Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ljúka á vinnu við breytingar á hönnun viðbyggingar við Menntaskólann á Egils- stöðum í febrúarlok. Þá verða útboð aug- lýst og standa vonir til að stækkun ME verði lokið í ágústbyrjun á næsta ári. Lýk- ur þar vonandi rimmu um kostnaðarskipt- ingu á milli ríkis og heimasveitarfélaga skólans, sem tafið hefur framkvæmdir um hríð.    Til stendur að opna hamborgarastað, ís- búð og myndbandaleigu í verslanakjarna þar sem Bónus, BT, Office1 og Síminn eru með verslanir. Það er vissulega jákvætt að fá ný þjónustufyrirtæki á svæðið, en Egils- staðabúa nokkrum varð þó á orði að þetta væri nákvæmlega það sem enginn hörgull væri á í bænum, þ.e.a.s. sala á skyndibita, ís og leiga á myndböndum. Lætur sami Egilsstaðabúi sig dreyma um opnun nýs veitingastaðar með fjölbreyttan matseðil, já og jafnvel með alíslenskum réttum sem landinn og erlendir gestir mættu njóta í geðþekku umhverfi. Slíkir staðir mættu vera fleiri á Egilsstöðum. Svo vantar nátt- úrlega skósmið, vandaða bókaverslun og alls konar aðra sérhæfða þjónustu. Hér er næstum allt, en ekki þó alveg og mikið vill meira, segir Egilsstaðabúinn umræddi.    Búið er að hleypa heitu vatni á lagnir undir hlaupabrautum á Vilhjálmsvelli og geta menn nú skokkað þar spakir í um- hleypingum, þar sem hitatölur eiga til að rokka um 20 gráður á sólarhring. Þá er ánægjulegt að sjá hve eldra fólkið í bæn- um er einnig duglegt að nýta sér til göngu þýðar brautirnar með skeinuhætta hlák- una allt um kring.    Nú er nánast búið að manna lausar/nýjar stjórnunarstöður hins nýja sveitarfélags Fljótsdalshéraðs og virðist valinn maður í hverju rúmi. Þó er staða skipulagsstjóra enn þá opin. Sú var auglýst og þrír sóttu um, þ.á m. skipulagsfulltrúi Austur- Héraðs til skamms tíma. Sá ku hafa verið hæfastur umsækjenda hvað menntun og reynslu varðar, en bæjaryfirvöld ákváðu að hafna öllum umsækjendum og auglýsa stöðuna aftur. Nú bíða menn eftir að vita hvað starfslokasamningur fyrrverandi skipulagsfulltrúans, sem hætti sl. mán- aðamót, hljóðar upp á í krónum talið og hafa einhverjir af því áhyggjur að bæj- arstjórnin sé að sækja vatnið yfir lækinn í þessu tiltekna máli. Umræddur fyrrver- andi skipulagsfulltrúi mun vera búinn að fá ljómandi atvinnutilboð frá fyrirtæki í bænum. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Leikhópurinn Lopifrumsýndi leik-ritið Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson í Mánagarði síðastliðinn sunnudag. Leikritið er þroskasaga stráks frá sandkassanum upp í full- orðinsár þegar hann þarf að fara að takast á við skyldur samfélagsins. Fram kemur á fréttavefn- um horn.is að þetta sé gamansöm ádeila á þjóð- félagið og stofnanir þess. Tónlistin er eftir félaga í Spilverki þjóðanna. Leikararnir eru átján talsins, allir í Heppuskóla. Með aðalhlutverk fara Gunnlaugur Bragi Björnsson, Gísli Jóhann Pálmason, Urður María Sigurðardóttir og Þór- hildur Rán Torfadóttir. Grænjaxlar Opnuð hefur veriðendurbætt vefsíðaFramhaldsskólans á Húsavík á slóðinni www.fsh.is. Var það gert við athöfn í skólanum á dögunum. Erna Björns- dóttir, formaður skóla- nefndar FSH, opnaði síð- una formlega að viðstöddum kennurum og nemendum. Fram kom í máli Guðmundar Birkis Þorkelssonar skólameistara að það væri vel við hæfi því Erna var nemandi við skólann strax á fyrsta starfsári hans og jafn- framt fyrsti Húsvíking- urinn sem lauk stúdents- prófi frá skólanum. Morgunblaðið/Hafþór Ný vefsíða FSH opnuð Halldór Blöndal,forseti Alþingis,fór nýverið í op- inbera heimsókn til Kína. Hann orti um föruneytið: Þær skemmtu sér í Kína Ís- lands konur! fóru að prútta um sjölin sjö sem síðan urðu 52. Gist var á Hótel Para- dís: Hvort leiðin er stutt eða löng vor för upp leggur í hana maður hvör eins þó að gisting öllum vís sé ekki á Hótel Paradís. Halldór orti um Guð- mund Árna Stefánsson og lýsir árvekni reykinga- mannsins. Með íbogið nefið undir hári sléttu hann staldrar við og skýtur augum skjótum skundar síðan burt á grönnum fótum og upp í munninn rennir sígarettu. Vísur frá Kína pebl@mbl.is Mýrdalur | Unnið hefur verið að lagfæringum á vegum sem skemmdust í Mýrdal og víðar í vatnavöxtunum í síðustu viku. Í fyrradag lag- færði Andrés Pálmason vélaverktaki grjótvörn á veginum inn með Kerlingadalsá. Áin hjó mörg skörð í veginn, á einum stað inn í hann miðjan. Andrés var fenginn til að laga grjót- vörnina þar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grjótvörn komið í samt lag Vegaskemmdir Reyðarfjörður | BM Vallá hefur gert stóran samning við bandaríska fyrirtækið Bechtel Group Inc., um framleiðslu á forsteyptum einingum vegna Fjarðaáls á Reyðarfirði. Að sögn Þorsteins Víglundssonar forstjóra, BM Vallár, er um að ræða framleiðslu á alls um 16.000 einingum af ýmsum stærðum og gerðum. Hann sagði að fyrir þessa fram- leiðslu yrði sett upp verksmiðja á Reyðar- firði en að framleiðslan myndi jafnframt fara fram í samtarfi við einingaverksmiðju fyrirtækisins á Akureyri og hluti eininganna líklega framleiddur þar. Fyrstu einingarnar verða framleiddar á Reyðarfirði í vor. „Við erum með um 20 starfsmenn nú þegar á Reyðarfirði og það má gera ráð fyrir að þeim fjölgi um aðra 20 í tengslum við þetta verkefni,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að umsvif fyrirtækisins í einingaframleiðslu á Akureyri hefðu verið að aukast og að þessi samningur á Reyð- arfirði myndi styðja við þá framleiðslu. „Það verður svo að ráðast þegar þar að kemur hvort við þurfum að fjölga starfsmönnum á Akureyri.“ BM Vallá framleiðir einingar fyrir álver Skagaströnd | Landsbankinn mun taka við póstafgreiðslu á Skagaströnd fyrir Ís- landspóst hinn 1. apríl næstkomandi. Af- greiðslan hefur verið í útibúi KB banka fram til þessa en því verður lokað 1. apríl og nú hafa náðst samningar við Lands- bankann að taka við afgreiðslunni. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á manna- haldi í bankanum vegna þessa fyrst um sinn. Póstafgreiðslan í bankann ♦♦♦ Fáskrúðsfjörður | Söngkeppni Sam- Aust 2005 var haldin í félagsheim- ilinu Skrúð Fáskrúðsfirði á laug- ardag og sigraði Fáskrúðsfirðingurinn Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir með glæsibrag. Þátttakendur voru frá öllum fé- lagsmiðstöðvum á Austurlandi, tíu talsins, og kepptu um sæti í lands- keppni Samfés, Samtaka fé- lagsmiðstöðva á Íslandi, sem haldin verður í Mosfellsbæ 5. mars nk. Þangað fara fulltrúar fjögurra fé- lagsmiðstöðva á Austurlandi og keppa í hópi 28 fulltrúa af landinu öllu. Önnur úrslit í Söngkeppni Sam- Aust 2005 eru að í öðru sæti varð Ylfa Rós Þorleifsdóttir, Zion Djúpa- vogi, í þriðja sæti Sigurveig Stef- ánsdóttir, Afreki Fellabæ og í fjórða sæti Ragnar Ægir Fjölnisson, Þrykkjunni Hornafirði og fara þau ásamt Jónu Særúnu sigurvegara keppninnar í framhaldskeppnina í Mosfellsbæ í mars. Samhliða henni verður þar haldin landshlutakeppni Sing-Star þar sem fólk í 8.–10. bekk keppir. Jóna Særún söng til sigurs Morgunblaðið/Albert Kemp Sigurvegari Fáskrúðsfirðingurinn Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir sigr- aði í söngkeppni SamAust. Grindavík | Vegagerðin mun ganga til samninga við verktakafyrirtækið Háfell ehf. um lagningu tæplega 6 km kafla á Suð- urstrandarvegi austan Grindavíkur. Fyr- irtækið var með þriðja lægsta tilboð, lið- lega 98 milljónir, sem er um 65% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að eftir sé að ganga frá samningum við námu- réttareigendur og því óljóst hvenær fram- kvæmdir geti hafist. Háfell leggur Suðurstrandarveg ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.