Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes HVAÐ EF ÉG ÞYRFTI AÐ LIGGJA HÉRNA AÐ EILÍFU... ÉG GÆTI ALDREI STAÐIÐ UPP FRAMAR HVAÐ ERTU AÐ GERA GRETTIR? ÉG ER AÐ LÁTA MIG DREYMA MAÐUR Á ALLTAF AÐ LEYF KLÍP KLÍP! ÉG ER EKKI SVO VISS ÞÚ FÆRÐ AÐ FINNA BRAGÐIÐ AF MALBIKINU Í FIMMTA TÍMA Í DAG Æ NEI, ÉG ER DAUÐUR! FIMMTI TÍMI. RÍKSSYRKTAR KENNSLUSTUNDIR Í ÁSTÆÐULAUSU OFBELDI BETUR ÞEKKT SEM LEIKFIMI Risaeðlugrín HÆ DÍNÓ. ERTU ENN AÐ SMÍÐA © DARGAUD JÁ... JÁ ÉG VÆRI TIL Í AÐ SLEPPA ÞVÍ ... ÞAÐ ER BARA MENGUNIN ... MENGUNIN? HVAÐA MENGUN? LOFTIÐ ER HREINT OG TÆRT FÁVITI GETUR ÞÚ VERIÐ!! ÁTTARÐU ÞIG EKKI Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR OG BRÁÐUM KOMA TÚRIS- TARNIR Í ÞÚSUNDATALI MENGANDI ALLT Í KRINGUM SIG EN Í ÞETTA SKIPTI VERÐ ÉG TILBÚINN!! NEI, SKO ÞARNA KOMA ÞEIR ... ÆTLAR ÞÚ VIRKILEGA AÐ STOPPA ÞÁ MEÐ GRÍMUNA EINA AÐ VOPNI STOPPA ÞÁ ... NEI ... EN ÉG ÆTLA AÐ NÁ ANDANUM!! Dagbók Í dag er fimmtudagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2005 Víkverji veit að ekkieru allir sammála því að hægt sé að tala um fíknir í hina og þessa hversdagslega hluti. Það sé t.d. út í hött að tala um frétta- fíkla, handboltafíkla o.s.frv. Þessir „fíklar“ viti ekki hvað það er að vera raunverulegur fíkill. Víkverji er alger- lega sammála þessu sjónarmiði. Fréttafíkill er bara hlægilegt heiti og lýsir einna helst vanþekkingu á örlög- um og líðan áfengisfíkla og eitur- lyfjafíkla. Ekki má gleyma tóbaks- fíklum. Sagði ekki David Bowie í hittifyrra að hann ætti bara eftir að losa sig við versta fíkniefnið úr lífi sínu, þ.e. sígarettuna? Nóg um það. Víkverji fór að rifja þessa umræðu upp fyrir hálfum mánuði eða svo vegna þess að hann hélt að hann væri orðinn ísfíkill. Hugsið ykkur. Ísfíkill. Og ekki bara fíkinn í einhvern ís, heldur eina ákveðna tegund af hinum fáránlega dýra Ben og Jerrys súkku- laðiís. Auðvitað er fráleitt að nokkur geti orðið ísfíkill, en var það ekki orð- ið nokkuð óeðlilegt þegar Víkverji gat ekki lokið deginum án þess að éta eina dós af þessum syndsamlega góða ís? Jæja, þær voru víst tvær dósirnar á kvöldi. Maki Víkverja fékk aðeins að narta í þá seinni. Ein lítil dós af þessu góða jukki kostar um 850 kr. og fyrsta kastið var Víkverji með óbragð í munni yfir verðinu. En þegar dós- unum fjölgaði var Vík- verja orðið kengsama og naut íssins í botn. Það var um þetta leyti sem hann fór að kaupa tvær dósir í einu, enda var 2 fyrir 1 tilboð í flestum búðum. Það hefði komið sér ágætlega að geyma aðra dósina og njóta þannig kjaranna með áþreifanlegum hætti, en þannig háttar til heima hjá Víkverja að frystihólfið er nánast frosið saman og í mesta lagi hægt að troða inn í það skinkubréfi og flatkökupakka. Þess vegna hafa báðar dósirnar verið klár- aðar á kvöldi. Yfirleitt hefur það verið svo að Víkverji fær skyndihugdettu um að láta eftir sér kaup á ísnum, en nú í seinni tíð er hann farinn að undirbúa málið jafnvel áður en hann heldur heim á leið úr vinnunni. Nú er nóg komið. Þetta verður að stöðva. Jafn- vel himinháa verðið stoppar ekki Vík- verja lengur. Það verður að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Víkverji ætl- ar að byrja strax í dag. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Austurstræti | Það eru ekki bara litbrigði náttúrunnar sem breytast með hlýindunum, heldur einnig litbrigði mannsins. Í hlýju veðrinu gefst fólki tækifæri til að spóka sig í eilítið bjartari og fjölbreyttari litum. Undanfarnir dagar hafa að margra mati verið kraftaverki líkastir og fagna margir góðviðri líðandi stundar, þótt örugglega megi finna bölsýnismenn sem benda á þá augljósu staðreynd að brátt taki sælan enda og veturinn ríði í hlað á ný. Morgunblaðið/Jim Smart Litadýrð hlýindanna MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. (Hebr. 12, 28.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.