Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 37
HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Pétur Kristinsson löggiltur fasteigna og skipasali, löggiltur verðbréfamiðlari Teitur Lárusson Sölufulltrúi Skemmtistaður í miðborginni til sölu Af sérstökum ástæðum þá er til sölu rekstur á stað er var til skamms tíma einn af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar. Staður þessi var rekinn sem kaffihús, matsölu- og skemmtistaður og er staðsettur miðsvæðis í Reykjavík. Staðurinn hafði vínveitingaleyfi fyrir tæplega 320 manns og með opnunartíma til kl. 5:00 um helgar. Langtímaleigusamningur er til staðar. Allar frekari upplýsingar veitirTeitur Lárusson sölufulltrúi á skrifstofu H.B. fasteigna á 10 hæð í Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 37 UMRÆÐAN FRÁ ÞVÍ samræmd próf voru fyrst tekin upp um miðbik áttunda áratugar síðustu aldar hefur fram- kvæmd þeirra stöðugt orðið um- fangsmeiri. Fyrst voru prófin í fjór- um greinum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku, í einum ár- gangi eða 9. bekk sem þá var lokaárið í grunn- skóla. Nú, 30 árum síð- ar, er prófað í þremur árgöngum grunnskól- ans. Í 4. og 7. bekk er könnuð kunnátta barna í íslensku og stærð- fræði og í 10. bekk er nú prófað í sex greinum þ.e. ensku, dönsku, ís- lensku, náttúrufræði, samfélagsgreinum og stærðfræði. Það er reyndar kallað val hvort og hvaða próf unga fólkið tekur í 10. bekk. En valið er harla þvingað því innganga í framhaldsskóla og röð- un í áfanga er háð einkunn á sam- ræmdu prófi. Skólaeinkunn hefur lít- ið sem ekkert vægi. Hin síðari ár hafa svo meðaltöl einkunna í hverri grein í hverjum skóla verið árvisst fréttaefni og menn notað það sem mælikvarða á góða skóla og slaka. Og nú hafa verið tekin upp samræmd stúdentspróf. Sem sagt allsherjar samræmd menntun. En hvað mæla samræmd próf? Þau mæla færni og kunnáttu nemenda í afmörkuðum þáttum skólastarfs (bóklegum greinum) á ákveðnum stað og stund. Samræmd próf ná ekki til einstaklinga sem eru sterkir á öðr- um sviðum en þessum bóklegu grein- um sem prófað er í. Hvað með eig- inleika sem eru eftirsóttir í atvinnulífinu eins og samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð eða sköpun? Samræmd próf mæla ekki þessa þætti. Hver eru skilaboðin til þeirra sem eru flinkir á öðrum svið- um, í dansi, fótbolta, matseld eða vélaviðgerðum svo eitthvað sé nefnt? Fjöldi nemenda í 10. bekk nær ekki tilskildum árangri á samræmdum prófum, sjálfsmynd þeirra og sjálfs- traust bíður alvarlegan hnekki. Samræmd próf vekja upp ýmsar spurningar sem brýnt er að leita svara við nú í upphafi 21. aldar. Ljóst er að verulegur áhugi og áhersla er á að þróa skólastarf í takt við þær gríð- arlegu samfélagsbreytingar sem orð- ið hafa síðustu áratugi. Hvernig ríma til að mynda samræmd próf við ein- staklingsmiðað nám sem víða er í þró- un í skólum hér á landi þar sem áhersla er á að nemandi læri miðað við þroska sinn, reynslu og getu? Hvernig ríma þau við aukna áherslu á ábyrgð nemenda á eigin námi og sjálfsmat? Hvað kostar framkvæmd samræmdra prófa og hver er hinn raunverulegi ávinningur? Hversu raunhæfar eru niðurstöður þegar kennt er markvisst undir samræmd próf með því að dæla í nemendur gömlum samræmdum prófum eins og gert er í sumum skólum? Eru það góðir kennsluhættir að kenna undir próf? Hvað með óræðustu breyturnar af öllum í heildarmyndinni, kennsl- una sjálfa, eða andrúmsloftið í skól- anum? Þessir þættir hafa býsna mikil áhrif á nám og námsárangur. Engir tveir kennarar kenna eins, engir tveir bekkir eru eins, hver nemandi er einstakur. Dapurlegt var að heyra ungt fólk nefna samræmd próf sem helsta áhyggjuefnið í löngu kennaraverkfalli á liðinni haustönn – áherslan á samræmd próf er greinilega svo kirfilega greypt í huga nemenda að hún virðist skyggja á annað mik- ilvægara starf sem fram fer í skólunum. Og nú skal þessum nemendum dembt í samræmd próf þrátt fyrir sjö vikna skerðingu á lög- boðinni skólagöngu á yfirstandandi skólaári. Varla teljast niðurstöður úr þeim prófum samanburðarhæfar við niðurstöður fyrri ára. Fyrir stuttu var mikið fjallað í fjöl- miðlum um niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á námsárangri, svokall- aðrar PISA rannsóknar. Finnar stóðu sig afar vel á þeim mælikvarða og Íslendingar standa þeim talsvert að baki. Og spurt er hverju sætir? Ýmsar skýringar eru nefndar sem ekki verða tíundaðar hér. En benda má á að samræmd próf ku ekki vera mikið brúkuð hjá frændum vorum Finnum. Það er brýnt að staldra við og íhuga áhrif samræmdra prófa á skólastarf og menntun. Eru þau nauðsynleg í núverandi mynd eða eru þau tímaskekkja á 21. öld? Skorað er á menntamálaráðherra að íhuga þessi mál og stíga jafnframt fyrsta skrefið í átt til úrbóta og afnema strax op- inbera birtingu á meðaltals- einkunnum í hverjum grunnskóla. Með því móti leggst af sá óraunhæfi og ósanngjarni samanburður sem nú viðgengst milli grunnskóla á grund- velli meðaltalseinkunna úr sam- ræmdum prófum og skólar njóta frekar sannmælis út frá öðrum og fjölbreyttari mælikvörðum. Samræmd próf – nauðsyn eða tímaskekkja? Aldís Yngvadóttir skrifar um samræmd próf í grunnskóla ’Það er brýnt að staldravið og íhuga áhrif sam- ræmdra prófa á skóla- starf og menntun.‘ Aldís Yngvadóttir Höfundur á þrjú börn í grunnskóla. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Óðinsgata Mjög fallegt, vel skipulagt og nánast algjörlega endurnýjað þrílyft timbur- einbýlishús á hlöðnum grunni. Eignin skiptist m.a. í rúmgott eldhús m. sprautulökkuðum innrétt. og góðri borðaðstöðu, saml. stofur, tvö her- bergi og baðherb. auk opins rýmis í risi. Furugólfborð. Suðaustursvalir. Þrjú sérbílastæði. Falleg afgirt lóð með heitum potti, verönd og skjól- veggjum. Verð 29,9 millj. Hlíðarvegur - Kópavogi Fallegt og vandað 227 fm parhús á þremur hæðum í suðurhlíðum Kópa- vogs. Eignin skiptist m.a. í rúmgóða og bjarta stofu, eldhús m. vandaðri innréttingu og góðri borðaðstöðu, sjónvarpshol m. útg. á vestursvalir, 5 herbergi og flísalagt baðherbergi auk tveggja snyrtinga. Möguleiki að útbúa séríbúð í kjallara. Frábært útivistar- svæði í næsta nágrenni. Stutt í skóla. Falleg lóð, ræktuð trjám. Verð 33,5 millj. Ásvallagata Glæsilegt og mikið endurnýjað 191 fm einbýlishús ásamt 26 fm bílskúr á þess- um vinsæla stað í vesturbænum. Eignin, sem er kjallari og tvær hæðir, skiptist m.a. í bjartar samliggjandi stofur m. hús- bóndaherb. inn af, eldhús með nýlegri innrétt., 5 rúmgóð herbergi og tvö bað- herbergi. Ræktuð lóð. Verð 39,0 millj. Ekrusmári - Kóp. Glæsilegt og vel skipulagt 182 fm einbýl- ishús á einni hæð með 33 fm innb. bíl- skúr. Eignin skiptist í forstofu, þvotta- herb., sjónvarpshol, 4 herb., rúmgott eldhús m. vönduðum eikarinnrétt. og vönd. tækjum, rúmgóða stofu m. útg. á verönd og vandað flísal. baðherb. m. hornbaðkari. Parket og flísar á gólfum. Útsýni úr stofu m.a. að Snæfellsjökli. Stór verönd með skjólveggjum og heit- um potti. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Verð 45,0 millj. Fensalir - Kóp. - 4ra herb. m. útsýni Glæsileg 133,4 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð með sérgeymslu í kj. Íb. skiptist í forstofu, hol, 3 herb., öll með skápum, flísalagt baðherb., rúmgóða og bjarta stofu, þvottaherb. og eldhús m. vandaðri innrétt. og vönd. tækjum. Stórar suðv- svalir, útsýni. Parket og flísar á gólfum. Allar innrétt. úr hlyn. Íbúð sem vert er að skoða. Verð 24,9 millj. Álfaborgir-sérinng. Mjög falleg 76 fm íbúð m. sérinng. á 2. hæð ásamt 2,4 fm geymslu á jarðhæð I góðu fjölbýli. Íb. skiptist í forstofu m. geymslu innaf, hol, flísalagt baðherb., 2 herb., bæði með skápum, eldhús og stofu m. útg. á suðursvalir. Laus 1.apríl nk. Verð 15,9 millj. Bræðraborgarstígur - 3ja herb. Mjög falleg og björt 97 fm íbúð á 2. hæð með suðursvölum út af stofu. Íb. skiptist í forst./hol, flísal. baðherb., stórar saml. skiptanlegar stofur, rúmgott eldhús með góðri borðaðst. og fallegri innrétt. og eitt herb. með skápum. Húsið nýlega viðgert að utan. Sérgeymsla í kj. Verð 19,9 millj. Efstasund - 2ja herb. Mjög falleg og vel skipulögð 62 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýli auk 6,8 fm geymslu í kj. Eldhús með nýlegum innrétt. og góðri borðaðst., flísal. baðherb., rúmgóð og björt stofa og parketl. herb. með skáp- um. Lóð nýlega endurnýjuð. Verð 14,5 millj. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ MARG BORGAR SIG Netfang: borgir@borgir.is www.borgir.is Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Burknavellir - 2ja herb. - Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu mjög falleg 77,3 fermetra 2ja-3ja herbergja íbúð með sérinngangi, vel staðsett í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, hol, herbergi (geymsla á teikningu), eldhús, baðherbergi, stofu og hjónaherbergi. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Góð verönd. Verð 16,0 millj. 108915 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.