Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ari ÁsmundurÞorleifsson fæddist í Naust- hvammi í Norðfirði 3. nóvember 1913. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorleifur Ás- mundsson útvegs- bóndi í Nausta- hvammi, f. á Karlsstöðum í Vöðlavík 11. ágúst 1889, d. 10. október 1956, og María Jóna Aradóttir húsfreyja, f. í Naustahvammi 4. maí 1895, d. 15. desember 1973. Ari var næst elstur af 14 systk- inum, hin eru: Aðalheiður Þóra, f. 1912, Guðni, f. 1914, d. 2002, Stef- án Guðmundur, f. 1916, Ingvar, f. 1917, d. 1963, Gyða Fanney, f. 1919, Ingibjörg Lukka, f. 1921, Lilja Sumarrós, f. 1923, Guð- björg, f. 1924, Ásta Kristín, f. 1926, Friðjón, f. 1928, d. 2004, Guðrún María, f. 1930, Sigurveig, býlismaður Öystein Bjarte Mo, f. 23. maí 1964, þau eiga einn son. Öll ólust þau upp að hluta til hjá Ara og Guðnýju. Dóru Maríu gift- ist 1987 Einari Frímannssyni, f. 5. mars 1931, d. 30. ágúst 2004. 2) Bjarni Leifur, f. 28. desember 1939, d. 6. febúar 1941. 3) Guð- laug, f. 14. desember 1942, d. 10. maí 1944. 4) óskírð stúlka, fædd og dáin 25. desember 1946. Ari ólst upp í Naustahvammi og byrjaði 10 ára að stunda sjó- mennsku ásamt föður sínum og yngri bróður, Guðna, sem þá var 9 ára. Skólaganga var ekki löng og hélt hann áfram sjómennsku frá Norðfirði og seinna Horna- firði, Sandgerði og Vestmanna- eyjum. Ari og Guðný hófu búskap sinn á Sveinstöðum í Hellisfirði 1938 og sóttu lífsbrauð sitt bæði til sjós og lands. Síðar fluttust þau í Sel í Sandvík og þaðan að Gerðistekk í Norðfirði til hausts- ins 1949, fluttust þau þá búferlum til Reykjavíkur vegna veikinda Guðnýjar. Árið 1961 fluttu þau í Gljúfurárholt í Ölfusi og 1964 í Klausturhóla í Grímsnesi, þar sem þau stunduðu búskap í 20 ár, fluttust þau þá á Selfoss, að Lóu- rima 6 og hafa búið þar síðan. Útför Ara verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 f. 1933 og Vilhjálmur Norðfjörð, f. 1936. Ari kvæntist árið 1938 Guðnýju Bjarna- dóttur, f. á Gerð- istekk 19. mars 1915. Ari og Guðný eignuð- ust fjögur börn, þau eru: 1) Dóra María, f. 9. október 1938, gift- ist árið 1957 Gunnari Jóni Engilbertssyni, f. 23. mars 1934, d. 14. apríl 1976. Þau eignuðust sex börn, fimm eru á lífi, þau eru: a) Dagbjartur Ari, f. 19. desember 1957, kvænt- ur Erlu Þorbjörgu Traustadóttur, f. 8. apríl 1958, þau eiga tvær dætur. b) Guðný Esther, f. 21. júní 1959, gift Ómari Helga Björnssyni, f. 17. september 1959, þau eiga þrjár dætur. c) Ebba Guðlaug, f. 19. janúar 1964, hún á fjögur börn. d) Anna María, f. 14. desember 1965, sambýlismaður Össur Björnsson, f. 20. október 1970, þau eiga tvö börn. e) Kol- brún Dóra, f. 17. ágúst 1970, sam- Elsku afi. Nú er komið að kveðjustund, ég vil þakka þér, elsku afi, fyrir allt, þú varst alltaf tilbúinn með þinn stuðning við mig og aðra, alltaf já- kvæður sama hvað gekk á. Þú varst glaður maður sem fannst gaman að gleðja aðra. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Kolbrún Dóra Gunnarsdóttir. Fyrstu kynni mín af Ara eru mér mjög minnisstæð. Það var vorið 1978 þegar ég og konan mín, hún Guðný, sem er barnabarn hans og ólst hjá afa sínum og ömmu, vorum í hinu svokallaða til- hugalífi að ég var drifinn í sveitina að Klausturhólum í Grímsnesi, en þar ráku þau hjónin Ari Þorleifs- son og Guðný Bjarnadóttir mikið myndarbú. Ari sem ætíð var mjög hress og skrafhreifinn heilsaði mér með mjög þéttu og kröftugu hand- artaki og þá verð ég að viðurkenna að mér brá nokkuð því hendurnar hans Ara voru mjög stórar og sterklegar og ég vissi þá um leið að þessi maður hafði aldeilis ekki verið aðgerðalaus um ævina. Síðar þegar kynni mín af honum Ara jukust komst ég að því að hann hafði svo sannarlega þurft að hafa fyrir lífinu t.d. var hann ekki nema tíu ára gamall þegar hann hóf að róa til fiskjar með föður sínum á Norðfirði og þar með hófst hans langa starfsævi, bæði til sjós og lands. Ýmsar sögur sagði hann Ari af sér og öðrum og eitt það minn- isstæðasta af því sem hann sagði mér var að hann hefði aldrei notað vettlinga þegar hann var á sjónum og þrátt fyrir að íslenska veðrið geti verið allkalt og hráslagalegt þá hef ég aldrei efast um að þetta sé rétt enda sá ég hann aldrei setja upp vettlinga, nema kannski allra síðustu æviárin þegar heilsu hans hafði mjög hrakað. Ari er einn allra heiðarlegasti maður í viðskiptum sem ég hef kynnst t.d. seldi hann aldrei bíl nema hafa kaðalspotta í skottinu á bílnum og þegar hann hætti bú- skap og seldi jörðina Klausturhóla þá skildi hann eftir fyrir kaupand- ann mjög mikið af verkfærum, áhöldum, reiðtygjum og fleiru til, sem ég leyfi mér að fullyrða að hafi almennt ekki tíðkast þegar menn seldu bújarðir sínar. Ari er einn allra hjálpsamasti og gjafmildasti maður sem ég hef kynnst. Við hjónin sem bæði vor- um í námi fórum oft í heimsókn í sveitina að Klausturhólum til Ara og Guðnýjar. Sífellt voru þau að spyrja okkur hvort við hefðum ekki nóg að borða og hvort okkur vantaði ekki eitthvað. Alltaf þegar við kvöddum Ara og Guðnýju feng- um við einhvern mat með okkur í bæinn einn, tvo eða þrjá poka fulla af mat og þegar okkur blöskraði þessi gjafmildi og hjálpsemi og reyndum að hafna þessum mat- argjöfum þá þýddi það ekki neitt því þá höfðu þau bara einhver ráð til að lauma mat í skottið á bílnum okkar án þess að við tækjum eftir því. Ég óska Ara blessunar í nýjum heimkynnum og þakka honum fyr- ir kærleiksríka samfylgd. Guðnýju Bjarnadóttur, eftirlifandi eigin- konu hans Ara sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ómar H. Björnsson. Í dag kveðjum við heiðursmann- inn og ljúfmennið Ara Þorleifsson, fyrrverandi bónda í Klausturhól- um í Grímsnesi, hinstu kveðju. Við kynntumst þeim hjónum Ara, Guðnýju og fjölskyldu þeirra þegar þau fluttu að Klausturhólum 1964, þar sem þau bjuggu mynd- arbúi í tuttugu ár. Ari var greiðvikinn, duglegur og tók strax þátt í félagsstarfi sveit- arinnar og naut þess að gleðjast með góðum. Hann tók þátt í fjár- leitum á haustin á afrétti Gríms- nesinga og átti góða reiðhesta. Þá tók Ari að sér að sjá um sauð- fjárbaðanir hjá bændum í hreppn- um og rakti hann það af sam- viskusemi og dugnaði. Mikill samgangur var á milli bæjanna þar sem börnin í Klaust- urhólum voru á sama aldri og börnin á Búrfelli. Alltaf þótti þeim jafn gaman að fara í heimsókn þangað og minntust oft á meðlætið með kaffinu sem Guðný bakaði og einnig fallega garðsins sem hún sinnti svo vel. Lýsandi dæmi um hjálpsemi Ara er þegar við hjónin sátum aðalfund Stéttarsambands bænda sem haldnir voru síðla sumars og átt- um við nokkurt hey úti vegna óþurrkatíðar. Kom þá Ari óumbeð- inn með vélar og mannskap og hjálpaði börnum okkar við að koma öllu heyi í hús. Svona var Ari, hjálpsemi og góð- mennska var hans aðalsmerki, á meðan hann ók bíl var hann ólatur við að aka vinum og kunningjum þeirra erinda sem þörf var á. Ari og Guðný voru höfðingjar heim að sækja og gáfu rausnarleg- ar gjafir þegar tilefni var til hvort sem það voru einstaklingar, kven- félagið, eða félagsheimilið. Við munum lengi minnast heimsóknar okkar til þeirra nú í haust þegar Ari varð 91 árs. Þau hjónin léku á als oddi, rifjuðu upp gamla tíma og sýndu okkur myndir frá fyrri tíð. Elsku Guðný og fjölskylda, megi fallegar minningar um góðan og mætan mann vernda ykkur og styrkja. Kær kveðja, fjölskyldan Búrfelli. Ein af þeim stundum sem ég mun alltaf muna eftir er þegar ég tók viðtal við Ara Þorleifsson og eiginkonu hans Guðnýju Bjarna- dóttur á heimili þeirra á Selfossi í desembermánuði árið 2002. Ari var þá 89 ára gamall og hafði engu gleymt úr æskunni og frá fyrri ár- um. Í rúma klukkustund ræddum við um gamla tímann og Guðný, hans ástkæra eiginkona til rúm- lega 65 ára, fylgdist grannt með og skaut inn í viðtalið setningu og setningu. Ari hafði gaman af því, þó hann væri ekki alltaf sammála því sem hún lagði til málanna í við- talinu. Viðtalið allt og spjallið við þau hjón er merkilegt og kemur oft upp í huga minn því í viðtalinu lýs- ir Ari lífsbaráttu sem ekki þekkist í dag og hefur ekki gert síðustu áratugi. 10 ára gamall fór hann að vinna í heimilið þegar hann fór á sjó með föður sínum og þegar hann var 25 ára gamall fékk hann í fyrsta sinn launin sín í eigin vasa. Ótrúleg saga af lífsbaráttunni eins og hún var hér á Íslandi áratugina eftir aldamótin 1900. Ég hitti Ara nokkrum sinnum eftir að ég tók viðtalið við þau hjónin og alltaf tók hann þéttings- fast í höndina á mér og spjallaði um sjávarútveg og Austfirðina sem alla tíð voru honum kærir. Það var sannkölluð afa- og ömm- ustemning yfir heimili þeirra hjóna á Selfossi og alltaf var boðið upp á kaffi og með því. Ein setning sem Ari sagði einu sinni við mig situr í mér og lýsir kraftinum hans vel. „Veistu það, Jóhannes, ég skil ekki hvernig fullfrískt fólk getur ekki staðið í skilum með skuld- irnar sínar.“ Hann var sannkall- aður heiðursmaður og ég þakka fyrir kynnin. Ég sendi Guðnýju, eftirlifandi eiginkonu Ara, innilegar samúðar- kveðjur, svo og fjölskyldunni allri. Jóhannes Kr. Kristjánsson. ARI ÁSMUNDUR ÞORLEIFSSON FRÉTTIR Alþýðulistinn býður fram til stúdentaráðs HÍ ALÞÝÐULISTINN hefur tilkynnt framboð sitt til stúdentaráðs Há- skóla Íslands. Að sögn Andra Steins Snæbjörnssonar, sagnfræðinema sem skipar 1. sæti listans, er eitt af markmiðum Alþýðulistans að ná betri lánakjörum fyrir stúdenta gagnvart Lánasjóði íslenskra náms- manna. Þá muni listinn beita sér fyr- ir ýmsum fleiri málum. Í raun megi segja að listinn sé einskonar „óánægjuframboð“ og hugmyndina að því að bjóða fram hafi borið brátt að. Í 2. og 3. sæti listans eru Krist- björn Björnsson og Björn Ólafsson, einnig sagnfræðinemar við HÍ. Í tilkynningu frá Alþýðulistanum kemur fram að listinn sé á engan hátt pólitískur og hann líti svo á að stúdentaráð eigi að vera alfarið laust við öll stjórnmálatengsl. „Alþýðulistinn berst gegn öllu framapoti og eiginhagsmunaseggj- um og lofar stúdentum því að berjast gegn slíkri firringu með öllum til- tækum ráðum,“ segir ennfremur í tilkynningu frá listanum. Kosið verð- ur til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands 9. og 10. febrúar nk. Stjórn Læknafélagsins harmar málflutning STJÓRN Læknafélags Íslands gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum þriðjudaginn 1. febrúar sl.: „Mánudaginn 31. janúar sl. var út- varpað viðtali Bergljótar Baldurs- dóttur við Magnús Jóhannsson, pró- fessor í lyfja- og eiturefnafræði á Morgunvakt Ríkisútvarpsins. Tilefni viðtalsins voru fréttir af alvarlegum aukaverkunum svokallaðra coxib lyfja og markaðssetning lyfsins Vioxx. Það var skoðun prófessorsins að ekki væri hægt með sanngirni að gera kröfur um svo víðtækar rann- sóknir fyrir markaðssetningu lyfja, sem þurft hefði til að leiða í ljós þær alvarlegu aukaverkanir, sem á dag- inn kom að lyfið Vioxx hefði í för með sér. Sagði hann orðrétt að lyf af þessu tagi hefðu „verið svona ein af stóru vonunum, í nýjungunum, í lyfjageiranum á síðustu kannski 5– 10 árum en það breyttist í að verða ein af stærstu vonbrigðunum.“ Þessu til viðbótar er rétt að benda á að gigtsjúkdómar eru bæði erfiðir og algengir og eldri gigtarlyf, sem verið höfðu á markaðnum, höfðu lífs- hættulegar aukaverkanir vegna blæðingarhættu í meltingarvegi, sem hin nýju voru að mestu laus við. Þar með liggur það fyrir að mati prófessorsins, að læknar gátu alls ekki vitað um þær aukaverkanir þessara lyfja, sem síðar komu á dag- inn og ekki hefði verið fært að gera rannsóknir fyrir markaðssetningu, sem leiddu þær í ljós. Þrátt fyrir þetta, tekur hann þátt í því með fréttamanninum að láta svo í veðri vaka að læknar hafi með óhóflegri risnu látið snúa sér til að ávísa lyfj- um til skjólstæðinga sinna, sem síðar reyndust hættuleg. Með öðrum orð- um er gefið í skyn að lyfjaval lækna ráðist af öðru en verkunum þeirra. Stjórn Læknafélags Íslands harmar málflutning af þessu tagi og telur hann einungis til þess fallinn að rækta tortryggni almennings í garð lækna og spilla fyrir umræðu innan læknastéttarinnar um eðlileg og skynsamleg samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Stjórn Læknafélags Íslands fagnar hins vegar öllum vit- rænum ábendingum um, það, sem betur mætti fara í þessum efnum og mun áfram taka þátt í þeirri umræðu og leiða hana meðal lækna.“ STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands, í samvinnu við Félagsstofnun Stúd- enta, opnaði nýja gagnvirka stúd- entamiðlun á Netinu í gær. Slóð síðunnar ber nafn þjónust- unnar, www.studentamidlun.is, og þarna verður að finna á einum stað miðlanir fyrir stúdenta, sem sumar hverjar eru reknar á mörgum mis- munandi stöðum í dag. Þar verður m.a. að finna húsnæðis-, atvinnu-, lokaverkefna-, barnagæslu-, skipti- bókamarkaðar- og aukakennslu- miðlun. „Nýjungin í þessu og það sem við teljum að sé mikil bylting í þjónustu fyrir stúdenta er að nú er þetta allt aðgengilegt fyrir þá á einum stað. Nú er kominn vefur sem er í raun bæði aðgengilegur fyrir stúdenta sem vilja sækja sér þjónustu og svo líka fyrir þjóðlífið. T.d. fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga sem þurfa að nálgast þennan hóp að ein- hverju leyti, t.d. ef þú ert að leita þér að stúdent í hluta- eða sum- arvinnu,“ segir Jarþrúður Ás- mundsdóttir, formaður Stúd- entaráðs HÍ. Hún bendir á að miðlunin sé unn- in með þarfir stúdenta í huga og Stúdentaráð hafi greint helstu þarf- ir og eftirspurn stúdenta eftir að- stoð við ýmis mál. Þetta sé liður í því að auðvelda stúdentum lífið, enda verði oft miklar breytingar á högum fólks í upphafi háskólanáms. Vefurinn er tvíþættur. Annars vegar fyrir stúdenta sem eru t.d. í íbúðaleit og hins vegar fyrir al- menning sem getur farið þarna inn og skráð sína íbúð til leigu. Morgunblaðið/Jim Smart Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, opnaði nýja vefsvæðið ásamt þeim Jarþrúði Ásmundsdóttur, formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og Andra Óttarssyni, stjórnarformanni Félagsstofnunar stúdenta. „Bylting í þjónustu fyrir stúdenta“ Stúdentaráð HÍ hefur opnað gagn- virka stúdentamiðlun á Netinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.