Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 31 Ein fremsta þungarokkssveitheims, Iron Maiden, munhalda tónleika í Egilshöllhinn 7. júní næstkomandi en tónleikarnir eru liður í væntan- legri Evrópureisu sveitarinnar. Þetta staðfestir Ragnheiður Hanson, að- standandi tónleikanna hér á landi, en hún stóð einnig að komu rokksveitar- innar Metallica hingað til lands. Að sögn Ragnheiðar verður umfang tón- leikanna mikið og mun hljómsveitin hafa mikið af sviðsbúnaði meðferðis – meira en Metallica. „Hingað verður meðal annars flutt robot af Eddie sem gerir ýmsar kúnstir og var sér- staklega smíðað fyrir Evrópureisuna. Þá verður komið fyrir sérstökum römpum sem flytja hljómsveitarmeð- limi út í áhorfendaskarann.“ Mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á tónleika sveitarinnar á Norðurlöndunum og segir Ragnheið- ur að þar hafi miðar selst upp á met- tíma, jafnvel hraðar en U2 og Rolling Stones. 5.500 miðar verða í boði á A-svæði en ekki verður bætt við þann fjölda. Ekki er búið að ákveða hversu margir miðar verða seldir í B-svæði. Miðasala hefst 6. mars næstkomandi en tilkynnt verður um útsölustaði og upphitunarhljómsveitir síðar. Hefur starfað í rúm þrjátíu ár Breska rokksveitin Iron Maiden hefur verið starfandi í rúm þrjátíu ár og er flestum rokkvinum kær. Hljóm- sveitin flytur ekki einungis fyrirtaks þungarokk, heldur eru liðsmenn trúir þungarokkshugsjóninni þar sem þeir skarta síðu hári, klæðast leðurjökk- um og flagga ófreskjutáknum. Frá fyrsta degi hefur Iron Maiden einnig haldið sig við þá traustu formúlu að aldrei öskrar rokksöngvari of mikið og aldrei er of mikið af gítarsólóum. Hljómsveitin hefur gefið út 13 hljóðversplötur en fimm af þeim plöt- um hafa komist í efsta sæti breska vinsældalistans. Árið 1980 gaf sveitin út sína fyrstu plötu, sem hét einfald- lega Iron Maiden. Árið 1982 vakti sveitin mikla athygli þegar þriðja plata hennar, Number of The Beast, kom út. Lagið „Run To The Hills“ var fyrsta lag sveitarinnar til þess að komast í eitt af tíu efstu sætum breska vinsældalistans og platan var jafnframt sú fyrsta sem fór í efsta sæti listans. Þetta er í annað sinn sem hljóm- sveitin heldur tónleika hér á landi en árið 1992, sama ár og platan Fear of The Dark kom út, hélt hljómsveitin tónleika í Laugardalshöll. Ári síðar hætti söngvarinn, Bruce Dickinson, í hljómsveitinni en hann gekk á ný til liðs við hana árið 1999. Nú skipa sveit- ina auk Dickinsons þeir Steve Harris, sem leikur á bassa, gítarleikararnir Dave Murray, Janick Gers og Adrian Smith og trommuleikarinn Nicko McBrain. Dickinson er einnig flugmaður hjá breska flugfélaginu Astraeus sem annast flug fyrir Iceland Express og í samtali við Morgunblaðið fyrir tæp- um tveimur árum sagði hann að Ís- land væri í miklu uppáhaldi hjá sér. „Við héldum tónleika á Íslandi fyrir um 10 árum og ég hef verið að segja við strákana æ síðan að við þyrftum að fara aftur þangað.“ Liðsmenn sveitarinnar virðast hafa tekið vel í þessa hugmynd Dickinsons og slag- arar á borð við „Run to the Hills“, „The Number of the Beast“, „2 Min- utes to Midnight“, „Can I Play With Madness“ og „Fear of the Dark“ fá eflaust að hljóma í Egilshöllinni hinn 7. júní. Breska rokk- sveitin Iron Maiden. Tónlist | Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll hinn 7. júní ’Hinn óhugnanlegi Eddie fylgirIron Maiden hvert sem er. Á tón- leikana í Egilshöll kemur nýjasta „Eddievélmennið“.‘ Eddie sporð- rennir bifreið í mynd- bandi við lagið Wildest Dreams. Hlaupið til hæða … Járnfrúin kemur Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 ÍSLANDSBANKI VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I Sýnd kl. 6 og 8. Birth Birth Nicole Kidman Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára H.j. Mbl. Kvikmyndir.com Ó.Ö.H. DV Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára SIDEWAYS  J.H.H kvikmyndir.com "...þegar hugsað er til myndarinnar í heild, er hún auðvitað ekkert annað en snilld" J.H.H kvik yndir.co "... egar hugsað er til yndarinnar í heild, er hún auðvitað ekkert a að en snil d"  J.H.H kvikmyndir.com "...þegar hugsað er til myndarinnar í heild, er hún auðvitað ekkert annað en snilld" J. . kvik yndir.co "... r s r til y ri r í il , r vit rt s ill " „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ. FBL  „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. Nicole Kidmani l i Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit  5 kl. 4.50, 8 og 10. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l l i i i j i i Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit 7 Sýnd kl.5.45, 8, 10.10 B.i. 14 ára Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð   Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.