Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Margan furðar á þvíhve stjórnvöld ogsagnfræðingar virð-ast hafa lítinn áhugaá því að skrásetja sögu símamála og sinna ei um að flokka gögn, sem liggja í hirðuleysi undir súð á hanabjálka í húsakynn- um Þjóðskjalasafnsins við Lauga- veg. Fyrir alllöngu eignaðist greinar- höfundur danska myndabók sem Ill- ustreret Tidende gaf út sem fylgirit. Þetta er Krig & Fred, ljósmyndablað frá árinu 1906. Þar er fjöldi ljós- mynda er tengjast sögu Íslands, mönnum og málefnum. Meðal margra áhugaverðra mynda er stór ljósmynd sem Pétur Brynjólfsson, konunglegur hirðljósmyndari, tók af norskum símamönnum, sem ráðnir voru þegar ákveðið var að ráðast í símalagningu um landið þvert og endilangt. Flestir kannast við þær harðvítugu deilur sem spruttu af ágreiningi um leiðir fjarskipta, um síma eða loftskeyti. Hannes Hafstein mun hafa ráðið miklu um það að Norðmenn voru ráðnir í það mikla og áhættusama verkefni að leggja símalínu allt frá þeim stað er símakapallinn kom að landi og tengja hann með loftlínu milli staura, allt austan frá Seyðis- firði, yfir holt og hæðir, fjöll og dali, stórfljót, jökulvötn, silungsár og svanavötn. Leitað var til Noregs, en þangað var talið að hentugast væri að leita harðfengra starfsmanna, sem vanir væru að sigrast á stórbrotinni nátt- úru og hopuðu hvergi fyrir snar- bröttum fjöllum né straumhörðum stórfljótum við lagningu símans og strauraflutninga milli landsfjórð- unga. Ég vissi af frásögnum, og per-sónulegum kunningsskap,um ýmsa starfsmenn Lands-símans sem starfað höfðu lengi í þjónustu Símans og voru með- al frumherja. Einnig voru ýmsir af- komendur þekktra norskra síma- manna góðkunningjar og vinir. En til þess að fjalla af þekkingu og kunn- ugleika var nauðsynlegt að afla stað- góðra og traustra heimilda. Í því skyni leitaði ég til Þjóðskjalasafnsins og bað um nöfn og heimilisföng þeirra Norðmanna og annarra út- lendinga sem hingað réðust í önd- verðu. Skjalavörðurinn sem varð fyr- ir svörum tjáði mér að ekki væri hægt að verða við beiðni minni. Öll skjöl Símans frá upphafi væru vafin í kraftpappír og vafin seglgarni eða trolltvinna. Væri þeim búinn staður undir súð í húsakynnum safnsins. Ástæðan væri fjárskortur og fá- menni starfsliðs. Um sömu mundir sáu þó blaðales- endur að Síminn auglýsti nær dag- lega í dagblöðum heilsíðu auglýsing- ar með klæðskiptingum Popp-Tí-Ví- stöðvarinnar þar sem þremenning- arnir Auddi, Sveppi og Pétur tvinn- uðu klám- og sóðatal sitt á kostnað Símans. Kvöddu þeir sér til aðstoðar alþingismenn og ráðherra, sem fögn- uðu því að fá að taka þátt í kynæs- andi leikjum þeirra og spöruðu hvergi hrós né lofsyrði. Má geta þess að einn leikur þeirra félaga var fólg- inn í því að ráðast að einum félag- anna í því skyni að troða farsíma inn um buxnaklaufina í þeim yfirlýsta til- gangi að snerta kynfærin. Má ráða af því hve heilnæmt var og hollt að taka þátt í slíkum leik. Þá voru þeir fé- lagar fengnir til þess af Osta- og smjörsölunni að auglýsa tertu, sem þeir rómuðu mjög. Sóttu þeir sér væna sneið með sömu fingrum og þeir höfðu haldið á farsímatækinu sem þeir höfðu sótt í buxnaklauf fé- lagans, sem hafði nýverið geymt sím- tækið í klofi sér. „Skuggalega gott,“ sagði klofmaður Símans er hann beit í kökuna. Umhverfisráðherrann fyrrverandi átti naumast orð til að lýsa ánægju sinni yfir því að renna skeiðið með slíkum hefðarmönnum. Hvað sem líður dræmum undir- tektum Þjóðskjalasafnsins hefir samt tekist að afla vitneskju um flesta Norðmenn, sem hugsanlega eru á ljósmynd þeirri, sem tekin var af tjöldum símamanna og þeim starfsmönnum sem lögðu símalínu um landið endilangt. Þess ber þó að geta að kunnur sunnlenskur bóndi og vinnugarpur, Björn Bjarnarson í Grafarholti, tók að sér að reisa straurana, sem munu hafa verið 14 þúsund að tölu. Reið hann um landið og kannaði hentuga leið. Er frásögn hans skráð, fróðleg og ítarleg. Björn var faðir Steindórs Björnssonar, sem var starfsmaður Landssímans um áratuga skeið. Björn var tengda- faðir Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds í Árnasafni, Þórunn, kona Jóns, var dóttir Björns. Þá var Björn Birnir, hrepp-stjóri í Mosfellssveit, sonurBjörns. Björn Vignir Sigur-pálsson, fréttaritstjóri Morgunblaðsins, er nafni Björns og afkomandi. Olav Forberg, sem Hannes Haf- stein skipaði sem landssímastjóra, var harðfengur og brekkusækinn dugnaðarforkur. Synir hans, Bjarni, Kári og Olav, störfuðu árum saman hjá Landssímanum. Dóttir hans, Astrid, giftist Johan Ellerup lyfsala. Olaf, starfsmaður Flugleiða í New York lengi, heitir nafni afa síns. Paul Smith verkfræðingur, faðir Thorolfs Smith blaðamanns, var verkfræðingur í hópi Norðmanna þeirra er hingað komu. Hann stofn- aði síðar fyrirtækið Smith & Nor- land, sem er rekið enn í dag við far- sæla stjórn Sverris Norlands. Synir Pauls Smith, Gunnar, Erling og Thorolf voru nafnkunnir og settu svip á miðbæ Reykjavíkur. Nordgulen var hörkutól og skor- aðist ekki undan stórræðum. Synir hans voru kraftajötnar og hnefa- leikamenn og tóku virkan þátt í fé- lagslífi bæjarins. Björn Bjarnarson var um skeið alþingismaður Borg- firðinga. Hann lenti í harðvítugum deilum við Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar og ráðherra um tíma. Vandaði hann síst kveðjurnar. Var stundum stórorður. Kló fast og hellti salti í sár, hreinskilinn og djarfmælt- ur, ekki hvað síst í Bárubúð 31. júlí 1906. Traustasti heimildarmaður um sögu Landssímans mun óhikað vera Steindór Björnsson frá Gröf, sonur Björns Bjarnarsonar. Hann var fróðleiksfús iðjumaður, listaskrifari og drátthagur, afreksmaður í dag- legu starfi og eigi síður í tómstund- um. Hann mun hafa látið minjasafni því, sem er til húsa í Loftskeytastöð- inni við Suðurgötu, í té margs konar fróðleik um starfsár Landssímans. Hann var efnisvörður og bjó sjálfur við Sölvhólsgötu í næsta nágrenni við deild Símans, handan götunnar. Lagning síma milli landshluta Það munu hafa verið um 300 Norðmenn sem réðust til starfa við lagningu símalínu. Á ljósmyndinni, sem birtist í Illustreret Tidende, gætu meðal annarra verið þeir sem hér eru taldir: Halvorsen, Midtthun, Sigfred Tengs, Heyerdal, Paul Smith, Chr. Björnæs, Ole Vestad, Sören Malones, Merkesdal, Nordgulen, Jon Midtthun, Holö, Roald Osnes, Hans Gerik, Olav Forberg, Kragh. Höfundur er þulur. Víða leynast heimildir um sögu landsins. Pétur Pét- ursson fann ljósmynd af norskum símamönnum, sem voru ráðnir til að leggja síma um landið þvert og endilangt, í danskri bók, en þegar hann hugðist leita nánari upplýsinga reyndust öll gögn Símans óflokkuð í haugum og varð hann að leita fanga annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.