉLAG leikskólakennara sam- þykkti í allsherjaratkvæða- greiðslu nýjan kjarasamning félagsins og launanefndar sveitarfélaganna sem undirrit- aður var í síðasta mánuði. Á kjörskrá voru 1.491. At- kvæði greiddu 1.365, eða 91,5%. „Já“ sögðu 880, eða 64,5%. „Nei “ sögðu 443, eða 32,5%. Auðir seðlar og ógildir voru 42, eða 3,0%. Samþykktu samning TÖLUVERÐUR erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfara- nótt sunnudags, meiri en hefð- bundið getur talist, að hennar sögn. Þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af fjölmörgum ölvuðum og slagsmálaglöðum í borginni. Þá voru tveir teknir fyrir ölvun við akstur. Lögreglan segir erfitt að segja til um ástæður þess að fleira fólk var í bænum þetta kvöld en verið hefur undanfar- ið. Huganlegt sé að veðrið spili þarna inn í, hlýrra var um helgina en verið hefur undan- farið. Óvenju mik- ill erill hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.