Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 1
Klerkar segja kosningarnar ólögmætar RÁÐ íslamskra fræðimanna, sem skipað er helstu klerkum súnníta í Írak, lýsti því yfir í gær að kosn- ingarnar á sunnudag væru ólög- mætar vegna þess að margir súnní-arabar tóku ekki þátt í þeim. Nýja þingið hefði því ekki umboð til að semja nýja stjórn- arskrá og ríkisstjórnin sem þingið á að mynda gæti aðeins fengið takmörkuð völd. Klerkarnir höfðu hvatt súnní- araba til að sniðganga kosning- arnar til að mótmæla hernámi Íraks. „ÉG met þennan heiður mikils og er þakklát fyrir að fá þessi verð- laun,“ sagði Helga Ingólfsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en Helga hlaut í gærkvöldi heið- ursverðlaun Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Í umsögn dóm- nefndar um verðlaunin segir m.a.: „Helga er stórbrotinn listamaður [...] Framlag hennar sem lista- manns, í kennslu barokktónlistar og brautryðjanda í sumartón- leikahátíðum á landsbyggðinni er ómetanlegt.“ Fram kemur að sú áhersla sem Helga hefur ávallt lagt á frumsköpun og flutning ís- lenskrar tónlistar ásamt einstakri aðstöðu til samstarfs tónhöfundar og flytjenda beri vott um þá alúð og hugsjón sem einkennt hafi störf hennar. „En þessi verðlaun eru ekki ætluð mér einni, þau eru ætluð samstarfsmönnum mínum í þrjá- tíu ár. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því að okkur hafi tekist vel til og ég vona að þetta verði hvatning til sem flestra um að halda ótrauð áfram á líkri braut,“ segir Helga og tekur fram að verðlaunin séu sér mikil hvatn- ing. „Ég hef náttúrlega verið svo heppin að hafa getað starfað að tónlistinni í þrjátíu ár á þeim stað hér á landi þar sem hljóðfærið mitt hljómar best,“ segir Helga og vísar til Skálholtskirkju. „Skál- holt er stórkostlegur staður og ef- laust langbest hér á landi til þess fallinn að hafa sumartónlist- arhátíð,“ segir Helga og vísar þar bæði til sögu staðarins, fyr- irmyndaraðstöðunnar sem tónlist- armönnum er boðið upp á og ekki síst hljómburðarins. „Þar fann ég besta hljómburðinn fyrir hljóð- færið mitt, sem er m.a. ástæða þess að ég hef haldið tryggð við þennan stað og vil helst hvergi spila annars staðar.“/42 „Met þennan heiður mikils“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Ingólfsdóttir hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna „Ég hef verið svo heppin að hafa getað starfað að tónlistinni í þrjátíu ár á þeim stað hér á landi þar sem hljóð- færið mitt hljómar best, þ.e. í Skálholti,“ segir Helga Ingólfsdóttir semballeikari. STOFNAÐ 1913 32. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Lífið og listin renna saman Hrafnhildur Sigurðardóttir hlýtur Norrænu textílverðlaunin Daglegt líf Viðskipti | Stærsti heildsali lyfja  Aukin viðskipti við Svía Úr Verinu | Völlur á Danica  Þingmenn skoða fisk Íþróttir | Velgengni Grikkja á HM í handbolta  Staðan í NBA BARÁTTAN um vatnið getur leitt til styrj- alda milli ríkja í Afríku og Mið-Austurlönd- um. Er mest hætta á átökum um vatnið í Níl en hingað til hafa Egyptar verið næst- um einir um að nýta það. Kom þetta fram í viðtali BBC við Boutros Boutros Ghali, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og áður utanríkisráðherra Egyptalands. Sagði hann stríð milli ríkja í Nílarlægðinni næstum óhjákvæmileg. Nílarvatnið hefur alltaf verið undirstaða alls mannlífs í Egyptalandi en nú krefjast ríkin við meginkvíslarnar tvær í suðri, Bláu-Níl og Hvítu-Níl, aukinnar hlutdeildar í því. Bláa-Níl á upptök sín í Tana-vatni í Eþíópíu, sem hefur ekki nýtt vatnið til áveitu þrátt fyrir þráláta þurrka og upp- skerubrest en vill nú breyta því. Boutros Ghali sagði þessa þróun grafal- varlega fyrir Egypta þar sem vatnsþörfin ætti eftir að aukast vegna þeirrar „mann- fjöldasprengingar“ sem þar hefur orðið. Boutros Ghali kvaðst heldur ekki sjá, að sjálfstætt, palestínskt ríki ætti sér neina framtíð ef Ísraelar héldu áfram yfirráðum sínum yfir palestínskum vatnslindum. Spáir hörð- um átökum um vatnið Lifðu á kókoshnetum í 38 daga Port Blair. AFP. INDVERSK björgunarsveit fann í gær níu menn sem lifðu náttúruham- farirnar í Asíu af og nærðust aðeins á kókoshnetum í 38 daga. Fólkið – fimm karlmenn, þrjú börn og ein kona – fannst á afskekktu svæði á syðstu eyju Andaman- og Nicobar- eyjaklasans. „Þetta er kraftaverk,“ sagði lögreglustjóri eyjunnar. „Þau lifðu allan þennan tíma á kókoshnet- um og vökvanum úr þeim.“ Fólkið villtist í skógi á eyjunni eftir hamfarirnar en var svo heppið að rek- ast á barn sem tilheyrir einum af frumstæðum ættflokkum eyjaklasans. Barnið kenndi fólkinu að kveikja eld og draga fram lífið í villtri náttúrunni. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði kosningunum í Írak, Afganistan og á svæðum Palestínu- manna í stefnuræðu, sem hann flutti í nótt, og sagði þær sýna að lýðræði væri í mikilli sókn í músl- ímaheiminum. Hann lofaði að beita sér fyrir frekari útbreiðslu lýðræð- is og friði í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis væri „innan seiling- ar“ og kvaðst ætla að auka fjár- hagsaðstoðina við Palestínumenn. Í ræðunni útlistaði Bush for- gangsmál sín á síðara kjörtíma- bilinu. Hann áréttaði þá stefnu Bandaríkjastjórnar að vinna með öðrum þjóðum að því að knýja fram friðsamlega lausn á deilunum um kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu- manna og Írana. „Nýja pólitíska ástandið í Írak [eftir kosning- arnar á sunnu- dag] markar upphaf nýs áfanga í starfi okkar í landinu,“ sagði Bush og bætti við að Bandaríkja- menn myndu nú leggja meiri áherslu á að efla íraskar öryggis- sveitir til að gera þeim kleift að tryggja frið í landinu. Hyggst umbylta lífeyriskerfinu Bush skoraði á þjóðir heims að aðstoða við þjálfun íraskra örygg- issveita og taka þátt í endurreisn- arstarfinu í Írak sem hann hefur sagt að eigi að verða fyrirmynd- arland lýðræðis í Mið-Austurlönd- um. Forsetinn fjallaði um innanrík- ismál í fyrri helmingi ræðunnar og lagði mesta áherslu á umdeild áform um að umbylta opinbera líf- eyriskerfinu vegna mikillar fjölg- unar eftirlaunaþega á næstu árum. Forsetinn hyggst einkavæða líf- eyriskerfið að nokkru leyti og vill m.a. að launþegum verði leyft að nota hluta af lögbundnum lífeyris- iðgjöldum til að safna sjálfir fyrir ellinni. Bush áréttaði enn fremur að stjórnin hygðist leggja fram frum- varp til fjárlaga sem miðaði að því að minnka fjárlagahallann um helming á fimm árum. Forsetinn flutti ræðuna í þing- húsinu í Washington klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Palestínuríki „innan seilingar“ Bush segir í stefnuræðu að kosningarnar í Írak marki upphaf nýs áfanga Washington. AP, AFP. George W. Bush SKORTUR er á fólki til tuga starfa, sem eru laus í fiskvinnslu á höfuðborgarsvæð- inu. Íslendingar fást ekki til þeirra og illa gengur að fá atvinnuleyfi fyrir útlendinga. „Kerfið er ákaflega þunglamalegt. Fyrst þarf að liggja inni auglýsing hjá atvinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins í nokkrar vikur áður en umsókn um atvinnuleyfi er tekin gild. Síðan tekur við ferli sem getur tekið frá 6 upp í 8 vikur áður en það kemur í ljós hvort leyfið fæst eða ekki,“ segir Björg- vin Kjartansson, framkvæmdastjóri Hamrafells í Hafnarfirði. „Okkur finnst það mjög hart að fá ekki fólk til starfa við verð- mætasköpun eins og fiskútflutningurinn svo sannarlega er. Íslendingarnir telja sér ekki samboðið að vinna í fiski og leyfi fyrir útlendingana fáum við í bezta falli eftir dúk og disk.“/Úr verinu Vantar fólk í fiskvinnslu HLJÓMSVEITIN Jagúar hlaut fern verðlaun og sömuleiðis tón- listarmaðurinn Mugison þegar ís- lensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í gær. Ragnheiður Gröndal söngkona, reggísveitin Hjálmar og selló- leikarinn Bryndís Halla Gylfa- dóttir hlutu tvenn verðlaun. Pí- anóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn bjartasta vonin. Jagúar og Mugi- son fengu flestar viðurkenningar ♦♦♦ Viðskipti, Ver og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.