Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 29 MINNINGAR maður mátti fara seint að sofa og varð reyndar líka að vakna snemma til að geta hitt ömmu í rauða bítið því hún vaknaði alltaf svo snemma. Eins var alltaf spennandi að vera hjá þeim á Vesturgötunni og geta labbað niður í fjöru að tína skeljar og sjóslípaða steina eða fá að labba nið- ur í bæ með smá pening sem afi hafði laumað í vasann hjá manni til að maður gæti kíkt við í dótabúðinni og keypt sér eitthvert smáræði. Og kvöldanna, þegar maður reyndi að sofna undir þykku góðu sænginni þeirra við hljóðin í bílunum fyrir ut- an og öll ljósin sem vörpuðu birtu inn í herbergið, minnist ég með alveg sérstakri tilfinningu nú þótt síðan séu liðin mörg ár. Ég bjó oft á Vesturgötunni hjá afa og ömmu þegar ég þurfti að vera í Reykjavík vegna náms eða vinnu á veturna og ég man hve einstakt lag þau höfðu á því að láta manni líða eins og fullorðnum jafningja þótt maður væri ekki annað en unglings- grey. Afi var maður sem þekkti alla og gat alltaf reddað öllu sem mann vantaði. Ef mann vantaði notaða varahluti í bílinn eða dekk, auka- hluti, verkfæri, svo ekki sé nú talað um gler eða spegla, það var jú hans sérgrein, þá var það komið austur með næstu rútu eða með Axel, já það voru ófáar sendiferðirnar sem hann fór fyrir okkur í sveitinni til að redda því sem redda þurfti. Afi var alveg einstakt ljúfmenni og honum þótti fátt skemmtilegra en að vera í samvistum við barnabörnin sín og síðar langafabörnin sín. Því fórum við Marie ekki varhluta af eft- ir að við eignuðumst okkar börn. Þótt afi væri orðinn gamall og byrj- aður að þreytast þá kom hann keyr- andi úr Reykjavík og upp í Þjórs- árdal þegar við þurftum á barnapössun að halda og bjó hjá okkur og sá um börn og heimili nokkrar vikur á vetri meðan að við vorum við nám og vinnu. Ég veit að börnin gáfu honum óskaplega mikið, en sennilega gaf hann þeim og þeirra æsku ennþá meira. Það var afa erfitt að missa ömmu úr langvinnum sjúkdómi alltof snemma á lífsleiðinni enda voru þau óvenju samrýnd hjón sem voru fyrir okkur samferðafólk þeirra sú mynd af ást og umburðarlyndi sem við flest leitum að. Ég óska þess að þau finnist núna aftur og gefi nýju samferðafólki sínu jafn mikinn kærleika og þau gáfu okkur sem eftir lifum. Jóhannes Hlynur Sigurðsson. Elsku afi. Við erum þér innilega þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Ávallt varstu jákvæður og hjálpsamur. Þú hafðir gaman af því að hjálpa til þegar þú gast og þær vikur sem þú varst fyrir austan að passa Jónas Ásólf fyrir okkur, voru ómetanlegar fyrir okkur og gerðu okkur kleift að láta hlutina ganga upp þegar ég þurfti að vera í skól- anum í Reykjavík. Mér leið vel í návist þinni. Aldrei þurfti ég að sanna mig fyrir þér, engar kröfur sem ég þurfti að upp- fylla til þess að hljóta væntumþykju þína, heldur tókst þú manni eins og maður er. Þú hjálpaðir mér að muna eftir því sem mikilvægast er í lífinu og láta ekki yfirborðsmennskuna ná yfirhöndinni. Ég minnist þín með bros á vör og glaðlegt stríðnisblik í auga því þann- ig upplifði ég þig oftast. Marie Louise. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (M. Joch.) Það er sannarlega margs að minn- ast þegar hugsað er til Jóhannesar Oddssonar, kærs vinar og fyrrver- andi tengdaföður míns. Við áttum samleið í hartnær 35 ár. Ung að ár- um kynntist ég þeim sómahjónum Jóhannesi og Lárettu. Það var þegar ég fór að venja komur mína á Vest- urgötuna með Gunnari syni þeirra. Þau tóku mér opnum örmum og reyndust mér sem ástríkir foreldrar alla tíð. Eins og systur Gunnars bjuggum við í kjallaranum á Vest- urgötunni fyrstu búskaparárin okk- ar og það var líkt þeim Jóa og Lallý að gera ungana sína fleyga áður en þeir færu úr hreiðrinu. Við sem und- ir þeirra væng bjuggum búum öll að því veganesti sem þau sendu okkur með út í lífið. Það má segja að þetta hafi verið skóli fyrir okkur og lær- dómurinn endist okkur alla ævi. Á Vesturgötunni voru málin rædd, Lallý hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og það var ekki sama hvernig og hvenær hlutirnir voru gerðir. Það voru oft skemmtilegar umræður sem áttu sér stað og hver hafði sitt til málanna að leggja. Jóa hafði sérstakt hjartalag, það vitum við sem þekktum hann. Hann var umburðarlyndur maður og alltaf hjálpfús enda vinamargur og rækt- aði sinn hóp vel. Á lífið hafði Jói ákveðna sýn, það að hjálpa eða að- stoða þann sem þess þurfti með var sjálfsagður hlutur. Á þessum tíma var farið að bera á veikindum Lallýj- ar en þrátt fyrir það var oft kátt á hjalla enda gestagangur mikill. Snortin var ég oft af umhyggju hans og nærgætni er hann hjúkraði Löllu sinni, enginn hefði getað betur. Yfirbragðið var svo glaðlegt, stundum glettið og það leyndi sér aldrei þar sem börn voru, þau hænd- ust að honum, Í minninguna heyri ég bílflaut, bíb-bíb, lítil hnáta kippist við, hróp- andi hleypur hún til dyranna, afi er kominn, afi er kominn, amma og afi eru komin. Hún var svo flott, bíl- flautan hans afa, og alltaf gerði hann vart við sig þegar hann keyrði í hlað. Önnur hnáta bættist við og saman var tekið á móti afa og ömmu á tröppunum. Afi hringdi líka oft og spurði eftir yngstu fjölskyldumeð- limunum, það var gaman að vera sex ára og afi hringdi, þá var farið á vit ævintýra og talað mikið. En Jói afi er allur og er hann far- inn á vit ævintýranna. Síðasta ferða- lagið sem við öll eigum eftir að fara. Farangurinn er lítill en veganestið er löng og góð ævi. Ævi sem skilur eftir góðar og ljúfar minninar hjá okkur sem eftir erum. Elsku Jói, hafðu þökk fyrir allt. Guðný H. Guðmundsdóttir. Þær voru margar stundirnar sem ég átti hjá Jóhannesi og Lárettu föð- ursystur minni á Vesturgötunni sem ungur drengur. Mér var líkt farið og mörgum öðrum úr hópi þeirra barna er kynnust Jóa. Hann var í uppá- haldi hjá okkur. Alltaf glaður og hress og til í að gantast við okkur krakkana. Eftirminnilegust verða þó jafnan gamlárskvöldin á Vesturgöt- unni. Jói hafði verið í siglingum á farskipum og dró ekki af sér við að ná í skotelda og annað af því tagi sem var nýnæmi fyrir okkur ungu skotliðana. En hvort sem það eru minningar frá þessum stundum eða síðar á lífsleiðinni, þegar fundum okkar Jóa bar saman, er það eitt sem ósjálfrátt kemur upp í hugann. Það var alltaf stutt í brosið á and- liti hans. Og þegar árunum fjölgaði hjá mér, og bílar fóru að verða hluti af tilverunni, kom oftar en ekki fyrir að Jói leysti úr málum þegar gler hafði brotnað. Og alltaf brást Jói vel við þegar leitað var eftir aðstoð. Láretta frænka mín, eða Lallý eins og hún var jafnan nefnd, átti síðari hluta ævi sinnar við nokkur veikindi að stríða. Það var eftirtekt- arvert að sjá hvernig Jói aðstoðaði hana og létti henni lífið. Þar var það umhyggjan sem réð för. Og þennan góða hug Jóa höfum við í fjölskyldu minni verið minnt á um hver jól. Eft- ir að Lallý féll frá fylgdi hann áfram þeirri venju hennar að vitja um leiði föður míns og leggja á það grein fyr- ir jólin. Ég og mitt fólk þökkum fyrir þá samfylgd sem við áttum með Jó- hannesi Oddssyni. Blessuð sé minn- ing hans. Tryggvi Gunnarsson. Þegar góður vinur og fyrrverandi skipsfélagi til margra ára fellur frá er margs að minnast. Það var mikið áfall fyrir þig að missa málið. Ég og margir aðrir von- uðumst til að þú næðir tökum á mál- inu á ný með hjálp þeirra á Grens- ásdeild en því miður greindist þú með illvígan sjúkdóm. Það var eftirminnilegt þegar við héldum sjómannadaginn hátíðlegan um borð í „Ítalíu“ Reykjafossi á sigl- ingu í góðu veðri milli Svíþjóðar og Danmerkur. Þar var t.d. háð poka- hlaup og nokkrar eiginkonur tóku þátt og stóðu þær sig vel. Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Jóhannes Oddsson en ef sagt er Jói í glerinu þá vita flestir hver það er. Bæði til sjós og lands varstu vin- sæll fyrir samviskusemi og dugnað. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann og aldrei skiptir þú skapi þó hávaði og læti væru í kring- um þig. Ég hef aðeins drepið á fátt eitt af mörgu góðu í okkar kynnum. Veit ég að þín verður sárt saknað á Kaffi- vagninum bæði af mér og fleiri fé- lögum. Ég sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Jón Örn Bogason. Kynni mín af Jóhannesi Oddssyni spönnuðu ekki mörg ár en þau voru sannarlega bæði góð og gefandi. Jó- hannes var aldavinur Sverris Dav- íðssonar, míns kæra samferða- manns. Vináttubönd þeirra voru löng og sterk. Þeir voru hjartans vinir. Margar skemmtilegar stundir átti ég með þeim félögum. Það geislaði af Jó- hannesi lífsgleði og góðvild, hvar sem hann fór. Mér reyndist hann einstaklega hlýr, ekki síst eftir að Sverrir kvaddi svo snögglega síðast- liðið vor. Jóhannes hafði gaman af því að gleðja aðra, gefa gjafir án sérstaks tilefnis, sýna vináttuvott. Greiðvik- inn var hann og tilbúinn að rétta fram hjálparhönd, ef þess var þörf. Það er gott að hafa fengið að kynn- ast manni eins og Jóhannesi Odds- syni, þessum mikla ljúflingi, með brosið bjarta og gleðiglampa í aug- um. Farðu í friði, kæri vinur. Þín vinkona Birna Björnsdóttir. Samúðarkveðja með ljóðum Sölustaðir m.a: Verslanir Blómavals www.bergis.is Okkar kæra, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 29. janúar sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Helga Guðjónsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, lang- amma og systir, VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Kleppsvegi 142, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 29. janúar. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Sveinbjörn Jónsson, Dóra Sveinbjörnsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Raufarhöfn, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur þriðjudaginn 25. jaúnar. Útför hennar fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Halldór Guðni Oddgeirsson, Lára Þorsteinsdóttir, Árni Stefán Björnsson, Guðbjörg Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, STEFÁN ÁSBJARNARSON frá Guðmundarstöðum, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopna- firði, mánudaginn 31. janúar. Jarðsett verður að Hofi, Vopnafirði, laugar- daginn 5. febrúar kl. 14.00. Sólveig Ásbjarnardóttir. Elskuleg móðir okkar, GUÐBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR, Brautarlandi 19, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 1. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR (Lúlla í bókabúðinni), Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést á Garðvangi Garði þriðjudaginn 1. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, Axel Birgisson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.