Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVÖFÖLDUN FLÝTT Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra tilkynnti í gær að tvöföldun Reykjanesbrautar, frá því skammt austan við veginn að Vogum og að Njarðvík yrði flýtt og yrðu fram- kvæmdir boðnar út strax í vor. Þetta sagði hann á fjölmennum íbúafundi í Stapanum og uppskar hann mikið lófatak fyrir vikið. Spenna í Danmörku Danir ganga að kjörborðinu í dag og sýna allar kannanir, að ríkis- stjórn Anders Fogh Rasmussens muni halda velli. Hefur hún lengst af kosningabaráttunnar haft öruggan meirihluta í könnunum en síðustu daga hefur stjórnarandstaðan verið að sækja í sig veðrið. Síðustu spár gerðu ráð fyrir, að stjórnarflokk- arnir fengju 93 til 94 þingmenn en stjórnarandstaðan 81 til 82. Tóku 4 kíló af amfetamíni Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna tilrauns til innflutnings á fjór- um kílóum af amfetamíni sem reynt var að smygla með flugi til landsins. Boða vopnahlé Saeb Erekat, helsti samninga- maður Palestínumanna, sagði í gær, að Ísraelar og Palestínumenn myndu á fundi sínum í Egyptalandi í dag lýsa yfir vopnahléi. Þar með væri fjögurra ára blóðugum átökum milli þeirra lokið. Háttsettur emb- ættismaður á skrifstofu Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, stað- festi þetta en Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði, að vopnahlé væri ekki nóg, afvopna yrði alla herskáa Palestínumenn strax. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Umræðan 24/25 Úr verinu 12 Bréf 25 Viðskipti 13 Minningar 26/30 Erlent 14/15 Myndasögur 32 Minn staður 16 Dagbók 32/35 Akureyri 17 Staður og stund 34 Suðurnes 18 Leikhús 36 Austurland 18 Af listum 37 Landið 19 Bíó 38/41 Daglegt líf 19/20 Ljósvakar 42 Listir 21, 36/41 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #       $         %&' ( )***                         ÞAÐ blasir við að sveitarfélög í Eyja- firði sameinist í eitt, er aðeins spurn- ing um tíma, „hvort menn vilja draga það í fimm ár í viðbót,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi á Akureyri í gærkvöld. Hann sagði um mikið hagsmuna- mál að ræða, en það væri vitanlega ekki sitt að ákveða hvenær af því yrði heldur íbúanna sjálfra. Að því kæmi að í landinu yrðu fá en öflug sveit- arfélög og verkefnin færð nær fólk- inu, en minni sveitarfélög ættu víða erfitt uppdráttar og hefðu ekki burði til að standa við sífellt meiri skuld- bindingar. Halldór kom víða við í ræðu sinni á fundinum, nefndi m.a. að hann skildi ekki af hverju færa þyrfti innan- landsflug burt úr borginni, eðlilegt væri að þessi samgöngumiðstöð væri í höfuðborginni og hún hefði skyldum að gegna gagnvart landsbyggðinni. Halldór svaraði fyrirspurn um stimpilgjöld og sagði þau næst á dag- skrá ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun gjalda, afnám eignaskatts og lækkun tekjuskatts hefði verið sett í forgang. „Ég tek undir það að stimp- ilgjaldið er óréttlátur skattur,“ sagði forsætisráðherra og benti á að hvergi í Evrópu væru slík gjöld til staðar, þau væru einsdæmi hér á landi. Auðvelt væri fyrir t.d. fyrir- tæki að taka lán í útlöndum og kom- ast þannig hjá þessum gjöldum. „Þetta er mál sem við getum ekki horft framhjá.“ Ráðherra var einnig spurður um Íraksmálið og sagði að sagan myndi dæma það og nefndi í því sambandi t.d. heimsstyrjöldina síðari og að öll- um væri nú ljóst að rétt hefði verið að ráðast gegn Hitler, sama væri uppi á teningnum varðandi innrás í Bosníu, Kósóvó og Afganistan. „Hefur sagan dæmt að þetta var rangt?“ spurði Halldór. „Við eigum ekki alltaf að sitja hjá, hlutleysisstefna Íslendinga var lögð niður árið 1949. Menn verða að taka afstöðu, en umræðan um þetta mál hér á landi hefur verið úr öllu sam- hengi við raunveruleikann,“ sagði forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi á Akureyri Stimpilgjaldið er óréttlátur skattur Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks hlýddi á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á opnum stjórn- málafundi á Akureyri í gærkvöldi, en hann kom víða við í ræðu sinni. Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í gærkvöld. Akureyri. Morgunblaðið. TVEIR karlmenn á þrítugsaldri frá Kamerún verða sendir úr landi í dag, þriðjudag, þar sem grunur lék á að þeir hefðu ekki komið hingað í heiðarlegum tilgangi, að sögn Jó- hanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli. Menn- irnir komu frá Lundúnum á laugardag í gegnum Þýskaland og voru teknir í vörslu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir gátu enga skýringu gefið á ferða- lagi sínu. Voru þeir félausir og gátu ekki skýrt út í hvaða tilgangi þeir komu eða hvernig þeir ætluðu að framfleyta sér hér á landi. Fjórir Afríku- búar stöðvaðir í Leifsstöð MAÐUR sem slasaðist við árekstur vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Holtavörðuheiði rétt eftir klukkan 15 í gær liggur á gjörgæslu. Hann er að sögn læknis talsvert slasaður en ekki í lífshættu. Vörubifreiðin sem var á suð- urleið og fólksbifreiðin sem var á norðurleið skullu saman, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu í Borgarnesi. Ökumaður fólks- bifreiðarinnar slasaðist og var fluttur á Landspítalann með sjúkra- bíl. Fólksbíllinn er ónýtur og vöru- bifreiðin er óökufær. Talsvert slasaður eftir umferðarslys ÖKUMAÐUR skólabíls og tvö börn, sem voru farþegar í bílnum, sluppu ómeidd þegar skólabíllinn rann nið- ur brekku í flughálku í Kópavogi í gærmorgun, skall á fólksbíll og hafnaði ofan í skurði. Allir um borð voru í bílbeltum. Skólabílinn var á leið niður Eski- hvamm sem er í brattri brekku þeg- ar hann tók að renna stjórnlaust í hálkunni. Tilraunir bílstjórans til að stöðva bílinn báru engan árang- ur. Skólabíllinn ýtti fólksbílnum á undan sér ofan í skurð, sem grafinn hafði verið við Fífuhvamm vegna vegaframkvæmda, og fór síðan nánast allur ofan í skurðinn. Miklar skemmdir urðu á bílunum. Skólabíll rann í hálku og ofan í skurð Á SÍÐASTLIÐNU ári fjölgaði gistinóttum á landinu öllu um 8,5%, úr 889.390 í 965.110, og varð fjölgun gistinátta í öllum lands- hlutum nema á Norðurlandi þar sem samdrátturinn var tæpt 1% milli ára, skv. bráðabirgðatölum Hagstofu. Aukningin var hlutfallslega mest á Austurlandi, um 22%, og fór gistináttafjöldinn úr 33.250 í 40.600 milli ára. Á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 9,2%, á Suðurlandi um 8,5%, og á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vest- fjörðum um rúm 7% milli ára. Fjölgun gistinótta um 8,5% í fyrra ÍBÚÐ við Garðaholt á Fáskrúðs- firði skemmdist mikið í gær þegar eldur kviknaði að því er talið er út frá eldavél. Slökkvilið Aust- urbyggðar var kallað á vettvang og réð fljótt niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglunnar var um einlyft parhús að ræða og var eng- inn heima og því engin slys á fólki. Talsverður eldur var þegar að var komið og húsið fullt af reyk. Vett- vangsrannsókn hófst í gær og var grunur um að upptök eldsins mætti rekja til eldhússins. Íbúð stórskemmd í eldi DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra mun taka þátt í fundi utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins á morgun. Davíð hefur sem kunnugt er verið frá störfum að undanförnu þar sem hann hefur verið að jafna sig eftir veikindi. Fundinn sækja meðal annarra Condoleezza Rice sem ný- lega tók við starfi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. James Appathurai, talsmaður NATO, sagði á blaðamannafundi fyr- ir mánaðamót að á fundinum yrði rætt almennt um samstarf Evrópu og N-Ameríku í öryggismálum. Rætt yrði um þau verkefni sem NATO ynni að í Afganistan og á Balkanskaga. Íraksmálið yrði einnig rætt. Utanríkisráðherra sækir NATO-fund Davíð Oddsson STJÓRNENDUR rækjuvinnslunn- ar Íshafs hf. munu funda með starfs- mönnum klukkan 13 í dag og fara yf- ir stöðu mála hjá fyrirtækinu en starfsemi þess hefur verið í lágmarki undanfarnar vikur. Um 70–80 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu en síð- ustu vikur hafa aðeins verið verkefni fyrir um 20 manns, að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Það var Verkalýðsfélag Húsavík- ur sem óskaði eftir fundinum. Á vef félagsins segir að verksmiðja fyrir- tækisins hafi verið lokuð í sjö vikur og ekki liggi fyrir hvenær starfsemi hefjist á nýjan leik. Því hafi verið óskað eftir fundi. Ljóst sé að margar rækjuverksmiðjur á Íslandi hafi átt í töluverðum erfiðleikum undanfarna mánuði og sumum verið lokað end- anlega meðan aðrar hafa unnið að því að hagræða. Bergsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Íshafs, segir að unnið sé að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækisins og sitthvað hafi gerst í þeim málum. Fyrirtækið hafi fengið jákvæð svör en ekki sé hægt að greina nánar frá stöðunni að svo komnu. Rækjuvinnslan Íshaf á Húsavík Stjórnendur funda með starfsfólki ALÞINGI samþykkti í gær lagafrumvarp um þriðju kyn- slóð farsíma. Með lögunum er Póst- og fjarskiptastofnun veitt heimild til að úthluta tíðnum fyrir þriðju kynslóð farsíma hér á landi. Úthlutunin skal fara fram að undangengnu almennu útboði og er gildistími tíðniút- hlutunar 15 ár. Lágmarkskrafan er þó sú að útbreiðsla farsímakerfisins nái til 60% íbúa á eftirtöldum fjór- um svæðum: 1. Höfuðborgar- svæðinu, 2. Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra, 3. Norðurlandi eystra og Aust- urlandi, 4. Suðurlandi og Suð- urnesjum. Fyrir hverja tíðniút- hlutun skal greiða 190 milljóna króna gjald til ríkissjóðs. Lagafrumvarpið var sam- þykkt með 28 atkvæðum þing- manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Lögin öðlast þegar gildi. Ný lög um þriðju kynslóð farsíma 190 millj- óna gjald fyrir tíðni- úthlutun HALLDÓR Ásgrímsson styður Guðna Ágústsson til áframhaldandi varaformennsku í flokknum og hyggst sjálfur gefa kost á sér til formennsku áfram á flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður í lok mánaðarins. Þetta kom fram í viðtali við Hall- dór í fréttum Sjónvarpsins í gær. Þar sagðist Halldór jafnframt ekki hafa heyrt af því að einhver muni bjóða sig fram gegn Guðna í vara- formannsembættið. Halldór styður Guðna Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.