Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 17 UMRÆÐAN            ! "#$ %& &'&( ) & *  ' +               BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG, Jurgita Milleriene, hef mikinn áhuga á því að kenna litháískum börnum litháísku svo þau gleymi ekki móðurmáli sínu. Hinn 1. sept- ember árið 2004 hófst kennsla í litháísku í Alþjóðahúsinu með hjálp Barböru og Bertu frá Alþjóðahúsinu og nú er ný námsönn að hefjast. Sjálf útskrifaðist ég frá háskól- anum Vytauti Magni í Litháen árið 2001 þar sem ég lærði litháískt mál og bókmenntir. Það var alltaf draumastarfið mitt að kenna börn- um litháísku og ég er mjög heppin að geta haldið áfram að kenna það hérna á Íslandi. Í dag eru 27 börn að læra lithá- ísku hjá mér og er ég búin að skipta þeim í þrjá hópa. Einn hópurinn er fyrir börn sem eru 3ja til 5 ára, ann- ar hópurinn er fyrir 5 til 7 ára börn og þriðji hópurinn er fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára. Kennslan fer fram í Alþjóðahúsinu á hverjum laugardegi og vil ég hvetja alla for- eldra sem hafa áhuga á því að börn- in þeirra læri litháísku til að hringja í mig (sími 864-0070) eða senda mér tölvupóst (jurgita@internet.is). Það myndi gleðja mig mikið að fá að kenna fleiri börnum litháísku! Að lokum vil ég fá að þakka bóka- safni Hafnarfjarðar og Alþjóðahús- inu fyrir að sýna litháísku áhuga. Í bókasafni Hafnarfjarðar er nú að finna litháískar bækur og tímarit. Hvet ég þá sem hafa áhuga til að fara á bókasafnið (Strandgötu 1, 220 Hafnarfjörður) og fá sér eitt- hvað gott að lesa á litháísku. Þar eru bækur fyrir bæði börn og full- orðna. JURGITA MILLERIENE, kennari hjá Móðurmáli – félagi um móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Litháískukennsla og bækur á litháísku Frá Jurgita Milleriene TENGLAR ..................................................... www.modurmal.com/lithuanian/ ÞVÍ er oft varpað fram í opinberri umræðu að Eyjafjarðarsvæðið þurfi að standa undir nafni sem vaxt- arsvæði landsbyggðarinnar og mót- vægi við höfuðborgarsvæðið. Stöðug umræða um byggða- og atvinnumál skipti vissulega miklu en mest er þó um vert að henni fylgi aðgerðir til framþróunar og vaxtar, markmiðs- setning og nýsköpun. Á Eyjafjarð- arsvæðinu er þessi misserin verið að stíga slík spor með Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Það verk- efni verður vonandi oft á vörum fólks á kom- andi þremur árum og það er einlæg von mín að í framtíðinni eigum við eftir að geta rakið ýmsa uppbyggingu við Eyjafjörð og atvinnu- sköpun til Vaxtar- samningsins og þeirrar skipulegu vinnu sem hann hefur í för með sér. Samvinnuverkefni margra aðila Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila um uppbyggingu atvinnu- lífs við Eyjafjörð. Unnið er sam- kvæmt kenningum um fyrir- tækjaklasa þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taka hönd- um saman um eflingu atvinnulífs. Lögð er áhersla á þær atvinnugrein- ar sem eru nú þegar á svæðinu og að styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar mun standa út árið 2007. Bein fjár- framlög til verkefnisins á þeim tíma eru 142,5 milljónir króna sem skiptast milli þriggja aðila, þ.e. iðn- aðarráðuneytis 90 milljónir, Kaup- félags Eyfirðinga 35 milljónir og At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 17,5 milljónir. Þá leggja sex aðilar fram sérfræðivinnu til verkefnisins, þ.e. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Byggðastofnun, Háskólinn á Ak- ureyri, Iðntæknistofnun Íslands, Skrifstofa atvinnulífsins og Útflutn- ingsráð Íslands. Hvað eru klasar? Orðið fyrirtækjaklasar kann að hljóma framandi en raunar er fyrst og fremst um að ræða skipulega sam- vinnu fyrirtækja eða aðila á sama eða tengdu sviði. Klasafræði er mjög þekkt og kom fram í sænskri könnun að árið 2003 voru um 500 klasar virkir í heiminum, flestir í Evrópu, Banda- ríkjunum, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þar af var 32% komið á fót af rík- isstjórnum, 27% af atvinnugrein og 35% af báðum aðilum. Í helmingi til- vika kom fjármagn frá ríkisstjórnum, 18% frá iðnaði og í fjórðungi tilvika lögðu báðir aðilar jafnt til klasanna. Könnun sýndi að í helmingi tilvika voru klasaverkefnin svæðisbundin, þ.e. ferðatími innan skilgreinds klasa- svæðis var um eða innan við klukku- stund. Það er einnig athyglisvert að skoða viðhorfin í sænsku könnuninni því 85% aðspurðra innan klasanna töldu þá hafa aukið samkeppnishæfni og tæplega 90% töldu að klasaverkefnin hefðu leitt til vaxtar. Í heild töldu rúmlega 80% að markmið með verk- efnunum hefðu náðst en aðeins 4% aðspurðra töldu svo ekki vera. Allt eru þetta hughreystandi tölur og gefa okkur sem störfum að Vaxt- arsamningi Eyjafjarðar byr undir báða vængi. Stærsta áfanganum náum við hins vegar með víðtækri þátttöku aðila í atvinnulífinu á Eyja- fjarðarsvæðinu í þeim fjórum klasa- sviðum sem hafa verið skilgreind inn- an Vaxtarsamningsins. Um er að ræða matvælaklasa, ferðaþjón- ustuklasa, mennta- og rannsóknar- klasa og heilbrigðisklasa. Fyrirtæki hafa beinan hag af þátt- töku í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Með því eflast tengsl innan atvinnu- greina, samvinna er höfð um að bæta ytra starfsumhverfi og innviði og beita sameiginlegum styrkleikum til að ná markmiðum. Markmiðin snúast um að efla Eyjafjarðar- svæðið sem valkost til búsetu, stuðla að íbúa- fjölgun, auka samkeppn- ishæfni svæðisins og efla hagvöxt, þróa og styrkja vaxtargreinar svæðisins, fjölga samkeppnis- hæfum fyrirtækjum og störfum, nýta möguleika til aðildar að alþjóð- legum verkefnum og laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu. Opin ráðstefna Í dag verða á Akureyri námskeið í klasahugmyndafræðinni fyrir vænt- anlega þátttakendur í klasaverk- efnum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og áhugasama aðila um þetta verk- efni. Námskeiðunum stýrir Nýsjá- lendingurinn Ifor Williams, sem rek- ur ráðgjafarfyrirtæki þar í landi um klasaverkefni og er einn reyndasti maður heims á þessu sviði. Hann hef- ur stýrt klasaverkefnum fyrir stóra aðila víða um heim, t.d. OECD og The World bank, og er Vaxtarsamningi Eyjafjarðar mikill fengur við und- irbúning og uppbyggingu verkefn- isins. Á morgun verður síðan á Hótel KEA opin ráðstefna um fyrir- tækjaklasa, tengslamyndanir og net- samstarf og hefst hún kl. 13. Þar munu tala Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þor- steinn Gunnarsson, formaður stjórn- ar Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, ásamt undirrituðum, Sævar Krist- insson frá Netspori, Steindór Har- aldsson frá Seró ehf. á Skagaströnd, Yngvi R. Kristjánsson, Sel hóteli Mý- vatni, og Garðar Már Birgisson frá Tölvumyndum. Aðalerindi ráðstefn- unnar flytur Ifor Williams og miðlar þar af reynslu sinni og metur þau tækifæri sem hann telur að klasa- hugmyndafræðin muni opna okkur Eyfirðingum. Ég vil í senn hvetja Eyfirðinga og nærsveitamenn til að mæta til þess- arar fróðlegu ráðstefnu og taka af alefli þátt í því starfi sem framundan er innan Vaxtarsamnings Eyja- fjarðar. Tækifærið er núna – Eyja- fjarðarsvæðinu til heilla. Eyfirðingar – tækifærið er núna! Halldór R. Gíslason fjallar um Vaxtarsamning Eyjafjarðar Halldór R. Gíslason ’VaxtarsamningurEyjafjarðar er sam- starfsverkefni opin- berra og einkaaðila um uppbyggingu atvinnulífs við Eyjafjörð.‘ Höfundur er verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.