Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 37 DAGBÓK Algjört verðhrun Lágmark 60% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hafa leitað hjón sem óska eftir sérbýli í Hvassaleitis- eða Fossvogshverfinu. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 34 millj. Afhendingartími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. SÉRBÝLI ÓSKAST Í HVASSALEITI - FOSSVOGI www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Sveinn, sími 695 9808. BREIÐHOLT – BAKKAR Mér hefur verið falið að leita eftir íbúð í Neðra-Breiðholti, helst með aukaherbergi í sameign, þó ekki skilyrði. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Iðntæknistofnun stendur í dag fyrir nám-stefnu um klasa, þar sem farið verður yfiraðferðafræði og útfærslur klasasamstarfs.M.a. mun hinn þekkti sérfræðingur Ifor Flowcs Williams frá Nýja-Sjálandi fjalla um þró- un og hagnýt gildi klasa (e. clusters), en hann er einn af virtustu sérfræðingum heims á þessu sviði og rekur ráðgjafafyrirtæki sem er sérhæft í klösum. Hefur hann stýrt klasaverkefnum víða um heim og unnið fyrir smáa jafnt sem stóra að- ila s.s. OECD og The World Bank. Einn íslenskra fyrirlesara á námstefnunni er Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Netspor. Segir hann hér um að ræða áskor- un til þeirra sem sjá um nýsköpun og þróunarmál fyrirtækja, stofnana og einstakra svæða að kynna sér reynslu Williams og þekkingu. „Aðferðafræði klasa hvetur til aukins samstarfs fyrirtækja og stofnana til að efla getu þeirra og bæta sam- keppnishæfni,“ segir Sævar. „Klasafyrirkomulag gefur þannig fyrirtækjum og öðrum aðilum, lík- um sem ólíkum og af mismunandi stærðum, kost á að vinna saman á fjölmörgum sviðum, án þess að til þurfi að koma samruni eða yfirtaka. Klasar eru því vettvangur fyrirtækja sem oft eiga í harðri samkeppni, en eiga samt í samvinnu á af- mörkuðum sviðum. Dæmi um þetta geta verið mörg og oft smá fyrirtæki í ferðaþjónustu á ákveðnu landsvæði sem ein og sér hafa takmark- aða getu til að koma sér á framfæri t.d. vegna kostnaðar við markaðsstarf, en með samstarfi geta þau búið til sterka heild sem getur gert þeim kleift að ná til mögulegra viðskiptavina.“ Hvernig geta klasar gagnast hinum dreifðu byggðum hér á landi? „Ein af auðlindum hvers svæðis er hæfni og geta þeirra sem þar búa til að vinna saman, og ef þessi auðlind er nýtt þá gerir hún svæðum kleift að byggja upp slagkraft þar sem margir smáir aðilar geta unnið saman sem sterk heild. Í þess- um tilgangi hafa orðið til vaxtasamningar svæða eins og Eyjafjarðar og Vestfjarða sem útbúnir hafa verið að undanförnu að tilhlutan iðn- aðarráðherra Valgerðar Sverrisdóttur. Í þessum vaxtasamningum er komið inn á margvíslega möguleika svæða til eflingar atvinnulífs, en þó fyrst og fremst með myndun klasa. Klasa- samstarf hentar þó ekki síður í þéttbýli og því er fengur fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að geta komið á námstefnuna.“ Námstefnan hefst á Iðntæknistofnun kl. 13 í dag og er hægt að skrá sig á hana í síma 570 7100. Atvinnuþróun | Námstefna Iðntæknistofnunar um klasa og hagnýtingu þeirra Mynda saman sterka heild  Sævar Kristinsson er fæddur árið 1960 í Reykjavík. Hann lauk cand.oecon-prófi frá HÍ og MBA-námi frá HR árið 2003. Sævar hefur m.a. starfað sem fram- kvæmdastjóri og rekstrarráðgjafi. Árið 2000 stofnaði Sævar fyrirtækið Netspor ehf. sem sérhæfir sig í vef- og rekstrarráðgjöf fyrir stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög. Sævar hefur unnið við rekstr- arráðgjöf á vegum Netspors um land allt og einnig erlendis. Hann hefur auk þess komið að kennslu á háskólastigi. Sævar er í sambúð með Ólöfu Kristínu Sívertsen og á tvo syni.80 ÁRA afmæli. Í dag, 3. febrúar,er áttræður Bogi Pétursson, Víðimýri 16, Akureyri, fyrrum for- stöðumaður sumarbúðanna á Ástjörn. 19. mars mun hann ásamt eiginkonu sinni, Margréti Magnúsdóttur, sem verður 75 ára hinn 5. apríl, fagna þess- um tímamótum með samsæti í sal Gler- árkirkju. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Í öngstræti HÉR fyrr á tímum í gamla bænda- samfélaginu voru leiguliðar á kot- jörðunum hraktir á brott ef þeir gátu ekki borgað leiguna. Þetta fólk fór á vergang eða varð sveit- arómagar, oft við illan kost. Það voru jafnvel haldin uppboð á þessu fólki. En þetta eru nú sem betur fer löngu liðnir tímar og við erum stödd á árinu 2005 í landi mikillar vel- sældar og auðs. Samt heyrast há- vær harmakvein öryrkja, láglauna- fólks og einstæðra mæðra sem engan veginn geta náð endum sam- an. Það hafði samband við mig tveggja barna móðir sem var nýbú- in að fá bréf frá lögheimtunni um riftun á húsaleigusamningi við Fé- lagsbústaði vegna skuldar. Þessi kona er á atvinnuleysisbótum með rúm 70 þús. á mánuði og það er nú ekki mikið til þess að lifa af. Auk þess er hún með fleiri skuldir sem hún þarf að standa skil á. Ég man að áður en R-listinn komst hér til valda í borginni heyrði maður aldrei um að fátækt fólk væri borið út úr íbúðum borgarinnar. En tímarnir hafa breyst og það er eng- in miskunn ef fólk skuldar, þá er fólk borið út, jafnvel með lög- regluvaldi ef því er að skipta. Kostnaðurinn við slíkar fram- kvæmdir er mikill og varla getur þetta fátæka fólk borgað þennan kostnað, svo þetta er tekið úr vösum okkar skattborgaranna. Því ekki að snúa þessari óheillaþróun við og hjálpa þessu fólki til að komast á réttan kjöl fyrir þessa peninga? Því að rústa líf fólks og barna svona gjörsamlega fyrir einhverjar smá- upphæðir? Maður spyr: Hvert á þetta fólk að fara? Erum við að hverfa aftur til fyrri tíma bænda- samfélagsins? Skyldur sveitarfélag- anna gagnvart skjólstæðingum sín- um eru miklar og það er stór spurning hvort það sé verið að brjóta mannréttindi með þessu. Ég vil skora á félagsmálaráð- herra að láta til sín taka í þessum málum. Það þyrfti að setja á lagg- irnar nefnd til að finna lausn á mál- efnum fátæks fólks á Íslandi. Þetta gengur ekki svona lengur. Við lifum á tímum velsældar, menntunar og framfara. Og sem kristin þjóð eig- um við að láta okkur varða velferð þeirra sem minnst mega sín. Sigrún Á. Reynisdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Hvar ertu, Mummi? ÁSKORUN á Guðmund Tý að koma Radíó Reykjavík sem fyrst í loftið. Það eru ansi margir sem sakna stöðvarinnar á suðvesturhorninu. Ingi Stein. Skari er týndur – fundarlaun SKARI er 6 mánaða gamalt fress. Hann er grábröndóttur, með hvíta bringu og hvítar loppur. Skari er inniköttur og ómerktur en hvarf frá heimili sínu í Hörgsholti 3, Hafn- arfirði, sunnudaginn 24. janúar síð- astliðinn. Hans er sárt saknað og viljum við biðja hvern þann sem hefur orðið hans var að hafa sam- band við Dagbjörtu í síma 692 0673 eða Hauk í síma 696 2170. Fund- arlaun 5.000 kr. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Kolka Máney, Alma og Salka Arney, héldu tombólu og söfnuðu þær 3.649 krónum til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Morgunblaðið/Jim Smart 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 O-O 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bg5 Bb7 9. e4 h6 10. Bh4 Be7 11. Hd1 Rh5 12. Bg3 Rxg3 13. hxg3 Bf6 14. Rb5 Rc6 15. Rd6 Hb8 16. Be2 Ba8 17. O-O De7 18. b4 a5 19. b5 Re5 20. Rh2 Dd8 21. f4 Rg6 22. Rg4 Be7 23. f5 Dc7 24. fxg6 Bxd6 25. gxf7+ Hxf7 26. Hxf7 Kxf7 27. e5 Bf8 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem er nýlokið í sjáv- arbænum Wijk aan Zee í Hollandi. Erwin L’Ami (2531) hafði hvítt gegn rússneska stórmeistaranum Alexey Korotylev (2603). 28. Rxh6+! Ke7 28... gxh6 hefði ekki gengið upp vegna 29. Dh7+ Ke8 30. Dg6+ Kd8 31. Df6+ Kc8 32. Dxf8+. 29. Dg6! Kd8 30. Dxe6 hvíta staðan er nú gjörunnin. 30...Kc8 31. Df7 Bxa3 32. Bg4 Hb7 33. e6 Kb8 34. exd7 Dxg3 35. d8=D+ Ka7 36. Bf3 Bc5+ 37. Kh1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Perlan í skelinni. Norður ♠DG76 ♥K105 V/Allir ♦ÁKD ♣ÁKD Vestur Austur ♠ÁK108 ♠932 ♥ÁG ♥D5 ♦9765432 ♦G8 ♣-- ♣G96542 Suður ♠54 ♥987643 ♦10 ♣10873 Skírnir Garðarsson, Bridsfélagi Rang- æinga, sendi þættinum sjávarfang sem hann veiddi við tölvuspilamennsku: „Ég spila af og til á netinu og hef lítið vit á perlum, en í þessu spili skynjaði ég samt allt í einu hvílíka perlu við vor- um að háfa inn í vörninni,“ segir Skírn- ir, en hann var í vestur og lét ófriðlega í sögnum: Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Dobl Pass 2 tíglar * 2 hjörtu Dobl 3 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Til að gera langa sögu stutta, þá er svar suðurs á tveimur tíglum við opn- unardoblinu yfirfærsla í hjarta og í framhaldinu bregður Skírnir á leik og er hætt kominn á tímabili. En suður bjargar honum úr klemmunni með því að taka út í þrjú hjörtu. Sem er prýði- legur samningur. Skírnir tók fyrst á ÁK í spaða og spilaði svo þriðja spaðanum af rælni, því ekkert annað virtist líklegt til ár- angurs. „Þegar nú Indverjinn í suður byrjaði að hugsa skynjaði ég að perlan væri í nánd,“ segir Skírnir. Og það er alveg rétt. Indverjinn trompaði og spil- aði hjarta að blindum. En Skírnir tók með ás og spilaði fjórða spaðanum. Makker hans trompaði með drottningu og spilaði laufi, sem Skírnir stakk með gosa. Einn niður. „Allt er þetta á ábyrgð norðurs,“ segir Skírnir. „Hann á ekki að vera að þessum endemis doblum, það sýnir sig oft að þetta gerir makker tortrygginn, enda veit suður í raun ekki nógu mikið um styrk norðurs, sem vel hefði getað afgreitt málið með því að segja til dæmis þrjú grönd beint. En þá hefði ekki legið perla í skelinni.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september í Garðakirkju þau Ásdís Björnsdóttir og Sæmundur Frið- jónsson. Ljósmynd/Sissa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.