Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Áttu von á barni? Erum með úrval af meðgöngufatnaði frá funmum 20% kynningarafsláttur 3.-5. febrúar Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Vetrartilboð Síðustu dagar Mörkinni 6, sími 588 5518. ÚTSALA 50% afsláttur af ullarkápum og síðum pelskápum. Mörg góð tilboð Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Opið sunnudaga frá kl. 12-17 ÖSSUR HF Innanlandsdeild Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík sími 515 2360 www.ossur.is Allt að 70% afsláttur Útsala DEKURSTOFA Kringlunni Taktu tímann með trompi! Forsenda fallegrar húðar er góð húðumhirða. Er húð þín þurr, feit, við- kvæm eða þreytuleg? Hefur þú áhyggjur af hrukkumyndun, slappri húð eða litabreytingum? Lancôme býður ávallt virkustu innihaldsefni og nýjustu tækni í þágu viðskiptavina sinna. Því ekki að fá ljúft dekur og persónulega ráðgjöf hjá Lancôme snyrti- sérfræðingi. Í andlitsmeðferðinni er dekrað við húðina með yfirborðs- og djúphreinsun, ljúfu nuddi og sérvöldum maska. Því ekki að slaka á í amstri dagsins og njóta þess besta sem Lancôme hefur upp á að bjóða. Það kostar aðeins kr. 2.900. Hringdu og pantaðu tíma (4.-9. febrúar) í síma 568 9970 LÖGMAÐUR Orkuveitu Reykjavík- ur hafnar því að á fundi með fulltrúum Toshiba í lok janúar hafi hann hótað því að Toshiba myndi gjalda þess ef það leitaði réttar síns fyrir dómstól- um vegna eldri útboða á hverflum fyr- ir Hellisheiðarvirkjun. Hann segir að talsmenn Toshiba hafi sjálfir hótað málaferlum ef OR féllist ekki á að kaupa vélar af fyrirtækinu án þess að útboð færi fram. Hann hafi þá sagt að slík málaferli gætu skaðað samskipti fyrirtækjanna en í því hafi ekki falist hótun. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá bréfi sem talsmenn Toshiba sendu stjórnarmönnum í OR vegna fundar sem þeir áttu með Hjörleifi B. Kvar- an, lögmanni OR, og fleiri starfs- mönnum fyrirtækisins 27. janúar sl. Í bréfinu segir m.a. að svör sem þeir fengu á fundinum hafi falið í sér hótun um að Toshiba yrði ekki tekið fagn- andi í útboðum á vegum OR ef það ætlaði á sama tíma að krefja OR jafn- vel um hundruð milljóna króna. Hjörleifur B. Kvaran sagði í sam- tali við Morgunblaðið að á umrædd- um fundi hefðu talsmenn Toshiba far- ið fram á að OR keypti vélar af fyrirtækinu, án þess að útboð færi fram. Hann hefði sagt að samkvæmt lögum gæti OR ekki samið um slík kaup án útboðs á Evrópska efnahags- svæðinu. „Ég spurði lögmann Tosh- iba hvort hann sæi einhvern flöt á því að það væri hægt að kaupa vélar án útboðs. Því neitaði hann að svara. Og neitunin felur í sér ákveðna afstöðu og hún er sú að það er ekki hægt, eins og lögmaðurinn veit sjálfur,“ sagði Hjörleifur. „Ekkert annað en hótun“ Þegar þetta hefði legið fyrir hefðu fulltrúar Toshiba sagt að ef OR myndi ekki semja um kaup á vélum án út- boðs myndi fyrirtækið fara í mál og ekki aðeins krefjast útlagðs kostnað- ar, heldur einnig bóta vegna missis hagnaðar og annars sem hægt væri að tína til. Hjörleifur sagði að í þessu fælist að ef OR væri ekki tilbúið til að brjóta lög og semja við Toshiba myndi koma til málaferla. „Ég held að þetta sé ekkert annað en hótun,“ sagði hann. Eftir að þetta hefði komið fram hjá fulltrúum Toshiba hefði hann sagt þeim að hann teldi að það myndi skaða samskipti fyrirtækjanna til framtíðar ef þau ættu í málaferlum. Spurður um hvort þetta væru eðlileg ummæli sagði Hjörleifur: „Það er svo annað mál. Auðvitað hljóta [málaferli] að hafa einhver áhrif, hvort sem það er sagt eða ekki. Í þessu fólst engin hót- un að okkar mati.“ OR væri útboðs- skylt á EES og hjá fyrirtækinu giltu jafnræðissjónarmið og almennar út- boðsreglur. Öll tilboð væru metin á hlutlægan hátt og huglæg sjónarmið réðu aldrei niðurstöðum. „Á hinn bóg- inn finnst mér ekkert óeðlilegt þó að það komi fram að samskipti aðila verði eitthvað þvinguð,“ sagði hann. Hjörleifur sagðist ekki muna ná- kvæmlega hvaða orðalag hann notaði á fundinum en efaðist um að þetta hefði verið haft rétt eftir í bréfinu. Hann neitaði því alfarið að hafa hótað því, eða gefið í skyn að Toshiba yrði látið gjalda þess ef það leitaði réttar síns. Hefðu talsmenn Toshiba upplif- að orðaskipti á fundinum sem hótanir væri rétt að biðjast velvirðingar á því en sú hefði ekki verið ætlunin. OR vildi gjarnan leysa ágreiningsmál fyr- irtækjanna og eiga góð samskipti við Toshiba. Í bréfinu frá Toshiba segir enn- fremur að Hjörleifur hafi sagt að fyr- irtækið væri ekki opinbert fyrirtæki. Hjörleifur sagði þetta vera rétt, OR væri ekki opinbert fyrirtæki í skiln- ingi laga, heldur sameignarfyrirtæki í eigu opinberra aðila. Starfsmenn Orkuveitunnar væru t.a.m. ekki op- inberir starfsmenn. Um OR giltu lög um opinber innkaup, sömu lög og giltu um innkaup opinberra stofn- anna. Hugsanleg bótakrafa Toshiba á hendur OR er vegna útboðs á hverfl- um fyrir Hellisheiðarvirkjun en kærunefnd útboðsmála komst að því í desember sl. að OR væri skaðabóta- skyld vegna kostnaðar Toshiba við að undirbúa tilboð og taka þátt í samn- ingskaupum. Þá var OR gert að greiða Toshiba 600.000 krónur vegna kostnaðar við kæruna. Hjörleifur sagði að samkvæmt upplýsingum frá Toshiba hefði kostnaður þeirra vegna útboðsins numið 1,2 milljónum evra (tæplega 97 milljónum) en þeir út- reikningar ekki verið sundurliðaðir. „Orkuveitan er mjög ósammála þessari niðurstöðu kærunefndarinnar og ég geri ráð fyrir að Orkuveitan hafi frumkvæði að því að fá þennan úr- skurð ógildan með dómi,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að OR hefði strax boðist til að greiða þessar 600.000 krónur og bæta þeim ein- hvern kostnað við útboðsferlið, þó töluvert lægri fjárhæð en 97 milljónir. Af hálfu Toshiba hefði á hinn bóginn ekkert komist að nema að OR keypti vélar af fyrirtækinu. Lögmaður OR um samskipti við Toshiba Segir talsmenn Toshiba hafa verið með hótanir Morgunblaðið/Þorkell Hjörleifur B. Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.