Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BOÐAR LÝÐRÆÐI George W. Bush flutti stefnuræðu í nótt og útlistaði forgangsmál sín á síðara kjörtímabili sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hann fagnaði kosn- ingunum í Írak, Afganistan og á svæðum Palestínumanna og lofaði að beita sér fyrir frekari útbreiðslu lýðræðis í heiminum. Hann kvaðst einnig ætla að leggja áherslu á frið- arumleitanir í Mið-Austurlöndum og auka fjárhagsaðstoðina við Palest- ínumenn. Abbas á fund við Sharon Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, kvaðst í gær vongóður um að árangur næðist á fyrirhug- uðum fundi hans með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Ákveðið hefur verið að fundurinn verði hald- inn í Egyptalandi á þriðjudaginn kemur. Verður það fyrsti fundur leiðtoga Ísraela og Palestínumanna í rúm fjögur ár. Heiðursverðlaunin 2004 Helga Ingólfsdóttir hlaut í gær- kvöldi heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna. Í umsögn dóm- nefndar sagði m.a.: „Helga er stórbrotinn listamaður […] Framlag hennar sem listamanns, í kennslu barokktónlistar og sem brautryðj- anda í sumartónleikahátíðum á landsbyggðinni er ómetanlegt.“ Elsti Íslendingurinn 108 ára Guðfinna Einarsdóttir varð í gær 108 ára gömul. Hún er elsti Íslend- ingurinn, fædd árið 1897. Í tilefni dagsins litu vinir og kunningjar í kaffi til hennar. Aldraðir sem deila herbergi Nær þúsund einstaklingar, sem dvelja á öldrunarstofnunum á land- inu, deila herbergi með öðrum. Er þá ekki átt við hjón eða sambýlis- fólk. Kom þetta fram í svari heil- brigðisráðherra á Alþingi í gær. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 26/27 Erlent 14/15 Minningar 28/32 Landið 17 Dagbók 36 Akureyri 17 Víkverji 36 Austurland 20 Velvakandi 37 Neytendur 21 Staður og stund 38 Daglegt líf 22 Menning 39/45 Listir 23 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Viðhorf 26 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #             $         %&' ( )***                    FYRSTI samráðsfundur Vinnu- málastofnunar og Impregilo, þar sem starfsumsóknir verða yfir- farnar, var haldinn á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka í gær. Fjöldi umsókna um atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl hefur borist Vinnumálastofnun frá Impregilo. Á fundinum í gær var farið yfir hátt í 200 starfsumsóknir, þar af um tuttugu frá Íslendingum. Aðr- ar umsóknir eru frá fólki innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hefur í samstarfi við fyrirtækið það verklag verið ákveðið að starfsmenn Vinnumálastofnunar munu eiga reglubundna samráðs- fundi með starfsmannahaldi fyr- irtækisins til að yfirfara umsóknir frá íslenskum atvinnuleitendum, hvort heldur þær hafa borist beint til fyrirtækisins eða gegnum vinnumiðlunarvef Vinnumálastofn- unar og svæðisvinnumiðlana. Sama mun eiga við um umsóknir sem borist hafa frá atvinnuleitendum á evrópska efnahagssvæðinu. Aug- lýsingar frá fyrirtækinu verða opnar á vef stofnunarinnar og EURES – evrópska vinnumiðlun- arvefnum næstu vikur. Í kjölfar samráðsfundanna og í samræmi við niðurstöður þeirra hverju sinni og með hliðsjón af þörfum fyrirtækisins mun Vinnu- málastofnun ákvarða útgáfu at- vinnuleyfa til fyrirtækisins. Búið að hræða líftóruna úr fólki „Við athugum hverjir eru ráðnir og af hverju. Við erum að reyna að hafa áhrif á að valdir séu Íslend- ingar og menn af Evrópska efna- hagssvæðinu til starfa í einhverju vitrænu samhengi. Koma þarf á starfsfriði, bæði fyrir okkur og Impregilo, varðandi þessi mál. Vinnumálastofnun, Impregilo og Svæðisvinnumiðlun Austurlands koma að þessu máli og ég reikna með að Svæðisvinnumiðlunin sjái mest um vinnu við það,“ sagði Ólöf Guðmundsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austurlands, við Morgunblaðið. Ólöf sagði ástæðu þess að ekki bárust fleiri umsóknir frá Íslend- ingum vera að miklu leyti þá um- fjöllun sem Impregilo hefði fengið. „Það er búið að hræða líftóruna úr fólki og fráhrindikrafturinn er mikill. Þá hefur verkalýðshreyfingin ekki hvatt Íslendinga til að sækja um störf þarna,“ sagði Ólöf. Aðeins 20 umsóknir frá Íslendingum Egilsstöðum. Morgunblaðið. KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur selt hlut sinn í Norðurljósum, en hann átti 15% hlut í fjölmiðlasamsteypu Norðurljósa, þ.e. Stöð 2, Íslenska útvarpsfélaginu, Frétt og DV, sem runnu inn í Og Vodafone seint á sl. ári. Kári staðfesti í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að hann hefði selt 15% eignarhlut sinn í fjölmiðla- samsteypunni sem gekk undir nafn- inu Norðurljós. Hann kvaðst ekki vita hversu stór sá eignarhlutur hefði verið nákvæmlega, þegar hann seldi, þ.e.a.s. eftir að Norður- ljós urðu hluti af fjarskiptafyrirtæk- inu Og Vodafone. Spurður um ástæður þess að hann hefði selt sinn hlut kvaðst Kári ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða þær. Benda má á að Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið sl. laug- ardag undir fyrirsögninni Af flísum og bjálkum. Grein hans var svar- grein við annál Hallgríms Helga- sonar sem birtist á gamlársdag í Fréttablaðinu. Í grein sinni sagði Kári m.a.: „Mér finnst eins og mér renni blóð- ið eilítið til skyldunnar vegna þess að þegar greinin birtist var ég einn af eigendum Fréttablaðsins. Og ég var líka einn af eigendum DV, sem nokkrum dögum síðar lýsti því yfir að grein Hallgríms væri besta út- tektin á 2004 sem boðið hefði verið upp á í fjölmiðlum. Það er býsna gott að vakna að morgni glaður ein- faldlega vegna þess að maður er ekki lengur meðal eigenda fjöl- miðla.“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Selur 15% hlut sinn í Norðurljósum FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur í dag setningar- ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun sem haldin er í Delhí á Ind- landi. Forsetinn mun jafnframt opna viðamikla tæknisýningu laug- ardaginn 5. febrúar. Ráðstefnuna sækja fjölmargir áhrifamenn í alþjóðamálum, vís- indamenn, forystumenn í við- skiptalífi og fjölmiðlum og er henni einkum ætlað að fjalla um viðbrögð við vaxandi ógn vegna loftslagsbreytinga og hvernig hægt er að stuðla að því að þjóðir heims geti bætt lífskjör og styrkt efnahag sinn án þess að skaða um leið viðkvæmt jafnvægi náttúrunn- ar. Til ráðstefnunnar er boðað af einni helstu umhverfisstofnun Ind- lands, en forstöðumaður hennar er jafnframt formaður loftslagsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna. Hin viða- mikla tæknisýning sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna er eink- um helguð nýjungum sem hamla gegn mengun og útblæstri skað- legra lofttegunda, og gera íbúum ólíkra þjóðlanda kleift að auka lífs- gæði sín á sjálfbærum grundvelli. „Forsetinn mun í ræðum sínum einkum fjalla um þann vitnisburð um vaxandi hættur vegna lofts- lagsbreytinga sem rannsóknir á norðurslóðum hafa leitt í ljós og einnig reynslu Íslendinga af nýt- ingu jarðhita og sjálfbærra orku- linda og þá lærdóma sem önnur lönd og heimsbyggðin öll geta dregið af henni. Þá mun forsetinn hitta að máli ýmsa indverska forystumenn sem hann hefur átt nána samvinnu við á undanförnum árum og áratug- um,“ segir í frétt frá skrifstofu forseta Íslands. Forseti Íslands sækir ráðstefnu á Indlandi RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur tekið upp samstarf við tollstjórann í Reykjavík og sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli um þjálfun fíkniefnahunda lögreglunnar. Þessa dagana stendur yfir námskeið fyrir lögreglumenn og tollverði sem stjórna leitarhundum og var Rolf von Krogh, sérfræðingur norskra tollyfirvalda, fenginn til að annast þjálfunina. Um tuttugu leit- arhundar á vegum lögreglunnar og tollgæslunnar hafa verið þjálfaðir til að leita að fíkniefnum en að þessu sinni eru sjö leitarhundar og stjórnendur þeirra á námskeiðinu. Á myndinni er Ester Pálmadóttir, Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, þátttakandi í námskeiðinu, með einn hundanna. Þjálfa fíkniefnahunda MEÐALHITINN í Reykjavík var -0,2 stig í janúar sem er 0,3 stigum yfir meðallagi, miðað við janúarmánuði árin 1961–1990. Á Akureyri var meðalhitinn -0,6 stig sem er 1,6 stigum yfir með- allagi, samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræð- ingi. Úrkoman í Reykjavík í janúar var 66 millimetrar sem er 13% undir meðallagi janúarmánaðar. Úrkoman var 58 millimetrar á Akureyri sem er 6% yfir með- allagi. Í janúar voru mældar 23 sól- skinsstundir í Reykjavík en tíu á Akureyri. Hitinn 1,6 gráðum yfir meðallagi á Akureyri AÐALFUNDUR Framsóknarfélags- ins í Kópavogi fer fram í kvöld. Á fundinum verður kjörin ný stjórn fé- lagsins en í henni sitja fimm menn og valinn verður 21 fulltrúi á flokks- þing Framsóknarflokksins. Skv. heimildum Morgunblaðsins er búist við hitafundi í kvöld. Félagsmönnum hefur fjölgað töluvert á síðustu dög- um. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og formaður félagsins, segir ánægju- legt að fjölgi í Framsóknarflokkn- um. Hann segist binda miklar vonir við að sátt verði á fundinum. Búist við hitafundi fram- sóknarmanna FIMM ára stúlkan sem féll fram af svölum fjórðu hæðar fjölbýlishúss á mánudag er á batavegi á Landspít- alanum. Hún var tekin úr öndunarvél í gær og er líðan hennar eftir atvikum góð að sögn læknis á gjörgæsludeild. Stúlkan á batavegi ÍRANSKUR maður á fimmtugsaldri sem fannst á gangi á Höfn í Horna- firði hefur sótt um hæli hérlendis og verður fluttur í skýrslutökur hjá Útlendingastofnun í dag. Lögreglan á Höfn tók manninn í sína umsjá í fyrrakvöld og kom honum á hótel á Höfn þar til hann yrði fluttur til Reykjavíkur. Mað- urinn talar takmarkaða ensku en gat þó sagt lögreglunni að hann væri á leið til Kanada. Hann var með persónuskilríki á sér en enga fjármuni og er ekki vitað hvaðan eða hvernig hann kom til landsins. Þrátt fyrir að hafa verið á leið til Kanada mun maðurinn hafa skipt um skoðun þegar leið á gærdaginn og óskað landvistar hérlendis. Írani sækir um hæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.