Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 12
Sameininganefnd með fulltrú-um Borgarbyggðar, Borg-arfjarðarsveitar og Hvít-ársíðuhrepps kom saman í fyrsta sinn 13. maí 2003. Tæpu ári síðar bættust fulltrúar frá Skorra- dalshreppi í nefndina og í október 2004 frá Kolbeinsstaðahreppi, sem tilheyrir Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Hvert sveitarfélag á tvo fulltrúa í nefndinni. Kosið verður um sameininguna 23. apríl næstkomandi. Alls búa 3.511 manns í þessum sveitarfélögum, 2.593 í Borgarbyggð, 670 í Borgarfjarðarsveit, 100 í Kol- beinsstaðahreppi, 84 í Hvítársíðu- hreppi og 64 í Skorradalshreppi. Ef sveitarfélögin verða sameinuð nær nýja sveitarfélagið yfir 5.061 ferkíló- metra. Skipaðir voru þrír vinnuhópar í mars á síðasta ári og skiluðu þeir nið- urstöðum í nóvember sl. Einn hóp- urinn fjallaði um stjórnsýslu- og fjár- mál, annar um fjölskyldumál og þriðji um skipulags-, umhverfis- og sam- göngumál. Hlutverk þeirra var að vinna stöðumat í sínum málaflokki, móta framtíðarsýn og til hvaða að- gerða skuli grípa til að fylgja eftir þeirri sýn og að skila inn tillögu um áherslupunkta varðandi þessa mála- flokka fyrir sameiningarsamning. Eftir að niðurstöður hópanna lágu fyrir var ákveðið að efna til íbúafunda sem nú eru nýafstaðnir. Haldnir voru fundir í Lindartungu í Kolbeins- staðahreppi, Logalandi í Reykholts- dal og Alþýðuhúsinu í Borgarnesi. Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verk- efnisstjóra sameiningarnefndarinnar tókust þeir mjög vel. Mæting var góð og gagnlegar umræður fóru fram. Meðal tillagna vinnuhóps um fjöl- skyldumál er að ein fræðslunefnd starfi í sameinuðu sveitarfélagi og yf- irstjórn skólanna verði sameinuðu eins og kostur er. Þá verði allri sér- fræðiþjónustu stjórnað frá einni mið- stöð. Margir hafa áhyggjur af framtíð Andakílsskóla og Laugagerðisskóla sem eru fámennustu skólarnir á svæðinu, en nefndin lagði til að þeir verði reknir sem útibú frá öðrum skólum. Á fundinum í Lindartungu í Kol- beinsstaðahreppi kom fram að skól- inn væri mikilvægur fyrir samfélagið, en ekki skipti máli hvort hann verði útibú frá öðrum skóla. Kom einnig fram að líklega yrði sameining kol- felld í hreppnum ef kæmi fram tillaga um að leggja Laugagerðisskóla niður. Í Logalandi kom fram sú skoðun að efla ætti Andakílsskóla fremur en að veikja hann. Þá komu fram áhyggjur af því að þó öllu fögru verði lofað fyrir sameiningu gæti ný sveit- arstjórn lokað skólanum að kosn- ingum loknum. Hætta á að jaðarbyggðir verði út undan Umræður um samgöngumál á fundunum snerust að nokkru leyti um þá staðreynd að skólabörn þurfa oft að fara um langan veg á svæðinu. Til dæmis þótti sumum að of langt yrði að aka börnum úr Kolbeins- staðahreppi í skóla í Borgarnesi. Kom fram á fundinum í Logalandi að mikilvægt væri að vegirnir væru sem öruggastir enda þyrftu sum skóla- börn að vera í skólabíl í klukkutíma hvora leið og sum hver að skipta um bíl á leiðinni. Á fundinum í Borgarnesi kom fram að helsti gallinn eftir sameiningu yrði að hætta væri á að sveitarstjórnin hefði ekki nógu mikla yfirsýn yfir allt svæðið og að jaðarbyggðirnar yrðu út undan. Var nefndin einnig vöruð við að lofa of miklu fyrir kosningar. Reynd- ar var kvartað yfir því á fundunum í Lindartungu og Logalandi að fátt væri um skýr svör frá sameining- arnefndinni. Bent var á mikilvægi þess að sameiningarnefndin móti framtíðarsýn á það hvernig sveitarfé- lagið muni líta út eftir sameiningu og næstu áratugi á eftir og leggi fram skýrar línur hvað varðar uppbygg- ingu þess. Fulltrúar sameiningarnefnd- arinnar bentu á að tilgangur fundanna væri að hlusta á skoðanir íbúanna. Litið yrði til þeirrar um- ræðu þegar nefndin mun vinna loka- tillögur sínar sem lagðar verða fram um mánaðamót febrúar og mars. Aukinn áhrifamáttur í atvinnu- og byggðamálum Atvinnumálin voru íbúum sveitar- félaganna einnig ofarlega í huga. Í Borgarnesi var bent á að það yrði gæfuspor að sameina allt svæðið og þá sérstaklega hvað atvinnumálin varðaði. Þannig væri hægt að beita meiri slagkrafti. Í Kolbeins- staðahreppi telja íbúar mikilvægt að fá aðgang að háhraðanettengingu, en sú uppbygging er í fullum gangi ann- ars staðar á þessu svæði. Í Logalandi kom fram sú skoðun að fjölbreytileik- inn væri kostur. Dreifbýli og þéttbýli færu vel saman og styddu hvort ann- að því um væri að ræða eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Í úttekt sem Skrifstofuþjónusta Vesturlands gerði að beiðni samein- ingarnefndarinnar um fjármál sveit- arfélaganna fimm kom fram að rekst- ur þeirra virðist vera vel viðunandi í samanburði við önnur sveitarfélög. Skýrsluhöfundar telja að sameinað sveitarfélag hafi mikla getu til að auka áhrifamátt sinn í atvinnu- og byggðamálum, sem skipti miklu máli í samkeppninni sem nú er milli sveit- arfélaga um fólk og störf. Hólmfríður segir að sameining- arnefndin komi fram með tillögur, en auðvitað geti hún ekki gefið nein kosningaloforð. „Það er á valdi hverr- ar sveitarstjórnar að stýra sveitarfé- laginu og það breytist með hverri nýrri sveitarstjórn,“ segir hún. „Nú mun sameiningarnefndin fara yfir þær hugmyndir og skoðanir sem komu fram á íbúafundunum. Hún mun síðan leggja fram lokatillögur sínar um sameininguna um mán- aðamót febrúar og mars. Það er ekk- ert skrýtið að skoðanir séu skiptar núna meðal íbúa þessara sveitarfé- laga um sameininguna, enda ekki hægt að móta sér skoðanir um hana fyrr en lokatillögurnar liggja fyrir.“ Hugmyndir íbúa teknar inn í lokatillögurnar Viðræður um samein- ingu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar hafa staðið yfir í tæp tvö ár. Ásdís Haraldsdóttir leitaði frétta af íbúa- fundum sem samein- ingarnefnd stóð fyrir á dögunum, en þar voru skoðanir skiptar. TENGLAR .............................................. www.sameining.is asdish@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir 12 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stykkishólmur | Bæjarstjórn Stykk- ishólms hefur samþykkt fjárhags- áætlun sveitarfélagsins í ár. Bæjar- stjóri boðaði til borgarafundur til að kynna áætlunina og fyrirhugaða starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlað- ar 373 milljónir króna og þar af er úrsvar um 246 millj. kr. Útsvarstekj- ur eru óbreyttar á milli ára. Heildar- tekjur Stykkishólmsbæjar eru 668 m. kr. og gjöld áætluð 612 m. kr. auk 40 m. kr í afskriftir. Eins og hjá öðrum sveitarfélögum eru fræðslumálin fjárfrekust og kosta þau 216,6 millj. kr. eða um 58% af skatttekjum bæjarins. Stærsti ein- staki liður er rekstur grunnskólans, um 148 milljónir kr. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir er ákveðið að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Tjarnarmýri við innkom- una í bæinn. Um er að ræða 530 fer- metra byggingu og áætlaður kostn- aður um 130 milljónir króna. Í ár verður varið til framkvæmdanna 80 milljónum og á næsta ári verður lokið við bygginguna. Byggður verður sparkvöllur í samvinnu við KSÍ og til gatnagerðar verður varið 10 millj. kr. Fram kom í máli Óla Jóns Gunn- arssonar bæjarstjóra að geta bæjar- sjóðs til þessara miklu fjárfestinga byggist m.a. á því að seldar hafa verið eignir eins og Hótel Stykkishólmur og félagsheimilið, sem gera mögulegt „að halda áfram kröftugri uppbygg- ingu í Stykkishólmi, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði sveitarfélaga“. Miklar umræður urðu á borgara- fundinum um sameiningarmál á Snæ- fellsnesi. Fundarmenn voru almennt jákvæðir fyrir því að kanna betur kosti sameiningar sveitarfélaga á Nesinu. Töldu menn að sameiginleg heild væri heillavænlegri fyrir íbúa svæðisins til lengri tíma en innbyrðis togstreita. Fram komu mikil von- brigði með afstöðu bæjarstjórna í Grundarfirði og Snæfellsbæ um að gefa íbúunum ekki kost á að sýna hug sinn til sameiningar í kosningum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Byggt í Hólminum Starfsmenn Skipavíkur við byggingu sex íbúða raðhúss við Laufásveg: Kristján Gunnlaugsson, Hinrik Hjartarson, Bergur Hjalta- lín og Vilberg Guðjónsson. Talsvert verður byggt í Stykkishólmi í ár. Nýr leikskóli VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.