Morgunblaðið - 03.02.2005, Page 23

Morgunblaðið - 03.02.2005, Page 23
27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 - í gó›um málum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 23 MENNING Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma 588 1594. • Netfang: kari@ckari.com Nánari upplýsingar um NLP má finna á www.ckari.com NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. Kennt er m.a.: • Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt. • Að skapa nýtt samskiptamál. • Að skapa þína eigin framtíð. • Að stjórna samtölum. • Að vekja snillinginn í sjálfum sér. • Að leysa upp neikvæðar venjur. • Að lesa persónuleika fólks. • Venjur til varanlegs árangurs. Námskeiðið fer fram dagana 21. febrúar til 4. mars frá kl. 18-22 Ekki er kennt helgina 26. og 27. febrúar Kári Eyþórsson NLP námskeið Neuro - Lingustic - Programming EINGÖNGU tónlist eftir Jórunni Viðar var á dagskránni á tónleikum á Myrkum músíkdögum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Voru það útsetningar á íslenskum þjóð- lögum, Tilbrigði um íslenskt þjóð- lag fyrir selló og píanó og Íslensk svíta fyrir fiðlu og píanó. Þrátt fyr- ir það hve þjóðleg þessi tónlist er hef ég lítið um hana að segja; hún er lagræn og tónmálið er hefð- bundið, uppbyggingin er rökrétt og snyrtileg, hún lætur vel í eyrum en það er ekkert óvenjulegt í henni, ekkert frumlegt, engar listrænar opinberanir. Athyglisverðari var frumflutn- ingur á Svítu fyrir kammersveit eftir Þórð Magnússon sem unnin var upp úr tónlist Jórunnar við kvikmyndina Síðasti bærinn í daln- um. Sú tónlist braut blað í íslenskri tónlistarsögu því aldrei áður hafði verið gerð músík fyrir leikna ís- lenska kvikmynd í fullri lengd. Svíta Þórðar er samin út frá stefj- um í kvikmyndinni og er hún hag- anleg að allri gerð. Hljómsveit- arraddsetningin er litrík og samsvarar sér ágætlega auk þess sem hún nær ágætlega að fanga andrúmsloft kvikmyndarinnar. Tónlistarflutningurinn var prýði- legur; hljómsveitarleikurinn í verki Þórðar var nákvæmur og einstakir hljóðfæraleikarar KaSa hópsins skiluðu sínum hlutverkum með sóma. Söngur Kórs Áskirkju undir stjórn Kára Þormars var sömuleið- is fallegur þó takmörkuð endur- ómun Salarins í Kópavogi sé engan vegin fullnægjandi þegar kór er annars vegar. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Jórunni Viðar og Þórð Magn- ússon í flutningi KaSa hópsins og Kórs Áskirkju. Þriðjudagur 1. febrúar. Myrkir músíkdagar Jónas Sen Þórður Magnússon Jórunn Viðar Síðasti bærinn í dalnum ÞAU Nicole Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleik- ari komu fram í Salnum í Kópavogi á Myrkum músíkdögum á þriðju- dagskvöldið. Á efnisskránni kenndi margra grasa og var athyglisverðast frumflutningur þriggja þátta tón- smíðar eftir Huga Guðmundsson sem bar nafnið Fall From Grace. Hún var sérlega áhrifamikil; stílhrein og fal- lega skrifuð fyrir bæði hljóðfærin. Kristalstærir, niðurfallandi píanó- hljómar voru annarlegir og drunga- legir tónar sellósins sköpuðu and- rúmsloft tilvistarkreppu sem nísti mann inn að beini. Mér datt í hug Leigjandi Romans Polanskis, þar sem ungur maður verður smátt og smátt vitskertur og hendir sér á end- anum út um gluggann; þannig var stemning tónlistarinnar. Fall From Grace er prýðilegt verk og ber hæfi- leikum Huga fagurt vitni. Annað á efnisskránni var mis- áhugavert; ég hafði gaman af Mynd- um á þili eftir Jón Nordal, en þar var tónlistin í fyrstu alvöruþrungin, jafn- vel þunglyndisleg en umhverfðist í hálfgerða dægur- músík án þess að maður áttaði sig á hvar það ná- kvæmlega gerð- ist. Útsetningar Þorkels Sigur- björnssonar á ís- lenskum dæg- urlögum stóðu sömuleiðis fyrir sínu en minna spennandi var Partíta op. 7 eftir Victor Urbancic sem var ósköp keimlík mörgu öðru frá svipuðum tíma (1937). Enn síðri var Sónata op. 65 eftir Karl Ó. Runólfsson í þremur algerlega ósamstæðum köflum. Klunnalegur vikivakinn í lokin var leiðinlega endurtekningarsamur og hefði vel mátt sleppa verkinu í heild sinni, enda tónleikarnir í lengri kant- inum. Tónlistarflutningurinn var þó prýðilegur; Árni Heimir hafði falleg- an áslátt og skýran leikmáta; túlkun hans var ávallt sannfærandi. Svipaða sögu er að segja um Nicole Völu; leik- ur hennar var að vísu dálítið hikandi í byrjun en eftir því sem á leið tón- leikana sótti hann stöðugt í sig veðrið. Í það heila voru fremur misjafnir tónleikar; bestur var frumflutning- urinn á tónsmíð Huga og er honum hér með óskað til hamingju með hana. Athyglisvert tónverk TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Huga Guðmundsson, Jón Nordal, Victor Urbancic og Karl Ó. Runólfsson í flutningi Nicole Völu Cariglia sellóleikara og Árna Heimis Ingólfssonar píanóleikara. Þriðjudagur 1. febrúar. Myrkir músíkdagar Jónas Sen Hugi Guðmundsson Morgunblaðið/RAX Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og Nicole Vala Cariglia sellóleikari. Það er mikið rætt um vel-gengni íslenskrar tónlistarþessa dagana og mörgum tíðrætt um sóknarfærin erlendis og útrás íslenskrar tónlistar. Það er mikilvægt fyrir litla þjóð að rödd hennar heyrist – svo ég grípi nú til enn einnar klisjunnar; og vissulega er það rétt. Það gæti um leið skapað þjóðinni bæði tekjur og tækifæri, en ekki síður skap- að tónlist- armönnum okkar nafn sem marktækum listskapendum sem eiga jafnt erindi við umheiminn og aðrir. En lengi býr að fyrstu gerð, lítið gæti orðið úr stórhuga draumum, ef akurinn er ekki plægður af alúð hér heima, áður en haldið er í víking og vel hlúð að rótunum. Spurningin er hvort íslensk tónlist nýtur virðingar og viðurkenningar á Íslandi. Jú, ég held við hljótum að viðurkenna að það geri hún – í það minnsta upp að vissu marki.    Myrkir músíkdagar hafa sýntsig vera sá vettvangur sem hvað mestu máli skiptir við kynn- ingu á íslenskri tónlist hér heima, og þar er áherslan alltaf lögð á ný- sköpun og frumflutning verka. Mik- ilvægi Myrkra músíkdaga hefur staðfest í þeirri staðreynd að aðsókn á hátíðina eykst ár frá ári, um leið og dagskráin verður æ fjölbreyttari. Sinfóníuhljómsveit Íslands var gagnrýnd á síðasta ári fyrir sinnu- leysi gagnvart íslenskri tónlist og hve fátítt væri að hljómsveitin frum- flytti ný íslensk verk. Samstarf hljómsveitarinnar og Myrkra músíkdaga er því afar mik- ilvægt, og gott hve það virðist hafa styrkst og eflst á síðustu árum. Hljómsveitin þarf á því að halda að nýta sér þann meðbyr sem Myrkir músíkdagar hafa, og fyrir íslensk tónskáld er það að sjálfsögðu grundvallaratriði að fá verk sín leikin af einu hljómsveitinni í heim- inum sem þó ber nokkur skylda til þess að leika tónlist þeirra. Ávinn- ingurinn ætti að vera gagnkvæmur. Í kvöld er enn komið að árlegum tónleikum hljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum, og efnisskrá tónleikanna afar spennandi. Fyrst er þar að nefna verk Jóns Nordals, Venite ad me, sem Skóla- kór Kársness frumflutti í París í fyrra með hljómsveit Franska út- varpsins og fleirum, að tónskáldinu viðstöddu. Flutningur verksins vakti mikla athygli, verkið þótti ein- stakt, og söngur íslensku barnanna mjög áhrifamikill. Í kvöld er því kærkomið tækifæri fyrir okkur til að heyra hvað það er sem útlend- ingar hrífast svo af í okkar tón- sköpun. Þá er það ekki síður gleðiefni að fá að heyra brot úr Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson, óp- eru sem frumflutt var í Kaupmanna- höfn árið 1996, og hefur illu heilli enn ekki verið sett upp í sinni fullu mynd á Íslandi, en fyrir verkið fékk Haukur Tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs í fyrra. Draumnökkvi Atla Heimis Sveinssonar er hugleið- ing tónskáldsins um Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar sem stendur niðri við sjó á Sæbrautinni. Atli samdi verkið fyrir þá ágætu hljóm- sveit, Kammersveitina í Austurbotni sem hreppti Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum ár- um. Annað verk eftir Hauk Tóm- asson, Ardente, verður leikið á tón- leikunum, og er þar um Íslandsfrumflutning að ræða, en það var ungmennahljómsveitin Or- kester Norden sem pantaði verkið hjá Hauki og frumflutti í Kaup- mannahöfn í fyrra. Lokaverkið á tónleikunum er eft- ir Kjartan Ólafsson, og heitir Sóló- fónía. Það var samið í fyrra og verð- ur frumflutt í kvöld. Það er eina verkið á tónleikunum sem hljómar fyrst fyrir eyrum íslenskra áheyr- enda.    Þannig eru fjögur af fimm verk-um tónleikanna samin til frum- flutnings erlendis. Auðvitað þarf það ekki að vera slæmt í sjálfu sér, en athyglisvert. Hvers vegna? Það má eflaust segja sem svo að markaðslögmál ráði nokkru um – að spurn eftir íslenskri tónlist sé meiri erlendis en hér á landi. Fámennið hér er vissulega breyta í þessari staðreynd. En við getum líka staðið okkur sjálf miklu betur en við ger- um. Og þar þurfum við að taka okk- ur á. Sú spurning hlýtur að vakna hvort íslensk tónlistarmenning gæti, ef fram heldur sem horfir, orð- ið Íslendingum sjálfum framandi og ókunn. Það vildum við líklega ekki. Þess vegna er mikilvægt að við sjálf styðjum við bakið á nýsköpun í tón- list, og tökum frumkvæði að því skapa tækifæri fyrir okkar tónlist hér heima. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum í kvöld eru því viðburður sem enginn sá sem á annað borð og í sannleika vill veg íslenskrar tónlistar mikinn getur látið framhjá sér fara. Tónleikarnir eru að vanda í Há- skólabíói og hefjast kl. 19.30. Skóla- kór Kársness syngur, og Una Svein- bjarnardóttir leikur einleik á fiðlu, en stjórnandi er Esa Heikkila. Tækifærið í myrkrinu ’Sú spurning hlýtur aðvakna hvort íslensk tón- listarmenning gæti, ef fram heldur sem horfir, orðið Íslendingum sjálf- um framandi og ókunn. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Íslensk hljómsveit. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á Myrkum músíkdögum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.