Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 69.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Verð kr. 89.990* Innifalið í verði: Flug, gisting á Hotel Arenas Doradas, morgunverðarhlaðborð, skattar, fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli. Netverð. * Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun og brottfararskattur á Kúbu. Úrval hótela í boði Munið Mastercard ferðaávísunina Kúbuveisla 6. - 13. mars frá 69.990 Sérflug Heimsferða 7 nætur – Varadero - Havana Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins. Þú velur hvort þú vilt dvelja viku í Havana, viku á Varadero ströndinni eða skipta dvölinni á milli beggja staða. Þú velur milli góðra hótela hvort sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufeg- urð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg nýlendutímans, lífsgleði eyjaskeggja er ein- stök og viðmótið heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð. ARKIBÚLLAN ehf. hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun þjónustubygginga á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð, sem Kirkju- garðar Reykjavíkurprófastsdæmis efndu til í haust. Alls bárust 18 til- lögur í keppnina og voru verðlaun veitt fyrir þrjár, auk þess sem dóm- nefnd keypti þrjár til viðbótar. Áformaður byggingartími spann- ar tæp 20 ár. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við starfsmannahús hefjist á þessu ári og ljúki 2006, lík- hús og bænahús verði byggt á ár- unum 2007–2010, kapella og kirkja 2011–2014, aðstaða fyrir erf- isdrykkjur 2015–2016 og bálstofa 2017–2020. Höfundar verðlaunatillögunnar eru: arkitektarnir Hólmfríður Jóns- dóttir og Hrefna Björg Þorsteins- dóttir, auk myndlistarmannanna Berghall, Önnu Hallin og Olgu S. Bergmann. Í umsögn dómnefndar segir m.a. um tillöguna: „Mjög góð tillaga sem myndi sóma sér vel á holtinu [Halls- holti]. Framsetning tillögu er góð og dregur upp skýra mynd af þjón- ustubyggingu sem hafa yfir sér fal- legt heildaryfirbragð, falla vel að umhverfi sínu og hæfa starfsemi vel. Skipulag á tveimur hæðum lagar sig vel að landi og innra fyr- irkomulag gengur vel upp, stuttar og skýrar tengingar. [...] Efnisval er mjög gott. Blandað er saman hlýju og köldu og hugað að stemn- ingsatriðum.“ Annað sæti í samkeppninni hlaut Studíó Grandi og Kurt og Pí hlaut þriðju verðlaun. Búist við að dánartíðni aukist verulega Við verðlaunaafhendingu í gær sagði Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, KGRP, brýna þörf fyrir aukið húsnæði til þess að unnt væri að veita aðstandendum góða þjónustu og starfsfólki, prest- um og útfararstjórum, fullnægjandi starfsaðstöðu. Reikna mætti með að dánartíðni myndi aukast mikið á næstu ára- tugum og óbreyttur húsakostur myndi hamla starfseminni mjög. Þess má geta að samkvæmt spá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi úr 6,4 á hverja 1.000 íbúa árið 2000 í 11,6 árið 2045, með breyttri aldurs- samsetningu þjóðarinnar. Árið 2000 var tala látinna 1.823 en verð- ur skv. spá 4.115 árið 2045 og nem- ur aukningin 126%. Gufuneskirkjugarður var vígður árið 1980 og nokkur timburhús reist til að sinna húsnæðisþörf kirkjugarðsins. Að sögn Þórsteins fullnægðu þau ekki þörfum kirkju- garðsins í upphafi og gera enn ekki. Einn af útgangspunktum sam- keppninnar, var að sögn hans, að byggja upp þjónustubyggingar á svipaðan hátt og eru í Fossvogs- kirkjugarði og reistar voru fyrir rúmri hálfri öld. „Ýmislegt hefur þó breyst á þessum tíma, til að mynda hvað varðar útfararsiði, umhverf- ismál og fleira, sem kallar á breytt- ar áherslur,“ sagði hann. Samkeppni um hönnun bygginga við Gufuneskirkjugarð Teikning/Arkibúllan ehf. Morgunblaðið/Golli Höfundar verðlaunatillögu. Frá vinstri: Anna Hallin, Hólmfríður Jóns- dóttir, Hrefna Björk Þorsteinsdóttir og Olga Bergmann. Arkibúll- an fékk fyrstu verðlaun „ÉG ER sammála greinarhöfundi um að þetta sé kannski ekki rétt þróun,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, í tilefni af grein Gunnars Guttorms- sonar, fyrrv. starfsmanns ASÍ, í Morgunblaðinu í gær. Í greininni eru gagnrýnd tengsl Alþýðusambandsins við jafnaðarmannaflokka á Norður- löndum þ. á m. Samfylkinguna, í gegnum SAMAK, (Samstarfsnefnd norrænna jafnaðarmannaflokka og alþýðusambanda). Fram kemur í greininni að árið 2000 hafi miðstjórn ASÍ hafið form- legt samstarf við Samfylkinguna og aðra jafnaðarmannaflokka á Norður- löndunum með því að gerast aðili að SAMAK. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í gær þeirrar skoðunar að það hefði þurft að skoða málin betur áður en ákveðið var að ASÍ yrði formlegur aðili að SAMAK. „Ég vil fara mjög varlega í að tengja hreyfinguna ein- stökum flokkum,“ sagði Kristján. Gagnrýnir harðlega grein Gunnars Guttormssonar Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir gríðarlegs misskiln- ings gæta í grein Gunnars Guttorms- sonar og það sé alveg út í hött að halda því fram að ASÍ sé í formleg- um tengslum við Samfylkinguna í gegnum samstarf ASÍ við önnur al- þýðusambönd á Norðurlöndun- um. „Það hefur eng- in breyting átt sér stað á vettvangi Alþýðusambandsins um þá stefnu- breytingu sem varð 1940, að Alþýðu- sambandið væri ekki í neinum form- legum tengslum við neinn stjórnmálaflokk. Þannig er það ekki og hefur ekki verið og það hefur verið sameiginlegt mat allra, hvar í flokki sem við annars erum,“ segir Gylfi. „Það sem tengir okkur saman er hagsmunabarátta fyrir okkar fé- lagsmenn á mjög breiðum grundvelli. Þetta hefur alltaf sameinað fólk meira en í hvaða pólitíska flokki það er. Það er engin launung á því að þeir sem hafa verið virkir í verkalýðs- hreyfingunni, hafa margir hverjir verið virkir í sínum pólitísku flokk- um, öllum stjórnmálaflokkunum. Ég held að það séu allir flokkar á Íslandi með formleg verkalýðsmála- ráð, þar sem virkir einstaklingar í verkalýðshreyfingunni hafa átt sér vettvang innan flokkanna. Þetta hef- ur verið einn af styrkleikum íslenskr- ar verkalýðshreyfingar og um það höfum við staðið vörð. Alþýðusam- bandið hefur t.d. lagt á það áherslu að kynna sín málefni fyrir öllum þing- flokkum og við höfum átt fundi með öllum þingflokkum á Alþingi á und- anförnum árum,“ segir Gylfi. Engin fjárhagsleg tengsl Að sögn hans hafa alþýðusam- böndin á Norðurlöndunum staðið með mismunandi hætti að því að rjúfa tengsl sín við stjórnmálaflokka. ASÍ hafi rofið þessi tengsl 1940, danska alþýðusambandið hafi gert slíka breytingu á sérstöku aukaþingi árið 2003 o.s.frv. „Allar þessar breytingar hafa verið þess eðlis að menn hafa ekki talið ástæðu til þess að breyta þátttöku sinni í SAMAK. Ástæðan er sú að SAMAK er vettvangur þar sem al- þýðusamböndin hafa haft tækifæri til þess að kynna sín málefni fyrir jafn- aðarmannaflokkum. Menn geta ekki lokað augunum fyrir því að jafnaðar- mannaflokkarnir hafa verið miklir gerendur í að móta og mynda hið nor- ræna velferðarkerfi, sem við höfum auðkennt okkur við. Sú þátttaka er algjörlega án skuldbindinga og þar er ekki um nein fjárhagsleg tengsl að ræða. Í greininni er verið að ýja að því með einhverjum dylgjum að Al- þýðusambandið sé að fjármagna póli- tíska flokka. Ég vísa því algerlega á bug. Það hafa aldrei frá 1940 verið nein fjárhagsleg tengsl á milli Al- þýðusambandsins og nokkurs stjórn- málaflokks. Hins vegar er mjög mikil málefnaleg umræða á milli Alþýðu- sambandsins og allra pólitískra flokka,“ segir Gylfi. Þurfum að fara yfir hvort þetta sé eðlilegt Gunnar Páll segist á sínum tíma hafa spurst fyrir um þessi tengsl ASÍ við SAMAK. Honum hafi verið tjáð að samstarfið væri í reynd mun minna en það virt- ist vera og ástæð- an fyrir því að ákveðið hafi verið að ASÍ færi inn í þetta samstarf hafi verið sú að al- þýðusamböndin á öðrum Norður- löndum væru þeg- ar í þessu samstarfi. Þá væri því ekki að leyna að þessir jafnaðarmanna- flokkar og systurflokkar þeirra hér á landi hefðu verið þeir flokkar sem helst hefðu verið reiðubúnir að ræða við verkalýðshreyfinguna í gegnum tíðina. Gunnar Páll segir að þetta mál verði örugglega rætt á næstunni inn- an hreyfingarinnar. „Við þurfum að fara yfir hvað við erum að fá út úr þessu og hvort þetta sé eðlilegt.“ Skelfilegur kapall „Þessi flokkatengsl hafa verið að dofna mikið í verkalýðshreyfingunni og ASÍ,“ segir Kristján Gunnarsson. „Á mínum fyrstu Alþýðusambands- þingum var alltaf óskaplegur vand- ræðagangur í kringum uppstill- ingar í miðstjórn og til æðstu emb- ætta sem snerust um það hvernig menn væru á lit- inn. Það skipti máli hvaðan menn komu og úr hvaða flokki og þetta var oft skelfilegur kapall. Það var því ekki endilega ver- ið að endurspegla sterkustu foryst- una hverju sinni. Nú hefur þetta breyst mjög mikið síðustu ár og það truflar ekki lengur þing Alþýðusam- bandsins hvaða pólitískur litur er á fólkinu. Svo er hin spurningin sú, hvort verkalýðshreyfingin á að vera póli- tísk, eins og hún er t.d. í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku, þar sem fulltrúar miðstjórnar eða alþýðusambandanna eru nánast þingmenn verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er skipulag sem við höfum ekki tekið upp hér hjá okk- ur, þó að við séum tengd þessum sömu systrasamböndum. Ég held að sá tími sé ekki kominn á Íslandi eða neitt slíkt sé í burðarliðnum að menn fari að taka afstöðu með eða á móti einstökum flokkum,“ segir Kristján. „Ég ætla ekki að mælast til þess að verkalýðshreyfingin fikri sig í þá átt að fara að stimpla sig inn hjá ein- stökum stjórnmálaflokkum.“ Vara við flokkspólitísk- um tengslum Gunnar Páll Pálsson Gylfi Arnbjörnsson Kristján Gunnarsson Formenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Starfsgreinasambandins „GREINILEGT er að R-listinn vill hlut sjálfstæðra grunnskóla í skólakerfi borgarinnar sem minnstan. Því erum við sjálfstæð- ismenn algjörlega ósammála,“ seg- ir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, í tilefni af viðræðum þeim sem nú eru í gangi á milli Reykjavíkurborgar og Landakotsskóla um að skólinn verði hluti af almenna skólakerf- inu. „Við teljum að ríkja þurfi val- frelsi í þessum málum og að starf- semi sjálfstæðra grunnskóla eins og til að mynda Landakotsskóla, Ísaksskóla og Tjarnarskóla sé afar mikilvæg, ekkert síður en þeirra almennu grunnskóla sem starfa í borginni. R-listinn hefur á hinn bóginn á undanförnum árum sýnt það í verki að starfsemi sjálf- stæðra grunnskóla í borginni sé þeim lítið áhugaefni og dregið úr fjárhagslegum stuðningi við þá á undanförnum árum miðað við það sem áður var.“ Varðandi viðræður borgarinnar og forráðamanna Landakotsskóla segir Vilhjálmur sjálfstæðismenn vel telja koma til greina að starf- semi Landakotsskóla verði aukin. „Í þeim viðræðum er hins vegar mjög mikilvægt að gæti jafnræðis. Einnig verður að tryggja að Landakotsskóli haldi sjálfstæði sínu og að skólinn geti áfram fylgt sinni góðu skólastefnu,“ segir Vil- hjálmur. Ríkja þarf valfrelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.