Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ egar sjónvarpsstöðin SkjárEinn setti á dag- skrá Sunnudagsþátt- inn svonefnda var mikið úr því gert í auglýsingum að allir hafi og eigi að hafa skoðun (ég man ekki orðalag- ið orðrétt en það var efnislega ein- hvern veginn svona). Nú er í sjálfu sér hægt að taka undir að það sé grundvöllur lýð- ræðislegs samfélags að fólk geti mótað sér sjálfstæða skoðun og komið henni, eftir atvikum, á fram- færi. Það hefur aftur á móti verið að eiga sér stað mikil radíkalíser- ing skoðanaskipta á Íslandi sem ég er ekki viss um að sé neitt sérlega jákvæð. Mér finnst semsé að það sé skyndilega mjög mikið framboð af einstrengingslegum skoðunum á Íslandi – en að umræðan sé ekkert endilega meira upplýsandi en áður (nema síður sé). Lýsandi dæmi um þetta eru t.d. leiðaraskrif Jónasar Kristjánssonar í DV; þar virðist tekinn sá póll í hæðina að það sé alltaf affarasælast að taka djúpt í árinni, vera fullkomlega af- dráttarlaus í orðavali og í skoð- unum um menn og málefni. Umræða á spjallvefnum mal- efni.com er síðan kapítuli út af fyr- ir sig. Gallinn er bara sá að þegar op- inber umræða er farin að einkenn- ast af því (svo tekin séu nýleg dæmi) að menn úthrópa hver ann- an sem lygara, sem geðveika menn (jafnvel þó að um orðaleik sé að ræða) eða sem ómerkilega áróð- ursmenn tiltekinna fyrirtækja, þá er hætta á pólaríseringu í sam- félaginu sem engum er til góðs. Samskipti ráðamanna við þjóð sína, en þó kannski einkum við stétt blaðamanna, hafa verið í brennidepli. Eru það Íraksmálin sem nú hafa orðið þess valdandi, að neistað hefur á milli sumra fjöl- miðla og valdhafa í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við ákvarðanatöku (hvort og hvenær tilteknir stjórnmálamenn eigi að axla ábyrgð á meintum brotum eða afglöpum í starfi) en ábyrgð fjöl- miðlamanna er sömuleiðis mikil, líkt og komið hefur inn í um- ræðuna síðustu daga; sá þáttur verður einmitt til umræðu á fundi sem Blaðamannafélag Íslands hef- ur boðað í kvöld. Ég get fyrir mitt leyti tekið und- ir það sjónarmið að það sé hlutverk fjölmiðla að veita stjórn- málamönnum aðhald. Ég er hins vegar meira efins um þá kenningu, sem ég hef heyrt suma blaðamenn halda á lofti, að fjölmiðill hljóti allt- af að vera í stjórnarandstöðu, þ.e. í andstöðu við ríkjandi valdhafa. Ég er nefnilega þeirrar skoð- unar að blaðamenn hljóti að beita gagnrýninni hugsun gagnvart öll- um sem í stjórnmálum eru, bæði stjórn og stjórnarandstöðu (og raunar gagnvart öllum viðfangs- efnum sínum, ekki bara stjórn- málamönnum). Og ég tel ekkert sjálfgefið að blaðamaður skilgreini sig fyrirfram mótfallinn þeim hug- myndum sem ríkisstjórn hefur sett fram í tilteknum málum. Hvað er orðið um hlutleysi blaðamannsins ef hann er fyrirfram búinn að ákveða afstöðu sína til viðfangs- efnis síns? Hitt er annað mál, að vitaskuld myndast núningsflöturinn oftar í tengslum við umfjöllunarefni fjöl- miðla gagnvart stjórnvaldinu (fremur en stjórnarandstöðu). Stjórnarandstaða er eðli málsins samkvæmt ekki framkvæmdarað- ili, stefnumarkandi gerandi, í sama mæli og sitjandi ríkisstjórn. Ekkert af framansögðu ber að skilja svo, að ég telji að blaðamenn megi ekki og eigi ekki að hafa skoðun. Alger lognmolla er auðvitað hundleiðinleg. En ég get ekki leynt því að mér finnst blaða/fréttamaður, sem vill vera þekktur af fagmennsku, vera kominn á skrýtnar slóðir þegar hann er mættur sem gestur í um- ræðuþátt í sjónvarpi og lendir þar í hávaðarifrildi við viðfangsefni sín, stjórnmálamennina – en við höfum einmitt orðið vitni að þessu síðustu tvær helgar í Silfri Egils á Stöð 2. En kannski er þetta einmitt ein- kenni þess ástands, að menn telji sig þurfa að hafa mjög eindregna og afdráttarlausa skoðun (sem síð- an á það til að verða einstrengings- leg); líka blaðamennirnir. Sjálfsagt hafa allir þessir sjón- varpsumræðuþættir stuðlað að þessari þróun. Því verður nefni- lega ekki á móti mælt að oft virðist það vera sérstakt kappsmál þátta- stjórnenda að standa fyrir sem bestri „sýningu“. Allir sem mæta skulu vera tilbúnir til að skylmast af atorku, berjast þar til yfir lýkur í argaþrasi um þau mál sem ber hæst hverju sinni. Í þessu sambandi rifjast upp sú ákvörðun stjórnenda CNN- fréttastöðvarinnar nýverið að slá af umræðuþáttinn „Crossfire“. Vakti ákvörðunin svo mikla athygli að The New York Times sá ástæðu til að skrifa um hana leiðara („Exit, Snarling“) hinn 9. janúar sl. Tildrögin voru kannski þau að grínistinn og þjóðfélagsrýnirinn Jon Stewart (sem heldur úti frá- bærum þætti, „The Daily Show“, á Comedy Central-sjónvarpsstöð- inni) mætti til þeirra Pauls Begala (til vinstri í pólitík) og Tuckers Carlsons (til hægri), en þeir stýrðu „Crossfire“, í október sl. Þar tók Stewart sig til, gerðist mjög alvar- legur og gagnrýndi þá Begala og Carlson harðlega fyrir að standa eingöngu fyrir argaþrasi, fyrir að byggja þátt sinn á því að kalla til pólitíska álitsgjafa sem síðan geng- ust inn í það hlutverk, sem þeim var ætlað, að hrópast á. Taldi Stewart að þetta stuðlaði að geng- isfellingu pólitískrar umræðu. Virðist sem Jonathan Klein, for- seti CNN, hafi talið Stewart hafa nokkuð til síns máls því þegar hann tilkynnti þá ákvörðun, að „Crossfire“ yrði sleginn af, gat hann þess að meiningin væri að beina CNN aftur í þann farveg að flytja fréttir fyrst og fremst, semsé að upplýsa fólk í stað þess að stuðla að forheimskun. Eftir Stewart er svo haft í ritinu Entertainment Weekly 31. des. sl.: „Fréttir geta annaðhvort verið há- vaði eða virkað upplýsandi; þeir [„Crossfire“] voru hávaði.“ Ég velti því fyrir mér hvort við hér á Íslandi ættum ekki að hug- leiða þessi orð Jons Stewarts. Hlutverk fjölmiðla „Fréttir geta annaðhvort verið hávaði eða virkað upplýsandi; þeir [þátta- stjórnendur „Crossfire“ á CNN-sjón- varpsstöðinni] voru hávaði.“ VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Jon Stewart, 31. desember 2004 EITT af stærstu verkefnum okk- ar í menntamálum á næstu árum er að efla starfs- og tæknimenntunina og fjölga styttri námsbrautum í fjöl- brautaskólunum. Efla starfsmennt- unina með áherslu á annað tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu eða vilja bæta við menntun sína í skólakerfi sem stendur öllum opið. Það er skortur á iðn- aðarmönnum og tækni- menntuðu fólki. Skort- ur sem hamlar ef svo fer sem horfir útrás ís- lenskra iðnfyrirtækja en slík fyrirtæki eins og önnur eru ekkert án mannauðs og góðra, vel menntaðra starfsmanna. Öflugt iðn- og tækninám á auk þess að vera kjarninn í atvinnustefnu framtíð- arinnar. Með samstilltu átaki menntamálayfirvalda og skóla- samfélagsins á að búa svo um hnúta að atvinnulíf okkar byggist fyrst og fremst á þekkingu eftir nokkur ár. Styttri námsbrautir Styttri starfsnámsbrautir eru mikilvæg viðbót við framhaldsskóla- menntunina. Styttra réttindanám í hinum ýmsu starfsgreinum í þjón- ustu og öðrum störfum sem unnin eru og heyra ekki undir neinar fag- greinar og eru miðaðar að því að leið fólks sé alltaf greið til að bæta við nýjum greinum. Fólk geti alltaf, með greiðum og augljósum hætti, bætt nýju námi við. Dyrnar í skólann þurfa alltaf að vera opnar og námið þannig sniðið að auðvelt sé að byggja ofan á það. Aukið framboð á styttri náms- brautum myndi valda ýmsum já- kvæðum breytingum fyrir marga námsmenn sem hvorki vilja binda sig við lengra hefð- bundið starfsnám né hafa áhuga á stúdents- prófi eða aðstæður til þess. Ekki síst í ljósi þess að brottfallið er mest í starfsnáminu. Því eru styttri náms- brautir sem sífellt er hægt að byggja ofan á þörf viðbót í skólakerf- ið ásamt öflugri náms- ráðgjöf frá grunn- skólaaldri. Vegna fjársveltis mennta- málayfirvalda til starfsnámsins hef- ur nám í framhaldsskólum landsins ekki þróast með þessum hætti. Til dæmis með þeim afleiðingum að fjöldi ungmenna finnur ekki sína fjöl í lífinu í gegnum framhalds- skólakerfið eins og það er nú. Hefð- bundið bóknám hentar ekki öllum. Starfsnám í grunnskólum Verkefni okkar sem viljum efla starfsnámið felst einnig í því að brjóta niður múrana á milli bóknáms og starfsnáms hvers konar þannig að allt starfsnám og allar styttri námsbrautir séu áfangar til viðbótar við fyrri menntun, sýnist náms- manninum svo síðar. Því þarf að greiða leiðina enn frekar til viðbót- arnáms síðar í kynningu á starfs- námi fyrir börnum og unglingum. Til lengri tíma litið held ég að það skipti miklu máli til að efla starfs- námið að kynna kosti þess vel og vandlega í grunnskólunum og efla verulega kennslu þess í þeim. Það á að gefa grunnskólabörnum valfrelsi til þess að stunda mun meira starfs- nám en þau geta nú. Einnig er ég þess fullviss að það yrði mörgum börnum og menntun þeirra til góðs ef starfsnámið yrði aukið í grunn- skólunum og væri öflugt vopn í bar- áttu gegn agavanda og vergangi þeirra barna sem finna sig ekki í skólakerfinu eins og það er byggt upp nú. Starfsnámið þarf að styrkja Björgvin G. Sigurðsson fjallar um menntamál ’Það yrði mörgum börn-um og menntun þeirra til góðs ef starfsnám yrði aukið í grunnskólunum og væri öflugt vopn í baráttu gegn agavanda og vergangi þeirra barna sem finna sig ekki í skólakerfinu eins og það er byggt upp nú.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bank- ið þegar vágesturinn kom í heim- sókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í MORGUNBLAÐINU 19. jan- úar kom fram að borgarstjórn Reykjavíkur hafi einróma sam- þykkt áskorun um verulega lækkun veggjalds í Hvalfjarð- argöngum. Þetta er ánægjuleg niðurstaða og sýnir að óánægja með veggjaldið er ekki eingöngu meðal íbúa norðan Hval- fjarðar. Ég flutti tillögu til þingsályktunar um af- nám eða verulega lækkun veggjaldsins á Alþingi í október sl. Tillagan fékk mjög góðar undirtektir og fjöldi umsagnaraðila sem samgöngunefnd Alþingis leit- aði til lýsti stuðningi við hana, t.d. Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, öll sveitarfélög í Borgarfirði, Svæð- isvinnumiðlun Vesturlands, Fjöl- brautaskóli Vesturlands, Við- skiptaháskólinn á Bifröst, Norðurál og Grundartangahöfn. En hvernig á að ná þessu gjaldi niður? Mér finnst augljóst að virð- isaukaskattur af gjaldinu verði felldur niður. Þegar Spölur gerði göngin var um það samkomulag við ríkið að virðisaukaskattur af fram- kvæmdinni yrði felldur niður, en hann var 937,6 milljónir króna. Á móti kæmi að innheimtur yrði skattur af veggjaldinu. Nú er að nálgast sú stund að skatturinn sem notendur ganganna hafa greitt nær þeirri upphæð sem felld var niður. Þá finnst mér sjálfgefið að þar með verði þessari skattheimtu hætt. Það er ekki sanngjarnt að halda áfram innheimtu þessa skatts þeg- ar það liggur fyrir að öll önnur samgöngumannvirki landsins eru gjaldfrí og þar með skattfrí og að virðisaukaskattur leggst ekki á fólksflutninga. Þegar göngin voru gerð lánaði ríkið Speli 1.300 millj. kr. Þessi upphæð hefur hækkað verulega vegna vaxta og verðbóta og er nú um 42% af heildarskuldum Spalar. Það lá fyrir á sínum tíma að ef göngin yrðu ekki gerð þyrfti að ráðast í mjög kostnaðarsamar end- urbætur á veginum fyrir Hvalfjörð. Göngin hafa því sparað ríkinu stórfé og því sanngjarnt að fella lánið niður. Nú segja sumir að það hafi alltaf legið fyrir að göngin yrðu greidd upp með veggjöldum. Það er rétt, en síðan hafa forsendur breyst. Gerð ganganna var einkaframkvæmd vegna þess að ríkið var ekki tilbúið í að ráðast í svo kostn- aðarsama framkvæmd, enda erfiðleikar í þjóð- arbúskapnum, en síð- an hefur ríkið látið gera álíka löng göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, göng undir Almanna- skarð og ákveðið að hefja gerð ganga milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar á næsta ári. Áður hafði rík- ið látið gera Vestfjarðagöng. Þá eru framkvæmdir hafnar við tvö- földun Reykjanesbrautar sem mun kosta svipað og Hvalfjarðargöng. Hvergi er gert ráð fyrir veggjaldi nema í Hvalfjarðargöngum. Það hlýtur því að teljast sanngirnismál að gjaldið í göngin sé tekið til end- urskoðunar. Þeir menn sem stóðu fyrir gerð ganganna á sínum tíma eiga heiður skilinn. Stjórnendur og starfsmenn Spalar hafa staðið vel að málum, enda segir í nýlegri úttekt Rík- isendurskoðunar: „Að mati Rík- isendurskoðunar má almennt segja að gætt sé aðhalds í rekstrarkostn- aði hjá fyrirtækinu.“ Ljóst er að það er ekki á valdi Spalar að lækka veggjaldið sem neinu nemur nema með því að lengja greiðslutíma lán- anna verulega sem myndi þýða áframhaldandi veggjald mörgum árum lengur en áætlað var. Ríkið verður að koma að málum, t.d. með þeim aðgerðum sem ég hef hér bent á. Ég minni á að notendur Hvalfjarðarganga hafa greitt um sex og hálfan milljarð króna í veggjald og virðisaukaskatt frá því göngin voru tekin í notkun í júlí 1998. Á sama tíma hefur ekki verið greidd ein króna fyrir notkun ann- arra samgöngumannvirkja á Ís- landi. Gjaldið í göngin er allt of hátt Guðjón Guðmundsson fjallar um breyttar forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ’Notendur Hvalfjarð-arganga hafa greitt um sex og hálfan milljarð króna í veggjald og virðisaukaskatt.‘ Guðjón Guðmundsson Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í NV-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.