Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 1
Norðmenn og þorskastríðin Nýjar upplýsingar í bók Guðna Th. Jóhannessonar Fréttir Pétur Pókus er kominn í heims- metabók Guinness Menning Ein besta sundkona Evrópu á gull- móti KR  Þriðji titill Patriots á fjórum árum  Létt hjá Mickelson STOFNAÐ 1913 37. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TVÖFÖLDUN Reykjanesbrautar, frá þeim stað þar sem fyrsta áfanga tvöföldunarinnar lýkur og til Njarðvíkur, verður boðin út í einu lagi strax í vor. Verklok munu ráðast af þeim tilboðum sem berast. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra á fjölmennum borgara- fundi í Stapa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut boð- aði til fundarins og til hans mætti á um fjórða hundrað íbúa auk tæplega 20 þingmanna úr Suð- urkjördæmi og víðar. Góð stemning var á fund- inum og fögnuðu viðstaddir óspart því loforði ráð- herra að tvöföldun brautarinnar verði flýtt. „Fáist hagstætt tilboð verður þess ekki langt að bíða að við getum fagnað verklokum,“ sagði Sturla í ræðu sinni. Hann sagði ekki hægt að segja til um ákveðnar dagsetningar, s.s. hvenær framkvæmdir gætu hafist eða verklok orðið. Á fundinum var samgönguráðherra spurður hvernig staðið yrði að fjármögnun tvöföldunar brautarinnar. Hann sagði að ekki væri hægt að segja endanlega til um það fyrr en samgöngu- áætlun hefði verið kláruð. Hann tók fram að hann hefði rætt þessa flýtingu við fjármálaráðherra og formann og varaformann fjárlaganefndar. Tækifæri vegna seinkunar í Garðabæ Þessi áfangi við tvöföldun Reykjanesbrautar liggur frá þeim kafla sem þegar hefur verið breikkaður, sem endar skammt austan við veginn að Vogum, að Njarðvík, samtals um 10,5 km. Reiknaði Sturla með að kostnaður við þennan hluta yrði tæpir 2 milljarðar, með framkvæmdum við mislæg gatnamót. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir því að breikkuninni ljúki 2010 en ráðherra var vongóður um að það gæti gerst fyrr. Sturla færði einnig rök að því að seinkaði öðrum áföng- um við breikkun brautarinnar, s.s. í gegnum Garðabæ, mætti leggja það fé sem átti að fara til þess hluta í að flýta breikkuninni til Njarðvíkur. Á fundinum voru þingmenn Suðurkjördæmis og virtist samstaða meðal þeirra um að tryggja að breikkun yrði flýtt. Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þingmanna- hópurinn myndi passa upp á að ráðherra stæði við loforðið. Þingmenn allra flokka tóku til máls. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaðst hafa viljað skýrari svör um hvaðan pen- ingar til að flýta breikkuninni kæmu. Ráðherra svaraði því einu að það yrði að samþykkja sam- gönguáætlun áður en það kæmi að fullu í ljós. Næsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar flýtt Morgunblaðið/Árni Torfason Á fjórða hundrað manns sótti borgarafund um tvöföldun Reykjanesbrautar í Stapa í gærkvöldi. SÍÐUSTU kannanir fyrir kosningarnar í Danmörku í dag bentu til, að ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens myndi halda velli en ljóst er, að dregið hef- ur saman með henni og stjórnarandstöðunni. Kannanir dönsku fjöl- miðlanna sýndu í gær, að Venstre, flokkur Rasm- ussens forsætisráð- herra, myndi tapa örlitlu en hinn stjórnarflokkur- inn, Íhaldsflokkurinn, virtist heldur vera að bæta stöðu sína. Útlit var hins vegar fyrir, að Danski þjóðarflokk- urinn, sem stutt hefur stjórnina, myndi missa nokkurt fylgi. Var stjórnarflokkunum spáð 93 til 94 þingmönnum en stjórnarand- stöðunni 81 til 82. Nú á síðustu dögunum hefur Rasmussen beint nokkuð spjótum sínum að Radikale Venstre enda virðist sá flokkur munu taka nokkuð frá Venstre þótt hann höggvi raun- ar mest í fylgi vinstriflokkanna. Sagði Rasmussen í gær, að með því að kjósa Radi- kale Venstre, væru kjósendur í raun að styðja jafnaðarmenn. Slagurinn hefur þó fyrst og fremst staðið á milli stóru flokk- anna, Venstre og jafnaðarmanna. Fréttaskýrendur segja, að þótt ólíklegt sé, að könnunum skjátlist mikið um niður- stöðuna, sé ekkert útilokað. Minna þeir á, að í gær voru enn 18 til 20% danskra kjós- enda, meira en 800.000 manns, óákveðin. Spenna í Danmörku  Lítil kjörsókn/14 Anders Fogh Rasmussen Kl. 20.14 hafði færeyska Björg- unarmiðstöðin (BM) fyrst samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (LHG) og segir að sjálfvirkt neyð- arkall hafi borist frá Jökulfelli þar sem staðsetning skipsins kom fram. Voru starfsmenn BM þá búnir að reyna að ná sambandi við skipið í gegnum talstöð en án árangurs. LHG og BM reyna að hringja um borð en það ber ekki árangur. Kl. 21.00 Ekkert hefur enn heyrst frá Jökulfelli. Búið að biðja nærliggj- andi skip að fara á staðinn. Kl. 21.12. BM lætur LHG vita að björgunarstjórnstöð í Aberdeen í Skotlandi hafi borist neyðarkall um gervihnött frá Jökulfelli kl. 20.59. Kl. 21.42 Ástandsskýrsla frá BM: Búið að senda danska skipið Vædd- eren, færeysku varðskipin Brimil og Tjaldrið sem og rússneska togarann Viktor Mirinov á slysstað. Einnig þyrlu frá danska varðskipinu Vædd- eren. Var hún væntanleg á staðinn kl. 22. Kl. 22.48 Þyrla hefur fundið Jök- ulfellið á hvolfi. Fólk sést í sjónum og einn björgunarbátur. Önnur þyrla er þá á leiðinni frá Færeyjum. Fyrsta skip áætlað á staðinn eftir 45 mín. Kl. 23.10 Ástandsskýrsla BM: Danska björgunarþyrlan búin að taka fimm úr áhöfn upp úr sjónum, enn sex manna saknað. Kl. 1.30 Staðfest að Jökulfellið er sokkið. Ekkert nýtt að frétta af björgunaraðgerðum. Fyrsta neyðar- kall um kl. 20 Íþróttir í dagSverðagleypir brýtur blað M/S JÖKULFELLI, leiguskipi Samskipa, hvolfdi um 60 sjómílur norðaustur af Færeyjum í gær- kvöldi. Enginn Íslendingur var í áhöfn skipsins. Fyrsta neyðarkall barst frá skipinu um kl. 20. Ellefu skipverjar, Rússar og Litháar, voru um borð. Sex var enn saknað er Morgunblaðið fór í prentun og leituðu þeirra fjögur skip og tvær þyrlur. Hafði færeysku Björgun- armiðstöðinni tekist að bjarga fimm skipverjum fyrir miðnætti í nótt. Var þeim bjargað úr sjónum um borð í þyrlu og þaðan fluttir í varðskipið Vædderen, sem var á leið á slysstað ásamt fleiri skipum. Upplýsingafulltrúi Samskipa stað- festi kl. 1.30 í nótt að Jökulfell væri sokkið. Að sögn Djóna Weihe, stjórn- anda Björgunarmiðstöðvarinnar í Þórshöfn, barst stutt neyðarkall um klukkan átta í gærkvöldi og var allt tiltækt lið þegar sent áleiðis að slysstaðnum. Neyðar- kallið var sent út með svokölluð- um DSC-neyðarhnappi og því komu engar upplýsingar um hvað amaði að. Stuttu síðar heyrðust sendingar frá neyðarbauju sem fer í gang um leið og hún lendir í sjó. 2.000 tonn af stáli um borð Jökulfellið var á leið frá Liepaja í Lettlandi til Reyðarfjarðar og Reykjavíkur með um 2.000 tonn af stáli innanborðs. Sex metra öldu- hæð var á svæðinu, vindur 15 metrar á sekúndu af suðvestan. „Á þessari stundu er ekkert vit- að um ástæður, enda beinist allt að því að bjarga áhöfninni,“ sagði Anna Guðný Aradóttir, upplýs- ingafulltrúi Samskipa, í samtali við Morgunblaðið í nótt. Landhelgisgæslan hefur boðist til að senda TF-SYN, Fokkervél sína, til aðstoðar í birtingu. M/s Jökulfell er 3.000 tonna frystiskip og getur flutt allt að 140 gáma. Það hét áður Nordland Saga og var smíðað í Danmörku árið 1989. Samskip tóku það í þjónustu sína 5. febrúar í fyrra. Skipið er 87 metra langt og gang- hraðinn 13,8 hnútar. Í frétt á vef Samskipa segir að Jökulfellið sé fimmtánda skipið í reglubundnum siglingum fyrir Samskip og hafi fyrst og fremst verið í ferðum milli Íslands og Eystrasaltslandanna, auk tilfall- andi verkefna erlendis. Jökulfellið sökk við Færeyjar í nótt              !  "     Fimm manns bjargað  Leita sex skipverja  Enginn Íslendingur í áhöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.