Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 19 Titill þessa greinarkornsá sér upphaf tæpahálfa öld aftur í tím-ann. Ennþá heyristsama fullyrðing en í allt öðru samhengi. Hér var ekki átt við frammistöðu á prófum held- ur kvenlegt atgervi að mati ung- lingsstúlkna í þeim heimshluta sem nú kallast 105 Reykjavík. Þetta var löngu áður en lýtaað- gerðir komust á dagskrá og hag- stæðir viðskiptahættir gerðu ung- lingum kleift að eiga föt til skiptanna. Þetta var líka áður en þessi aldursflokkur komst í tísku og varð markhópur framleiðenda, kaupmanna og þeirra sem hafa at- vinnu af að lagfæra líkamlegar mis- fellur. Ég man varla eftir rót- tækari fegr- unaraðgerðum en uppbleyttum hörfræjum til að búa til svo- kallaða bjútíl- okka í hárið og nokkuð stöðugri totu á vörum svo að maður líktist átrúnaðargoðinu Birgittu Bardot. Að sjálfsögðu blundaði með smá- meyjum draumurinn um und- ursamlegt útlit og riddarann á hvíta hestinum, er hlaut að kjósa þá sem fegurst var. Reyndist hann ekki tagltækur gat maður kannski átt von um álitlegan meðreið- arsvein eða í versta falli óbreyttan kúsk. Lengra náði metnaðurinn sjaldnast, enda fátt í boði, og varla unnt að kalla yfir sig ömurlegri ör- lög en að pipra. Hugtökin sjálfsmynd, persónu- töfrar og útgeislun voru ekki til í orðaforða okkar en þegar rætt var um undurfríða jafnöldru heyrðust stundum svona miskunnarlausir dómar: „Hún fellur við viðkynn- ingu. Það er bara ekkert við hana!“ Sjálfsagt hefur öfund átt drjúgan þátt í dómhörku okkar sem töldum eigin vígstöðu heldur bága á þess- um vettvangi. Líklega höfum við þó skynjað skort á einhverju mik- ilvægu í fari þeirra fegurðardísa sem voru svo uppteknar af eigin út- liti að annað var látið lönd og leið. Þótt sjóndeildarhringur ungra stúlkna sé nú allmiklu víðari en í Norðurmýrinni forðum og draumar þeirra geti falið í sér fjöl- breyttari markmið en að klófesta prinsa kemur yfirlýsingin gamla mér oft í hug. Sú taumlausa útlits- dýrkun, sem alið er á nú á tímum, veldur því að oft ber fyrir augu heilar hjarðir af þokkadísum sem allar virðast steyptar í sama mótið. Þær tileinka sér sömu tísku- straumana, temja sér svipað við- mót og hreyfa sig í stöðluðum takti eins og þær lúti stjórn sama lið- þjálfa á vígvelli. Maður fær á til- finninguna að áhugasvið þeirra nái varla út fyrir æskileg lenda- og mittismál og þær nærist á afar ein- hæfri fæðu til líkama og sálar. Svo rammt kveður að þessu að erlendir gestir fullyrða purkunarlaust að ís- lenskar stúlkur séu nálega allar eins, svo að vitnað sé í ummæli sem féllu í skemmtilegri sjónvarps- mynd fyrir skömmu. Þá fer ekki hjá því að ýmsar spurningar vakni um persónuleika, sjálfsmynd og útgeislun; ýmsa þá eiginleika sem okkur skorti orð yfir á æskuárunum en skynjuðum þó að gætu komið í veg fyrir alvarlegt fall í skóla lífsins. Hún fellur! HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson guðrun@verslo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.