Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 43
Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Nýr og betri www.regnboginn.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 Birth Nicole Kidman Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára H.j. Mbl. Kvikmyndir.com Ó.Ö.H. DV Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára SIDEWAYS J.H.H kvikmyndir.com "...þegar hugsað er til myndarinnar í heild, er hún auðvitað ekkert annað en snilld" . . i ir. "... r r til ri r í il , r it rt ill " „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ. FBL   „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit 5 Sýnd kl. 4.50, 8 og 10.15. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit 7  Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára  Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frá fram leiða nda Tra ining day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! MASTER CARD forsýning 2 FYRIR 1 kl. 8.   MMJ kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás 2  Ó.Ö.H. DV SV Mbl. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. FRÁ ALEJANDRO AMENÁBAR, LEIKSTJÓRA THE OTHERS 2 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA, þ.á.m.besta erlenda myndin Stórkostleg sannsöguleg mynd um baráttu upp á líf og dauða. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 43 JIM Kerr, söngvari Simple Minds, hefur ráðist gegn Bono söngvara U2 og segir hann „sleikja upp leiðtoga heimsins á skammarlegan hátt“. Gagnrýndi hann Bono fyrir að hafa hitt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Bill Clinton, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, í Sviss í síðustu viku til að ræða hjálparstarf fyrir fátæka í Afríku. Kerr heldur því fram að Bono, sem samdi eitt sinn stríðsádeilur á borð við „Sunday Bloody Sunday“ og „New Years’s Day“, hafi selt hug- sjónir sínar. „Hvernig getur Bono, sem vafið hefur sig hvítum fána á á sviðinu og öskrað ’ekki meira stríð’ klappað Tony Blair á öxlina?“ Kerr segir hendur Blair ataðar blóði íraskra karla, kvenna og barna og bendir á að stjórn Clintons hafi eytt meira í hernað en nokkur önnur stjórn Bandaríkjanna. „Þessi kvikindi eiga að skammast sína og hver sá sem sleikir þá upp.“ Tónlist | Söngvari Simple Minds baunar á Bono Bono er þjóðhöfðingjasleikja FRANCIS Veber er einn helsti grínskríbent Frakka. Margar af hans kvikmyndum hafa verið endurgerðar í Bandaríkjunum, eins og Le Dîner des Cons, La Cage aux Folles, Mon Père le Heros og nú er verið að að- laga Le Placard fyrir bandarískan markað. Flestar virðast þær þó betri í upprunalegu útgáfunni, en það er kannski möguleiki fyrir Tais-toi! að verða betri á bandarísku því ekki er hún beysin á frönsku. Auðvitað er hún ekkert verri en hver önnur þunnildisleg grínmynd. Hins vegar ætlast maður til meira af Veber, sem hér virðist ætla að reyna að komast auðveldlega frá málunum, gefa lítið í skriftirnar og leggja mynd- ina í hendur aðalleikaranna tveggja sem svo vissulega eru stórstjörnur. Reno leikur Ruby, útséðan glæpa- mann og morðingja. Hann er svo óheppinn að í fangelsi tekur Quentin, (Depardieu) ástfóstri við hann, eltir hann út í eitt, bjargar honum úr vandræðum og kemur honum í önnur í staðinn. Boðskapurinn er að nógu mikil einlægni og væntumþykja getur brætt hörðustu hjörtu. Reno leikur svipaðan karakter og oft áður, alvarlegan hörkutöffara og gerir það vel sem endranær. Það er hins vegar Depardieu sem algerlega stelur senunni sem hinn fáránlega heimski og heimskulegi Quentin. Hann er virkilega fyndinn og næstum óþekkjanlegur í hlutverkinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Veber byggir handritið sitt á kostu- legum tveimur vinum. En það er ekki nóg til að gera gott grín. Þessi saga er útþynnt og of mikil orka fer í elting- arleik sem er alls ekkert sniðugur. Það sem hefur gefið Veber vigt, er að í verkum sínum gagnrýnir hann samfélagið og mannlega hegðun oft á vel til fundinn, hnitmiðaðan og fersk- an hátt. Hér fer hins vegar lítið fyrir þeirri gagnrýnu hugsun. Tais-toi! er eins og margar aðrar grínmyndir, saklaust og þunnt grín með einstaka góðum brandara. Þynnra en vænta mætti KVIKMYNDIR Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Leikstjórn: Francis Veber. Handrit: Serge Frydman og Francis Veber. Aðalhlutverk: Gérard Depardieu, Jean Reno, André Dussollier, Jean-Pierre Malo og Richard Berry. Kvikmyndataka: Luciano Tovoli. 85 mín. Frakkland 2003. Grjóthaltu kjafti (Tais-toi!)  Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.