Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 39 MINNINGAR ✝ Kristín Ás-mundsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði í S-Múl. 1. nóvember 1915. Hún lést á Hrafnistu 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásmundur Þor- steinsson bóndi og Guðrún Hannesdótt- ir húsfreyja. Kristín var yngst fimm systkina sem voru Bríet, f. 1903, d. 1976; Dómald, f. 1905, d. 1994; Lilja Sæbjörg, f. 1910, d. 1910; og Þur- dóttur, Stefán Pétur, flugstjóri og tónlistarmaður, f. 1956, kvæntur Huldu Svavarsdóttur, og Guðrún Margrét, f. 1961, d. 1991, dans- kennari, sem var gift Páli Sig- urðssyni. Þorbergur átti syni frá fyrra hjónabandi og hún tók að sér fjóra þeirra. Þeir eru: Gunnar, landmælingamaður, f. 1929, Frey- steinn, útgerðarmaður og skák- meistari, f. 1931, d. 1974, Sigur- jón, fv. framkvæmdastjóri og útgefandi, f. 1934, kvæntur Þór- unni Gunnþórsdóttur, og Bragi, fv. yfirkennari í Kópavogi, f. 1936, kvæntur Eddu Þráinsdóttur. Kristín rak bifreiðavarahluta- verslun ásamt eiginmanni sínum og í 20 ár ein eftir hans dag. Einn- ig starfaði hún sem blaðberi hjá Morgunblaðinu í rúm 30 ár, allt til ársins 1999. Útför Kristínar fór fram í kyrr- þey. íður, f. 1911, d. 1949. Kristín giftist Þor- bergi Pétri Sigurjóns- syni, f. 1904, d. 1975, bifvélavirkja og versl- unarmanni. Þau áttu saman fimm börn. Þau eru: Ásmundur Þorsteinsson (Þor- bergsson) líffræðing- ur, f. 1945, Kristinn Hreinn, kennari og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 1947, Einar Sólon Hugberg, kennari og leikari, f. 1950, kvæntur Stefaníu Ósk Ásgeirs- Elsku Kristín. Mér er enn í fersku minni þegar ég kom fyrst til þín á Bergstaðastrætið. Ég var bara unglingur, en ég gerði mér fljótt grein fyrir að þú varst óvenjuleg kona. Þú tókst mér ávallt opnum örmum þegar ég kom í heimsókn þrátt fyrir annríki þitt. Þorbergur var orðinn heilsulítill á þeim tíma og þú sinntir Bílabúð- inni að mestu ein og með miklum sóma, auk þess að vakna eld- snemma á hverjum morgni og bera út blöðin, hvernig sem viðr- aði.Tveir unglingar voru enn heima, þau Guðrún Margrét og Stefán Pétur, sem þá var unnusti minn. Við byrjuðum okkar búskap í risinu hjá þér og þegar Davíð Pétur fæddist gafst þú mér góð ráð og veittir mér ómetanlegan stuðning í móðurhlutverkinu. Þú hafðir ákveðnar skoðanir í þeim efnum og þar kom reynsla þín af uppeldi þinna barna og fóstur- barna til sögunnar. Þessi reynsla varð að blómi í hnappagati mínu og ég hef reynt að miðla því til minna barna. Það er ógleymanlegt. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir samverustundirnar og ég veit að þú fylgist með okkur Stefáni og barnabörnunum þínum áfram á þinn hátt eins og í gamla daga. Nú ert þú kominn í faðm þeirra sem á undan þér fóru og þú sakn- aðir mest. Mig langar að tileinka þér ljóðið Heilræði því mér finnst það lýsa þinni lífsspeki vel: Móðir kær, hve stór þín ábyrgð er, Þú elur son er brátt vill heiminn kanna. Það gleymist oft hvar göngumaður fer að glæða lífið ást til dýra og manna. Segðu þeim er síðar landið byggja, að sælla er að gefa en að þiggja. (María K. Einarsdóttir.) Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir Hulda. KRISTÍN ÁSMUNDSDÓTTIR ✝ Jón Ingvarssonfæddist á Hóli í Hvammssveit hinn 30. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Silfurtúni í Búð- ardal 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Kristjánsson, f. 11.10. 1894, d. 11.9. 1984, og Þuríður Bærings- dóttir, f. 21.4. 1890, d. 7.5. 1982. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fimm systkin- um. Hann starfaði lengst af sem vinnumaður á nokkrum bæjum í Hvammssveit, en bjó um tíma ásamt bræðrum sínum á Hóli þar til hann fluttist að Þorbergs- stöðum til bróðurs síns. Síðustu misser- in dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðar- dal. Hann var ókvæntur og barn- laus. Útför Jóns var gerð frá Hvamms- kirkju í Dölum 15. janúar síðastliðinn. Okkur systkinunum er ljúft að minnast Jóns Ingvarssonar eða Nonna frá Hóli sem var góður heim- ilisvinur á æskuheimili okkar á Kýr- unnarstöðum. Nonni var einstakur vinur, umfram allt trygglyndur, lét lítið fyrir sér fara en hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Þannig átti hann svo oft til að grípa í spil og kenndi okkur systkinunum að spila ásamt Munda bróður sínum. Hann var sérlega orðheppinn og skapaði skemmtilegan anda í kringum sig. Hann hafði mikið yndi af dýrum, var mikill hestamaður og kom jafnan á sínum reiðskjótum í heimsókn þar sem pabbi slóst oftar en ekki í för með honum. Hann var um tíma við refaveiðar ásamt pabba en með þeim skapaðist mikil og órjúfanleg vinátta. Nonni var vinnumaður á nokkrum bæjum í sveitinni, m.a. í Ásgarði og Hvammi. Hann ásamt pabba söng í kirkjukórnum í Hvammi en þar eru þeir vinirnir nú jarðsungnir með stuttu millibili. Við viljum senda fjölskyldu Nonna innilegar samúðarkveðjur um leið og við minnumst þessa góða heimilisvinar: Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. – Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Ben.) Systkinin frá Kýrunnarstöðum. JÓN INGVARSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR BLÖNDAL frá Seyðisfirði, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Pétur Blöndal, Theodór Blöndal, Björg S. Blöndal, Gísli Blöndal, Erla Harðardóttir, Ásdís Blöndal, Anton Antonsson, Margrét Blöndal, Ólafur Einarsson, Emelía Blöndal, Þórður G. Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR sjúkraliði, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á deild L-1 á Landakotsspítala fimmtudaginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild L-1 á Landakotsspítala. Elísabet Pálsdóttir, Arthur Moon, Aldís Pála Arthursdóttir, Díana Björk Arthursdóttir og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN REYKDAL CHRISTIANSEN, Ásbergi, Glitbergi 5, Hafnarfirði, lést á Sólvangi miðvikudaginn 9. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Lovísa Christiansen, Óli G.H. Þórðarson, Þórunn Christiansen, Gunnleifur Kjartansson, Ásgeir Christiansen, Oddný Arthúrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR ÁSTVALDSSON, Glitvangi 13, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudag- inn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og vin- áttu. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild B-2, Landspítala í Fossvogi. Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Andreasson, Kolfinna Magnúsdóttir, Halldór Jón Garðarsson, Íris Helga Baldursdóttir, Sigríður Elín, Sólveig Halldóra og Naomí Sif. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL J. VALBERG húsgagnabólstrarameistari, áður til heimilis á Kambsvegi 34, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 22. febrúar kl. 11.00. Guðný K. Valberg, Aðalbjörg K. Valberg, Matthías Sveinsson, Lárus Valberg, Guðný Rut Jónsdóttir, Kristmundur Valberg, Ingibjörg Valberg, Erlingur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.