Morgunblaðið - 08.02.2005, Side 26

Morgunblaðið - 08.02.2005, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Eyjólfs-dóttir fæddist á Nesi í Selvogi 25. febr- úar 1908. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Eiríksdóttir, f. 12.8. 1882, d. 26.4.1953, og Eyjólfur Þorbjörns- son, f. 30.10. 1882, d. 8.3. 1919. Systkini Sól- veigar voru: Þor- björn, f. 6.4. 1909, d. 15.5. 1992; Guðmunda Þuríður, f. 21.9. 1911, d. 21.6. 1987; Kristín, f. 20.8. 1914, d. 14.4. 1939; Jón Set- berg, f. 10.6. 1910, d. 9.1. 1921. Hinn 3. júní 1938 giftist Sólveig Haraldi Þórðarsyni skipstjóra, f. 30. september 1893, d. 2. október 1951. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Eyjólfur Þorbjörn læknir, f. 29.7. 1940, kvæntur Guðbjörgu bótafélagi Íslands og sá um mötu- neyti kennara í Lækjarskóla allt til 1986 er hún lét af störfum. Sólveig starfaði mikið að fé- lagsmálum og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarð- arbæ. Hún sat lengi í barnavernd- arnefnd, byggðasafnsnefnd og í gatnanafnanefnd sat hún til 90 ára aldurs. Sólveig var einn af stofn- endum Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði og sat í stjórn félagsins í yfir 60 ár, þar af sem formaður í níu ár. Sólveig var heiðursfélagi í Hraunprýði, var sæmd gullmerki Slysavarnafélags Íslands og er heiðursfélagi þess. Þá átti hún sæti í Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju í 20 ár. Sólveig var einn af stofn- endum Vorboðans, félags sjálfstæð- iskvenna í Hafnarfirði, var í mörg ár í stjórn félagsins og átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Var hún kjörin heið- ursfélagi þar. Sólveig var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu hinn 1. janúar 1994 fyrir störf að félagsmálum. Útför Sólveigar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Eddu Eggertsdóttur lyfjafræðingi. Synir þeirra eru Eggert, læknanemi, f. 22.8. 1981, og Haraldur Sveinn, menntaskóla- nemi, f. 15.3. 1985. 2) Kristín Vilborg geisla- fræðingur, f. 11.4. 1945. Haraldur átti frá fyrra hjónabandi eina dóttur, Þóru, f. 24.4. 1924, d. 11.7. 1982. Sólveig fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Hafn- arfjarðar 1909. Að loknu barna- skólanámi var hún í vist í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík og stundaði eftir það verslunar- og bókhaldsstörf. Eft- ir að Sólveg varð ekkja tók hún að sér veitingar í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði á árunum 1953-1967, sá um veislur og mat fyrir Rotary- klúbbinn og Lionsklúbbinn. Síðar vann hún skrifstofustörf hjá Bruna- Tengdamóðir mín var komin yfir sjötugt, þegar ég kom inn í fjölskyld- una, en eigi að síður í fullu fjöri. Hún tók mér afskaplega vel frá fyrsta degi og þegar drengirnir fæddust, barna- börnin, sem hún hafði beðið lengi eft- ir, tók hún þeim opnum örmum. Hún sóttist eftir að vera samvistum við þá, lesa með þeim og syngja, og þeir nutu þess ekki síður að vera með henni, enda var hún alvöru amma, sem eld- aði grjónagraut og var snillingur í pönnukökubakstri. Áttu bæði þeir og félagar þeirra ávallt öruggt skjól hjá ömmu Veigu á Brekkugötunni. Veiga var alla tíð höfðingi heim að sækja og mikill listakokkur, sem var langt á undan samtíð sinni hvað matseld snertir. Gestrisnin var henni svo í blóð borin, að hún var aldrei sátt, nema gestir vildu þiggja eitthvert góðgæti. Það var einn þeirra eigin- leika sem hún glataði síðast. Veiga var mikill dugnaðarforkur. Þótt hún hefði ekki átt kost á að ganga menntaveginn, eins og hugur hennar stóð til, var hún eigi að síður vel lesin og hafsjór af fróðleik um alla mögulega hluti. Eftir að hún varð ekkja lagði hún metnað sinn í að koma börnunum tveimur til mennta og að þau skorti ekki neitt. Hún hafði ýmis ráð með að afla tekna og hafði m.a. kostgangara árum saman; eignaðist hún þannig marga góða vini til lífs- tíðar. Hún tók að sér að sjá um veisl- ur, sauma gardínur og fleira, henni féll aldrei verk úr hendi. Meðfram vinnu og heimilisstörfum gaf hún sér einnig tíma til að sinna félagsstörfum og var hvarvetna fremst í flokki í þeim félögum, sem hún vildi leggja lið. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hvað hún kom miklu í verk. Síðustu árin urðu Veigu ekki létt. Þessi sjálfstæða kjarnorkukona var þá orðin öðrum háð um flesta hluti, sem var erfitt fyrir konu sem hafði staðið á eigin fótum alla tíð. Aldrei glataði hún samt reisn sinni, glæsileik og höfðingsskap. Hún dvaldist á Sól- vangi í Hafnarfirði síðustu árin og naut þar einstakrar umhyggju og umönnunar starfsfólksins. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir. Við andlát vinkonu minnar Veigu minnist ég hennar með þakkæti og virðingu fyrir ljúfa vináttu, tryggð og ómetanlegt framlag til félagsstarfa á langri leið. Sólveig Eyjólfsdóttir var ein af þeim karakterum sem settu sterkan svip á Hafnarfjörð, bæinn sem fylgdi henni í árum og naut áhuga hennar og framlags til farsælla mannlífs. Veigu hef ég þekkt svo langt aftur sem ég man, þá fyrst í Sléttuhlíðinni þar sem hún, Eyfi og Stína voru í ná- býli við foreldra mína og fjölskyldu. Veiga var alla tíð í miklu og góðu vin- fengi við móðurfjölskyldu mína sem tengdi mig henni sterkari böndum og var ég ekki há í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar til hennar í bú- staðinn og átti þar margar góðar stundir. Bústaðurinn var hennar ann- að heimili, þar var tekið á móti gest- um með sama glæsibrag og á Brekku- götunni enda man ég vel að heimsóknir til hennar í Sléttuhlíðina voru tíðar. Veiga varð ung ekkja með tvö börn en krafturinn og ósérhlífnin dreif hana áfram við vinnu og uppeldi barna sinna. Man ég hana aldrei kvarta yfir hlutskipti sínu en ég man hversu fallega hún minntist Haraldar manns síns með djúpri virðingu fyrir þeim tíma sem hún fékk að eiga hann. Hún var annáluð fyrir góðar og fal- lega fram bornar veitingar og með þeim eiginleika sínum gat hún fram- fleytt sér og fjölskyldu sinni um tíma með því að taka að sér kostgangara. Þá sá hún um veisluhöld og allar veit- ingar í Sjálfstæðishúsinu. Seinna var hún matráðskona í Lækjarskóla. Þegar Vorboði, félag sjálfstæðis- kvenna í Hafnarfirði, var stofnað árið 1937 var hún ein af stofnendum og var kosin í stjórn félagsins. Frá þessum tíma hefur hún sagt á fróðlegan og myndrænan hátt í viðtali sem og manna í milli. Við þær frásagnir, sem eru fjársjóður heimilda, fær áheyr- andinn sterka tilfinningu fyrir því hversu konur þurftu að hafa mun meira fyrir öllum hlutum þá en í dag en þrátt fyrir mótlæti þess tíma sagði hún frá með blik í augum, svo færðist bros yfir andlitið, „þetta var svo gam- an“. Í stjórn Vorboða átti hún sæti í 50 ár eða allt fram til ársins 1987 og sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið sem gerði hana að heiðurs- félaga fyrir störf hennar í þágu þess. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarmál- um sinnti hún nefndarstörfum fyrir bæjarfélagið með setu í gatnanafna- nefnd allt til 90 ára aldurs. Þegar ég kom að félagsstarfi í Vor- boða rúmlega tvítug var hún þar í stjórn og átti ég þess kost að sitja með henni ásamt fleiri góðum konum í fyrstu stjórninni sem ég hef setið í fyrir Vorboða. Árið 1994 var Sólveigu veitt fálka- orðan fyrir félagsstörf og var hún vel að þeim heiðri komin. Í viðtali sem að ég tók við Veigu fyrir Hamar jólin 1996 segir hún m.a.: „Ég á afskaplega marga góða vini, ég hef unnið mikið og verið heppin með að vinna hjá góðu fólki. Ég þakka samferðafólki mínu góðvild og vin- áttu.“ Þannig var lífsviðhorf vinkonu minnar, jákvætt og gefandi. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði þakkar Sólveigu Eyjólfsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu sjálfstæðis- stefnunnar og sendir fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Í Veigu átti ég góðan vin, tryggð hennar við mig og mína fjölskyldu var okkur mikils virði. Við leiðarlok þakka ég og fjöl- skylda mín Sólveigu Eyjólfsdóttur fyrir einlæga og ánægjulega sam- fylgd. Elsku Eyfi, Stína, Edda og fjöl- skylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Blessuð sé minning Sólveigar Eyj- ólfsdóttur. Valgerður Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við Sólveigu Eyj- ólfsdóttur, en hún var ein af heiðurs- félögum okkar og stofnfélagi Slysa- varnadeildarinnar Hraunprýði. Sólveig sat í stjórn deildarinnar í 60 ár (og er það örugglega einsdæmi á Íslandi), hún var kosin ritari í fyrstu stjórnina og var ritari í 7 ár, frá árinu 1930–37, varaformaður 1937–61, var svo formaður frá árinu 1961–70 og sat eftir það í meðstjórn til ársins 1990 er hún hætti stjórnunarstörfum. Það er okkur mikill fengur að hafa haft þessar kjarnakonur, sem stofn- uðu deildina, við stjórnvölinn og taka síðan við því góða búi sem þær höfðu stýrt í höfn, sem einu stærsta og öfl- ugasta kvennafélagi á landinu öllu. Það var til dæmis fyrir atbeina þessara öflugu kvenskörunga að björgunarsveit var stofnuð hér í Hafnarfirði. Þær beittu sér líka fyrir byggingu á sundlauginni í bænum og lögðu peninga í þá framkvæmd. Svo létu þær reisa skipsbrotsmannaskýli við Hjörleifshöfða og héldu því við í mörg ár. Kraftur kvenna er svo mikill. Það er mikið starf sem unnið hefur verið, hjá stóru félagi, í áranna rás og það ber að þakka. Við kveðjum þig Sólveig og þökkum þér allt það mikla og fórnfúsa starf sem þú inntir af hendi í þágu deild- arinnar, allar samverustundirnar og þann hlýhug sem þú sýndir okkur alla tíð. Um leið og við kveðjum Sólveigu sendum við aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Slysavarnadeild- arinnar Hraunprýði. Kveðja frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg Sólveig Eyjólfsdóttir, sem við kveðjum í dag, var einn af dyggustu félögum Slysavarnafélags Íslands og seinna Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Sólveig var einn af stofnend- um kvennadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði og sat hún þar í stjórn í 60 ár, þar af níu ár sem formaður. Um leið og við sendum fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðjur, þökkum við henni áratuga starf. Stjórn og starfsfólk Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Heiðurskonan Sólveig Eyjólfsdótt- ir er látin. Hún hefur nú lokið farsælu lífshlaupi og fengið hvíld. Ég var ung- ur að árum þegar ég kynntist Sól- veigu og hefi notið vináttu hennar fjöl- skyldu alla tíð. Á langri ævi kom Sólveig Eyjólfsdóttir víða við og voru slysavarnamálin henni ævinlega hug- leikin. Á vettvangi stjórnmálanna var ekkert gefið eftir. Hún skipaði sér í forystusveit sjálfstæðiskvenna strax í öndverðu og sneri ekki undan hvernig sem á móti blés. Naut ég þar stuðn- ings hennar fólks til þýðingarmikilla trúnaðarstarfa sem ég mat mikils. Fjölskylda mín kveður Sólveigu Eyjólfsdóttur með þakklæti og biður henni Guðs blessunar. Börnum henn- ar og fjölskyldum sendum við sam- úðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Í dag er til moldar borin mikil heið- urskona sem mér er ljúft að minnast í þökk og með virðingu. Stærsta gjöf sem Slysavarnafélag- inu Hraunprýði í Hafnarfirði var gefin var þegar hún Vilborg móðir Sólveig- ar kom með hana 18 ára gamla á stofnfund slysavarnadeildar kvenna í Hafnarfirði árið 1930. Stuttu síðar var þessi unga stúlka komin í stjórn og í 60 ár gaf hún félaginu starfskrafta sína af alúð og fórnfýsi. Hún lét aldrei deigan síga og var alltaf jafn virk í fé- laginu öll þau ár sem hún sat þar í stjórn, þar af sem formaður í níu ár. Hún átti uppástungu að nafni félags- ins og hún kom í verk að fáni félagsins var teiknaður og saumaður. Slysavarnadeildin Hraunprýði var ein af fyrstu kvennadeildum sem stofn- aðar voru innan Slysavarnafélags Ís- lands og varð strax mjög öflug. Meg- inmarkmið kvennadeildanna var að safna fé til slysavarna og björgunar- starfa. Ég kynntist Sólveigu þegar ég kom í félagið 27 ára gömul en þá var Sól- veig varaformaður. Í minningunni voru stjórnarkonur óskaplega dugleg- ar og settu sterkan svip á bæjarfélag- ið. Ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa kynnst henni Sólveigu á þessum árum þegar maður var svo ungur og ómótaður. Ég á fjársjóð minninga sem tengjast henni og hennar mikla fórnfúsa starfi sem hún lagði Slysa- varnafélaginu. Minningar frá því ævi- skeiði eru litríkar eins og kvikmynd sem rennur fyrir hugskotssjónum mínum. Á þessum árum vorum við konurnar allar ákveðnar í því að gera Hraunprýði að öflugustu deild innan Slysavarnafélags Íslands. Þar fór Sól- veig fremst meðal jafningja. Sólveig missti mann sinn frá tveim- ur ungum börnunum þeirra og þurfti eftir það að sjá börnum sínum far- borða ein. Mér er það enn óskiljanlegt hvernig hún gat sinnt öllum þeim fjöl- mörgu félagsstörfum af ósérhlífni ásamt því að vinna hörðum höndum fyrir heimilinu Hún sá um alla starf- semi í Sjálfstæðishúsinu í áraraðir sem var mikil á þessum árum auk þess sem hún tók að sér ótaldar veisl- ur í bænum. Þess utan gegndi hún fjölmörgum trúnaðarstörfum í bæn- um sem hér verða ekki rakin. Sólveig var lífið og sálin í Hraun- prýði. Flestir nefndarfundir voru haldnir heima hjá henni þau ár sem hún var formaður. Það var eins og hún gæti gert allt og aldrei sá ég hana þreytta. Þessi ár stóð félagið með miklum blóma og taldi um 700 konur. Félagið stóð fyrir árlegum skemmt- unum sem haldnar voru í Bæjarbíói ár hvert og voru svo vinsælar að oft þurfti að endurtaka. Á þessum skemmtunum var einungis boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem konur sömdu og æfðu af miklu móð, oftast heima hjá Sólveigu. Hún átti uppástungu að þessum skemmtunum sem settu svip á bæinn í áraraðir. Þetta var drjúg tekjulind fyrir Slysa- varnafélag Íslands. Sólveig sat öll landsþing Slysa- varnafélags Íslands meðan hún sat í stjórn þess. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst á þessi þing hve Hafn- arfjarðarkonurnar voru áberandi og hrókar alls fagnaðar. Oft tók Sólveig til máls á þingunum enda var hún vel máli farin og gaman að heyra hana tala, róleg og yfirveguð, blandað þess- um sérstaka húmor sem einkenndi hana alla tíð. Þegar Sólveig var orðin háöldruð höfðum við oft gaman af að rifja upp minningar frá þessum þingum. Hún var heiðursfélagi bæði í Slysavarna- félagi Íslands og Hraunprýði. Börn Sólveigar, þau Eyjólfur lækn- ir og Kristín geislafræðingur, hafa bæði reynst móður sinni framúrskar- andi vel enda var hún þeim góð móðir. Þær mæðgur bjuggu alltaf saman á Brekkugötu 5. Þær voru ákaflega samrýndar og studdu hvor aðra gegn- um lífið. Eftir að Sólveig varð háöldr- uð þá reyndist Kristín henni einstak- lega vel og var móður sinni móðir síðustu árin. Samband þeirra gegnum árin minnir á fagurt ljóð. Ég minnist þessarar mætu konu með virðingu og þökk. Ester Kláusdóttir. Eftir mikið og gjöfult ævistarf, sem snart svo marga, hefur kær vinkona, Sólveig Eyjólfsdóttir, fengið hvíld í hárri elli. Ég minnist þess þegar ég í fyrsta sinn átti því láni að fagna að hitta þessa einstöku konu, sem ég dáði svo mjög, en það var er hún hélt upp á tví- tugsafmæli sonar síns, Eyjólfs, vinar míns og bekkjarfélaga. Hún heilsaði mér hlýlega eins og hún hefði ávallt þekkt mig. Horfði beint í andlit mér og las það, ljúf og hugsandi á svip en með bros í augum. Síðan var ég tíður gestur á fallega heimilinu hennar við Brekkugötu í Hafnarfirði þar sem hún bjó með Eyjólfi og Kristínu dóttur sinni. Sameiginlegt áhugamál okkar allra var tónlist og verða mér ávallt ógleymanleg sumarkvöldin björtu, þegar við sátum öll í stofunni vistlegu yfir frábærum veitingum og hlustuð- um á falleg tónverk af hljómplötum með útsýnið yfir sjóinn sem bak- grunn. Lífið fór framan af ekki mjúkum höndum um Sólveigu. Erfiður fjár- hagur gerði þessari bráðvelgefnu konu ekki kleift að leggja í nám og fór hún snemma að vinna fyrir sér. Þá varð hún fyrir þeirri sorg að missa ung manninn sinn. Af fádæma dugn- aði og með mikilli vinnu skapaði hún börnum sínum samt ástríkt heimili og hvatti þau og studdi til náms. Áhuga- svið Sólveigar var víðfeðmt og hún var mjög vel lesin, og hef ég ekki kynnst menntaðri konu en henni. Hún var höfðingi í lund og gestrisni hennar var við brugðið. Þá gerði hún mikið fyrir SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.