Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR ÞEIR SEM ekki hafa fengið nóg af bollum í gær eða fyrra- dag geta prófað sér- sænska útgáfu sem nefnist semla. Um er að ræða ger- bollu með rjóma og marsip- anfyllingu og þykir kannski ágætis tilbreyt- ing frá íslenska sulturjómanum. Svíar hafa borðað seml- ur a.m.k. frá 18. öld og alltaf í tengslum við síðustu dagana fyrir föstuna. Í seinni tíð hefur sprengi- dagurinn íslenski verið semludag- urinn í Svíþjóð en þar í landi nefn- ist sá dagur fettisdagen og vísar til þess að fyrir föstuna átti maður að borða mikinn og feitan mat. Semlur (u.þ.b. 15 stórar) 50 g pressuger 100 g smjör/smjörlíki 3 dl mjólk ½ tsk salt 1 dl sykur 1 egg 1 l hveiti (tæplega) 1 tsk kardimomma Myljið gerið. Bræðið smjör/ smjörlíki og hellið mjólkinni út í. Hafið fingurvolgt. Hellið smá- vegis af blöndunni út í ger- ið og hrærið. Hellið af- ganginum út í og svo salti, sykri, eggi, kardimommu og næstum öllu hveitinu. Hnoðið vel. Látið hefast í hálftíma. Mótið bollur og látið hefast á plötunni í hálftíma. Bakið við 225–250 gráður í 5–10 mínútur. Fylling og skreyting 200 g marsipan 1 dl mjólk 2½ dl rjómi flórsykur Skerið lok af hverri bollu. Takið innan úr bollunum og blandið því við marsipan og mjólk. Fyllið boll- urnar á ný með blöndunni. Þeytið rjómann og setjið á bollurnar. Setjið lokið á og sigtið flórsykur yfir. Áður fyrr tíðkaðist að borða semlur úr heitri mjólk og kanil og gera sumir enn, þó algengast sé að borða þær með kaffinu núna. Áður fyrr tíðkaðist að borða semlur úr heitri mjólk og kanil og gera sumir enn, þó algengast sé að borða þær með kaffinu núna. Á vef Nordiska museet er upp- skrift að meiri fyllingu í semlurnar sem eru bornar fram í heitri mjólk, svokölluðum hetvägg: Semlur með vanillumjólk 6 semlur 2 dl rjómi ½ dl brætt smjör 2 egg 1 msk sykur rifinn sítrónubörkur 150 g marsipan Takið lok af hverri semlu og tæmið botninn með gaffli. Blandið vel saman marsipani, rjóma, eggjarauðum, smjöri, sykri og sítr- ónuberki. Setjið ofan í bollurnar og lokið aftur. Þeytið eggjahvíturnar með smá sykri og penslið seml- urnar með því. Setjið undir grill í ofninum í smástund og berið fram í djúpum diskum með mjólk sem hefur verið soðin með vanillustöng. Einniger gott að hafa kanil með. Semlur eru ekki beint holl- lustufæði og oft er vitnað í það að sænski kóngurinn Adolf Fredrik hafi árið 1771 dáið eftir að hafa borðað óhóflega mikið af semlum. Á matseðli hans voru þó einnig súrkál, kjöt, humar, kavíar og kampavín.  SIÐIR | Í dag borða Svíar „semlur“ Gerbollur með marsipan- fyllingu og heitri mjólk ÞAÐ ER langt frá því flókið mál að sjóða saltkjöt og baunir og það er líka hægt að sjóða baunir þó svo að maður hafi gleymt að leggja þær í bleyti kvöldið áður. Hér koma nokk- ur góð ráð frá Hjördísi Eddu Broddadóttur, framkvæmdastjóra Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Saltkjöt soðið Ef kjötið er mjög salt þarf að út- vatna það, jafnvel yfir nótt. Skolið kjötbitana undir köldu vatni. Setjið þá út í sjóðandi vatn, því þá verður það safameira, bragðsterkara og næringarríkara. Þegar suðan kemur upp er froðan veidd ofan af og soðið áfram við vægan hita þangað til það er orðið meyrt. Munið að hafa lok á pottinum. Kjötið er tilbúið þegar hægt er að stinga í gegnum það og það byrjar að losna frá beini. Ef kjötið er ofsoðið verður það þurrt og bragðlítið. Suðutími á saltkjöti er venjulega 45–60 mín. Baunir 200 g gular hálfbaunir 1½ l vatn Þeir sem eru forsjálir hafa lagt baunir í hluta af suðuvatninu í gær- kvöldi. Bætið núvatni saman við og látið suðuna koma upp. Suðutími fyrir baunasúpu er yfirleitt 1 klst. og 15 mín. Baunirnar eru nægjanlega vel soðnar þegar þær eru jafnar og eng- ar örður í þeim. Annars er þetta allt- af matsatriði, fer eftir því hvort fólk vill hafa baunirnar þunnar eða þykk- ar.  Ef soðið er saltkjöt með baun- unum þá er gott að setja 1–2 kjötbita út í baunirnar til þess að bragðbæta þær. Kjötið er þá sett út í þegar baunirnar hafa soðið í 15 mín. og það síðan látið malla með allan tímann.  Ef ekki er áhugi á því að setja kjöt út í, er hægt að bragðbæta baunirn- ar með því að setja svolítið soð af saltkjötinu út í, magnið er alltaf smekksatriði. Athugið samt að hafa baunirnar ekki of saltar.  Ef ekkert saltkjöt er soðið þá er hægt að setja beikon út í baunasúp- una, það er sérstaklega bragðgott.  Ef hvorki er áhugi á saltkjöti né beikoni þá er hægt að bragðbæta súpuna með því að leysa upp í henni 1–2 súputeninga.  Ekki er síðra að setja nokkuð af grænmetisbitum eins og kartöflum, rófum, gulrótum og selleríi út í súp- una og sjóða þar síðustu 20 mín. af suðutímanum. Sjóða þarf baunirnar lengur Gleymdist að leggja baunir í bleyti í gærkveldi? Þá er að gera það núna - um morguninn. Ef það gleymdist líka og farið að síga á seinni hluta dagsins þá er ráð að setja baunirnar strax í pott. Það eina sem gerist er að sjóða þarf baunirnar miklu lengur. Ef baunir eru ekki lagðar í bleyti þarf að sjóða þær að minnsta kosti í 2–2½ klst. Hraðfrystar baunir Ef hraðfrystar baunir eru notaðar þá eru þær soðnar í litlu vatni þang- að til þær eru meyrar. Það er svo ekkert að því að sjóða baunasúpu en sleppa saltkjötinu. Margir vilja gera það heilsunnar vegna og þá er um að gera að sjóða bara nóg af grænmeti með. Morgunblaðið/Golli Ef soðið er saltkjöt með baununum þá er gott að setja 1–2 kjötbita út í baunirnar til þess að bragðbæta þær. Kjötið er þá sett út í þegar baunirnar hafa soðið í 15 mín. og það síðan látið malla með allan tímann. Gleymdist nokkuð að leggja baunirnar í bleyti?  LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMILANNA | Saltkjöt og baunir Leiðbeiningastöð heimilanna Sími 908 2882 Alhliða neytendafræðsla um flest er lýtur að heimilishaldi, starfrækt af Kvenfélagasambandi Íslands. Þjónustan er öllum opin frá kl. 9.00-12.30, mánudaga til fimmtu- daga. LANDIÐ Skagaströnd | Myndlistarsýning barna af leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd var opnuð sl. föstudag í Landsbankaútibúinu á Skagaströnd. Segja má að þetta sé samsýning því öll börnin, frá 20 mánaða til 6 ára, af leikskólanum eiga einhvern hlut að sköpun myndverkanna. Er þetta annað árið í röð sem slík sýning er haldin í útibúinu en við opnun sýningarinnar kom fram í máli Gunnlaug Sigmarssonar úti- bússtjóra að hann vonast til að þetta verði árlegur viðburður í menning- arlífi staðarins. Þema sýningarinnar að þessu sinni er „Ég sjálf/ur, umhverfi mitt og dýrin í náttúrunni“. Á sýningunni má þannig sjá skúlptúra af fuglum og ýmsu öðru sem börnin hafa tekið eftir í umhverfi sínu, ásamt annars konar myndverkum. Allflestir lista- mennirnir voru viðstaddir opnunina ásamt foreldrum sínum og aðstand- endum. Bauð Landsbankinn upp á pitsur og Svala í Kántrýbæ. Að sögn Þórunnar Bernód- usdóttur leikskólastjóra eru ýmsar nýjungar í skólanum. Meðal þeirra eru danskennsla sem fram fer hálfs- mánaðarlega og taka öll börnin þátt í dansinum. Einnig hefur leikskólinn tekið upp samstarf við Tónlistarskóla A-Hún. Þennari þaðan kemur reglulega í leikskólann með nokkra nemendur sína sem kynna hljóðfæri sín og spila fyrir leikskólabörnin. Síðan spila nemendurnir undir söng barnanna sem þau hafa æft fyrir þessi tæki- færi. Segir Þórunn að þetta dans- og tónlistaruppeldi barnanna sé mjög skemmtilegt og gefandi bæði fyrir börnin og starfsfólk Barnabóls. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Listafólk Sumir listamannanna voru greinilega ekki vanir að vera við opn- anir myndlistarsýninga en létu sig hafa það – enda pitsa í boði á eftir. Ég sjálfur, um- hverfið og dýrin Hálendið | Sveitarstjórn Bláskóga- byggðar telur að hugmyndir um lagn- ingu vegar um Kaldadal, Arnarvatns- heiði og Stórasand norðan Langjökuls séu vafasamar. Leiðin um Stórasand liggi hærra en Kjalvegur og sé skilgreindur fjallvegur eða ferðamannavegur innan héraðs í svæðisskipulagi miðhálendisins en Kjalvegur sé skilgreindur sem aðal- fjallvegur, stofnvegur þvert yfir há- lendið, úr byggðum Árnessýslu og til byggða norðan heiða. Í fréttatilkynningu frá sveitar- stjórn Bláskógabyggðar er vakin at- hygli á því að hugmynd Félags um há- lendisveg um Stórasand tengist vegi um Kaldadal og þar með sé tilgang- inum um að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar náð. Um- ferð á þeirri leið myndi verða um Þjóðgarðinn á Þingvöllum en það samræmist ekki hagsmunum um verndun Þingvalla. Vakin er athygli á hverfisverndarákvæði í samþykki sveitarstjórnar vegna aðalskipulags Þingvallasveitar. Þar komi fram að hverskonar flutningar á olíu, bensíni eða öðrum mengandi efnum séu ekki heimilar um þjóðgarðinn. Þá liggi fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um vernd- un Þingvallavatns og vatnasviðs þess í þeim tilgangi að stuðla að verndum lífríkis vatnsins. Telur sveitarstjórn að þetta og fleira geri það að verkum að flutningur spilliefna verði ekki leyfður um áætlaðan hálendisveg og það hljóti að draga verulega úr þjóð- hagslegri hagkvæmni hálendisvegar um Kaldadal og Stórasand. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill því skora á þá aðila sem huga að þessum mikilvægu málum að skoða þá kosti sem heilsársvegur um Kjöl hefði fyrir íslenskt samfélag og þá fyrst og fremst fyrir byggð á Norður- landi og Suðurlandi,“ segir í tilkynn- ingunni. Heilsársvegur um Kjöl verði frekar skoðaður DAGLEGT LÍF Neskaupstaður | Þó mikið hafi hlánað að undanförnu á Norðfirði sem annars staðar á landinu, er víða mikill klaki ennþá á jörð. Þegar komið er á golfvöll Golfklúbbs Norðfjarðar á Grænanesbökkum blasir við klakahella yfir stórum hluta vallarins og er völlurinn mun líkari skautasvelli en golfvelli. Golfarar hafa af þessu töluverðar áhyggjur og eru hræddir við kalskemmdir, en telja þó að ef klakinn bráðnar í þessum mánuði muni völlurinn sleppa sæmilega við kal í vor. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skautasvell eða golfvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.