Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI Akureyrardeild | Sveit Hjörleifs Halldórssonar sigraði í árlegri Ak- ureyrardeild Skákfélags Akureyr- ar. Að þessu sinni mættu aðeins átta skákmenn til leiks sem dugði aðeins í 2 sveitir og kom það í hlut Gylfa Þórhallssonar og Hjörleifs að vera liðsstjórar. Tefldar voru fjórar atskákir (20 mínútur) og fóru leikar þannig að sveit Hjörleifs sigraði með 9 vinningum gegn 7 vinningum Gylfa og félaga. Úrslit réðust í fyrstu umferð, en þá sigraði sveit Hjörleifs 3–1, aðrar viðureignir voru jafnar. Bestum árangri náði Gylfi Þórhallsson en hann var með fullt hús. Auk fyrirliðans voru í sveit Hjörleifs þeir Sigurður Ei- ríksson, Tómas Veigar Sigurðarson og Skúli Torfason. Í sveit Gylfa voru einnig þeir Davíð Arnarson, Sveinbjörn Sigurðsson og Ari Frið- finnsson. Næsta mót hjá félaginu er 10 mínútna mót sem fer fram föstu- daginn 4. febrúar kl. 20:00 í KEA- salnum, Sunnuhlíð. Eyjafjarðarsveit | Á fundi sveit- arstjórnar í vikunni var sam- þykkt að ganga til samninga við fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðil ehf. á grundvelli tilboðs þess um uppsetningu á þráðlausu staf- rænu sjónvarpsdreifikerfi í Eyja- fjarðarsveit. Íslandsmiðill er fjarskiptafyr- irtæki sem er að byggja upp dreifikerfi fyrir stafrænt sjón- varp á Íslandi og bjóða sjón- varpsstöðvum og öðrum aðilum, sem nýta vilja gagnvirkt staf- rænt sjónvarp, afnot til að þróa og dreifa sinni þjónustu. Aðaleig- andi Íslandsmiðils ehf. er Fjarski ehf., dótturfyrirtæki Landsvirkj- unar á fjarskiptasviði. Í fram- haldi af mælingum, sem gerðar hafa verið, verða sendar settir upp á Hrafnagili og Hálsi. Með þeim sendum svo og sendi fyr- irtækisins, sem staðsettur er á Halllandi, er vonast til að send- ingarnar nái til flestra heimila í Eyjafjarðarsveit. Íslandsmiðill ehf. mun bjóða upp á lággjalda áskriftarsjónvarp Val+ með há- marks myndgæðum. Í upphafi verða í boði 9 erlendar sjón- varpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, segir á vefsíðu Eyja- fjarðarsveitar. Þráðlaust staf- rænt sjónvarp ÞAÐ var nokkuð létt yfir vinnu- félögunum hjá Garðverki, þeim Jóhannesi Hjörleifssyni, Skafta Þorsteinssyni og Sigurði Þórssyni, þar sem þeir voru frekar létt- klæddir, miðað við árstíma, að helluleggja á gatnamótum Strand- götu og Hjalteyrargötu í blíðunni í gær. „Við erum hér að ljúka við verk sem hafist var handa við í desember og stefnum að því að ljúka verkinu á morgun (í dag),“ sagði Jóhannes. Þeir félagar voru sammála um að þarna væru þeir farnir að vinna hefðbundin vor- verk og voru hinir ánægðustu með tíðarfarið og að sjá fram á að geta lokið verkinu. Morgunblaðið/Kristján Léttklæddir í vorverkum LANDIÐ Þorlákshöfn | Portland er eitt af stærstu fyrirtækjunum í Þorláks- höfn, en það hefur sérhæft sig í vinnslu á flatfiski, í mörgum tilvikum á kolategundum sem ekki voru nýtt- ar fyrir 10–15 árum. Vinnsla á kola krefst mikils fjölda starfsfólks miðað við aðra fiskvinnslu, enda hver fiskur minni heldur en í bol- fiskvinnslu, og því meiri vinna á bak við hvert kíló sem fer á markað. Í vikunni var 39 starfsmönnum af 99 sagt upp störf- um, þar af 18 í hálfu starfi. „Það er alltaf erfitt að segja upp svona miklum fjölda af starfsfólki,“ segir Gísli Jón Gústafs- son, vinnslustjóri Portlands. Hann segir þó að at- vinnuástandið í Þorlákshöfn sé þannig að menn séu yfirleitt fljótir að fá vinnu. Vegna þess hversu mikið af starfs- fólki þarf í vinnslu kola er erfitt fyrir fyrirtæki í þessari vinnslu hér á landi að keppa við fyrirtæki sem staðsett eru í löndum þar sem vinnu- afl er ódýrara, svo sem í Kína. Gísli Jón segir að mikið muni um að fyr- irtækið sé ekki lengur að kaupa frystan fisk, vinna hann og frysta aftur. Ekki borgi sig lengur að standa í vinnslu á tvífrystum fiski, það geri Kínverjar einfaldlega mun ódýarar en mögulegt sé hér á landi. Þess vegna verði fyrirtækið að ein- beita sér að því að vinna einfrystan kola sem betri verð fáist fyrir. Vinna við tvífrystan fisk var um 10–15% af vinnslu í Portlandi, og munar um minna. Þörf fyrirtækisins fyrir starfsfólk veltur líka mikið á því hversu mikið veiðist af ákveðnum tegundum kola, en veiði á kola hefur dregist talsvert saman undanfarið. Alls eru veiddar fimm tegundir og eru vinnsluaðferðir mismunandi eft- ir tegundum. Gísli Jón segir að und- anfarið hafi minna fengist af sand- kola og skráp, sem eru smærri fiskar sem krefjast mikillar verkunar. Meira berist nú inn af skarkola, sól- kola og langlúru sem eru stærri fisk- ar sem minna þurfi að hafa fyrir. Þar með minnki þörfin fyrir starfsfólk og þegar það fer saman við sterka stöðu krónunnar og lækkun afurðaverðs á mörkuðum sé ljóst að endurskipu- leggja þurfi fyrirtækið áður en í óefni er komið. Kraftur í fólki í Þorlákshöfn „Mér finnst vera jákvætt and- rúmsloft hér í bænum, þó að það sé auðvitað engin lausn fyrir þá sem þurftu að hætta. Mér hefur fundist mjög margt jákvætt vera að gerast,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi. „Það er kraftur í fólki hérna, og ég er sannfærður um það að til lengri tíma mun staðurinn blómstra. En auðvitað hjálpar það ekki þessu fólki sem er verið var að segja upp. Ég vona að þetta sé ekki upphaf af neinu langvarandi atvinnuleysi,“ segir Ólafur. „Það hefur verið mjög gott atvinnuástand hérna, og mér hefur fundist hljóðið í fólki vera gott. Í þessum sjávarbyggðum er ástandið alltaf brothætt, sérstaklega á þess- um árstíma þegar veiði er dræm.“ Ólafur segir mikið velta á veðr- áttu, veiði, gengi og mörkuðum, og þessi atriði séu ekki eitthvað sem hægt sé að stjórna. Hann segir þó að bæjarfélagið eigi því láni að fagna að það séu nokkrir öflugir vinnuveit- endur í plássinu sem dreifi á vissan hátt áhættunni ef illa gengur í einni grein og geri atvinnuástandið stöð- ugra en í mörgum sjávarplássum. Stærsta fiskvinnslufyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í vinnslu á kola segir upp 39% starfsmanna Erfitt að segja upp svo miklum fjölda starfsfólks Morgunblaðið/Ómar Sorglegt „Það er sorglegt að fólk missi vinnuna,“ segir Sigfríður (t.h.) þar sem hún og Helga raða kolaflökum. Fiskvinnslufyrirtækið Portland hefur sagt upp 39 af 99 starfsmönnum og er sterkri stöðu krónunn- ar og lækkun afurðaverðs á mörkuðum kennt um. Brjánn Jónasson spjall- aði við starfsfólkið. Gísli Jón Gústafsson HELGA Kristinsdóttir og Sigfríður Óskarsdóttir vinna hlið við hlið við að raða fiskflökum á færiband fyrir lausfrystingu, en eftir uppsagnirnar heldur Helga vinnunni en Sigfríður ekki. Sigfríður hefur unnið hjá fyr- irtækinu hálft árið yfir vetrarmán- uðina síðastliðin fimm ár. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óskaplega sorglegt að fyrirtækið sé að fara svona illa, og maður vonar bara að þeir nái sér upp aftur, það er eina vonin mín,“ segir Sigfríður. Hún segir að hljóðið í samstarfsfólk- inu sé ekki gott. „Auðvitað finnst þetta öllum afskaplega sorglegt þeg- ar menn eru að missa vinnuna. Það er algert skilyrði að hafa vinnu, og fólk er að fá gíróseðlana fyrir fast- eignagjöldunum í hendurnar í dag. Það er ekkert hlaupið í aðra vinnu hérna, að minnsta kosti var ég heima í mánuð þegar ég var að leita fyrir fimm árum síðan, og ég fór á alla staði sem ég gat ímyndað mér.“ Sigfríður segir þó starfsfólkið tryggt sínu fyrirtæki, sama hvað tauti og rauli. Hún rekur kaffistofu á sumrin en hefur hingað til unnið hjá Portlandi á veturna. „Ég fæ alltaf vinnu hér á haustin, og það er nú ekki lítils virði þegar maður er að berjast svona áfram.“ Helga segir að það sé erfitt að sjá á bak stórs hóps af samstarfsfólki, en segist vona að fyrirtækið geti starfað áfram. „Þetta er stærsta fyr- irtækið hér í Þorlákshöfn, og mjög góður vinnustaður. Maður hugsar um hina sem yngri eru, og alla er- lendu starfsmennina, fólk er búið að fjárfesta í húsum og öðru hér í Þor- lákshöfn. Þetta er rosalegt högg að fá svona uppsögn.“. Hún segir að þó margir eigi ef- laust eftir að fá vinnu fljótlega þurfi líka að horfa á þau kjör sem menn hafi. „Það er ekki hvar sem er sem húsmæður geta haft 2,5 milljónir í vasann fyrir árið, en það hefur farið upp í það hér, þegar mikið er unnið. [...] Svo held ég að það sé ekkert sjálfgefið að tæplega 40 manns fái vinnu hér í Þorlákshöfn, en það verður bara að ráðast.“ Helga segir þó að fólk hafi ein- hvern skilning á þeim aðstæðum sem fyrirtækið er í, ekki þýði að borga fólki sem hafi ekkert að gera og sitji bara heima, og þá geti þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að fyrirtækið gangi áfram. „En þetta er mjög sorglegt.“ „Rosalegt högg að fá svona uppsögn“ Ólafur Áki Ragnarsson brjann@mbl.is „AUÐVITAÐ er erfitt að missa svona marga samstarfsmenn, þetta er gott fólk og hér þekkjast allir,“ segir Veronika Matvejeva, sem var að ormahreinsa skrápsflök þegar Morgunblaðið leit í heimsókn. Hún segir varla talað um annað á kaffi- stofunni þessa dagana en uppsagn- irnar hjá fyrirtækinu „Ég veit ekki hvort það er hægt að fá nokkra aðra vinnu hér í Þor- lákshöfn, sérstaklega fyrir útlend- inga,“ segir Matvejeva. Hún segist vissulega hafa áhyggjur af starfi sínu hjá fyrirtækinu, en hún var þó ekki í hópi þeirra sem sagt var upp. „Þetta er náttúrulega reiðarslag fyrir fólkið, og það er erfitt að sjá á eftir öllu þessu fólki sem maður var búinn að vinna með í mörg ár. Það er eftirsjá í góðu fólki,“ segir Lydia Pálmarsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá Portlandi. „Það er mikill söknuður í þessu fólki, það er alltaf erfitt þegar þarf að segja upp fólki,“ segir Gústaf Tryggvason, verkstjóri hjá Port- landi. Hann segir að það hafi svo sem ekki gefist mikið tækifæri til þess að ræða uppsagnirnar síðan þær voru gerðar opinberar, lítil vinna hafi verið undanfarið og sum- ir vinni bara í hlutastarfi. „Reiðarslag fyrir fólkið“ Morgunblaðið/Ómar Snyrting „Þetta er gott fólk og hér þekkjast allir,“ segir Veronika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.