Morgunblaðið - 20.02.2005, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 25 hvort nauðsynlegt væri að bæta við „meira leikhúsi“, ef svo má segja, í sýninguna, dansi og söng. Leikstjórinn og leikskáldið Hávar leikstýrir nú eigin frum- sömdu leikriti í fyrsta sinn, enda seg- ist hann hafa skýra mynd af hvernig hann vildi sjá verkið á sviði. Aðspurð- ur hvort það sé ekki hættulegt að taka eigin verk til leikstjórnar segist hann ekki halda það, enda hefur hann áður leikstýrt eigin verkum fyrir útvarp og opnunarsýningunni á Smíðaverk- stæðinu árið 1992, leikgerðinni af skáldsögunni Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur. „Mér finnst þetta vera alveg óskyld verk- efni. En reyndar er mikilvægt að hafa með sér góðan dramatúrg eins og ég hef haft, Bjarna Jónsson. Við höfum verið að laga verkið til á ferlinu, bæta við og taka út. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt, kannski ekki síst þegar maður er hvort tveggja, leikskáld og leikstjóri,“ segir hann. Af nógu er að taka þegar kemur að því að „dramatúrga“ leikverk eftir Hávar Sigurjónsson. Það dylst varla nokkrum sem veit um hvað þessi þrjú þekktustu leikrit hans fjalla, Engla- börn, Pabbastrákur og nú Grjótharð- ir, að þarna er ekkert léttmeti á ferð- inni hvað varðar umfjöllunarefni, þó að húmorinn sé vissulega til staðar. Hávar yppir öxlum þegar ég ber þetta upp. „Fjalla þau um erfiða hluti? Ef til vill. En that is what drama is made of! Það er ekkert gam- an að skrifa leikrit um fólk sem líður vel og hefur það gott,“ segir hann og hlær. „Eða hvers konar leikrit er það? Ég segi reyndar alltaf að næst ætli ég að skrifa leikrit sem er létt og skemmtilegt, um fólk sem er rosalega gott við hvort annað. En það hefur ekki tekist enn.“ Engu að síður segist Hávar vilja halda því fram að sama hversu ógæf- an virðist stór, hversu mikið myrkur virðist grúfa yfir tilveru fólksins sem hann fjallar um, sé það samt að reyna að lifa. „Það hefur alveg sömu tilfinn- ingar og hinir sem hafa ekki lent í þessu. Allt er ekki tóm illska og grimmd. Það er það sem gerir það að verkum að verkin eru mannleg og ég held að margir geti alveg samsamað sig með því fólki sem kemur fyrir í leikritunum mínum, hvort sem það hefur lent í svipuðum aðstæðum eða ekki.“ Á sama hátt segist Hávar ekki allt- af vera að skrifa út frá eigin raun- veruleika, frekar en aðrir rithöfund- ar, og segir það raunar koma sér stundum á óvart þegar fólki finnst hann hafa hitt naglann í lýsingum á tilteknum aðstæðum. „Ég lít jafnvel svo á að þetta séu í einhverjum skiln- ingi fantasíur af minni hálfu, hug- myndir um hvernig þessar aðstæður gætu verið, og verð þess vegna hissa þegar fólk segir við mig að þetta sé „alveg eins og ...“.“ Leikhúsið á að taka þátt í umræðunni En eru þeir hlutir sem Hávar tekst á við í verkum sínum nokkuð sem honum finnst að leikskáld þurfi að fjalla um? Hann svarar að almennt eigi leikhúsið að taka þátt í um- ræðunni í samfélaginu í sýningum sínum, en þegar að því komi að skrifa leikrit þurfi fleira að koma til. „Maður þarf að hafa jafnvægi á milli tveggja hluta: Annars vegar þarf að vera til staðar einhver broddur í verkinu, ekki endilega ádeila, en umfjöllunar- efnið þarf að snerta á því sem er til umræðu í samfélaginu. Svo sannar- lega hefur umræðan undarfarin miss- eri snúist að nokkru leyti um refsing- ar og glæpi, og það er eflaust eitt af því sem hefur kveikt í mér að skrifa þetta leikrit,“ segir Hávar. „Hins veg- ar þarf leikhúsið að hafa skemmtana- gildi. Því má ekki gleyma að það verð- ur að vera gaman líka, ekki síst á þessum tímum þegar fólk hefur úr svo mörgu að velja. En þó að ánægjan fyrir áhorfandann felist að einhverju leyti í því sem er fyndið, felst hún líka í því að honum finnist hann hafa skilið eitthvað og tekið þátt í einhverju til- finningalega.“ Hávar Sigurjónsson var í nóvem- ber síðastliðnum kjörinn formaður Leikskáldafélags Íslands. Hann seg- ist bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar leikritunar, enda mikil gerjun á þeim vettvangi. „Við erum komin með hóp af leikskáldum sem er að skrifa alveg ágætlega boðleg leikrit, bæði gaman- leikrit og dramatísk verk og allt þar á milli,“ segir hann. „Þannig að hvorki leikhúsið né almenningur þarf að líta svo á að það þurfi að sýna okkur ís- lensku leikskáldunum sérstakt um- burðarlyndi umfram aðra höfunda.“ Það hefur líka sýnt sig að verk bæði Hávars og margra annara íslenskra leikskálda hafa í auknum mæli verið tekin til sýninga erlendis, þar sem ógrynni verka frá ýmsum löndum standa til boða. „Í slíkum tilvikum hlýtur að vera eitthvað til staðar í ís- lenskum verkum sem fólki þykir spennandi, ekki bara vegna þess hvaðan þau koma eða hver hefur skrifað þau. Þau standast vissar kröf- ur,“ segir Hávar. „En ég held að það ætti ekki að vera neitt markmið fyrir leikritahöfunda að skrifa fyrir erlend- an markað. Það er bara bónus og ég held að flestir verði fremur hissa þeg- ar það gerist, því leikritin eru á vissan hátt svo „lókal“. Maður skrifar mark- visst fyrir sitt fólk og umhverfi, þar sem til staðar er ákveðinn skilningur. Við þekkjum alla þessa karaktera þó að það sé ekki verið að hamra þá ofan í okkur, og getum staðsett þá. Það er vegna þess að við erum íslensk. Þess vegna verður maður hissa þegar þeir ná athygli einhverra sem ekki þekkja til.“ Mitt í hringiðu þess að vera að leik- stýra eigin verki, nokkrum dögum fyrir frumsýningu, er ekki ofarlega í huga Hávars hvert hans næsta skref verður á sviði leikhússins – þó að „samræða“ við Borgarleikhúsið hafi raunar átt sér stað. „Þegar maður er staddur á þessum punkti finnst manni að maður muni aldrei skrifa neitt né leikstýra neinu aftur,“ segir hann. Þetta eru nú ekki falleg orð til að enda viðtal á, bendi ég honum á. Hann hlær og hverfur aftur á vit fangelsisins. Grjótharðir gerist í fangelsi og segir leikskáldið það spennandi stað til að leiða saman persónur. „Þrátt fyrir allt sem gerist þurfa þeir að halda áfram að vera þarna. Þeir geta ekki farið ef þeir lenda í útistöðum, ef einn er laminn getur hann ekki bara farið heim til sín. Hann er þarna og þeir þurfa að borða morgunmat saman daginn eftir, sama hvað hefur gerst kvöldið áður.“ ingamaria@mbl.is „Fangarnir eru allir sannfærðir um að þeir séu í einhverjum skilningi hafðir fyrir rangri sök. Í huga hvers og eins eru þeir betri en hinir.“ Atli Rafn Sigurðarson og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.