Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það er mikill heiður að fáþessi verðlaun og frábærtað kvennalist skuli verð-launuð með þessum hætti,“ sagði Hrafnhildur Sigurð- ardóttir myndlistarkona í gær þeg- ar tilkynnt var að hún hlyti Nor- rænu textílverðlaunin við hátíðlega athöfn þann 28. október næstkom- andi. Hún hlýtur þá 250.000 sænsk- ar krónur í verðlaun eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Norrænu textílverðlaunin eru stærstu verðlaunin sem hægt er að hljóta fyrir textíl myndlistarformið á Norðurlöndunum. „Í kjölfar verð- launaafhendingarinnar beinist kastljósið að textíl myndlist- arforminu sem er afar já- kvætt og verðlaunin gera mér einnig kleift að ein- beita mér að textílvinn- unni sem mér finnst frábært. Ekki er ólík- legt að með verðlaun- unum opnist ýmsir möguleikar fyrir út- rás eins og til að halda sýningar í Evrópu. Það er að minnsta kosti reynsla forvera minna sem tekið hafa við þessum verðlaunum.“ Sex ára í mynd- listarskóla Hrafnhildur segist hafa haft áhuga á handverki frá því hún man eftir sér. Þegar hún var sex ára talaði mamma hennar hana inn á að fara á myndlist- arnámskeið í Mynd- listaskóla Reykjavík- ur og þegar hún var ellefu ára, og átti heima í Danmörku, fór hún á leirlistarnám- skeið. „Þá varð ég alveg ákveðin í að verða leir- listakona,“ segir hún. Þegar Hrafnhildur nálg- aðist tvítugsaldurinn sótti hún námskeið í myndvefn- aði og stólvefnaði. „Það var ást við fyrstu sýn. Það small eitthvað og um leið vissi ég að við þetta vildi ég starfa.“ Prjónaði hundrað peysur Hrafnhildur prjónaði líka mikið á unglingsárunum. „Ég taldi þetta saman og fann út að ég hefði líklega prjónað um hundrað peysur frá því ég var tólf ára og fram að tvítugu. Og þær voru langflestar prjónaðar á sjálfa mig og svo saumaði ég auðvitað á mig öll föt líka.“ Hún segist hætt að prjóna föt og prjónar bara þegar hún er að vinna að myndverki. „Það má segja að ég sé alltaf að prjóna, hekla og hnýta og að lífið og listin renni svolítið saman. Um þessar mundir er ég ein- mitt að prjóna myndverk úr böndunum utan af jólapökkunum. Ég veit ekki ennþá hver endanleg útgáfa verður en í augnablikinu lít- ur þetta út eins og risastór trefill í öllum regnbogans litum.“ Það kemur í ljós í spjalli við Hrafnhildi að hún nýtir ýmsa hluti í listsköpun sína. „Fjölskyldan ber t.d. út Morgunblaðið og utan um blaða- bunkann er ávallt plastband. Ég geymi alltaf band- ið í myndverk og var einmitt rétt hálfnuð með eitt verk þegar ég þurfti að skipta um lit því Morg- unblaðið skipti úr hvítu bandi yfir í svart.“ Hrafnhildur safnar að sér hinu og þessu, höttum, servíett- um og t.d. háls- bindum. Hún á orðið yfir hundrað bindi sem hún geymir í mynd- verk. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1986 og hefur síðan stundað nám á nokkrum stöð- um í Bandaríkjunum og á Íslandi og nú síðast á árunum 1998–2000 þar sem hún nam skúlptúr við háskólann í Color- ado í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Fyrirhugaðar eru á næstunni sýningar í Finnlandi, Bandaríkj- unum og Ekvador og sýning á verk- um hennar verður opnuð 28. októ- ber í textílsafninu í Borås í Svíþjóð. En hvernig gengur henni að lifa af listinni? „Það hefur nú verið allur gangur á því. Ég fékk listamannalaun í þrjá mánuði í fyrra og það var alveg frá- bært. Nú fæ ég upphæð sem nemur árslaunum sem er auðvitað ómet- anlegt fyrir mig. Þannig að þetta er allt upp á við,“ segir hún að lokum. Það var ást við fyrstu sýn Nítján ára vissi hún að ekkert annað kom til greina en að helga sig textíl. Í gær var Hrafnhildur Sig- urðardóttir viðstödd þegar tilkynnt var að hún hlyti Norrænu textílverðlaunin í Borås í Svíþjóð en þau verða veitt þar við hátíðlega athöfn í október. Verk Hrafnhildar sem var á sýningu hennar í Listasafni Kópavogs. Ég geymi alltaf bandið utan af Morgunblaðs- bunkanum í myndverk og var einmitt rétt hálfn- uð með eitt verkið þeg- ar Morgunblaðið skipti úr hvítu bandi yfir í svart. Hrafnhildur er með vefsíðu þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verk hennar, menntun og sýningar sem hún hefur haldið eða tekið þátt í, www.hsig.net. gudbjorg@mbl.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 Æ FLEIRA bendir til þess að ástand hjarta og æða hafi áhrif á andlega hæfni okkar. Hár blóð- þrýstingur og mikið kólesteról í blóði hefur slæm áhrif á fínt æða- kerfi heilans og getur leitt til þess að heilafrumur drepast og hæfni heilans minnkar, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Ráð- leggingar til þeirra sem vilja forð- ast elliglöp eru nú farnar að líkjast meira þeim sem gefnar eru fólki sem er í áhættuhópi hvað varðar heilablóðfall eða hjartaáfall, þ.e. að hollt mataræði og hreyfing skipti miklu. Bandarískir vísindamenn kemba nú allar fyrri rannsóknir á þeim sem fengið hafa Alzheimer og ellig- löp eftir æðasjúkdóm. Í ljós kom að mikilvægast er að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting og lyf gegn hon- um hafi meiri áhrif til hins betra í þessu sambandi en lyf sem eiga að styrkja minni Alzheimer-sjúklinga. Niðurstöðurnar eru birtar í tímarit- inu Jama. Laura Fratiglione, prófessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, segir í samtali við SvD að mjög já- kvætt sé að lögð sé áhersla á fyr- irbyggjandi aðgerðir. Hún bendir á að hlutverk kólesteróls sé mun óljósara en áhrif blóðþrýstingsins sem hún tekur undir að geti verið mikil.  HEILSA Tengsl milli blóðþrýst- ings og and- legs ástands FARSÍMI fyrir hunda kemur á markað á næstunni. Síminn er eins og bein í laginu og á að festa hann við hálsól. Flottustu gerðirnar eru með myndavél til þess að hundaeig- endur geti séð hvað gæludýrið þeirra er að bralla. Ef hundurinn er að gera eitthvað af sér getur eig- andinn hringt í hann og skammað hann. Þá er einnig hægt að nota símana til að finna hunda sem hafa týnst, að sögn Camareon Robb, fram- kvæmdastjóra PetsMobility, en hann átti hugmyndina að símanum. Mun hann á næstunni skrifa undir samning upp á milljónir punda fyrir framleiðslu símans. Beverly Cuddi, ritstjóri tímarits- ins Dogs Today, segist telja að markaður sé fyrir símann, hunda- eigendur tali nú þegar við hundana sína í símann.  GÆLUDÝR Farsími fyrir hunda Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kannski er stutt í að íslenskir hundar verði komnir með farsíma. Hrafnhildur prjónar, heklar og hnýtir textílverk sín. Eitt verka Hrafnhildar. Hrafnhildur Sigurð- ardóttir myndlistar- maður á myndarlegt safn af servíettum, hött- um og slifsum. Hér er hún með sýnishorn af höttunum.  MYNDLIST | Hrafnhildur Sigurðardóttir hlýtur Norrænu textílverðlaunin 2005 Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.