Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Frábær útsölutilboð Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 ÚTSALA Verulegur aukaafsláttur Síðustu dagar Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Fjögurra daga ofurnámskeið með hvatningarþjálfaranum og metsöluhöfundinum Anthony Robbins í London 6.-9. maí 2005. Nánari upplýsingar og skráning á www.changeyourlife.is eða í síma 699-6617 & 517-5171. UNLEASH T H EPOWER WITHIN! A nt ho ny R ob b in s ÁÆTLAÐ er að heildarkostnaður vegna framkvæmda á vegum Fram- kvæmdasýslu ríkisins verði um 28% hærri á þessu ári en því síðasta, eða um 5 milljarðar króna samanborið við um 3,9 milljarða í fyrra. Þetta er hins vegar um 9% lægri kostnaður en á árinu 2003, samkvæmt því sem fram kom í máli Óskars Valdimars- sonar, forstjóra Framkvæmdasýsl- unnar, á árlegu útboðsþingi Sam- taka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda síðastliðinn föstu- dag. Útboðsþingið var það níunda í röðinni. Tilgangur þess er að fá fram yfirlit yfir helstu útboð sem framundan eru á árinu á vegum stærstu bjóðenda verklegra fram- kvæmda. Óskar greindi frá því að um þrír fjórðu af framkvæmdakostnaði Framkvæmdasýslunnar á þessu ári verði vegna framkvæmda á vegum menntamálaráðuneytisins og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, eða um 1,9 milljarðar á vegum hvors ráðuneytis fyrir sig. Umhverf- isráðuneytið er þriðja umsvifamesta ráðuneytið með liðlega 300 milljóna króna framkvæmdakostnað. Minni nýframkvæmdir hjá borginni Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að nýframkvæmdir á vegum Fast- eignastofu borgarinnar nemi um 2,5 milljörðum króna á þessu ári. Þetta er um 17% lægri fjárhæð en áætluð útkoma síðasta árs. Hins vegar er gert ráð fyrir að kostnaður við við- hald fasteigna borgarinnar aukist úr um 850 milljónum í fyrra í um 920 milljónir í ár. Þetta kom fram í er- indi Harðar Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, á Útboðsþinginu. Hörður greindi frá því að einnig sé gert ráð fyrir minni nýfram- kvæmdum á þessu ári á vegum Gatnamálastofu en í fyrra, eða fyrir tæpa 2 milljarða samanborið við um 2,4 milljarða á árinu 2004. Þá kom fram í máli hans að heildarkostn- aður vegna nýbygginga við fráveitu- kerfi borgarinnar lækki úr um 900 milljónum í um 740 milljónir. Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að fram- kvæmt verði fyrir um 11,4 milljarða króna á árinu 2005. Í máli Ingu Dóru Hrólfsdóttur, framkvæmda- stjóra hjá OR, kom fram að rúmur helmingur þessara framkvæmda verði við Hellisheiðarvirkjun, eða um 6,3 milljarðar, en þar á eftir komi stækkun Nesjavallavirkjunar, sem áætlað er að verja um 1,9 millj- örðum króna til. Nánast allt boðið út í Hafnarfirði Áætlanir Kópavogsbæjar gera ráð fyrir að nýframkvæmdir á veg- um bæjarins nemi um 3,2 milljörð- um króna á árinu 2005, að því er fram kom í erindi Gunnars I. Birg- issonar, formanns bæjarráðs. Þar vega þyngst framkvæmdir við gatnakerfi bæjarins, um 1,2 millj- arðar, og við skólahúsnæði fyrir um 760 milljónir. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, greindi frá því að heildarfjárfestingar og fram- kvæmdir bæjarins séu áætlaðar fyr- ir um 2,7 milljarða á árinu 2005. Sagði Lúðvík að nánast allar þessar framkvæmdir verði boðnar út. Auk Framkvæmdasýslunnar, stærstu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu og Orkuveitunnar gerðu forsvarsmenn Siglingastofn- unnar, Landsvirkjunar, Landsnets og Vegagerðarinnar grein fyrir helstu framkvæmdum sem fyrirhug- aðar væru á vegum þessara stofn- ana á þessu ári. Meira framkvæmt á veg- um ráðuneyta en í fyrra Morgunblaðið/Golli Verktakar og aðrir sem koma að verklegum framkvæmdum fjölmenntu á níunda útboðsþing Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda. Þar var rætt um helstu verklegar framkvæmdir sem eru á döfinni á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.