Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 35 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa bað og jóga kl. 9, línudans kl. 11, postulíns- málning kl. 13. Hár- og fótsnyrting alla daga. Ásgarður | Þorrablót SÁÁ verður haldið laugardaginn 12. febrúar í Ás- garði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 19 Miðasala á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla 3–5. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Les- hringur kl. 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Mál- un kl. 9.30, karlaleikfimi og bútasaum- ur kl. 13, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, leshringur bókasafnsins kl. 10.30. Opið hús í safnaðarheimilinu á vegum kirkj- unnar kl. 13 og kóræfing FEBG á sama stað kl. 17. Lokað í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. postulíns- námskeið. Á þriðjudag og föstudag kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Allar upplýsingar á staðnum, s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun. glerskurður og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, bridge kl. 13, saumar kl. 13.30 og miðar seldir í leikhúsið „Híbýli vind- anna“ kl. 15–16. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kortagerð o.fl. kl. 9–13, boccia kl. 9.30– 10.30, helgistund kl.13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir– hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Listasmiðja og Betri stofa. Tréskurður og frjálst handverk. Leik- fimi kl. 10. Bókabíll kl. 14.15. Bónus 12.40. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Allir vel- komnir. Upplýsingar í síma 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman á morgun, miðvikudag kl. 14 í Miðgarði. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag kl. 12.15. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, myndlist, opin vinnustofa, opin Hárgreiðslu- stofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30, postu- línsmálning, kl. 14 leikfimi. Salur Framsóknarfélags Mosfells- bæjar | Félagsvist spiluð í kvöld í sal Framsóknarfélags Mosfellsbæjar Há- holti 14, 2. hæð kl 20. Góðir vinningar fyrir 2 efstu sætin, karl og kona, hvert spilakvöld. Spiluð verð 8 þriðjudags- kvöld og verður ferðavinningur veittur fyrir fimm hæstu kvöldin samanlagt. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 postulíns- málun, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 10.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14 allir vel- komnir. Skráning hafin í námskeiðin, upplýsingar í síma 561 0300. Þórðarsveigur 3 | Bónus kl. 12, bóka- bíllinn kl. 16.45. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla (hópur 2) kl. 15. Árbæjarkirkja. | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðsla, spjall, helgistund o.fl. Allir velkomnir. Starf með 10–12 ára börnum kl. 15.45 í Árbæjarkirkju. Æskulýðsfélagið Lúkas fyrir 8.–9. bekkinga í kirkjunni kl. 17. Áskirkja | Opið hús milli 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir vel- komnir. Digraneskirkja | Leikfimi Í.A.K. kl. 11.15. Kl 12 sprengidagsmatur, Val- gerður Gísladóttir kemur í heimsókn. Helgistund. Kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15, á neðri hæð. Bænastund kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19. Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Fella- og Hólakirkja | Strákastarf fyrir 3.–7. bekk, í kirkjunni kl. 16.30–17.30. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Ví- dalínskirkju kl. 13 til 16. Við spilum lom- ber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgi- stund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 12–16. Sprengidagur, sal- kjöt og baunir. Farið verður á Þjóð- minjasafnið. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 Æsku- lýðsfélag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leik- fimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er hvern þriðjudag í Hjallakirkju kl. 9.15–11, í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Nýliða- fræðsla kl. 18.30. Fyrir þá sem hafa nýlga tekið á móti Jesú sem frelsara sínum eða vilja kynnast því. Alfa 1 kl. 19. www.gospel.is. KFUM og KFUK | Ad KFUK kl. 20 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. „Míka spámaður“ Sr. Ólafur Jóhanns- son, formaður KFUM og KFUK, fjallar um efnið. Allar konur velkomnar. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 12.10. Laugarneskirkja | Kl. 16, T.T.T. (5.– 7. bekkur) Kl. 19.45 Trúfræðsla. Íhugun og umræður um guðspjall næsta sunnudags. Kl. 20.30 Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. Kl. 21, 12 sporahópar koma saman. Boðið er til fyrirbænar við altarið og kaffi- spjalls í safnaðarheimilinu. Neskirkja | Barnakórinn kl. 15. Kór fyr- ir 7–8 ára börn. Stjórnandi Stein- grímur organisti. Upplýsingar í síma 896 8192. Litli kórinn, kór eldri borg- ara kl. 16. Stjórnandi Inga J. Backman. Upplýsingar í síma 822 4522. Nedó – unglingakúbbur. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Guð- munda og Hans. Njarðvíkurprestakall | Systrafélag Njarðvíkurkirkju fundir 2. þriðjudag hvers mánaðar kl. 20. í safnaðarheim- ilinu. Nýjar konur velkomnar. Spila- kvöld aldraðra og öryrkja fimmtudag- inn 10. febrúar kl. 20. í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur, Natalíu Chow Hewlett og sóknarprests. Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið II kl. 19–22. Fjallræðan. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Ómar „ÞAÐ hefur verið rauður þráður síðustu ár að fást við manninn í um- hverfinu. Það er maðurinn í tengslum við náttúruna, einsemd- ina, þörfina fyrir ró, kyrrð og jafn- vægi,“ segir Kristín Gunnlaugs- dóttir myndlistarmaður, en sýning hennar, „… mátturinn og dýrðin að eilífu …“, stendur nú yfir í Lista- safni Reykjanesbæjar og er opin til 6. mars. Þá sýnir hún einnig fjögur ný verk í safnaðarheimili Keflavík- urkirkju í tilefni af 90 ára afmæli kirkjunnar. Að sögn Kristínar hefur lands- lagið komið meira inn í verk hennar undanfarin ár. „Mér finnst það end- urspegla sambandið og stöðu mannsins gagnvart náttúrunni, ein- semd hans í sköpunarverkinu og þörfina fyrir guð. Ég fæst alltaf við hina sammannlegu reynslu, það sem sameinar trúarbrögð og tengsl okkar allra við náttúruna og sköp- unarverkið. Það sem býr handan orðanna.“ Verkin á sýningum Kristínar skiptast í tvennt, annars vegar stór olíumálverk á striga og hins vegar litlar myndir, málaðar með egg- temperu á tré, en eggtempera er gömul miðaldatækni og er í raun fyrirrennari olíunnar. „Þetta er bara tækni, en hentar vel þegar maður er að fást við litlar myndir eða stórar. Ég er ekki að þjóna tækninni, heldur er tæknin að þjóna hugmyndinni. Stór hugmynd rúm- ast vel í litlu verki og eggtempera finnst mér koma því vel til skila, því hún er svo fínleg í sér.“ Titill sýningarinnar kemur úr faðirvorinu og er heitið á einu verki á sýningunni. Kristín segist heillast af þeim andstæðum sem felast í hinu andlega og hinni mannlegu reynslu. „Að við getum upplifað þessar tvær tilfinningar í einu; ná- lægðina og fjarlægðina við almætt- ið,“ segir Kristín. „Þörfin fyrir trúna er fyrst og fremst það sem liggur til grundvallar verkum mín- um, mun frekar en trúin sjálf. Þessi aðskilnaður sem maðurinn upplifir varðandi guð.“ Nóg er af verkefnum framundan hjá Kristínu og vinnur hún nú öt- ullega að undirbúningi næstu sýn- inga. M.a. er gert ráð fyrir sýningu í Hallgrímskirkju í lok ársins auk þess sem sýningar eru fyrirhugaðar 2006 og 2007, bæði hér heima og er- lendis. „Landslagið er komið sterk- ara inn í og það verður spennandi að sjá hvort hefur yfirhöndina, hvort landslagið tali á sama hátt og manneskjurnar geta gert, sem sagt, allt er lifandi og á í sínu innra sam- bandi við sköpunarverkið,“ segir Kristín að lokum. Myndlist | Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir í Listasafni Reykjanesbæjar Skoðar sammann- lega reynslu og þörfina fyrir guð Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLENSK sönglög verða í aðal- hlutverki á tónleikum í Salnum í kvöld, þar sem þau Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimund- arson píanóleikari leiða saman hesta sína og flytja margar af helstu söng- perlum íslensks tónlistararfs. Þessir tónleikar eru hluti af Tíbrár- tónleikaröðinni og áttu upphaflega að vera 10. febrúar, en var flýtt um tvo daga. „Við erum þarna með þverskurð af íslenskum sönglögum, það er ekki hægt að taka allt, en þarna eru sýn- ishorn af ólíkum þjóðlögum og ein- söngslögum úr ýmsum áttum,“ segir Þóra Einarsdóttir. „Það má segja að þarna sé um að ræða nokkurs konar þorrabakka.“ Á dagskránni er einnig að finna lagaflokkinn heimþrá sem Hall- grímur Helgason tónskáld gaf Þóru eftir að hafa heyrt í henni á tónleikum árið 1992, en þau eru samin við ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðarson. Þá má einnig heyra á tónleikunum nokkur lög eftir Karl O. Runólfsson. „Eftir hlé erum við með tvö tónskáld sem má segja að séu nokkurs konar nátt- úrubörn, annars vegar Jón Laxdal og hins vegar Sigfús Halldórsson,“ segir Þóra. „Hvorugur þeirra var sér- staklega hámenntaður í tónsmíðum, en þeir voru tónskáld og listamenn af guðs náð og sömdu sönglög án þess að vera sérstaklega útlærðir til þess. Þeir sömdu af innblæstri og að því er virðist meðfæddri náttúrulegri snilli- gáfu.“ Þóra segir hin íslensku sönglög höfða mjög sterkt til hennar nú. „Ég er búin að vera að syngja mikið er- lendis og er full heimþrár. Svo er líka alveg sérstakt að syngja á móðurmál- inu. Maður ætti að öðlast enn dýpri skilning á textanum eftir að hafa dvalið ytra. Þess vegna ákváðum við Jónas að hafa eingöngu íslensk söng- lög á efnisskránni. Svo er gaman að bæta því við að við syngjum heildstæðan ljóðaflokk eftir Jón Laxdal sem heitir Helga hin fagra, en þar syngur Helga hin fagra úr Gunnlaugs sögu Ormstungu um ástir sínar og missi. Þessi ljóðaflokk- ur er afar sjaldan fluttur, en gott dæmi um það er að Jónas Ingimund- arson hafði hvorki spilað hann né heyrt áður en við ákváðum að flytja hann. Það er því hægt að segja að þetta sé mikil perla og sjaldheyrð.“ Þóra segir að lokum alveg sérstakt og alltaf jafngaman að fá að syngja með Jónasi Ingimundarsyni. „Hann er eins og hugur manns og spilar ótrúlega vel og innblásið. Það er al- gjör draumur að fá að syngja með honum.“ Tónlist | Þóra Einarsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja úrval íslenskra sönglaga í Salnum Heimþráin vekur þörf til að flytja íslensk lög Þóra Einarsdóttir og Jónas Ingimundarson voru við æfingar í salnum fyrir helgi. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.