Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 21 MENNING ÞAÐ verður að segjast einsog er að þó að þetta verk væri illa leikið og þar væri illa sungið þá hvetti ég foreldra til að fara með börnin sín að sjá þessa sýningu. Alveg eins mikið þeirra sjálfra vegna og barnanna því í þessu verki Kristlaugar Sigurðardóttur er blásið á það þýlyndi og þá forlagatrú sem allt er að kæfa í samfélagi okkar. Hér taka þeir smæstu, sem álitnir eru réttlausir, höndum saman og beita hugviti sínu til að breyta sam- félagi ávaxtakörfu nokkurrar. Þegar nýbúinn, gulrótin, hefur sannfært þrælinn, jarðarberið, um eigið ágæti þá tekst þeim í sameiningu að fá ban- ana, appelsínur, epli, perur, og an- anas til að láta af einelti og einræð- istilburðum og lifa saman, öll jafnrétthá, í sátt og samlyndi. Falleg dæmisaga um hverju samstaða getur komið til leiðar og ágætis mótvægi við dýrkun okkar tíma á bjargvætt- um svo sem kóngum og efnamönnum. Það er Hrafnhildur Stefánsdóttir sem búið hefur söngleiknum einfald- an fallegan ramma úr gljáandi græn- um blöðum utan um leiktæki og leik- föng, sem ég held að hefði mátt nýta betur. Búningar Maríu Ólafsdóttur eru einstaklega hugmyndaríkir, vel gerðir og styðja persónusköpunina sérstaklega er appelsínan (Selma Björnsdóttir) hreint ótrúleg. Ástrós Gunnarsdóttir nær á þessu þrönga sviði að búa til skemmtilega dansa og hreyfingar jafnvel hjá áhugamönn- unum og sennilega hefði hún átt að stjórna öllum hreyfingum í sýning- unni. Leikstjórinn Gunnar Gunn- steinsson hefur á margan hátt unnið vel með leikurunum. Litla huglausa jarðarberið Maja er leikið af mikilli einlægni af Láru Sveinsdóttur, Sveinn Geirsson skapar skemmtilega bandóðan Guffa banana sem reynir að koma á samræmdu göngulagi í ávaxtakörfunni og Jón Ingi Hák- onarson er hæfilega aulalegur í hlut- verki græna bananans. Perurnar Poddi og Palla: Valur Freyr Ein- arsson og Tinna Hrafnsdóttir eru góð sem glaðlyndir trúðar sem bara vilja fá að leika sér og Ingrid Jónsdóttir trúverðug sem ákaflynt epli, alltaf á undan sjálfu sér. Gunnari tekst líka að láta þá fallegu og einlægu stúlku Birgittu Haukdal, einkum í upphafi þegar hún skilur ekki af hverju á hana er ráðist, leika þokkalega, á köflum, litlu gulrótina sem ekki er af ávaxtakyni. En þegar hún á að fara að sýna hugrekki kemur í ljós að Birgitta er ekki fagmaður í leiklist fremur en Jón Jósep Snæbjörnsson, sem leikur Imma ananas er vill endi- lega verða kóngur. Honum tekst að vísu undir lokin að verða skemmti- lega ógnvekjandi smástund en ann- ars fer það ætíð í taugarnar á mér að þurfa að horfa á sambland af áhuga- mennsku og fagmennsku á sviði, jafn- vel þó að þau bæði syngi vel og vitað sé að þau muni sópa að áhorfendum. Það sem skilur á milli fagmennsku (atvinnumennsku) og áhugamennsku er hins vegar ekki að annar hafi gengið í skóla eða hafi atvinnu af fag- inu og hinn ekki – heldur hvort menn búi yfir einhverjum hæfileikum og rækti þá, þjálfi stöðugt til æ meiri fullkomnunar. Þetta sannast á Selmu Björnsdóttur sem ekki er lærður leik- ari en sem á skemmtilegan stílfærðan hátt bjó til eina af þessum hræðilegu sjálfsuppteknu stelpum, sem alltaf þurfa að hafa einhvern útundan og söng að sjálfsögðu líka einkar vel. Gunnar Gunnsteinsson getur því verið ánægður með ærið margt í þessari sýningu. Þó tel ég að sýningin hefði orðið enn betri ef ekki hefði ver- ið keyrt með svona miklum hávaða og látum í fyrri hlutanum, aukaatriði í framvindunni þar ekki fengið svona mikið pláss m.a. perurnar og unnið hefði verið betur og sterkar úr hóp- viðbrögðum. Og hér enduróma, eins- og víðar í barnasýningum, of oft áhrifin frá hljóðsetningu barnaefnis í sjónvarpi sem af sparnaðarástæðum er stundum hrein aðför að listrænni upplifun barna og þyrfti að fara að ræða af alvöru innan leikhússins og í sjónvarpi. Tónlist Þorvaldar Bjarna Þor- valdssonar, söngstjórn hans, og söng- ur allur er með miklum ágætum. Þessi sýning á skilið að fá góða að- sókn. Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja það Morgunblaðið/RAX „Falleg dæmisaga um hverju samstaða getur komið til leiðar og ágætis mótvægi við dýrkun okkar tíma á bjarg- vættum svo sem kóngum og efnamönnum,“ segir m.a. í umsögninni um Ávaxtakörfuna. LEIKLIST Austurbær Eftir Kristlaugu Sigurðardóttur. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, leikstjóri Gunnar Ingi Gunnsteinsson, danshöfundur og aðstoð- arleikstjóri: Ástrós Gunnarsdóttir, leik- mynd: Hrafnhildur Stefánsdóttir, bún- ingar: María Ólafsdóttir, leikgervi: Kristín Thors og Fríða María Harðardóttir, lýsing: Freyr Vilhjálmsson og Gunnar Ingi Gunn- arsson, leikarar: Birgitta Haukdal, Ingrid Jónsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Jón Jós- ep Snæbjörnsson, Lára Sveinsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Selma Björnsdóttir, Sveinn Geirsson og Valur Freyr Ein- arsson. Austurbær, sunnudag 6. febrúar kl. 14.00. Ávaxtakarfan María Kristjánsdóttir Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíðTónskáldafélags Íslands, lauk ígær en hátíðin hófst 30. janúarsíðastliðinn. Hátíðin fagnaði 25 ára afmæli í ár og voru vel á annan tug tónleika haldnir í húsakynnum víðs vegar um Reykjavík og nágrenni og á annan tug íslenskra tónverka frumflutt. Að sögn Kjartans Ólafssonar eru forsvars- menn hátíðarinnar ánægðir með útkomu hátíð- arinnar í ár. „Það er ljóst að nýtt aðsóknarmet hefur verið slegið hjá okkur, sem er um 3.000 gestir. Fjöldi frumfluttra verka á hátíðinni hef- ur aldrei verið meiri og í tvígang kom fyrir að fullt var útúr dyrum á tónleika á hátíðinni,“ seg- ir hann, en tónleikarnir sem þar um ræðir eru opnunartónleikar hátíðarinnar þar sem Kamm- ersveit Reykjavíkur kom fram í Listasafni Ís- lands og tónleikar Kórs Langholtskirkju og Graduale Nobili á sunnudaginn var í Langholts- kirkju. Fimm kynslóðir tónskálda Kjartan segir flutning tónlistarfólks á hátíð- inni hafa tekist afar vel og hafi erlendir tónlist- arblaðamenn sem hér voru staddir í tilefni hennar verið nær orðlausir. „Þeir höfðu heyrt um Myrka músíkdaga en aldrei verið viðstaddir hátíðina sjálfa,“ segir hann. „Þeir voru undr- andi á því hvað þetta var viðamikil hátíð frá mörgum sjónarhornum. Til dæmis má segja að leikin hafi verið verk eftir fimm kynslóðir ís- lenskra tónskálda; tvö af elstu tónskáldunum í félaginu áttu verk á hátíðinni, Jón Þórarinsson og Jórunn Viðar, og allt niður í yngstu kynslóð tónskálda sem vildu hafa tónleika sína í Klink og Bank.“ Hátíðin verður að sjálfsögðu haldin aftur að ári liðnu og segir Kjartan stefnt að því að dag- skráin geti þá legið enn fyrr fyrir. „Við erum reyndar búin að stefna að því lengi. Með því vonumst við til að geta kynnt hátíðina enn betur á innlendum og erlendum vettvangi,“ segir hann. Fjölbreytnin meiri en á hliðstæðum hátíðum Að mati Kjartans hefur hátíðin nokkra sér- stöðu vegna þess hve opin hún er. „Það eru eng- ar ákveðnar listrænar línur og menn eru ekki að leggja neitt fagurfræðilegt mat á tónverkin fyrirfram, heldur erum við fyrst og fremst að reyna að flytja allt sem er til staðar í nútíma- tónlist á þeim tíma sem hátíðin er haldin. Menn geta síðan eftir á lagt fagurfræðilegt mat á verkin, en ekki áður en þau eru flutt. Meg- inmarkmið hennar er að endurspegla nú- tímann,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki sé valið og hafnað samt sem áður, svarar Kjartan að það sé fyrst og fremst af praktískum ástæðum. „Við erum alltaf hlekkjuð innan þess þrönga fjárhags- ramma sem við höfum og getum ekki flutt allt sem við hefðum viljað, en það er ein- göngu vegna þess að við höfum ekki bol- magn. En þetta þýðir að fjölbreytnin er meiri á Myrkum músíkdögum en á öðrum hliðstæðum hátíðum erlendis, þar sem oft er verið að einblína á ákveðna stefnu inn- an tónlistarinnar,“ segir Kjartan að lok- um. Pallborðsumræður Á laugardag var efnt til pallborðs- umræðna um stöðu nútímatónlistar á veg- um Myrkra músíkdaga í Norræna húsinu. Var yfirskrift umræðnanna Skökk staða nútíma- tónlistar í dag og voru frummælendur fjórir: Sten Melin formaður Sænska tónskáldafélags- ins, Anders Beyer ritstjóri Nordic Sounds/ NOMUS, Patrick Kosk tónskáld frá Finnlandi og Kobeinn Bjarnason flautuleikari. Meðal um- ræðuefna á fundinum var hvort efnisval á tón- listarhátíðum væri gert á forneskjulegum fag- urfræðilegum forsendum. „Skipulag á hátíðum og hvernig þær eru settar saman var rætt,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræð- ingur, sem gegndi hlutverki fundarstjóra í um- ræðunum. „Talað var um að nefndir sem velja verkefni inn á tónlistarhátíðir ættu það til að vera einsleitar í vali sínu og væru hræddar við að vera með eitthvað óvænt. Þetta er þekkt um- ræða sem við vitum af og höfum oft orðið vör við um allan heim. Hún er sú sama alls staðar, fer bara fram á mismunandi tungumálum.“ Bjarki segir þann háttinn hafðan á hér heima, að leitast sé við að velja það sem er að gerast á hverjum tíma og þannig reynt að draga upp nokkurs konar spegilmynd af tónlistarlíf- inu eins og það er. „Það var mjög góð aðsókn á marga viðburði á Myrkum músíkdögum og mér sýnist að því leyti að við stingum svolítið í stúf við það sem gerist víðar í Evrópu. Erlendir gestir á hátíðinni hafa einfaldlega spurt yfir hverju við værum að kvarta hér með okkar góðu aðsókn. Maður verður því bara að vera já- kvæður,“ segir hann. Nútímatónlist ekki markaðsvara Í pallborðsumræðunum var einnig velt upp þeirri spurningu hvort markaðsþenkjandi út- sendingarstjórar útvarpsstöðva og útgáfustjór- ar plötufyrirtækja úthýsi framsækinni nútíma- tónlist. „Nútímatónlist er ekki markaðsvara, í sjálfu sér,“ segir Bjarki. „Í rauninni er það vitað að nútímatónlist hefur oft á tíðum mjög lítinn hlustendahóp. Þó leika sumar útvarpsstöðvar sem hafa margar rásir nokkuð af nýrri tónlist, en það er mjög misjafnt eftir löndum hvernig þessu er háttað. Ég verð að viðurkenna að hér á landi hefur hlutur nýrrar íslenskrar tónlistar í útvarpsdagskrá farið minnkandi, en það verður þó að segjast að við hljóðritum allt að 90% af tónleikum Myrkra músíkdaga, sem verða á dagskrá Ríkisútvarpsins, rásar 1, næstu mánu- dagskvöld, frá og með kvöldinu í kvöld [í gær].“ Bjarki segir ljóst að mörg ónýtt tækifæri liggi fyrir fyrir íslensk tónskáld, þar sem aragrúi af góðu tónlistarfólki starfi á Íslandi. „Það var rætt af hverju íslensk tónskáld gera ekki meira af því að semja verk fyrir Sinfón- íuhljómsveitina og ýmsa íslenska tónlistarmenn og flytja þannig tónlist þvert á landamæri popp- tónlist og klassískrar tónlistar, ef það má orða það þannig,“ segir Bjarki og nefnir sem dæmi Björn Thoroddsen gítarleikara og popp- hljómsveitina Mezzoforte. „Af hverju er Björk ekki með verkefni á Myrkum músíkdögum með Sinfóníunni? Af hverju semja tónskáld ekki fyr- ir þessa frábæru músíkanta sem við eigum í poppgeiranum? Það eru ýmsir ónýttir mögu- leikar í íslensku samfélagi.“ Hann segir umræður af þessu tagi mjög þarf- ar og telur að um 40 manns, innlent áhugafólk um nútímatónlist auk erlendra gesta, hafi sótt pallborðsumræðurnar sem fór fram á norræn- um málum. „Það er algjörlega nauðsynlegt að slík umræða fari fram og við verðum að taka þessi mál oftar upp og ræða. Við tölum af- skaplega lítið um tónlist yfirleitt,“ segir hann. „Höfundar, flytjendur og skipuleggjendur tón- listarhátíða eiga skilyrðislaust að koma inn í umræðuna. Það er ekki hægt að ætlast til að einhverjum einum detti allt í hug. Svona um- ræðuvettvangur er algjörlega nauðsynlegur, fordómalaus, og þvert á stíla og stefnur. Sú skoðun að hlusta bara á Beethoven er alveg eins rétthá og sú skoðun að hlusta bara á nýja tón- list. Menn þurfa bara að læra að tala um það, og hætta að tala um hvort eitt sé betra en annað.“ Tónlist | Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, lokið í 25. sinn Viðamikil hátíð frá mörgum sjónarhornum Morgunblaðið/Golli Á tvennum tónleikum Myrkra músíkdaga í ár var fullt út úr dyrum, tónleikum Kórs Langholts- kirkju og Graduale Nobili í Langholtskirkju, og Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands. Bjarki Sveinbjörnsson Kjartan Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.