Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR ÚTSALA Ullarkápur, dúnkápur Úlpur, jakkar Húfur og hattar Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið í dag sunnudag frá kl. 12-16 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Páskaferðir Costa del Sol 20. mars – 3. apríl Verð frá kr. 63.400 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Castle Beach, 14 nætur. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Benidorm 18. mars – 31. mars Verð frá kr. 43.400 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11ára á Montecarlo/Vacanza, 13 nætur. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Prag 21. mars – 28. mars Verð frá kr. 57.890 Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel ILF, 7 nætur. Netverð. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar og morgunverður. 21. mars – 28. mars Verð frá kr. 69.900 Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli, 7 nætur. Netverð. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting í 6 nætur í Dresden og 1 nótt í Prag á 4* hótelum, morgunverður, ferðir milli staða og til og frá flugvelli auk fararstjórnar. Sérferð til Dresden Átt þú barn eða ungling með geðraskanir? Hefur barnið þitt notið þjónustu á BUGL? – Er barnið þitt að fá úrræði á vegum Barnaverndarstofu? – Hefur þú áhuga á að hitta aðra foreldra í sömu stöðu? Okkur langar að hitta þig þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20 í Sjónarhóli, Háaleitisbraut 13. Þá munu Þorgerður Ragnarsdóttir og Hrefna Hannesdóttir kynna ráðgjafarþjónustu Sjónarhóls fyrir okkur. Spjall og kaffi á eftir. Hlökkum til að sjá þig BARNAGEÐ Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga Sími 695-5200 RAUÐI kross Íslands og Bandalag háskólamanna hafa bæst í hóp þeirra aðila sem staðið hafa að rekstri Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en nýtt samkomulag um rekstur og hlutverk hennar var undirritað í liðinni viku. Gildir samkomulagið til ársloka 2007. Ráðgjafarstofan var upphaflega sett á laggirnar sem tilraunaverk- efni af félagsmálaráðuneyti í árs- byrjun 1996, en undanfarin þrjú ár hefur rekstur Ráðgjafarstofunnar byggst á samkomulagi ákveðins hóps aðila um rekstur stofunnar. Að sögn Ástu S. Helgadóttur, forstöðumanns Ráðgjafarstofunn- ar, felst sérstaða og styrkur stof- unnar í því hver margir aðilar koma að rekstri hennar. „Þeir sem koma að rekstrinum eru aðilar sem eru í raun að vinna í mikilli samkeppni, en sameinast um að leggja bæði krafta sína og fjármagn í þetta verkefni og sýna þannig ákveðna ábyrgð. Sérstaða Ráðgjafarstofunnar felst þannig í því að vera ákveðinn samstarfs- vettvangur.“ Á síðasta ári bárust Ráðgjaf- arstofunni rúmlega átta hundruð umsóknir, sem var um hundrað umsóknum fleiri en árið þar áður. Samtals hefur Ráðgjafarstofan sinnt sex þúsund umsóknum frá því hún tók til starfa árið 1996. Auk þess hafa nokkur þúsund manns fengið ráðgjöf símleiðis. Ásta segir mikla áherslu lagða á að sinna fræðslustarfi og fer það fram í húsakynnum stofunnar, í grunn-, mennta- og háskólum, sem og í fyrirtækjum. Segist Ásta finna fyrir þónokkurri eftirspurn eftir fræðslu fyrir yngstu aldurshópana. Að sögn Ástu verður á nýja samningstímabilinu leitað eftir fleiri aðilum til að styrkja rekst- urinn enn frekar. Þegar liggur fyr- ir að Kreditkort hf. og Samband íslenskra tryggingafélaga, sem hafa um árabil verið styrktaraðilar Ráðgjafarstofunnar, munu styrkja reksturinn áfram á tímabilinu. „Einnig verður leitað til sveitarfé- laga og aðila sem koma að þessum málum með einum eða öðrum hætti,“ segir Ásta og tekur fram að þegar hafi verið gerður þjón- ustusamningur við Akureyrar- kaupstað og Kópavogsbæ. Aðilar nýja samkomulagsins eru: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., KB banki, Landsbanki Íslands hf., Landssamtök lífeyrissjóða, Reykjavíkurborg, Samband ís- lenskra sparisjóða, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, þjóðkirkjan, Bandalag háskólamanna og Rauði kross Íslands en síðastnefndu tvö félögin eru nýir aðilar að sam- komulaginu og rekstrinum. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna fær liðsauka Hefur sinnt sex þús- und erindum frá 1996 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.