Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ S igríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra segir að fáar þjóðir eigi möguleika á því að byggja upp þjóðgarð í líkingu við fyrirhugaðan Vatnajökuls- þjóðgarð, sem tæki til alls jök- ulsins og svæðanna norðan og sunnan við hann. Hugmyndir um Vatnajökulsþjóðgarð í ein- hverri mynd eiga sér langa sögu, en ríkisstjórn- in samþykkti í janúar sl. tillögu Sigríðar Önnu Þórðardóttur um að hefja undirbúning að stofnun hans. Tillaga umhverfisráðherra bygg- ist á skýrslu nefndar um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis norðan Vatnajökuls, sem skilaði skýrslu í maí á síðasta ári. Lagði nefndin til að þjóðgarður næði meðal annars yfir Vonarskarð og Tungnafellsjökul til norðvesturs, og í norðri meginhluta Ódáðahrauns, Öskju, Dyngjufjöll og Herðubreið, auk Jökulsár á Fjöllum og vatnasvæðis hennar. Að norðaustan tæki þjóð- garðurinn til Vesturöræfa, Snæfells og Eyja- bakka. Nemur þetta svæði um 10% af flatar- máli Íslands. Skýrsla nefndarinnar einskorðast við landið norðan Vatnajökuls, en Sigríður Anna leggur áherslu á að í endanlegri mynd muni þjóðgarð- urinn einnig taka til áhrifasvæða jökulsins í suðri. Skaftafellsþjóðgarður, sem nýlega var stækkaður, mun falla inn í þjóðgarðinn, sem gæti þá náð frá strönd til strandar. Sigríður Anna segir að sett verði sérstök lög um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og vonast til að unnt verði að leggja fram frumvarp þar að lútandi eigi síðar en haustið 2006. Hún kveðst búast við því að farið verði að mestu eftir til- lögum nefndarinnar hvað varðar svæðin norðan jökuls. „Skýrsla nefndarinnar er ákaflega vel unnin og tillögur hennar eru nokkuð mótaðar um skipulagið innan þjóðgarðsins og stjórnun hans. Hins vegar á eftir að fara fram töluverð vinna með heimafólki, bæði norðan jökulsins og sunnan. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir því að heimamenn komi að stjórnun þjóðgarðs- ins og ég tel að það sé mjög brýnt að verða við þeim óskum.“ Þeir þjóðgarðar sem fyrir eru í landinu heyra undir Umhverfisstofnun, en Sigríður Anna seg- ir að fram hafi komið að heimamenn hafi mik- inn áhuga á að taka þátt í stjórnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs. „Byggðirnar sunnan og norðan jökuls líta á svo stóran og einstakan þjóðgarð sem mikið tækifæri í atvinnusköpun og þá er auðvitað fyrst og fremst horft til ferða- mennsku. Ég átti fundi síðastliðið haust í Hornafirði og í Skaftafellssýslunum, og þar kom mjög skýrt fram að íbúarnir litu á ferða- þjónustu sem þá atvinnugrein sem veitti þeim mesta möguleika til uppbyggingar. Einnig hef ég í vetur tvívegis hitt sveitarstjórn Skútu- staðahrepps og þá hafa þessi mál verið til um- ræðu. Ég hef líka rætt þau á opnum fundi í Mý- vatnssveit. Þar binda menn sömuleiðis miklar vonir við ferðaþjónustuna og uppbyggingu hennar til framtíðar. Ég er sannfærð um að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, með þeirri upp- byggingu sem lagt er til, mun verða mikilvæg lyftistöng fyrir atvinnu og byggð umhverfis jökulinn.“ Langstærsti þjóðgarður Evrópu Sigríður Anna segir að enn eigi eftir að fara fram mat á því svæði sem falla mun undir þjóð- garðinn sunnan Vatnajökuls. Hún bendir á að síðastliðið haust hafi verið tekin ákvörðun um að stækka Skaftafellsþjóðgarð, sem með stækkuninni verður 4.807 ferkílómetrar og nær til 57% jökulsins, auk Lakagígasvæðisins. „Eft- ir stækkunina er Skaftafellsþjóðgarður þegar orðinn stærsti þjóðgarður Evrópu og Vatnajök- ulsþjóðgarður í endanlegri mynd mun verða sá langstærsti. Það er merkilegt að svo stór hluti landsins verði kominn undir þjóðgarð, en það er þó ekki fyrst og fremst stærðin sem gerir hann einstakan, heldur sá náttúrulegi fjölbreytileiki sem finna má innan hans. Það kemur vel fram í samantekt Magnúsar Tuma Guðmundssonar um jarðfræðileg einkenni og sérstöðu Vatna- jökuls og gosbeltisins norðan hans. Hann ber svæðið saman við aðra staði í heiminum þar sem eldvirkni hefur haft áhrif á jökla og jöklar á eldvirkni, og niðurstaða hans er sú að ekkert þessara svæða komist nálægt Vatnajökuls- svæðinu hvað jarðfræðilega fjölbreytni varðar. Að því leyti sé svæðið einstakt á heimsvísu.“ Yrði vel tekið á heimsminjaskrá Í skýrslunni um Vatnajökulsþjóðgarð kemur fram að svo stór og einstakur þjóðgarður myndi að mati kunnugra verða vel tekið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og yrði tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar. Sigríður Anna segir að það yrði ákveðinn gæðastimpill fyrir Ísland að Vatnajökulsþjóðgarður kæmist á heims- minjaskrána, auk Þingvalla. „Þetta er mikil- vægt hvað snertir ímynd landsins. Þá er ég ekki eingöngu að tala um ferðamennsku, heldur í víðu samhengi. Við höfum lagt áherslu á nátt- úru landsins þegar við erum að kynna okkur fyrir öðrum þjóðum, enda er hún á margan hátt einstök. Með því að stofna þennan stóra þjóð- garð erum við að leggja áherslu á þessi sér- kenni okkar og undirstrika hversu mikils við metum það sem þjóð að eiga svo stórkostlega náttúru. Ég veit ekki til þess að það sé nokkurs staðar verið að vinna að jafn metnaðarfullum hug- myndum og eru fólgnar í stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs, sem næði til jökulsins alls og svæð- anna norðan og sunnan við hann. Það er líka augljóst að fáar þjóðir eiga slíka möguleika. Stór hluti landsins okkar eru óbyggðir fjarri mannabyggð sem hafa mikla sérstöðu, meðal annars hvað varðar jarðfræði, samspil jökla og jarðhita, eldgos og landmótun, gróðurfar og dýralíf. Það er óhætt að segja að þarna eru gríðarlega mikil verðmæti. Nútímafólk, sem flest býr í þéttbýli, sækir í æ ríkari mæli eftir því að komast út í náttúruna, fjarri byggð.“ Þjóðgarðar fyrir fólk Sigríður Anna undirstrikar að þjóðgarðar hafi tvíþætt hlutverk, annars vegar að vernda landsvæði og hins vegar að veita fólki aðgang að þeim. „Það er höfuðatriði að þjóðgarðurinn er fyrir fólk. Því er mjög mikilvægt að byggðar verði upp þjónustumiðstöðvar og að þar verði fræðsla fyrir almenning, og eins þarf að sjá til þess að samgöngur séu greiðar. Á síðustu fjár- lögum fengust fjármunir til að byggja gesta- stofu í Ásbyrgi og ég lít á það sem fyrsta áþreif- anlega skrefið í uppbyggingu á þessu svæði. Framkvæmdir hefjast senn og munu þess sjást merki strax í sumar. Það er táknrænt fyrir framhaldið.“ Miðað er við að stofnun þjóðgarðsins fari fram í áföngum og að hann geti verið fullmót- aður um 2010–2012. „Ég legg mikla áherslu á að þetta sé gert í fullri sátt við alla hagsmuna- aðila, bæði heimafólk og aðra,“ segir Sigríður Einstakur þjóðgarðu Fyrirhugaður Vatnajökuls- þjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evr- ópu og einstakur að mati sérfræð- inga hvað snertir jarðfræði og nátt- úrufar. Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir ræðir við Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Morgunblaðið/Kristinn „Ég legg áherslu á að náttúruvernd og nýting auðlinda geta farið ágætlega saman,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra. Morgunblaðið/RAX Ferðalangar við Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður yrði í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður í Evrópu og mikla jarðfræðilega fjölbreytni þar að finna. ’Ég veit ekki til þess að það sé nokkurs staðar verið aðvinna að jafn metnaðarfullum hugmyndum og eru fólgn- ar í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem næði til jökulsins alls og svæðanna norðan og sunnan við hann.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.