Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 21 MINNINGAR Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, DAVÍÐS GUÐMUNDSSONAR, Kristnibraut 43. Sérstakar þakkir til Ólafs Skúla Indriðasonar læknis, starfsfólks B4 Landspítala Fossvogi og 13B Landspítala Hringbraut. Ingibjörg Friðfinnsdóttir, Stefanía Davíðsdóttir, Sverrir Sigfússon, Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Kristín Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Álfaborgum 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 24. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Umhyggju, samtök langveikra barna, kt. 690186-1199, banki 0101-15-371646. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþór Guðjónsson. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÞÓRARINSSON, Arnarhrauni 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Ingunn Ingvarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásgeir Haraldsson, Ingunn Hallgrímsdóttir, Úrsúla Linda Jónasdóttir Þorsteinn Margeirsson, Jóhann Ingi Margeirsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona og móðir okkar, KRISTÍN AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá Eskifirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð að morgni föstudagsins 28. janúar. Blessuð sé minning hennar. Útförin verður auglýst síðar. Jón Guðlaugsson og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HÖRÐUR MAGNÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fimmtudaginn 20. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun. Arnheiður Magnúsdóttir, Helgi Þór Óskarsson, Viktoría Magnúsdóttir, Koert Hensema, og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR fyrrv. bifreiðaeftirlitsmanns, Austurvegi 31, Selfossi. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á Ljós- heimum á Selfossi fyrir góða umhyggju og umönnun. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Lára Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Esther Óskarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Magnús Óskarsson, Gísli Á. Jónsson, Emelía Gränz, SigríðurJónsdóttir, Valtýr Pálsson, Kári Jónsson, Kristjana Kjartansdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Fríða Bjarnadóttir, Ásmundur Jónsson, Margrét Alice Birgisdóttir og fjölskyldur. ✝ Sigurjón Odds-son Sigurðsson, verkstjóri hjá Vega- gerðinni, fæddist á Akureyri 24. júní 1938. Hann lést á heimili sínu á Holta- teig 3 á Akureyri 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson lögreglumaður, f. 17.8. 1908, d. 12.4. 2000, og Guðbjörg Fanney Jónasdóttir húsmóðir, f. 12.3. 1907, d. 25.6. 1984. Systkini Sigurjóns eru: Styrkár Geir, f. 23.11. 1932, d. 26.5. 2004, Hákon Eiríkur, f. 10.11. 1934, Jónas Grétar, f. 9.10. 1936, Ásta Svandís, f. 30.11. 1947, og Rósa Margrét, f. 19.1. 1949. Sigurjón kvæntist hinn 22. nóvember 1959 Ester Báru Sig- urðardóttur, f. 19.1. 1941. For- eldrar hennar voru hjónin Sig- urður Jóhannsson bóndi á Svínárnesi á Látraströnd, f. 2.4. 1903, d. 18.7. 1992, og Sólveig Hallgrímsdóttir húsmóðir, f. 12.8. 1905, d. 20.11. 1998. Börn Sigurjóns og Esterar eru: 1) María Lilja, f. 24.11. 1959, d. 23.4. 1960. 2) Sól- veig, f. 24.11. 1961, maki Sigurður Jóns- son, f. 2.9. 1957, og eiga þau soninn Sig- urjón Fannar. 3) Sigurður, f. 16.3. 1966, sambýliskona Hildur Nielsen, f. 24.7. 1969, dætur Sigurðar og Svan- hildar Hauksdóttur, f. 3.12. 1966, eru Agla Brá og Bára Brá. 4) Sævar Geir, f. 10.9. 1967, sam- býliskona Heiðdís Björk Helgadóttir, f. 6.8. 1974, og eiga þau soninn Helga Frey. Sigurjón lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og bjó og starfaði á Akureyri alla sína ævi. Hann starfaði hjá ullarverksmiðjunni Gefjuni frá 1956–1960, síðan gerðist hann bifreiðastjóri hjá vörubifreiða- stöðini Stefni frá 1960–1976 er hann hóf störf hjá Vegagerðinni, lengst af sem verkstjóri yfir klæðingaflokki Vegagerðarinn- ar. Útför Sigurjóns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Það var höggvið stórt skarð í líf mitt þegar faðir minn Sigurjón Oddsson Sigurðsson lést sunnudag- inn 23. janúar sl. Ekki gæti ég hugsað mér betri föður eða félaga. Alltaf var hægt að leita til hans og hann tilbúinn hve- nær sem var að gefa mér góð ráð eða lausnir. Mér hlotnaðist þau forréttindi að fá að vinna með föður mínum hjá Vegagerðinni í mörg sumur og hafði gaman af. Hann tók vinnuna hjá Vegagerðinni alvarlega og var með eindæmum samviskusamur, réttlát- ur og sanngjarn og gott að vinna undir hans stjórn. Margt lærði ég af honum og mótaði hann mig mikið á þessum viðkvæmu uppvaxtarárum og kom alltaf fram við mig sem sinn jafningja. Við ferðuðumst víða um landið við að leggja bundið slitlag aðallega á Norðurlandi, Austurlandi, og síðari árin á Vestfjörðum. Pabbi þekkti landið mjög vel, sögu þess, staðhætti, örnefni og eyðibýli. Það var unun og upplifun að ferðast með honum þar sem hann ávallt gat sagt manni sögur um þá staði sem við vorum staddir á hverju sinni. Það var sama hvar maður var með honum, það þekktu svo margir Sissa hjá Vegagerðinni. Á þessum stöðum var hann vel kynntur enda þægileg- ur í allri umgengni og samkvæmur sjálfum sér. Sem faðir og afi var hann hlýr og elskulegur og hafði gaman af barna- börnum sínum enda mjög barngóð- ur sama hver átti í hlut. Ég ætla ekki að tíunda alla þá kosti sem faðir minn, og einnig minn besti félagi, hafði, þær minningar varðveiti ég sjálfur í hjarta mínu. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá þér og haldið í þína hönd þegar þú kvaddir þitt jarð- neska líf. Þegar ég keyri um þjóðvegi lands- ins þá verður þú, faðir minn, ofar- lega í huga mér. Og mun ég geyma minningu þína um aldur og ævi. „Dáinn, horfinn“, – harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf. geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgr.) Þinn sonur Sævar Geir Sigurjónsson. Leiddu mína litlu hendi Ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu. Blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Helgi Freyr Sævarsson. Elsku afi nafni, það er svo erfitt að kveðja þig, því mér hefur alltaf þótt svo rosalega vænt um þig. Ég á mjög margar frábærar minningar um þig og þær stundir sem við áttum sam- an, þær munu alltaf búa ásamt þér í hjarta mínu. Þú varst mér alltaf svo traustur, blíður og góður, við vorum búnir að bralla margt saman og sér- staklega gönguferðirnar okkar með ömmu og hundinum Kolla á staðinn okkar sem við kölluðum „gaddagrí“, og einnig voru Portúgalsferðirnar okkar minningar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku afi nafni, við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Ég kveð þig með söknuði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þinn nafni, Sigurjón Fannar Sigurðsson. Með þessum línum viljum við kveðja í hinsta sinn góðan vin okkar og vinnufélaga, Sigurjón Oddsson Sigurðsson. Stór er sá hópur vina og kunningja sem drúpir höfði með söknuði vegna fráfalls öðlings. Andlátsfregnir koma okkur oft á óvart, þrátt fyrir að þær séu óað- skiljanlegur hluti af lífinu sjálfu, en þær fá okkur til að staldra við og hugleiða tilgang lífsins og endalok þess. Sigurjón hóf störf hjá Vegagerð- inni á Akureyri 1976 og vann hjá henni til dauðadags. Við kynntumst strax við komu hans til Vegagerðarinnar og unnum mikið saman. Mynduðust með okkur sterk tengsl og vinátta sem hélst alla tíð. Sigurjón var flokksstjóri í efnis- vinnsluflokki Vegagerðarinnar á Norðurlandi 1976 til 1981 er hann tók að sér verkstjórn í nýstofnuðum klæðningaflokki Vegagerðarinnar sem vann víðs vegar um landið við lögn klæðninga, viðgerðir og endur- bætur á þeim. Sigurjón var frábær starfsmaður, vandvirkur, duglegur og ráðagóður enda voru störf hans rómuð um allt land. Einstök samviskusemi og elja einkenndi öll störf Sigurjóns. Við vinnufélagarnir minnumst Sigurjóns með trega og söknuði. Hann er í okkar huga hinn sanni góði drengur, hreinskiptinn og glað- vær. Þó Sigurjón sé horfinn, lifa minn- ingarnar í hjörtum þeirra sem eftir lifa. Með hlýhug og þökk fyrir gott samstarf kveðjum við Sigurjón. Ég bið Drottin sem öllu ræður að milda söknuð ástvina Sigurjóns og hugga þá í sorginni. Megi minning um góðan dreng lifa með okkur um ókomna daga. Fyrir hönd samstarfsmanna, Sigurður Oddsson. SIGURJÓN ODDSSON SIGURÐSSON Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, KRISTÍNAR J. ÞORSTEINSDÓTTUR, og þeim mikla fjölda vina og vandamanna sem voru við útför hennar og vottuðu henni hinstu virðingu sína. Kærar þakkir til deildar 6A á Landspítalanum í Fossvogi, starfsfólks í Furugerði 1 og kærar þakkir og kveðjur til starfsfólksins í Gerðubergi. Marteinn Þór Viggósson, Perla Guðmundsdóttir, Þorsteinn Freyr Viggósson, Gytte Viggósson, Kristín Ágústa Viggósdóttir, Birgir Dýrfjörð, Sigurður Líndal Viggósson, Bryndís Sigurjónsdóttir, Sigvaldi Viggósson, Þórunn Guðmundsdóttir, Unnur Rósa Viggósdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Sigfús Smári Viggósson, María Jóhannsdóttir, Haukur Viggósson, Sigríður Sigurðardóttir, Anton Viggó Viggósson, Katrín Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.