Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norsk stjórnvöld létu siglandhelgisdeilu Íslend-inga og Breta mikluskipta og töldu sér- staklega mikilvægt vegna norskra öryggishagsmuna að bandaríska varnarliðið hyrfi ekki frá Íslandi. Þetta kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um þátt Norðmanna í landhelgisdeil- unum, sem er að koma út á vegum norsku Varnarmálastofnunarinnar (Institutt for Forsvarsstudier) í Ósló. Bókin sem ber á íslensku heitið Samúð og eiginhagsmunir. Noregur og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands er að mestu byggð á rann- sókn Guðna á ýmsum gögnum í Nor- egi, Bandaríkjunum og á Íslandi en Guðni fékk m.a. aðgang að skjala- safni norska utanríkisráðuneytisins. Eiginhagsmunir mótuðu aðallega afstöðu Norðmanna Guðni segir eiginhagsmuni Norð- manna fyrst og fremst hafa mótað af- stöðu norskra stjórnvalda til land- helgisdeilu Íslendinga og Breta og þeirra mála sem upp komu gagnvart NATO og framtíð varnarliðsins á Ís- landi. „Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga. Það er grundvall- arregla á alþjóðavettvangi að hvert ríki gætir sinna hagsmuna fyrst og fremst. Í öllum þessum átökum voru þeir fyrst og fremst með hugann við að þessar landhelgisdeilur mættu ekki leiða til þess að staða Íslands breyttist til hins verra í vestrænu varnarsamstarfi. Þeir vildu að Bandaríkjamenn hefðu hér aðstöðu áfram og þeir vildu að Ísland væri tryggur bandamaður í NATO. Þeir óttuðust líka sérstaklega að ef þessar deilur leiddu til þess að Bandaríkjamenn yrðu að hverfa frá Íslandi, myndi það leiða til vaxandi þrýstings á Norðmenn um að taka við erlendum herstöðvum. Það var grundvallaratriði í norskri varn- armálastefnu, að þeir hefðu ekki er- lendan her í sínu landi á friðartímum. Þetta var því líka að nokkru leyti ákveðin tvöfeldni vegna þess að Norðmenn lögðu áherslu á það í sam- skiptum við Íslendinga að varn- arhagsmunir vestrænna ríkja krefð- ust þess að hér væri bandarískur her, en á sama tíma sögðu þeir alltaf að hið sama mætti aldrei verða í Nor- egi.“ Norðmenn fylgdust alla tíð náið með landhelgisdeilum Íslendinga og Breta. „Norðmenn höfðu mikinn áhuga á þessum átökum, fyrst og fremst vegna þess hvernig þau tengdust þeirra hagsmunum og stöðu, en líka vegna þess að þeir höfðu samúð með Íslendingum og vildu miðla málum og stilla til friðar. Þessi gögn staðfesta alveg skýrt að þeir höfðu mikinn áhuga á stöðu Ís- lands og þessum deilum öllum,“ segir Guðni. Skuldbundu sig til að láta Norð- menn alltaf vita af gangi mála Í gögnum sem Guðni fékk aðgang að kemur m.a. fram að A.J. Fost- ervoll, þáverandi varnarmálaráð- herra Noregs, hafi staðfest við bandaríska embættismenn árið 1971, að sá sameiginlegi skilningur væri á milli forsætisráðherra Íslands og Noregs, að Íslendingar myndu ekki taka neinar endanlegar ákvarðanir um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík, nema að áður yrði haft samráð við forsætisráðherra Noregs. Vinstri stjórnin sem sat að völdum 1971–74 hafði brottför varnarliðsins á stefnuskrá sinni. „Þarna kemur fram að íslenskir ráðamenn viðurkenndu að Norð- menn ættu hagsmuna að gæta og skuldbundu þeir sig til þess að láta Norðmenn alltaf vita af gangi mála og að engar stórbreytingar yrðu gerðar á stöðu Bandaríkjamanna á Íslandi nema Norðmenn yrðu látnir vita af því fyrst,“ segir Guðni. Að sögn hans kom það honum á óvart við þessar rannsóknir hvað vinstri stjórnin sem sat á árunum 1971–74 gekk langt í að sefa ótta Norðmanna og lofa samvinnu og samráði við þá. „Það hefði ekki verið vel séð í sumum hópum hérna heima ef það hefði orðið opinbert að Ólafur Jóhannesson [þáverandi forsætisráð- herra] og Einar Ágústsson [þáver- andi utanríkisráðherra] lofuðu að gera ekkert í hermálinu nema láta Norðmenn vita af því fyrst. Það hefði verið fordæmt víða,“ segir Guðni. „Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur hefur nú þegar bent á þetta í sínum rannsóknum en þarna kemur það líka fram í norskum gögnum að Olav Palme, sem var mjög gagnrýn- inn á stefnu Bandaríkjanna á þessum árum vegna Víetnamstríðsins, leggur ríka áherslu á, að þó Svíar séu hlut- lausir, séu það hagsmunir Svíþjóðar líkt og annarra ríkja í Skandinavíu, að Bandaríkjaher sé á Íslandi. Hann kemur þeim skilaboðum á framfæri við íslenska ráðamenn að Svíar leggi á það ríka áherslu að hér verði engin breyting á stöðu Bandaríkjanna,“ segir Guðni. Töldu hættu geta stafað af íslenskum stúdentum Guðni komst einnig yfir upplýs- ingar frá fyrri hluta áttunda áratug- arins þar sem fram kemur að norsk öryggisyfirvöld töldu að ástæða gæti verið til að hafa eftirlit með róttæk- um ungum Íslendingum, sem voru við nám í Noregi á þessum tíma og höfðu í frammi margvísleg mótmæli í garð Breta vegna landhelgismálsins. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um hvort Íslendingarnir hafi í raun og veru sætt eftirliti. Guðni segir að skv. þessum heim- ildum hafi norskum öryggis- yfirvöldum þótt íslensku stúdent- arnir í Noregi svo róttækir og mikill hiti í þeim að þeir hafi verið skil- greindir sem „hugsanlega hættulegt afl“. „Þeir menn voru til innan norska öryggiseftirlitsins, sem töldu nauð- synlegt að fylgjast með þessum námsmönnum,“ segir Guðni. Hugmyndir um að senda norsk friðarskip á Íslandsmið Einnig kemur fram í rannsókn Guðna að sú hugmynd kom upp inn- an norska stjórnkerfisins að Norð- menn sendu skip á Íslandsmið í land- helgisstríðinu eftir útfærsluna í 50 mílur, í þeim tilgangi að stilla til frið- ar. Málið komst þó aldrei á það stig að norsk stjórnvöld tækju þann kost fyrir af fullri alvöru. „Það sýnir hversu taugaóstyrkir Norðmenn voru að þeim datt í hug í fullri alvöru að einhverskonar norsk friðarskip færu á miðin til þess að miðla málum og stilla til friðar. Þetta hefði aldrei getað gengið í fram- kvæmd en sýnir fyrst og fremst hvað Norðmenn höfðu miklar áhyggjur af þessu máli,“ segir Guðni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur varpar ljósi á afstöðu norskra ráðamanna í þorskastríðinu Norðmenn látnir vita ef varnir landsins breytast Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, er í norsk- um gögnum sagður hafa lofað 1971 að engar breytingar yrðu gerðar á stöðu varn- arliðsins nema áður yrði haft samráð við forsætisráðherra Nor- egs. Þetta kemur fram í væntanlegri bók Guðna Th. Jóhann- essonar sagnfræðings. Ljósmynd/Friðgeir Olgeirsson Átök á miðunum í þorskastríðinu við Breta. Freigátan Leander kemur ösl- andi upp að bakborðssíðu varðskipsins Þórs. Fram kemur í rannsókn Guðna að Norðmönnum datt í hug í fullri alvöru að senda einhverskonar norsk friðarskip á miðin til þess stilla til friðar. Morgunblaðið/ÞÖK „Þeir menn voru til innan norska öryggiseftirlitsins, sem töldu nauð- synlegt að fylgjast með þessum námsmönnum,“ segir Guðni. omfr@mbl.is REYKJAVÍKURBORG og Minjavernd hf. hafa gert með sér samning um að félagið taki Aðalstræti 10 í sína vörslu í 35 ár og endurbyggi húsið sem er hið elsta í Kvosinni. Jafnframt fær Minjavernd heimild til að reisa byggingu aftan við húsið. Framkvæmdir hefjast væntan- lega í þessari viku og er gert ráð fyrir að endurbótum á ytra byrði hússins verði lokið um mitt ár 2006. Samkvæmt samningnum verð- ur Minjavernd eigandi að öllum endurbótum sem gerðar verða. Markmið samningsins er að hús- ið verði endurbyggt á þann hátt sem hæfi einu elsta húsi Reykja- víkur. Þá verður fullt tillit tekið til þess að húsið er friðlýst. Þetta er síðasti áfanginn í end- urbyggingu húsa við Aðalstræti. Að samningstíma loknum, árið 2041, hefur Reykjavíkurborg val um að framlengja samningstím- ann um 15 ár eða endurgreiða að hluta til kostnað við end- urgerðina, alls 30 milljónir króna. Minjavernd er hlutafélag í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minjar. Þorsteinn Bergsson, fram- kvæmdastjóri Minjaverndar, segir að nú muni hefjast bygg- ingasöguleg rannsókn á húsinu sem felist annars vegar í því að rannsaka húsið sjálft, taka niður allar seinni tíma innréttingar og reyna að ráða í herbergjaskipan og fleira. „Mjög mikið af öllum þessum hlutum hafa farið for- görðum og það er búið að moka hér út miklum meirihluta af öll- um þeim minjum sem kostur hefði verið á, en eitthvað er eftir og vonandi sem mest,“ segir hann. Þá séu til virðingargerðir (matsgerðir) og teikningar en fæstar séu svo nákvæmar að á þær sé treystandi. Þorsteinn telur að endurbygg- ingin muni kosta um 60 millj- ónir. Reykjavíkurborg og Minjavernd gera samning um Aðalstræti 10 Elsta húsið í Kvosinni endurbyggt Morgunblaðið/Jim Smart Þorsteinn Bergsson og Þröstur Ólafsson frá Minjavernd, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. borgarstjóri, skrifa undir samning um endurbyggingu Aðalstrætis 10. HÚSIÐ Aðalstræti 10 er talið reist árið 1762 og hýsti í upphafi ullargeymslu og skrifstofu og íbúð bókhaldara Innréttinganna. Innrétt- ingarnar voru fyrsti vísir að iðnaði hér á landi og eru jafnan kenndar við Skúla Magn- ússon landfógeta. Síðan þá hefur húsið verið í eigu ýmissa aðila og hýst ólíka starfsemi. Geir Vídalín, fyrsti biskup sem bjó í Reykja- vík, eignaðist húsið upp úr árinu 1800. Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar for- seta, átti húsið um tíma og er talið að Jón og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir hafi búið hjá Jens þegar þau dvöldu í Reykjavík. Kaupmennirnir Silli og Valdi eignuðust Aðalstræti 10 árið 1926 og ráku þar verslun. Frá 1984 hafa verið veitingastaðir í húsinu, lengst af Fógetinn. Reykjavíkurborg keypti húsið árið 2001 á 42 milljónir króna. Nokkrar vikur eru síðan rekstri síðasta veitingastaðarins var hætt en enn er þar inni sterkur óþefur af sígarettureyk og fúlum bjór. Það breytist væntanlega fljótlega. Við hlið Aðalstrætis 10 stóð Fjalakötturinn lengi vel. Hann var rifinn, ekki Aðalstræti 10. 243 ára hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.