Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Vatnsleysuströnd | „Rjúpan á sér litla von þegar lágfóta er annars vegar og því hef ég tekið upp á því að tryggja mér rjúpu á næstu jól- um með því að eltast við tófuna,“ segir Fausto Bianchi hár- greiðslumeistari. Hann er mikill náttúruunnandi og veiðimaður og hefur meðal annars stundað vetr- arveiðar á tófu á Vatnsleysu- strönd. Fausto segist vera andvígur banni við veiðum á rjúpu. Hann hafði ekki rjúpu í hátíðarmatinn um tvenn síðustu jól og saknar þess sárt að geta ekki borðað hefð- bundna jólasteik. „Í vetur hef ég horft á tófuna éta sig sadda af rjúpum og tófan sem ég hef fellt hefur verið feit og pattaraleg af jólasteikinni minni,“ segir Fausto. Telur hann að refurinn höggvi svo stór skörð í rjúpnastofninn að við verði að bregðast og sjálfur leggur hann sitt af mörkum með því að bera út æti og eyða löngum nóttum í að sitja fyrir tófunni. Veisluréttir fyrir tófuna Hann kann ekki við að bera út skrokka af dauðum skepnum, seg- ir að því geti fylgt of mikill óþrifn- aður. Því blandar hann eigið tófu- æti úr hakkaðri nautafitu og svínalungum og setur lítið í einu en oft á valda staði. Segir hann mikið sótt í þessar veitingar og dregur þær ályktanir að mikið sé af ref á Reykjanesi. Hins vegar er hann viss um að þær veitingar sem hann reiðir fram dragi mjög úr ásókn á milli. Segir hann að það hafi batnað verulega við þær umbætur sem gerðar hafi verið á Reykjanes- brautinni. Hann segist sjá mun á aksturslagi Íslendinga sem þarna fara um. „Þegar krappar lægðir ganga yfir aka menn allt of hratt, menn virðast rólegri þegar gott er veður,“ segir Fausto. stundar allar veiðar og þar tekur eitt við af öðru eftir árstíðum. Hann stundar stangveiðar á sumr- in, síðan skotveiðar þegar það er heimilt. Fausto Bianchi býr í Njarðvík en starfar á hárgreiðslustofunni Sandro við Hverfisgötuna í Reykjavík. Ekur hann því daglega tófunnar í „jólasteikina mína“, eins og Fausto kemst að orði. Ref hefur fjölgað um allt land og segir Fausto það sérstaklega áber- andi þar sem grenjavinnslu er illa sinnt á sumrin. Hann skorar á sveitarstjórnir að verðlauna sér- staklega grenjaskyttur sem skila góðum árangri. Sjálfur segir hann vera svo mikill „kjúklingur“ að hann geti ekki drepið yrðlinga í greni þótt hann viðurkenni nauð- syn þessarar vinnu. „Mér fellur betur að eltast við greindari dýr,“ segir Fausto. Hann segir að það sé mikil áskorun að reyna að fella tófu á vetrum. „Maður fær bara eina tilraun og minnstu mistök kosta það að maður missir tæki- færið. Og maður þarf að nota alla þá reynslu og þekkingu sem maður hefur aflað sér.“ Konan treystir mér Tófan er veidd á nóttunni og oft þarf að liggja heilu næturnar og bíða. Fausto segist bara fara í norðanátt og kulda, þá sé tófan frekar á ferðinni að leita sér ætis. „Ég var svo heppinn að finna góða konu sem treystir mér til að vera úti á nóttunni. Það treysta ekki all- ar konur ítalska manninum sínum til að vera úti á nóttunni svo ég er heppinn,“ segir Fausto sem er frá Rimini á Ítalinu og hefur búið hér á landi í tuttugu og eitt ár eða hálfa ævina. Hann segir að íslenska náttúran og veiðarnar séu aðal- ástæðan fyrir því hversu lengi hann hefur búið hér á landi. Hann Bjargar jóla- steikinni með tófuveiðum Á tófuveiðum Fausto Bianchi nýtur þess að etja kappi við tófuna sem hann segir afar erfitt veiðidýr. Hér hefur hann haft sigur. Njarðvík | Fasteignafélagið Þrek ehf. í Reykjanesbæ var eina fyrirtækið sem sótti um lóðir til að byggja og leigja út íbúðir fyrir nemendur Íþróttaakademíu í Reykja- nesbæ. Lóðirnar eru við Krossmóa í Njarð- vík. Fyrirhugað er að byggja allt að 70 leigu- íbúðir fyrir námsmenn í nágrenni Íþrótta- akademíunnar. Reykjanesbær ætlar að hafa lóðirnar tilbúnar í haust og auglýsti eftir umsóknum. Miðað er við að fyrstu tólf íbúðirnar verði teknar í notkun í haust. Samkvæmt upplýsingum Viðars Más Að- alsteinssonar, framkvæmdastjóra um- hverfis- og skipulagssviðs Reykjanes- bæjar, sýndu margir lóðunum áhuga en Fasteignafélagið Þrek hf. var þó eina fé- lagið sem lagði inn umsókn. Viðar segir að á vegum bæjarins sé verið að fara yfir gögn málsins og telur hann ágætar líkur á að samningar takist. Einn vill byggja stúd- entaíbúðir Fréttabréf á vefnum | Lesendum vefjar Vatnsleysustrandarhrepps, www.vogar.is, gefst nú kostur á að lesa þar fréttabréf sem gefin eru út reglulega á vegum sveitarfé- lagsins. Jafnframt hafa öll fréttablöðin frá upphafi útgáfunnar verið sett inn á vefinn. Blaðið kemur að meðaltali út tíu sinnum á ári, einu sinni í mánuði að frádregnum sum- armánuðunum.    Hátíð í Reykjaneshöll | Haldin verður öskudagshátíð fyrir nemendur í 1. til 6. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ á morgun, miðvikudag. Hátíðin stendur yfir frá kl. 14 til 16 og verður í Reykjaneshöllinni. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, kötturinn sleginn úr tunnunni, leikir, glens og grín. Sérstök verðlaun fyrir þá sem slá köttinn úr tunnunni. Krakkarnir eru hvattir til að mæta í öskudagsbúningi. Að hátíðinni standa Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjanesbæjar SUÐURNES AUSTURLAND Noregur | Í kvöld verður haldin mikil hátíð í Vesterålen nyrst í Noregi og eru þar viðstödd þau Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, Ragnheiður Gröndal söngkona og Haukur Gröndal tónlistarmaður. „Norðmenn halda mikla hátíð um Noreg all- an og Skandinavíu sem heitir Norge 2005, í til- efni af því að hundrað ár eru liðin frá því að Norðmenn losnuðu undan stjórn Svía,“ sagði Signý í samtali við Morgunblaðið. „Vesterålen er með svokallað Golfstraumsverkefni á sinni könnu þannig að þeir leggja áherslu á sína opnun á hátíðinni út frá því. Það er í tengslum við Golfstraumsverkefnið sem Vesterålen, Austurland og Mexíkó eru nú menningar- samstarfi.“Í kvöld syngja á hátíðinni þrjár söngkonur, þær Ragnheiður Gröndal, Sigrid Randers-Pehrson, sem sungið hefur þrívegis á Austurlandi og Rita Guerrero frá Mexíkóborg. Einnig verður flutt verk sem samið er af Tor- mod Tvete Vik og byggt á Vísum Vatnsenda- Rósu, La serena og Kvitare enn svanen og söngkonurnar þrjár ásamt Hauki Gröndal flytja. Signý segir þetta stórviðburð í Vesterålen og að heimamenn fái nú til dæmis norska menntamálaráðherrann, Valgerd Svarstad Haugland, í fyrsta sinn í opinbera heimsókn til Vesterålen. Signý sagðist jafnframt hafa verið plötuð til að búa til sérstaka Golfstraumssúpu sem bera á fram í opnunarhófi hátíðarinnar í dag. „Ég tók með mér fiskikraft í poka hingað og ætla svo að búa til snittubrauð með avokado og harðfiski í bland, sem er þá bæði Mexíkó og Ís- land.“ Golfstraumsraddir Rita Guerrero, Ragnheiður Gröndal og Sigrid Randers-Pehrson. Vísur Vatnsenda-Rósu sungnar á hátíð í Vesterålen í kvöld Egilsstaðir | Fræðslunet Austur- lands (FNA) er nú í viðræðum við Open University á Englandi. Fulltrúi frá viðskiptadeild Open University, Mark Latham, var á Egilsstöðum ný- verið og voru þá ræddir möguleikar á samstarfi við Fræðslunet Austur- lands um framboð og markaðssetn- ingu fjarnáms frá skólanum á Íslandi. Open University er einn stærsti og virtasti fjarnámsskóli í heimi, en yfir 250.000 manns stunda nám við skól- ann. Til að gefa hugmynd um hversu umfangsmikill reksturinn er þá starf- ar einn kennari við skólann fyrir hverja 10–15 nemendur. Við við- skiptadeildina eina starfa t.d. um 800 kennarar. Open University er fylli- lega viðurkenndur á heimsvísu og í nýlegri könnun á kennslugæðum enskra háskóla varð hann í 5 sæti, á undan ekki ófrægari skóla en Oxford. Meistaranám með fullri vinnu Sigurður Ólafsson, framkvæmda- stjóra FNA, segir viðræðurnar já- kvæðar og að skólinn vilji gjarnan koma inn á íslenskan markað, ekki síst í tengslum við meistaranám. Skólinn sé með gott úrval námsleiða á meistarastigi og sérhæfður í að kenna slíkt nám með fjarnámssniði. „Möguleikar á samstarfi virðast vera góðir“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Við höfðum sam- band við Open University að fyrra bragði og þeir sjá í hversu vænlegri stöðu við erum varðandi það að koma þeim inn á markað hér. Mesti mark- aðurinn fyrir þeirra þjónustu er á landsbyggðinni og þar skipta tengsl við símenntunarmiðstöðvarnar auð- vitað miklu máli. Fræðslunet Austur- lands kynnti sína starfsemi og á hverju hún er byggð og þeir sjá að þetta er grasrótarstarf og metnaður- inn fyrst og fremst að bjóða sem mest af fjarnámi á öllum stigum. Það sem við sjáum aðallega við þetta er mjög öflugt meistaranám í fjarnámi, sem er skipulagt fyrir fólk sem er í fullri vinnu. Það hefur algjörlega vantað á Íslandi fram til þessa. Við erum með fullt af fólki á landsbyggðinni sem er búið með fyrsta hlutann af sínu há- skólanámi og hefur metnað til að halda áfram ef tækifæri eru fyrir hendi. Við erum því að vona að við getum boðið upp á nám frá þessum skóla með skipulegum hætti. Við stefnum á haustið, nóvember, en námskeiðin hjá þeim byrja í maí eða nóvember og standa í sex mánuði.“ Í viðræðum við Bechtel Sigurður segir FNA vera í miklu og góðu samstarfi við skóla á Austur- landi og nú stundi um 190 manns há- skólanám í fjórðungnum, meira eða minna í gegnum Fræðslunetið. „Við erum alltaf að leita fyrir okkur og er- um t.d. núna í almennri markaðssókn í fjórðungnum, erum að heimsækja fyrirtæki og helstu stofnanir til að kynna okkar þjónustu. Þá erum við nú í viðræðum við Bechtel í tengslum við námskeiðsmál. Þar er um að ræða t.d. íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn og afþreyingarnámskeið fyrir maka og starfsmenn í fríum.“ Fræðslunet Austurlands í viðræðum við Open University um markaðssetningu fjarnáms Gæti þýtt marg- földun á framboði meistaranáms Ljósmynd/fna Bylting í meistaranámi Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- nets Austurlands, og Mark Latham frá Open University ræða samstarf. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.