Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 1
Houdini snýr aftur á sviðið Ólafur Darri verður í hlutverki sirkusstjórans | Menning Tímaritið | Rauður dregill og ylur úr ryðgaðri tunnu  Alþjóðavæðing ís- lenska eldhússins  Finnst þrumuveður rómantískt Atvinna | Samband at- vinnuleysis og verðbólgu  Atvinnulausum fjölgar í janúar Tímaritið og Atvinna í dag 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÞÝSKA stjórnin hefur farið að dæmi Banda- ríkjastjórnar og dregið úr stuðningi við Ken- ýa vegna gífurlegrar spillingar í landinu. Bernd Braun, sendiherra Þýskalands í Kenýa, sagði, að hætt hefði verið við að veita Kenýastjórn jafnvirði 400 millj. ísl. kr. til að berjast gegn spillingu „vegna algers getu- leysis hennar í þeirri baráttu“. Áður höfðu Bandaríkjamenn gripið til sams konar að- gerða og Evrópusambandið, sem styður Kenýa mest allra, Japan og Kanada hyggj- ast endurskoða alla aðstoð við landið. John Githongo, ráðgjafi Kenýastjórnar í baráttunni gegn spillingunni, sagði af sér fyrr í þessum mánuði með þeim orðum, að ríkisstjórn Mwai Kibakis forseta vildi ekki berjast gegn spillingunni en meira en helm- ingur landsmanna, sem eru rúmlega 33 milljónir, dregur fram lífið á um 60 krónum á dag. Mörg ríki og alþjóðlegar stofnanir eru far- in að líta gagnrýnni augum en áður á spill- inguna í mörgum þróunarríkjum en talið er, að í Kenýa hafi upphæð, sem samsvarar fimmtungi þjóðartekna, horfið í spillingar- hítina frá 2002. Kenýa refsað fyrir spillingu Naírobí. AFP. VEÐURSTOFAN spáir hæglætisveðri næstu daga og sólríku, en hæðarhryggur liggur yfir landinu og útlit er fyrir að veðrið haldist með þessu móti fram á fimmtudag. Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður í Bláfjöllum og Skálafelli, segir að búast megi við fjölda fólks á skíðasvæðin. „Við eigum von á mjög góðum dögum,“ segir Grétar og bætir við að nóg sé af snjó í fjöllunum. Fólk var að tínast inn á skíða- svæðið þegar haft var samband við Grétar skömmu fyrir hádegi í gær og var skíðafæri með besta móti í Bláfjöllum. Morgunblaðið/RAX Góðir skíðadagar framundan FYRSTA tölvuveiran í farsímum er komin á kreik og hefur borist til Bandaríkjanna frá Filippseyjum, þar sem hún var búin til fyrir átta mán- uðum. Veiran, sem kallast Cabir, hefur verið að breiðast út og er nú komin til tólf landa alls. Veiran veldur því, að rafhlöðurnar tæmast að því er fram kom hjá Mikko Hypponen, yfirmanni finnska örygg- isfyrirtækisins F-Secure, í viðtali við sænska fjölmiðla. Dreifist hún um síma, sem eru með blátannarbúnað, sem er notaður til þráðlausra sam- skipta milli síma og tölvu, og eru ekki með virkar öryggisstillingar. Óttast er, að aðrar farsímaveirur og enn skaðlegri geti siglt í kjölfarið. Farsímaveira í tólf löndum TAÍLENSKI nuddstofukóng- urinn Chuwit Kamolvisit, sem nú er kominn á þing, efndi af því tilefni til blaðamanna- fundar í Bangkok í fyrradag. Byrjaði hann á því að brjóta baðker með sleggju, sem er hans einkennismerki, og lagðist síðan ofan í líkkistu. Chuwit auðgaðist á klámi og öðrum óhroða en baðkers- brotið táknaði, að hann hefði sagt skilið við sitt fyrra líf. Kistulagningin táknar aftur, að hinn gamli Chuwit er allur og síðan upprisinn sem stríðs- maður í baráttunni gegn spill- ingaröflunum. AP Táknrænn blaða- mannafundur „SVONA verk eiga ekki að taka of lang- an tíma. Nú á að reisa tónlistarhús í Osló og sex ár eru ætluð í verkið. Það er óþarflega langur tími,“ segir Søren Langvad, forstjóri verktakafyrirtæk- isins Pihl & Søn, þeg- ar hann er spurður um fyr- irhugað Tónlistarhús í Reykjavík. Fyrirtæki Lang- vads, sem er aðaleig- andi Ístaks hf., ann- aðist byggingu nýja óperuhússins í Kaup- mannahöfn en það var tilbúið þremur árum og tveimur mánuðum eftir að byggingin hófst. „Mikilvægast er að hafa allar ákvarðanir á hreinu; það þarf að fá klár svör um alla framkvæmda- þætti. Það þýðir ekkert að eyða tíma í ákvarðanatöku þegar framkvæmdin er hafin, byggingin tekur tíma og kost- ar peninga.“ Fantasíur í framkvæmd Søren Langvad hefur kom- ið að öllum helstu virkjunar- framkvæmdum á Íslandi í rúmlega hálfa öld. Hann segir Íslendinga vera sérfræðinga í að hrinda fantasíum sínum í framkvæmd. Þá segir hann gríðarlega möguleika felast í djúpborun fyrir gufuaflsvirkj- anir, tæknin sé enn ekki fyrir hendi, en þegar hægt verði að komast djúpt niður verði ork- an nánast takmarkalaus. „Ég held að ennþá séu þrjátíu til fimmtíu ár í að það verði framkvæmanlegt. Það á eftir að þróa tæknina og kosta miklu til,“ segir Søren Lang- vad. Fyrirtæki Sørens Langvad byggði óperuhúsið í Kaupmannahöfn Bygging tónlistarhúss á ekki að taka langan tíma Søren Langvad  Þau eru orðin/20 FREKARI vaxtahækkanir stýri- vaxta, en þær sem Seðlabankinn hefur þegar ákveðið, ættu ekki að vera nauðsynlegar, að mati Halldórs Ásgrímssonar, forsætis- ráðherra. Halldór sagði, í samtali við Morgunblaðið, að greinar- gerð sú sem Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni síðastliðinn föstu- dag í framhaldi af því að verð- bólgan fór yfir þolmörk geymi bæði góð og slæm tíðindi. Hækk- un verðbólgunnar séu vond tíð- indi og segir Halldór það meg- inmarkmið ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að það dragi úr verðbólgunni. Húsnæðiskostnaður vegur þyngst í verðbólgunni Halldór bendir á að af verð- bólgu sem mælist 4,5% séu 2,5% vegna húsnæðis. Breytingar á lánamarkaði hafi verið almenn- ingi hagfelldar, lánin séu orðin ódýrari en áður var og greiðslu- byrðin léttari. Verðbólgan hafi því ekki sömu áhrif á ráðstöf- unartekjur nú og oft áður. Bank- arnir hafi lánað um 12.500 ein- staklingum 138 milljarða króna á undanförnum mánuðum. Það sé ljóst að þessi lán hafi haft veru- leg áhrif á þensluna sem nú gæt- ir í þjóðfélaginu. Lánin hafi bætt kjör fólks og eins hafi eignir fólks verið að hækka í verði, sem sé jákvæð hlið fasteignamarkað- arins. Þá bendir Halldór á að vís- bendingar séu um að afkoma rík- issjóðs verði betri á þessu ári en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyr- ir. Þannig verði tekjuskattur fyr- irtækja hærri og eins arð- greiðslur frá Símanum. Þrátt fyrir spennu sé mikil tiltrú á ís- lenskt efnahagslíf, eins og sjá mátti í áliti Standard & Poor’s fyrir nokkru. Halldór Ásgrímsson segir horfur á betri afkomu ríkissjóðs Ekki ætti að þurfa frekari vaxtahækkanir  Bæði góð tíðindi og slæm/4 STOFNAÐ 1913 49. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.