Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 7 FRÉTTIR ÁFALLIN lífeyrisskuldbinding vegna Lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra nam tæpum 6,7 millj- örðum króna í árslok 2003 þegar sjóðirnir voru lagðir niður og skuld- bindingar þeirra formlega færðar yf- ir á ríkissjóð. Eignir sjóðanna til þess að mæta þessum skuldbinding- um voru hverfandi eða innan við 300 milljónir króna, sem er um og innan við 4% af skuldbindingum sjóðanna vegna þessara réttinda. Sjóðirnir voru lagðir niður þegar ný lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæsta- réttardómara tóku gildi í ársbyrjun 2004. Þá nam lífeyrisskuldbinding vegna réttinda alþingismanna 5,5 milljörðum króna og áfallin skuldbinding vegna Lífeyrissjóðs ráðherra nam 1,1 milljarði króna til viðbótar. Nýrri upplýsingar um þró- un þessarar skuldbindingar liggja ekki fyrir, en nýju lögin fólu það meðal annars í sér að ellilífeyrisrétt- ur jókst og makalífeyrisréttur minnkaði, samkvæmt mati trygg- ingastærðfræðings á þeim tíma. 270 milljónir í lífeyrisgreiðslur á árinu 2003 Á árinu 2003 fengu 188 lífeyris- þegar greiðslur úr lífeyrissjóði al- þingismanna, samtals að upphæð 232 milljónir króna. Tæp 60% voru vegna ellilífeyris og var meðal- greiðslan í árlegan ellilífeyri 1.264 þúsund kr. Tæp 40% voru vegna makalífeyris og var meðalgreiðslan í makalífeyri lítið eitt hærri eða 1.291 þúsund kr. á árinu. Á sama tíma fékk 31 lífeyrisþegi greiðslur úr Lífeyrissjóði ráðherra, samtals að fjárhæð 37 milljónir kr. Meðalgreiðslan í ellilífeyri var 1.057 þúsund kr. á árinu 2003 og meðal- greiðslan í makalífeyri var 1.512 þús- und kr. Samanlögð greiðsla lífeyris vegna lífeyrisréttinda ráðherra og alþing- ismanna nam þannig tæpum 270 milljónum króna á árinu 2003. Lífeyrisréttindi alþingismanna og ráðherra 6,7 milljarða skuldbinding KARLMAÐUR var fluttur með sjúkra-bifreið á slysadeild Landspítalans með grun um reykeitrun eftir eldsvoða í tví- lyftu timburhúsi á Kársnesbraut 7 um miðjan dag í gær. Maðurinn var í haldi lögreglunnar á sjúkrahúsinu þar sem hann var grunaður um íkveikju í húsinu að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Var hann fluttur með meðvitund á sjúkra- húsið og hafður í lögregluvörslu á með- an hann gekkst undir læknisrannsókn. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins var kallað á vettvang eftir tilkynningu til Neyðarlínunnar kl. 14:21. Voru fjórir reykkafarar sendir inn til leitar að fólki en enginn fannst inni í húsinu. Hinn grunaði sem staddur var fyrir utan húsið var hinsvegar flutt- ur á sjúkrahús. Þegar að var komið var eldur um víð og dreif innandyra og var húsið alelda. Um klukkustund tók að ráða nið- urlögum eldsins. Húsið er mjög mikið skemmt að sögn lögreglunnar. Þar voru tveir íbúar skráðir til búsetu. Vett- vangsrannsókn fór fram við brunarúst- irnar í gær og verður málið tekið til frekar rannsóknar hjá lögreglunni í Kópavogi. Handtekinn vegna gruns um íkveikju Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.