Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR NORRÆN lýðræðisnefnd leggur til að skap- aðar verði forsendur til þess að auka pólitíska virkni almennings á Norðurlöndum, ekki að- eins á kosningadaginn heldur allt kjörtímabilið, til dæmis með svokölluðum borgaralegum til- lögum, þjóðaratkvæðagreiðslum og aukinni nýtingu upplýsingatækni til að efla þátttöku- lýðræðið, s.s. í formi umræðutorga á Netinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem efnt var til í gær í tilefni af útgáfu skýrslu nefnd- arinnar sem nefnist Demokrati i Norden eða Lýðræði á Norðurlöndum. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, iðn- aðarráðherra og samstarfsráðherra Norð- urlanda, kom fram að ákvörðunin um að kanna stöðu lýðræðis á Norðurlöndum hafi verið tekin meðan Íslendingar gegndu formennsku í Norð- urlandaráði. Hún sagði gott að staldra við og kanna lýðræðisþróunina, en tilhneigingin væri að taka lýðræðið sem gefnum hlut. Sagðist Val- gerður vonast til þess að skýrslan gæti orðið gott innlegg inn í umræðuna um lýðræðismál og upplýsti að þegar væri búið að kynna skýrsl- una í ríkisstjórn þar sem henni hefði verið vel tekið. Sagði hún að í efni skýrslunnar hefði ver- ið vísað til nýskipaðrar stjórnarskrárnefndar og hún beðin að taka tillögur nefndarinnar til athugunar. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræð- ings og formanns lýðræðisnefndar, snýr meg- intillaga nefndarinnar að því að norrænu ríkin og sjálfstjórnarsvæðin móti hvert um sig eigin stefnu til að treysta lýðræðið. Hún sagði mik- ilvægt að gripið yrði til aðgerða til að auka og jafna hlut borgaranna í lýðræðislegum ákvörð- unum, hvort heldur hjá sveitarfélögum eða í landsmálum. Einnig sé lagt til að þekking á lýð- ræðinu verði efld, m.a. með lýðræðismenntun fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa, en í því felst m.a. að auka þekkingu almennings á grundvallarhugtökum lýðræðis og stjórnkerf- inu sem það býr við, auk þess að hjálpa almenn- ingi að þekkja rétt sinn. Sífellt færri kjósa að vera skráðir í stjórnmálaflokki Í máli Kristínar kom fram að lýðræðis- nefndin leggur enn fremur til að sveitarfélög á Norðurlöndunum nýti upplýsingatækni til að efla þátttökulýðræðið. Hún telur að þróa beri rafrænt samráð, umræðukerfi og skoð- anakannanir meðal almennings til að bæta for- sendur fyrir pólitískum ákvörðunum. Kristín sagðist raunar telja að pólitísk umræða hér- lendis væri mjög lifandi, en hins vegar væri alltaf spurning hversu virk umræðan milli al- mennings og stjórnvalda væri í reynd. Benti hún á að ástæða væri til að hafa vissar áhyggjur af bæði minnkandi kosninga- og stjórnmálaþátttöku Norðurlandabúa. Hún sagði allt benda til að sífellt færri kjósi að vera skráðir í og starfa innan stjórnmálaflokkanna, sem sé þó besta leiðin til að móta stefnu flokk- anna. Spurð hvernig hún teldi að útskýra mæt- tii hinn minnkandi áhuga sagði hún þróunina vera á þá leið að almenningur kysi fremur að beita sér í einsmálshreyfingum, sem væri um- hugsunarefni þar sem stjórnmálaflokkarnir væru einn af stólpum lýðræðiskerfisins. Hvað minnkandi kosningaþátttöku varðar sagði Kristín margar og ólíkar ástæður liggja þar að baki, en að margt benti til að pólitíska hitastigið réði miklu um kosningaþátttöku al- mennings. Kristín benti á mikilvægi þess að standa fyr- ir reglulegum samanburðarrannsóknum og valda- og lýðræðisúttektum líkt og gerðar hafa verið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Því þann- ig sé unnt að meta stöðu lýðræðis á hverjum tíma og greina hvað standi helst í vegi fyrir virkri þátttöku fólks í lýðræðisstarfi. Í máli Kristínar kom fram að í störfum nefndarinnar hafi orðið ljóst að tölfræðinni á þeim sviðum sem nefndin kaus að skoða sé nokkuð ábóta- vant, m.a. hérlendis, og hafi það torveldað þá greiningu sem nefndinni hafi verið falið að gera. Að sögn Kristínar leggur nefndin til að stofnaður verði vinnuhópur sem fylgi eftir til- mælum nefndarinnar, miðli þekkingu, hvetji til lýðræðisrannsókna, samræmi tölfræði og safni bestu starfsaðferðum í lýðræðisástundun Norðurlandabúa. Þess má geta að samhliða skýrslu lýðræðis- nefndarinnar kom í gær út greinasafn fjórtán norrænna fræðimanna þar sem fjallað er um lýðræði á Norðurlöndum frá ýmsum sjónar- hornum. Í safninu eru m.a. greinar um flóttann frá norrænum stjórnmálaflokkum og afleið- ingar breyttrar verkskiptingar ríkis og sveitar- félaga. Meðal höfunda er Auður Styrkársdóttir sem ritar um ójafnan hlut kvenna í valdakerf- um norrænna velferðarríkja. Norræn nefnd leggur til að skapaðar verði forsendur til að auka pólitíska virkni almennings Efla þarf þekkinguna á lýðræðinu Morgunblaðið/Þorkell Megintillaga norrænnar lýðræðisnefndar snýr að því að norrænu ríkin móti hvert um sig eigin stefnu til að treysta lýðræðið. Á myndinni eru Kristín Ástgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda.  Meira á mbl.is/ítarefni JÓN Karl Ólafsson, formaður Versl- unarráðs Íslands, segir að það þurfi að einfalda skattkerfið til að styðja enn frekar við sókn efnahagslífsins og nýta þau tækifæri sem framundan eru. „Við teljum að ef við náum að ein- falda skattkerfið og gera það gagn- særra batni samkeppnisstaða Ís- lands, sem mun færa okkur til lengri tíma litið miklu fleiri tekjumöguleika. Staðnað kerfi gæti leitt til þess að við missum frá okkur fólk, fyrirtæki og fjárfestingartækifæri.“ Verslunarráð stendur fyrir árlegu viðskiptaþingi í dag á Nordica hóteli undir yfirskriftinni „15% landið Ís- land“. Verða þar kynntar hugmyndir um að flestir skattar á Íslandi verði 15%. Á það meðal annars við tekju- skatt einstaklinga og fyrirtækja en einnig virðisaukaskatt, sem yrði þá í einu þrepi í stað tveggja. Jón Karl segir það hafa komið í ljós þegar vinna við skýrsluna stóð yfir að mörg lönd eru komin nokkuð langt á veg í þessari umræðu. Íslendingar megi ekki heltast úr lestinni eftir að hafa skotið sér fram fyrir marga með því að lækka tekjuskatt fyrirtækja í 18%. Nú þurfi að víkka þessa um- ræðu út. Mikil alþjóðavæðing síðustu ára hafi leitt til þess að markaðir stækki og einstaklingar eigi þess kost að staðsetja sig hvar sem er í heim- inum. Íslensk fyrirtæki hafi breyst úr því að vera því sem næst örfyrirtæki á heimsmælikvarða í stór fyrirtæki. Festast í fátækragildru „Innan fyrirtækja eru menn sem þekkja möguleikana og átta sig á tækifærum sem skapast í löndunum í kringum okkur. Fyrirtæki líta ein- faldlega á skatta sem hluta af sínum kostnaði. Ef við erum ekki sam- keppnishæf verður staða okkar erf- iðari,“ segir Jón Karl en tekur fram að breytingar undanfarin ár hafi ver- ið til batnaðar og gert stöðu Íslands sterkari en ella. „Það er kominn tími til að taka næstu skref, velta framtíð- inni fyrir sér, marka sér stefnu og vera á undan til að dragast ekki aftur úr þróuninni sem er í gangi víða í kringum okkur.“ Í skýrslu Verslunarráðs er lögð áhersla á að tillögurnar gagnist ekki síst þeim sem eru tekjulægri í þjóð- félaginu. „Það sem þarf fyrst og fremst að ræða er það sem við köllum fátækra- gildru,“ útskýrir Jón Karl. „Á það vandamál hefur ekki verið horft nógu mikið, en margir eru að átta sig betur og betur á þessu. Þegar fimm til sex krónur af hverjum tíu krónum, sem fólk vinnur sér inn til viðbótar þegar það er á ákveðnu launabili, fara beint í ríkiskassann leiðir það til þess að fólk forðast að vinna meira.“ Jón Karl telur jaðarskatta af þessu tagi fela í sér mikla kaupmáttar- skerðingu hjá fólki sem er með mán- aðarlaun á bilinu 85 til 150 þúsund krónur. „Jaðarskattarnir eru svo háir að fólkið festist jafnvel inni í þessari gildru. Hugmyndir okkar ganga mjög mikið út á að reyna að koma í veg fyrir að fleiri en þrjár krónur af hverjum tíu fari að meðaltali í ríkis- kassann í formi jaðarskatta. Segja má að þessar hugmyndir gagnist þeim tekjulægstu hlutfallslega mest.“ Bent er á það í skýrslunni að lægra skatthlutfall myndi hvetja til aukinn- ar skilvirkni í atvinnulífi og draga að sér betur launuð störf. Vegna hárra jaðarskatta komist m.a. verndaðar atvinnugreinar upp með að greiða lægri laun en ella. Háir jaðarskattar á lágar og millitekjur dragi úr hvata starfsfólks til að sækja launahækk- anir þar sem hærri laun skerði bætur þegar jaðarskattshlutfall launþega hækki. Jón Karl segir tvær útfærslur lagð- ar fram í skýrslunni. Fyrri tillagan gangi út á að tekjuskattur verði 15% en útsvar, sem er að meðaltali tæp 13%, og bótakerfi verði óbreytt. Þá verði tekjuskattur og útsvar samtals tæp 28%. Hann segir ekki tekna af- stöðu til þess hvort hækka eigi skatta sem eru lægri en 15% í dag, eins og t.d. fjármagnstekjuskatt og erfða- fjárskatt. „Hin útfærslan gengur enn lengra og gengur út á það að tekjuskattur og útsvar verði samanlagt 15%,“ segir formaður Verslunarráðs. Ef útsvar haldist óbreytt verði tekjuskattur sem renni í ríkissjóð um 2%. Það sé mikil lækkun en samhliða verði per- sónuafsláttur tekjutengdur og vaxta- bætur afnumdar. Lækkun jaðar- skatta verði miklu meiri sé þessi leið valin. Í skýrslunni segir að það marki vatnaskil í umræðu um tekjuskatt einstaklinga að tekjutengja persónu- afslátt. Verslunarráð áréttar mikil- vægi þess að komið sé til móts við lág- tekjufólk enda sé persónu- afslátturinn því mikilvægastur. Tekjutenging sé til þess fallin að tryggja hag þessa hóps þrátt fyrir að hún auki vissulega jaðarskattsáhrif á atvinnutekjur. Þá greiði launamenn með hærri tekjur skatta af öllum tekjum sínum þar sem persónuaf- sláttur þeirra skerðist að fullu. 25–30 milljarðar króna Jón Karl telur að ríkissjóður myndi ekki fara illa út úr þessum breyting- um eins og kannski virðist við fyrstu sýn. Nettókostnaður, gengi þetta eft- ir, yrði á milli 25 og 30 milljarðar króna. Það jafngildi rúmlegri hækk- un ríkisútgjalda á síðustu þremur ár- um. Þetta myndi auk þess vera ákveðinn hvati til að lækka útgjöld ríkisins. „Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyr- ir áhrifum af veltuaukningu í þessum tillögum sem dæmi. Það er ekki gert ráð fyrir að við fáum fleiri fyrirtæki til að koma til landsins. Það er ekki gert ráð fyrir að vinnuframlag aukist eða laun hækki. Þannig að tölurnar fara fljótt upp aftur um leið og þessar forsendur eru metnar,“ segir Jón Karl. Hluti af starfsemi Verslunarráðs er að koma fram með nýjar hug- myndir og nýja hugsun, segir Jón Karl. Síðan verða aðrir að taka við kyndlinum og leiða umræðuna áfram. Skattatillögur Verslunarráðs lagðar fram á viðskiptaþingi sem ber yfirskriftina „15% landið Ísland“ Flestir skattar á Íslandi verði 15% Morgunblaðið/Ásdís Jón Karl Ólafsson, formaður Verslunarráðs Íslands. Á viðskiptaþingi í dag kynnir Verslunarráð Ís- lands skattatillögur sem fela í sér að færa tekju- skattshlutfall fyrirtækja og einstaklinga og virð- isaukaskatt niður í 15%. EF litið er til einstaklings með 100 þúsund krónur í mánaðartekjur er reiknaður skattur 37.730 krónur á mánuði miðað við núverandi stað- greiðsluhlutfall. Til frádráttar kemur persónuafsláttur upp á 28.321 krónu þannig að mánaðarleg staðgreiðsla hans í núverandi kerfi er 9.409 krónur. Í tillögum Verslunarráðs er reiknaður skattur sama einstaklings 27.980 krónur á mánuði en til frádráttar kemur persónuafsláttur upp á 21.002 krónur. Mánaðarleg staðgreiðsla hans samkvæmt tillögum ráðs- ins væri því 6.978. Skattbyrði einstaklingsins myndi því léttast samkvæmt skýrslu Versl- unarráðs um 25%. Áhrif á tekjulága

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.