Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prins Póló-bræður þykja orðið nokkuð frekir til kvenna. Fjárhagsstaða einka-rekinna grunn-skóla í Reykjavík hefur hin síðari ár verið mjög slæm og hafa við- ræður staðið yfir milli fræðsluyfirvalda borgar- innar og skólanna um hvernig bæta megi úr. Lengst virðast mál vera komin varðandi Landa- kotsskóla, sem kaþólska kirkjan rekur, en eins og Stefán Jón Hafstein, for- maður menntaráðs, upp- lýsti á fundi borgarstjórn- ar í vikunni eru hugmyndir uppi um að skólinn verði hluti af al- mennu skólakerfi í borginni, nokkurs konar hverfisskóli í vest- urbænum með fullum framlögum frá borginni og niðurfellingu skólagjalda. Einnig kom fram í borgarstjórn að til greina kæmi að hafa Waldorfskólann sem deild í einum af grunnskólum borgarinn- ar. Voru þessar hugmyndir gagn- rýndar af minnihlutanum í borg- arstjórn og sagði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sjálfstæðisflokki, m.a. að R-listinn vildi „þjóðnýta“ einkaskólana. Ætlun meirihlutans væri að einkaskólarnir hættu störfum. Var þeirri tillögu sjálf- stæðismanna vísað frá að tryggt yrði að allir nemendur í leik- og grunnskólum borgarinnar nytu sama stuðnings til náms frá borg- inni óháð rekstrarformi skólanna. En hver er hugsunin á bakvið breytingu á Landakotsskóla? Stefán Jón Hafstein segir við Morgunblaðið að einkaskólarnir séu ólíkir og misstórir og þarfirn- ar því mismunandi. Landakots- skóli sé vannýttur skóli og standi á svæði þar sem byggð sé að þétt- ast í vesturbænum. Ekki standi til hjá borginni að gera alla einka- skólana að almennum grunnskól- um. Stjórnendur Landakotsskóla hafi verið beðnir að skoða mögu- leika á að verða almennur skóli og þetta sé enn til skoðunar. Hug- myndin, að sögn Stefáns Jóns, er að skólinn fái full framlög frá borginni og á móti verði skóla- gjöld felld niður. Borgin ætlar sér hins vegar ekki að eignast skólann og nefnir Stefán Jón möguleika á þjónustusamningi við kaþólsku kirkjuna, með þeim réttindum og skyldum sem aðrir grunnskólar þurfa að uppfylla, m.a. um sér- kennslu. Hvort Landakotsskóli verði hverfisskóli segir Stefán Jón að börn úr vesturbænum muni væntanlega fá forgang en áfram er gert ráð fyrir að kaþólsk börn geti sótt um skólavist. Bendir hann á að í dag séu 12% grunn- skólabarna af ýmsum ástæðum ekki í sínum hverfisskólum. Sr. Hjalti Þorkelsson er skóla- stjóri Landakotsskóla. Hann seg- ist hafa verið að bíða eftir skrif- legum hugmyndum frá fræðsluyfirvöldum, eftir fund með þeim 12. janúar sl. Landakotsskóli hafi ekki tekið neina afstöðu til óformlegra hugmynda borgarinn- ar. Ekki sé t.d. vitað hvaða skil- yrði borgin setji. Hjalti segir fjárhagsstöðu skól- ans vera slæma og stjórnendur hans séu opnir fyrir viðræðum um lausnir. Húsnæðið sé vannýtt og sú staða geti komið upp að kaþ- ólska kirkjan sjái sér ekki lengur fært að reka skólann áfram í óbreyttri mynd. Hún hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að leggja mikið fé í reksturinn. Óvissan sé því mikil. Persónulega telur Hjalti það vera mikinn skaða og missi fyrir fjölbreytileika í skólastarfi ef Landakotsskóli leggist af í núver- andi mynd. Í dag eru um 160 nem- endur í skólanum en rými er fyrir 60 til viðbótar. Skref aftur á bak Krafa einkareknu grunnskól- anna hefur verið sú að þeir fái framlög frá borginni hlutfallslega til jafns við aðra grunnskóla. Framlag borgarinnar til skólanna fimm hefur verið um 100 milljónir króna á ári. Miðað við hvern nem- enda hefur rekstrarframlagið ver- ið rúm 60% af því sem almennir grunnskólar fá, samkvæmt árs- skýrslu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur fyrir árið 2003. Margrét Theodórsdóttir, skóla- stjóri Tjarnarskóla, segir að ef hugmyndir um breytingu á Landakotsskóla nái fram að ganga sé það skref aftur á bak fyr- ir einkaskólana og þá hugmynda- fræði sem þar er að baki. Í nú- tímasamfélaginu sé lögð áhersla á að koma til móts við þarfir hvers einstaklings í skólakerfinu og því sé mikilvægt að viðhalda fjöl- breytileika í kerfinu. Þarfirnar séu misjafnar og allir eigi að búa við valfrelsi. Ætli borgin að breyta einkareknu grunnskólum í al- menna skóla sé fjölbreytileikinn fyrir bí. Margrét segir fjárhagsstöðu skólanna vera grafalvarlega. Þannig séu stjórnendur Tjarnar- skóla í persónulegum ábyrgðum fyrir rekstri skólans. Viku fyrir skólasetningu sl. haust hafi staðið til að hætta rekstri Tjarnarskóla en m.a. fyrir hvatningu frá borg- aryfirvöldum og einlægan vilja foreldra hafi starfinu verið haldið áfram. „Þau vildu ekki að við myndum hætta,“ segir Margrét og vonar að hugur fylgi máli hjá borginni, þ.e. að framlögin verði hækkuð til að létta skólunum erf- iðan róður. Fréttaskýring | Staða einkarekinna grunnskóla Fjölbreytileik- inn fyrir bí? Sjálfstæðismenn segja R-listann ætla að „þjóðnýta“ einkaskólana í borginni Nemendur í Ísaksskóla í gönguferð. Um 1% íslenskra barna í einkareknum grunnskólum  Fimm einkareknir grunn- skólar eru í Reykjavík; Ísaks- skóli, Landakotsskóli, Tjarn- arskóli, Suðurhlíðarskóli og Waldorfskóli, og nemendur ríf- lega 400. Með Barnaskóla Hjalla- stefnunnar í Garðabæ, sem sveit- arfélagið styrkir að fullu, eru þetta um 500 nemendur. Það gerir um 1% af íslenskum börn- um á grunnskólaaldri. Sambæri- legt hlutfall barna í einkaskólum í ríkjum OECD er um 10%. bjb@mbl.is MEIRIHLUTI þjóðarinnar gefur til líknarmála eða náttúruhamfara. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóðarpúls Gallup. Rúmlega sjö af hverjum tíu gefa oft eða stundum, ríflega einn af hverjum fimm gefur sjaldan og minna en einn af hverjum tíu gefur aldrei til líknarmála eða vegna náttúruhamfara. Samkvæmt könnuninni höfðu 62% fólks á aldrinum 18 til 75 ára gefið í einhverja fjársöfnun vegna náttúru- hamfaranna á Indlandshafi. Aðspurt sagðist fólk hafa að meðaltali gefið tæplega 3000 kr. í fjársöfnun vegna náttúruhamfaranna á annan í jólum. Um 47% gáfu 1000 kr., um 43% gáfu frá eitt til fimm þúsund kr. og 10% gáfu meira en 5000 kr. Karlar gáfu að meðaltali um 3100 kr og konur 2700 kr. Samkvæmt könnuninni gefa kon- ur hins vegar almennt oftar til líkn- armála en karlar, rúmlega 78% kvenna á móti tæplega 66% karla gefa oft eða stundum til líknarmála eða náttúruhamfara. Hins vegar er kynjahlutfallið nánast það sama í fjársöfnunum vegna náttúruhamfar- anna á Indlandshafi, þar sem 67% karla og kvenna gáfu í einhverja söfnun. Fólk á höfuðborgarsvæðinu gaf frekar í fjársöfnun vegna hamfar- anna en íbúar landsbyggðarinnar, eins gaf eldra fólk frekar en það yngra. Einnig var marktækur mun- ur þegar greint var eftir tekjum og menntun þar sem þeir sem hafa meiri menntun og þeir tekjuhærri gáfu frekar en þeir sem hafa minni skólagöngu og lægri tekjur. Könnunin var gerð í gegnum síma 12.-25. janúar. Úrtakið var 1.189 manns og var svarhlutfallið 63%. Meirihluti þjóðar gefur til líknarmála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.