Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín ReykdalChristiansen fæddist 16. maí 1905. Hún lést 9. febrúar síðastliðinn. Kristín var elst tólf barna hjónanna Þórunnar Böðvarsdóttur og Jó- hannesar J. Reykdal, verksmiðjueiganda og bónda á Setbergi í Garðahreppi. Eiginmaður Krist- ínar var Hans F. Christiansen, f. á Ak- ureyri 24.4. 1905, d. 22.3. 1986. Börn þeirra eru þrjú: 1) Lovísa, f. 17.3. 1938, maki Óli G.H. Þórðarson. Synir þeirra eru a) Hans Unnþór, maki Helena Mjöll Jóhannsdóttir, börn þeirra eru Lovísa Dröfn, Óli Hreiðar, Bjartur Ari og Veiga Dís. b) Þorgeir, maki Ingigerður Guð- mundsdóttir, dóttir þeirra er Helga Björk. c) Ólaf- ur Þór, maki Andrea Magnúsdóttir, sonur þeirra er Magnús Andri. 2) Þórunn, maki Gunnleifur Kjartansson. Börn hennar eru a) Krist- ín María; maki Stein- arr Bragason, sonur hennar er Ingi Þór, b) Atli, maki Ásta Hallgrímsdóttir, börn þeirra eru Andrea og Júlíana, c) Hrafn, maki Hrönn Hinriksdótt- ir, d) Halla, maki Kjartan Pálma- son, og e) Helga, maki Ingi Þór Grétarsson. 3) Ásgeir, maki Oddný Arthúrsdóttir. Dætur þeirra eru Sigríður Rósa, sonur hennar er Ásgeir, og Lára Sif. Útför Kristínar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Amma hélt því ávallt fram að daglega sérrístaupið, sem hún byrj- aði á að fá sér eftir fimmtugt, héldi í henni lífi og það skilaði henni næstum 100 árum. Of mörg ár að hennar mati, fengum við oft að heyra á síðustu árum. Okkar minn- ingar um ömmu eru margar og all- ar góðar. Það má segja að á okkar uppvaxtarárum höfum við verið daglega hjá henni í fallega rauða húsinu hennar sem kallaðist Ás- berg, enda vorum við svo heppnar að búa við hliðina á henni og afa meðan hann lifði. Stærra hjarta hefði afi ekki getað haft og í minn- ingunni situr hann í brúna stóra stólnum og við tvær sín hvorum megin við hann með hárgreiðu, til- búnar að greiða yfir skallann. Hjá ömmu sátum við oft og átum Ritz kex með rækjusmurosti á meðan við spjölluðum saman eða horfðum á sápuóperuna Santa Barbara. Amma hélt til Danmerkur að nema húsmæðrafræði á yngri árum og afrakstursins af þeim lærdómi fengum við öll í fjölskyldunni að njóta meðan hún hafði heilsu til. Oftar en ekki voru á boðstólum heimabökuð kanelbrauð, gamaldags kleinur, mjúk sandkaka, gómsæt eplakaka og að sjálfsögðu danski jólaísinn (sem orðinn er ómissandi á öllum hátíðum) sem við systurnar fengum að aðstoða ömmu við að út- búa. Amma lagði greinilega mikið upp úr útlitinu og heimilinu enda var hvort tveggja alltaf til fyrirmyndar. Hún var ávallt klædd snyrtilegum kjólum og með fallega hárið sitt ný- lagt. Jogginggalli var ekki til í fata- skápnum hennar. Hún fékk ósjald- an hrós fyrir hrukkulitla húð sem hún þakkaði kraftaverkakremi frá Elizabeth Arden og réttum aðferð- um við að bera kremið á húðina en vonandi okkar afkomendanna vegna höfðu genin eitthvað að segja líka. Þrátt fyrir að vera lítil og grönn hafði amma tignarlegt yfirbragð og hún fylgdist vel með málefnum skandinavísku konungsfjölskyldn- anna með því að lesa öll tölublöð af Norsk Ukeblad og danska Söndag. Amma hafði framan af ákaflega gott minni og við höfðum alltaf gaman af því að heyra um gamla tímann. Hún hafði góðan húmor og það var ekki langt í hláturinn. Amma er loksins komin til afa þar sem hún vildi vera en hún er ekki farin frá okkur. Minningarnar lifa áfram um dásamlega ömmu sem gaf okkur eins gott veganesti í lífinu og mögulegt var. Halla og Helga. Með fáeinum orðum langar mig að kveðja elskulega ömmu mína, Londu, eins og hún var svo oft köll- uð. Þó svo vitað væri í hvað stefndi síðustu daga hennar og ég í raun búin að kveðja hana marg oft var sú stund erfið þegar hún kvaddi þenn- an heim. Hún var stór hluti af til- veru minni og á ég henni margt í uppeldi mínu að þakka. Ég var svo lánsöm að alast upp nánast í garð- inum hennar og þurfti ég ekki ann- að en að hlaupa í gegnum skóginn til að heimsækja hana á Ásberg sem ég og systkini mín gerðum ekki svo sjaldan. Alltaf var gott að koma til hennar og afa sem kvaddi þetta líf töluvert á undan ömmu. Amma var mikil húsmóðir og eru mínar sterkustu minningar úr æsku þær að fá að hjálpa og læra af henni. Hvort sem var í kleinu- eða tvíbökugerð, út í garði við að tína berin og sulta eða bara fá að vera í kringum hana spjalla og jafnvel skoða í skápana og loftið hjá henni þar sem kenndi ýmissa grasa. Hún hélt mikið í hefðir og er þá helst að nefna pönnukökukaffið 1. desember ár hvert, kaffiboð á sunnudögum með helstu frænkum og frændum, þorrablót þar sem var mikið fjör, afi spilaði á píanóið og allir sungu með. Það var endalaust hægt að spjalla við hana og afa, sem var perla af manni að vera, um allt milli himins og jarðar og þó svo amma hafi verið orðin gömul og heilsulítil síðustu árin þá var ekki síður gam- an að rifja upp gamla tíma svo sem þegar hún var á skautum sem barn, hænsnin og svínin í gamla kofanum. Endalaust var hægt að hlusta á söguna um þann tíma þegar pabbi hennar „kom með“ rafmagnið til Hafnarfjarðar eins og við orðuðum það. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en blíðari manneskju var ekki hægt að kjósa sér sem ömmu. Hún var undirstaða okkar allra og fyrirmynd mín. Eftir að amma var orðin heilsu- lítil dvaldi hún á Sólvangi þar sem hún fékk yndislega umönnun það KRISTÍN REYKDAL CHRISTIANSEN Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för okkar ástkærru eiginkonu og móður, EYGERÐAR INGIMUNDARDÓTTUR frá Hrísbrú, Reykjabyggð 28, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og krabba- meinsdeildar Landspítala Fossvogi. Henning Kristjánsson, Inga Elín Kristinsdóttir, Jóna Margrét Kristinsdóttir, Bóel Kristjánsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vin- áttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar og systur, ÓLÍNU BEN KJARTANSDÓTTUR, Langholtsvegi 196. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E LSH og Karítas. Þökkum einnig ættingjum og vinum fyrir alla hjálpina. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðjón Ben Sigurðsson, Kjartan Helgason, Ingibjörg Einarsdóttir, Kristín, Björg og Einar Helgi. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÓLVEIGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Brekkugötu 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 4. hæð- ar Sólvangs í Hafnarfirði. Kristín V. Haraldsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Eggert Eyjólfsson, Haraldur Sveinn Eyjólfsson. Hugheilar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, ÞORSTEINS BJARNAR, Álfheimum 58, Reykjavík. Elfa Thoroddsen. Þá kveður þú, Gamli minn, þótt í raun hafir þú ekki verið gamall og eig- inlega kvatt fyrir nokkrum miss- erum. Rétt á fertugsaldri byrjaði ARI SIGURBJÖRNSSON ✝ Ari Sigurbjörns-son fæddist á Brekku í Fljótsdal 13. nóvember 1936 og ólst upp í Gilsár- teigi í Suður-Múla- sýslu. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júní 2004 og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 22. júní. ég að kalla þig gælu- nafninu „Gamli“. Ég kynntist þér fyrir um það bil 20 árum á Hallormsstað á falleg- um vordegi í nágrenni þess staðar sem þú fæddist á, einum fal- legasta stað landsins. Ég giftist dóttur þinni stuttu síðar og varð þá að sjálfsögðu tengdasonur þinn, þótt ég kannski væri ekki óska tengdason- urinn. Þér leist ekki allt of vel í byrjun á þennan „villta tryllta Villa“ eins og þú sjálfur sagðir mér. Við urðum þó fljótlega bestu mátar og góðir vinir þótt þú aldrei segðir nokkuð extra né heldur notaðir mörg orð um hlutina nema þegar þú varst í góðum gír og fórst á kostum í frá- sögnum sem stundum gátu verið svæsnar, en þó oftast skemmtileg- ar. Frásagnarhæfileikar þínir nutu sín mest og best, fannst mér, í ferðafrásögnum þínum og stríðs- sögu landa og þjóða. Þannig nutum við þess oft hve lesinn þú varst á þessum sviðum. Það er satt að þessar frásagnir ylja okkur þegar hugsað er til baka. Engum svo hjálpsömum hef ég kynnst. Þú hikaðir ekki við að ferðast landshorna og landa á milli ef þér fannst þú geta veitt aðstoð af svo einstaklega fúsum og frjáls- um vilja sem er alveg einstakt. En satt best að segja var þessi hjálp- semi ekki alltaf jafn vel þegin hjá okkur þiggjendum. Oftast vorum við þó þakklát en um leið vanþakk- lát í þinn garð. Okkur fannst þú oft fara á kostum en þó oftast of hratt og eins og þú sagðir sjálfur þá „skipta tommur ekki svo miklu máli í smíðum“. Mér finnst vænst um þá hugsun og hláturstundir þegar rifjaðar eru upp vinnu- og verkefnasögur þar sem þú varst oftast aðalvinnuþjarkurinn og sá sem gerðir mest og um leið flest mistökin líka. Þá tókst mér ekki að brosa yfir þessu en nú fær tilhugs- unin ein mig til að brosa og jafnvel að hlæja upp úr þurru. Dugnaður þinn og elja er mér nær óskiljanleg. Lífið virðist ekki hafa verið ætlað þér létt og langt. Á þig var lögð meiri byrði en margan annan, bæði andlega og ekki minnst líkamlega. Fyrstu ör- orkuna hlaust þú sem barn þegar þú misstir annað augað. Þetta var ✝ Bryndís Bolla-dóttir fæddist á Stóra-Hamri 21. október 1915. Hún lést á öldrunarstofn- un Akureyrar 6. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Bolla Sig- tryggssonar Jónas- sonar frá Stóra- Hamri og Guðrúnar Jónsdóttur frá Akur- eyri. Auk Bryndísar áttu þau tvo syni, Ey- þór, látinn, var kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, þau eiga tvær dæt- ur, Auði og Eyrúnu, og Ragnar, kvæntur Jónínu Þórðardóttur frá Öngulsstöðum, þau eiga þrjú börn, Katr- ínu, Ævar og Bolla. Árið 1936 giftist Bryndís Eiríki Skaptasyni frá Ljótsstöðum í Háls- hreppi, d. 20. febr- úar 1975. Börn þeirra eru Birgir, d. 23. júní 1990, og Guðrún Sigríður. Er Birgir lést brugðu þær mæðgur búi en áttu heima í húsi sínu á Stóra- Hamri fram á þenn- an dag. Bryndís var jarðsungin frá Munkaþverárkirkju 15. febrúar. Þú lést þér annt um litla sauðahjörð þú lagðir rækt við býli þitt og jörð og blessaðir sem barn þinn græna reit, þinn blómavöll, hvert strá, sem auga leit. (Davíð Stefánsson.) Það var algengt í sveitum lands áð- ur fyrr að heimasæturnar gengju í öll verk úti sem inni og þannig var það með hana Dísu. Hún tók snemma til hendinni, gerðist ráðskona hjá Eyþóri bróður sínum á syðra búinu á Stóra-Hamri þangað til Eiríkur kom í sveitina og þau giftust og tóku við búinu af Eyþóri. Vinnudagurinn við búskapinn var gjarnan langur en það kom þó ekki í veg fyrir að þau hjón gætu notið lífsins. Eiríkur var mjólk- urbílstjóri um árabil og stundaði síð- ar akstur við ýmsar aðrar aðstæður. Ég veit frá föður mínum að hann var t.d. oft fenginn til að sækja ljósmóð- urina því mörg börn fæddust heima á þessum árum. Undirrituð er síðasta barnið sem fæddist á Stóra-Hamri, Eiríkur sótti að sjálfsögðu ljósuna eins og hans var von og vísa. Sambúðin á milli búa var alltaf hin besta. Mörg kaupstaðarbörn komu og voru í sveit á sumrin og halda enn þann dag í dag rækt við sveitaheim- ilið. Dísa var ekki langskólagengin, en öll hennar vinna og natni við það sem hún gerði var á við langan skóla. Hún lá ekki á liði sínu við að hjálpa upp á móðurlausa heimilið á ytra býl- inu fyrir jól árum saman og fær bestu þakkir fyrir það. Og þótt þú hvíldist sjálf undir súð var seint og snemma vel að öðrum hlúð og aldrei skyggði ský né hríðarél á skyldur þínar, tryggð og bróðurþel. (Davíð Stefánsson.) Mér þótti vænt um að geta séð þig nokkrum dögum fyrir andlát þitt, það var sama róin yfir þér eins og alltaf. Nú veit maður að þú ert kom- inn til eiginmanns og sonar og þið getið haldið áfram að rækta garðinn ykkar, við fjölskyldan þökkum þér sambúðina gegnum árin. Ég þakka sérstaklega fyrir kart- öflurnar og smjörið góða sem ég dafnaði vel af. Guði veri með þér. Gunnhildur Þórhallsdóttir. BRYNDÍS BOLLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.