Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ekki laust við að hugsjónaeldurinn brenni innra með þér í dag. Hugsanlega finnur þú hjá þér hvöt til þess að koma vini til hjálpar. Leggðu þitt af mörkum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver dýrðarljómi virðist umlykja þig í dag. Kannski slærðu ryki í augu einhvers. Þér reynist auðvelt að villa á þér heim- ildir, ef út í það er farið. Í það minnsta núna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur til samúðar gagnvart fólki í fjarlægum heimshluta. Kannski gerir þú áætlanir um að ferðast til áfangastaðar hinum megin á hnettinum. Þig langar til þess að komast í burtu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki leggja allt í sölurnar í dag og farðu varlega ef þú höndlar með fjármuni ann- arra. Þú gætir misst stjórn á þér og farið yfir strikið. Vertu varkár. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir tekið upp á því að setja einhvern á stall í dag og ganga óraunsæinu á hönd. Rómantíkin hefur náð tökum á þér. Ekki missa þig út í dýrkun, það ruglar bæði þig og viðkomandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til þarfar til þess að hjálpa náunganum í dag. Ef einhver vill létta undir með þér, skaltu þiggja það með þökkum. Leyfðu öðrum að sýna rausn- arskap. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sköpunargáfa þín lætur á sér kræla í dag. Getur kannski verið að þú verðir ástfang- inn af einhverjum? Því miður er hætta á óraunsæjum væntingum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert til í að eyða peningum til þess að fegra heimili þitt núna. Vertu líka vakandi fyrir þörfum þeirra sem eru í kringum þig. Sýndu fjölskyldunni gæsku. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Óraunsæi svífur yfir vötnunum í dag. Draumórar og dagdraumar taka völdin. Þú vilt sjálfum þér og öðrum það besta, en ertu með fæturna á jörðinni? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að halda aftur af þér í innkaupum í dag, þótt ómótstæðilegur munaðarvarn- ingur verði á vegi þínum. Reyndar áttu að hugsa þig tvisvar um áður en þú verslar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert undir skýjahulu í dag, að því er virðist. Aðrir eiga erfitt með að átta sig fyllilega á þér. Þeir skynja ekki hvað þú vilt eða hvað þú ert að segja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dulrænir hæfileikar þínir eru virkir. Þú átt svo gott með að skynja straumana í umhverfinu að hugsanlegt er að þú nemir útvarpsbylgjur með fyllingum í tönn- unum. Það er reyndar grín, en þú ert með á nótunum. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þér hættir til að vera með fullkomnunar- áráttu, enda setur þú markið hátt fyrir sjálfa þig og aðra. Fólk sem fætt er þenn- an dag er oft sérfræðingur á einu tilteknu sviði. Þolinmæði, þrautseigja og tilgerð- arleysi eru meðal kosta þinna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 útilega, 8 gægsni, 9 hvetja, 10 kven- dýr, 11 draga við sig, 13 rýja, 15 vals, 18 hræðir, 21 rödd, 22 væta í rót, 23 auða bilið, 24 drápsmanns. Lóðrétt | 2 greftra, 3 reyna að finna, 4 ágengt, 5 úrkomu, 6 kvenkynfrumu, 7 skotts, 12 stormur, 14 ótta, 15 gaffal, 16 ginna, 17 ernina, 18 grískur bók- stafur, 19 miskunnin, 20 meðvitund. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 byggt, 4 hasar, 7 tætir, 8 undið, 9 gín, 11 rænt, 13 bana, 14 ýsuna, 15 bjór, 17 koll, 20 áði, 22 krans, 23 legil, 24 ritar, 25 torfa. Lóðrétt | 1 bútur, 2 gotan, 3 torg, 4 hrun, 5 sadda, 6 riðla, 10 íburð, 12 Týr, 13 bak, 15 búkur, 16 ósatt, 18 orgar, 19 lalla, 20 ásar, 21 illt.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Gerðuberg | Strengjaleikhúsið sýnir ís- lenska óperu fyrir börn á aldrinum 2–8 ára í Gerðubergi. Fjölskyldusýningar 6. og 13. febrúar kl. 14. www.gerduberg.is. Háskólabíó | Tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands undir hatti Myrkra músíkdaga, hátíðar tónskáldafélagsins, sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Í ár kynna fjórir höfundar verk sín á tónleikunum með Sinfón- íuhljómsveitinni. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu- mót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Píanó & Frú Haugur. Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fire- land. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir vídeóverk sem hún hefur unnið að síðastliðin ár ásamt nýrri vídeóinnsetningu fyrir sýningarrýmið. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir mynd- verk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljósmyndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðubergi frá 21. janúar–13. mars. Sjá nánari upplýsingar á www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg | Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars- son, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugs- dóttir – Á skurðarborði augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljóshærðar starfsstéttir. Elías B. Halldórsson – Olíu- ljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunnlaugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunn- ar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víð- áttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Safn | Stephan Stephensen – AirCondi- tion. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneigninni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bar- dagavellir. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í sam- starfi Þjóðmenningarhússins og Skóla- vefjarins. Sýning á verkum Braga í veit- ingastofu og í kjallara. Listasýning Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Fyrir og eftir er heiti á sýningu hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Sýningin stend- ur til 6. febrúar. www.ljosmyndasafn- reykjavikur.is/ Söfn Veiðisafnið – Stokkseyri | Veiðisafnið á Stokkseyri í samvinnu við versl. Vest- urröst í Reykjavík halda byssusýningu 5. feb. kl. 11–18. Til sýnis verða skotvopn, m.a. byssur sem ekki tilheyra grunnsýn- ingu safnsins og byssur úr safni Sverris Sch. Thorsteinssonar. Veiðisafnið er opið alla daga kl. 11–18 uppl. á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tónlistararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýn- ingin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamannafélagið Iðunn og Smekk- leysa gáfu nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til –menning og samfélag í 1200 ár. Opið til kl. 21. Fundir Kvenfélagið Hrönn | Aðalfundur kven- félagsins Hrannar verður haldinn kl. 20 að Borgartúni 22, 3. hæð. Þorramatur. Tourette samtökin | Opið hús hjá Tou- rette samtökunum kl. 20.30, í ÖBÍ blokkin, (austasta blokkin) í kaffiteríunni á jarðhæðinni. Málfríður Lorange, tauga- sálfræðingur barna og unglinga, verður með innlegg á fundinum og rabbar við gesti um Tourette heilkennið (TS/TS+). GSA á Íslandi | GSA verður með opinn kynningarfund í kvöld kl. 20.30, Tjarn- argötu 20. Ef þú hefur árangurslaust farið í megrun, ef þú getur ekki hætt að borða sykur, einföld kolvetni eða annan mat, hversu mikið sem þú reynir. Ef þér finnst þú hafa reynt allt, án árangurs, þá getur verið að við getum hjálpað þér. Höllubúð | Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur aðalfund fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20 í Höllubúð, Sóltúni 20. Að aðalfundarstörfum loknum verður boðið upp á þorramat. Fyrirlestrar Lögberg, stofa 101 | Ingólfur Á. Jóhann- esson heldur fyrirlesturinn „Drengir í skólum. Goðsagnir og veruleiki“ á veg- um Rannsóknast. í kvenna– og kynja- fræði kl. 12.15. Ingólfur mun gefa yfirlit um innlendar og erlendar umræður um stöðu drengja í skólum og m.a. fjalla um karlmennskuímyndir, kennslukonur og jafnréttisuppeldi. Meistarafyrirlestur í véla- og iðn- aðarverkfræði | Jónas Heimisson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist- araprófs í verkfræði í stofu 158 í VR2 kl. 17. Verkefnið heitir Flutningur raforku um meginflutningskerfið: Gjaldtaka og stýring. Í M.Sc. verkefni Jónasar er raf- orkukerfi Íslands til umfjöllunar. Lögberg, stofa 101 | Þorbjörg S. Gunn- laugsdóttir heldur fyrirlestur við laga- deild HÍ, á morgun kl. 12.15, um efni kandidatsritgerðar til embættisprófs í lögfræði og ber ritgerðin heitið: Nauðg- un frá sjónarhorni kvennaréttar. Fjallað er um hugtakið nauðgun kannað með aðferðum kvennaréttarins. Ritgerðin er því á mörkum tveggja fræðisviða, ann- ars vegar refsiréttar og hins vegar kvennaréttar. Kynning Maður lifandi | Í vetur er viðskiptavinum boðin ókeypis ráðgjöf um notkun hó- mópatíu kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar og svarar spurn- ingum. Námskeið Mímir–símenntun ehf. | Námskeið um Vesturfarana er haldið á vegum Mímis– símenntunar og Borgarleikhússins og stendur í 4 vikur. Fyrirlesarar eru: Viðar Hreinsson, Gísli Sigurðsson, Helga Ög- mundardóttir og Böðvar Guðmundsson. Skráning hjá Mími–símenntun í síma 5801800 og á www.mimir.is. Ráðstefnur Kvenréttindafélag Íslands Hallveig- arstöðum | Ráðstefna í Ráðhúsi Reykja- víkur laugardaginn 5. febrúar kl. 11–14. Hvað hefur áunnist síðan 1975, þegar konur tóku sér frí frá störfum 24. októ- ber og hvað er eftir. Útivist Ferðafélagið Útivist | Myndakvöld verð- ur í Húnabúð, Skeifunni 11, 7. febrúar kl. 20. Trausti Tómasson sýnir myndir úr göngu sem farin var frá Siglufirði yfir í Héðinsfjörð. Reynir Þór Sigurðss. kynnir ferð sem farin verður á þessar slóðir næsta sumar. Kökuhlaðborð. Aðgangs- eyrir er 700 kr. Laugardalurinn | Stafganga kl. 17.30, gengið er frá Laugardalslauginni. Nánari upplýsingar er að finna á www.staf- ganga.is og gsm: 6168595 & 6943571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur Bjarna- dóttir. Mýrdalshreppur | Til stendur að merkja gönguleiðir á kort af Mýrdalshreppi, því er gönguáhugafólk í Vík í Mýrdal sem á GPS staðsetningar af gönguleiðum beð- ið að koma þeim til sveitarstjóra Mýr- dalshrepps. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HLJÓMSVEITIN Vínill heldur útgáfu- tónleika sína á Gauk á Stöng í kvöld, en fyrsta plata hljómsveitarinnar, LP, kem- ur út í dag. Þar er að finna ellefu lög frá síðustu tveimur starfsárum sveitarinnar. Kristinn Júníusson, söngvari Vínils, segir hljómsveitina hafa tekið miklum breytingum frá því hún byrjaði. „Við er- um forvitnir um alls konar músíkstíla og stefnur og óhræddir við að blanda alls konar tónlistarstefnum saman, sama hvað það er, Ég held því fram að það séu til flottir hlutir í öllum músíkstefnum, hvort það er bassatrommuslag, bassal- ína eða hvað sem er,“ segir Kristinn og bætir við að kannski verði menn for- dómalausari gagnvart alls kyns tónlist eftir því sem þeir þroskist. „Maður reynir að nálgast hlutina á heiðarlegan hátt gagnvart sjálfum sér fyrst og fremst.“ Tónlist Vínils á nýju plötunni verður best lýst sem tilraunakenndri hrynj- anda- og keyrslutónlist sem þó byggist á hefðbundnum rokkgrunni. Segir Krist- inn þar ólíkan bakgrunn hljómsveit- armeðlima leika mikilvægt hlutverk. „Við bræðurnir (Guðlaugur Júníusson) höfum verið mikið að skoða rokkbít og hrynj- anda eins og Chuck Berry og Bo Didd- ley, Stones og Bítlana, maður verður fyrir mjög heiðarlegum áhrifum á þess- um aldri, það eru svona frumbít sem hreyfa við manni. Halli hljómborðsleikari á mjög klassískan bakgrunn, hann er menntaður píanóleikari og veltir mjög fyrir sér hljómum. Egill gítarleikari kem- ur úr dauðarokkinu, en Addi bassaleikari hefur verið að velta fyrir sér lág- stemmdri og tilraunakenndri popp- og rokktónlist, svonefndri lo-fi tónlist.“ Ókeypis er inn á tónleikana. Húsið opnar kl. 21, en á undan þeim Vínils- mönnum leikur hljómsveitin Dimma, sem einnig er skipuð nokkurs konar þungarokkslandsliði Íslands. Ljósmynd/Hari Vínill fagnar frumburðinum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.