Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 27 FRÉTTIR Ráðstefna á Grand Hóteli 25. febrúar 2005 Dagskrá 9:00 Opnunarávarp; Ísland og norðurslóðir Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra Fyrri hluti, kl. 9:05-12:00 Fundarstjóri: Dr. Gísli Pálsson, prófessor við Háskóla Íslands Mannlíf og lífskjör Human and Economic Development in the Arctic Region: Challenges and Opportunities for Iceland and the West Nordic area (á ensku) Dr. Joan Nymand Larsen, sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Fyrirspurnir og umræður Lífríki hafsins Áhrif breytts náttúrufars á auðlindir hafsins Dr. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun Rannsóknir á breytingum á hafstraumum og ástandi sjávar vegna loftslagsbreytinga Dr. Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Fyrirspurnir og umræður Lífríki á landi Landnýting og losun gróðurhúsalofttegunda Dr. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands Dýralíf í breyttu umhverfi Kristinn H. Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýravistfræðisviðs Náttúrufræðistofnunar Íslands Fyrirspurnir og umræður Orkumál Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkugjafa á norðurslóðum Dr. Árni Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar Orkunotkun og orkunýting á norðurslóð Dr. Páll Valdimarsson, prófessor við Háskóla Íslands Fyrirspurnir og umræður Samantekt og niðurstöður Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðum. Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands Seinni hluti, kl. 13:00-17:00 Fundarstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyti Samgöngur Hlutverk Íslands í sjóflutningum á Norður-Atlantshafi Eggert H. Kjartansson, sölustjóri útflutningsdeildar Atlantsskipa Möguleikar á umskipunarhöfn á Íslandi Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar Fyrirspurnir og umræður Ferðaþjónusta Kuldi, myrkur, auðn; Sérstaða og tækifæri norðurheimskautssvæða Sigurbjörg Árnadóttir, ráðgjafi í ferðaþjónustu Fyrirspurnir og umræður Byggðaþróun Ný tækifæri í atvinnuþróun, menntun og rannsóknum Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði Rannsóknir, skipulag og sjálfbær þróun Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur Áhrif sjávarstöðubreytinga á skipulag við strönd Dr. Trausti Valsson, prófessor við Háskóla Íslands Fyrirspurnir og umræður Áherslur í rannsóknum og vísindum Vísinda- og tæknisamstarf - Ögrun á norðurslóðum Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti Framlag háskóla- og vísindamanna til stefnumótunar í málefnum norðurslóða Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Fyrirspurnir og umræður Samantekt og niðurstöður Þórhallur Jósefsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu Utanríkisráðuneytið hefur forystu um ráðstefnuna í nánu samstarfi við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og Rannís, en allir þessir aðilar styrkja ráðstefnuna. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning er í síma 545 9940 eða með tölvupósti: sand@mfa.is Ísland og norðurslóðir Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars ÞETTA verk Kristínar Ómars- dóttur virðist skrifað á undan bæði leikritinu Spítalaskipi sem frum- sýnt var hjá Nemendaleikhúsinu í byrjun árs og skáldsögu hennar Hér sem kom út í desember. Líkt og í Hér er stúlkubarn í aðal- hlutverkinu en það eru ekki ógnir hins stóra heims, styrjaldir og dauði, sem hún glímir við í Segðu mér allt heldur ógnir heimilislífs- ins, stríð kjarnafjölskyldunnar, og tengjast kynhvötinni sem stúlkan er að uppgötva. Eins og ævinlega hjá Kristínu er verkið skrýtið, skemmtilegt og ögrandi. Það hefur ekki hefð- bundna uppbyggingu, allt flýtur eða skellur hvað á öðru, mörkin óljós milli brotakenndrar upplif- unar barns á ógnvænlegum veru- leika og barbí-draumsins sem stúlkan flýr inn í, – eintöl, löng samtöl án mikilla átaka, írónía Kristínar, leikur að orðum – ekki auðveld að setja á svið. Hvítir ferkantaðir kassar og pallar blasa við manni í enda sal- arins á nýja sviðinu og það er formfesta, röð og regla sem mynd- ar rammann um sýninguna, hér er komið reiðu á óreiðu Kristínar, hlutirnir ganga upp. Rebekka Ingi- mundardóttir hannar leikmyndina. Hún og Kári Gíslason, sem sér um flotta lýsinguna, ná svo sannarlega í skottið á húmor Kristínar þegar þau búa til bleikan barbí-töfra- draumaheim stúlkunnar og hljóð- mynd Hákons Leifssonar styður hann ákaflega vel, en það gera reyndar tónlist og hljóð í allri sýn- ingunni. Svarthvítur hvunndag- urinn sem Rebekka teflir á móti þeim bleika er út í minnstu smáat- riði svarthvítur. Hann er smart og eins og klipptur út úr vel stæðu millistéttarheimili í Innliti/útliti þar sem einhver á við fullkomn- unaráráttu að stríða. Það er því frekar sem gerviheimi en martrað- arlíkum hvunndegi sé teflt gegn draumaheiminum. Rebekka hefur líka teiknað alla búninga og eru þeir, svo og gervin og hárgreiðsl- urnar (Guðrún Þorvarðardóttir), hver öðrum betri. Af ímyndunarafli og mikilli alúð hafa leikstjórinn Auður Bjarna- dóttir og leikararnir spunnið út frá texta Kristínar. Allur leikur er stíl- færður, og er það jafnan tæknilega vel unnin stílfærsla, gleðilega laus við allan farsa, grófleika og aula- hátt. Mikið er dansað og margar litskrúðugar myndir verða þar til og skemmtileg smákómísk uppbrot koma á óvart. Álfrún Örnólfsdóttir leikur Guð- rúnu, tólf ára gömlu telpuna sem bundin er við hjólastól. Guðrún Álfrúnar er barnsleg og hún á mörg falleg augnablik, en barnsleg einfeldnin og stöðug gleðin gengur hins vegar ekki ætíð upp í verkinu, einkum ekki þar sem allt verkið er séð af sjónarhóli hennar; jafnt martraðarlíkt heimilislífið sem draumurinn. Það að að henni steðji lítil ógn – ótti og lömunin kalli aldrei fram í henni andstyggð eða grimmd – er erfitt að melta. Marta Nordal leikur móðurina Höllu, húsmóður sem leiðist skelfi- lega að vera bundin við heimilið og elskar að láta leiðindin bitna á maka sínum Vilhjálmi, sem Ellert A. Ingimundarson leikur. Marta skilar þessu hlutverki – biturleika, grimmd persónunnar og skap- sveiflum – einstaklega vel. Texti Kristínar nýtur sín hvergi betur en af munni hennar, hún dansar af mikilli færni og bregður sér af leikni í þær ótal myndir sem dóttir hennar hefur af henni. Það er gleðilegt að þessi leikkona skuli loks hafa fengið hlutverk þar sem hæfileikar hennar fá að njóta sín. Ellert A. Ingimundarson er þreytti eiginmaðurinn sem vill gera öllum til geðs, aumkunarverður, oft kóm- ískur, en hvörfin í persónu hans hefðu mátt vera stærri og stund- um meiri alvara í hlutunum eins og til dæmis dauðaþránni. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur yfirfrú, skólastjóra upptökuheimilis, Barbí – og Þór Tulinius Mark eiginmann hennar. Þau eru fyndið, dauðsótt- hreinsað glatt par sem veit hvern- ig fullorðið fólk á að haga sér, samstillt í samleik sínum. Edda Björg verður líka minnisstæð úr óborganlegum samsöng hennar og Álfrúnar um stærðfræðina. Og því- líkur dýrðarinnar skáldskapur um stærðfræði frá Kristínar hendi. Ef ástæða er til að gagnrýna eitthvað í þessari fallegu, vel unnu sýningu Auðar Bjarnadóttur er það kannski helst það að vinna hefði mátt stundum út meiri grimmd, skarpari skil milli brota verksins, láta það ekki ganga alveg svona vel upp, sleppa einnig stöku dansi og millispili í stað þess að teygja óþarflega úr sýningunni. Og strópó-skópið eins og það er notað – er það nú ekki að verða svolítið þreytt – í vetur? Vesalings kjarna- fjölskyldan Morgunblaðið/Þorkell „Af ímyndunarafli og mikilli alúð hafa leikstjórinn og leikararnir spunnið út frá texta Kristínar. Allur leikur er stílfærður, og er það jafnan tæknilega vel unnin stílfærsla, gleðilega laus við allan farsa, grófleika og aulahátt.“ LEIKLIST Borgarleikhús Segðu mér allt Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Leikmynd og bún- ingar: Rebekka Ingimundardóttir. Hljóð- mynd: Hákon Leifsson. Lýsing: Kári Gísla- son. Leikarar: Álfrún Örnólfsdóttir, Marta Nordal, Ellert A. Ingimundarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þór Tulinius. Nýja sviðið, föstudag 18. febrúar kl. 20.00. María Kristjánsdóttir ÍSLENSKA óperan og Vogabær endurnýjuðu sam- starfssamning sín á milli á dögunum. Samningurinn felur í sér að hlutfall af sölu Vogabæjar á Óp- erusósum og súpum fyrirtækisins, rennur til Íslensku óperunnar árið 2005. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska óperan og Vogabær gera með sér slíkan samning og mun framlag Vogabæjar verða sér- staklega notað til að búa til fræðsluefni á Óperu- vefnum. Framleiðsla Vogabæjar á Óperusósum og súpum tengist starfsemi Óperunnar á þann hátt að sósurnar og súpurnar heita eftir persónum sem koma fyrir í hinum ýmsu óperum t.d. er hægt að kaupa Toscu tómatsúpu frá Vogabæ til að matreiða áður en farið er á sýningu á Toscu í Óperunni. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Sigrún Ósk Ingadóttir undirrita samstarfssamning Óperunnar og Vogabæjar. Vogabær styrkir starf Óperunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.