Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fá ekki allan fæðiskostnaðinn | Fæðiskostnaður kennara í Hafnarskóla var til umræðu á fundi sveitarstjórnar Hornafjarðar á dögunum en lagt var fram bréf frá kennurum skólans þar sem farið er fram á að þeir sem vinna með börnum í matartímum fá frítt fæði. Vísað er til annarra skóla í þeim efnum en á fundinum var greint frá fyrirkomulagi í leikskólum, Nesjaskóla, Hrollaugsstaða- skóla, Grunnskólanum í Hofgarði og HSSA. Bæjarráð hafnaði því á fundinum að kennarar í Hafnarskóla fái greiddan all- an fæðiskostnað og tók undir bókun skólanefndar frá því í lok janúar um að samræmis sé gætt milli grunnskóla sveit- arfélagsins í þessum málum. Vísaði bæj- arráð málinu til fræðslu- og félagssviðs til úrlausnar með þeim tilmælum að sam- ræmi verði komið á frá og með næsta skólaári. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Bangsi á ferð og flugi | Nemandi í 1. bekk í grunnskólanum á Skagaströnd fékk nýlega í hendur pakka frá Dan- mörku, en í honum var lítill bangsi að nafi Cinnabear. Hafði hann upphaflega verið sendur frá Michigan í Bandaríkjunum sl. haust og var skólaverkefni ungs nemanda þar. Tilgangurinn með verkefninu var að láta bangsann ferðast sem víðast um heiminn og biðja viðtakendur hans að senda fréttir og myndir í skólann í Michigan þar sem nemandinn er. Með þessu á að auka tengsl og víðsýni milli landa. Bangsinn hafði upphaflega farið til Hollands og þaðan til Danmerkur og kom svo til Skagastrandar en þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. Bangsinn hefur farið í heimsókn á leikskóla staðarins, en fer svo til Svíþjóðar og þaðan væntanlega til Frakklands áður en hann verður sendur heim í byrjun apríl. Geysimikill áhugi erá ullarþæfingar-námskeiði sem haldið er á vegum fullorð- insfræðslu Húsabakka- skóla í Svarfaðardal. Þar sem þátttakan fór fram úr björtustu vonum manna var ákveðið að efna til annars námskeiðs og verð- ur það haldið þriðjudags- kvöldið 22. febrúar næst- komandi. Þegar hafa nokkrir skráð þátttöku sína, en námskeiðið stend- ur yfir þrjú kvöld, þrjá tíma í senn. Kennari er Ingibjörg R. Krist- insdóttir. Íbúar í Dalvíkurbyggð ætla svo að halda Svar- fælskan mars í fimmta sinni helgina 11. til 13. mars næstkomandi og verður að vanda sest við spilaborðið í upphafi hans og keppt í brús, en mars er svo stiginn á laug- ardagskvöldi. Frá þessu er sagt í blaði heima- manna, Norðurslóð. Ullarþæfing Félagar frá Kiwanisklúbbnum Helgafelliásamt forstjóra HeilbrigðisstofnunarVestmannaeyja og sjúkraflutningamönnum komu saman á dögunum í flugskýli Flugfélags Vestmannaeyja. Tilefnið var að Kiwanisklúbburinn Helgafell gef- ur búnað til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sem er til notkunar í sjúkraflugi – hér um ræðir súrefnismettunarmæli með CO2 greini ásamt bún- aði til blóðþrýstingsmælinga. Það var Tómas Sveinsson, forseti Helgafells, sem afhenti síðan gjöfina og Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, veitti henni viðtöku. Búnaður í sjúkraflug Þorrablót Kvæða-mannafélagsinsIðunnar verður haldið nk. laugardag og verður margt til skemmtunar, s.s. hagyrðingaþáttur og samkveðskapur. Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur. Á blótinu í fyrra orti Sigmundur Benediktsson til Jóa í Stapa: Kvæðahljómar kliði bjart, kveðum óminn létta. Lifi ró með ljóðaskart lífs þá blómin spretta. Jói í Stapa svaraði: Þó að ríki þorratíð og þyki napur svalinn, kveðum burtu kulda og hríð, kveðum líf í salinn. Skipið Skálda gengur jafnan milli gesta og safnar í sig vísum. Bjargey Arnórsdóttir orti: Skálda yfir skemmtun býr að skylduhringnum gengnum, ræðararnir rösku þrír róta í aflafengnum. Þorrablót Iðunnar pebl@mbl.is FRÆÐAÞING landbúnaðarins hefst í Reykjavík í dag og stendur í tvo daga. Þetta er í annað sinn sem þing af þessu tagi er haldið en það er arftaki funda sem nefndust ráðunautafundir Bænda- samtakanna. Markmið þess er að efna til faglegrar umfjöllunar um landbúnað og náttúrufræði og að miðla niðurstöðum frá rannsókna- og þróunarstarfi landbúnað- arins. Fyrri daginn verður þingið haldið í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Meginefni þingsins þann dag er sameiginleg dagskrá undir yf- irskriftinni: Heilbrigði lands og lýðs. Seinni daginn verða tvær samhliða dagskrár í ráðstefnusölum á 2. hæð Hót- el Sögu. Þar verður annars vegar fjallað um Framleiðsluaðstæður á Íslandi, ógn- anir og tækifæri og hins vegar um Ís- lenskt umhverfi og landslag, vannýtta auðlind. Fræðaþing land- búnaðarins í húsakynnum ÍE GRUNNSKÓLINN á Ísafirði hefur lægsta kostnað á hvern nemanda miðað við sambærilega skóla á landsvísu, samkvæmt samanburði Skarphéðins Jónssonar, skóla- stjóra GÍ. Hann skrifar um samantekt sína á vef Grunnskólans á Ísafirði en frá henni er sagt á vef Bæjarins besta. Fram kemur í pistli Skarphéðins að 13 grunnskólar á landinu voru með nemenda- fjölda frá 500 til 600 árið 2003. Þar er GÍ skráður með 532 nemendur. Ef kostnaður á nemanda er skoðaður með hliðsjón af nemendafjölda er GÍ ódýrastur með 456.000 kr. á nemanda en dýrasti skólinn er í Reykjavík og kostar þar hver nemandi 677.000 kr. Skarphéðinn segir ýmsar ástæður fyrir þessum mun á milli skóla og hafa beri hug- fast að kostnaður við rekstur skóla þurfi alls ekki að endurspegla gæði skólastarfs eða ráðdeild eða sóun í fjármálalegum rekstri. Fjölmargir þættir geti skýrt nið- urstöðu í rekstri skóla, þjónusta skólanna sé mismikil, sums staðar séu t.d. reknar sérdeildir fyrir sveitarfélög sem jafnvel aðrir skólar nýti sér. Framkvæmdir í ein- stökum skólum geti einnig skekkt myndina og taka beri þessar tölur með fyrirvara. GÍ hagkvæm- ur í rekstri Grunnskólinn á Ísafirði ♦♦♦ Miðfjörður | Það er vor í lofti á bænum Syðri-Reykjum í Mið- firði, en á mánudag, 31. janúar, fæddust þar að öllum líkindum fyrstu lömb ársins, tveir hrútar sem enn eru nafnlausir. Svo skemmtilega vildi til að þetta var 15 ára afmælisdagur heima- sætunnar á bænum og sú var ekki lengi að eigna sér lamb- hrútana tvo. „Þetta er einsdæmi hér,“ sagði Gerður Ólafsdóttir á Syðri-Reykjum, en þar á bæ er fólk ekki vant öðru en lömbin fæðist að vorlagi. „Það er alltaf gaman að fá nýtt líf í húsin og alveg sérlega gaman á þessum tíma. Veðrið hefur líka verið svo ágætt undanfarið,“ sagði Gerð- ur. Í fyrstu hríðarbyljum októ- bermánaðar bar einnig kind á bænum, lifði lambið þrátt fyrir að heimurinn hafi heilsað á held- ur kalsasaman hátt. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Gaman að fá nýtt líf í húsin Lambhrútar       Hafna tilboði | Húsráð félagsheimilisins Skúlagarðs hefur fjallað um tilboð Júlíusar Ólafssonar í húsið en skiptar skoðanir eru um sölu þess. Samstaða náðist ekki um söl- una. Hreppsnefnd fundaði síðan og ákvað að ganga ekki gegn vilja húsráðs og hafnaði tilboði Júlíusar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.