Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 43
sem eftir lifði ævi hennar og átti ég ekki síður góðar stundir með henni þar. Með hækkandi sól kveður hún amma mín sem var alla tíð svo glæsileg kona með mikla útgeislun og reisn og heldur til annarra heima þar sem beðið var eftir henni og hún svo tilbúin að fara til. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að hafa hana hjá okkur öll þessi ár. Ég þakka henni allar þær stundir sem við áttum saman og mun hún lifa sterk í minningu minni og fjölskyldu minnar um ókomna tíð. Kristín Thoroddsen. Elsku amma Londa. Ég á svo margar minningar um hana, en nú, þegar ég reyni að kalla þær fram virðist ég ekki geta kallað fram eina stóra, aðeins margar smáar. Minningar svo smáar og hversdagslegar að flestir hafa ekki fyrir að muna þessa hluti. Ég man t.d. að alltaf þegar ég gisti hjá ömmu Lovísu fékk ég að hjálpa til við að „koma ömmu Londu í hátt- inn“. Það var sko heilmikið ferli og aldrei fannst mér ég mikilvægari en þegar ég fékk að standa hjá, tilbúin með hvítan náttkjól eða þegar ég „þurfti“ að fara niður með kvöld- matinn til hennar. Seinnna meir kom ég og las fyrir hana, amma elskaði þegar ég kom og las fyrir hana úr Sagnabrunni Ásdísar Ólafs- dóttur. Það sem ég reyndi líka allt- af að gera, var að fara og nagla- lakka hana, gera hana fína. Það vita allir sem þekktu ömmu að henni var ávallt mjög í mun að vera dama. Það má samt ekki misskilja mig, það eru ekki einungis hversdags- legar minningar, amma Londa var alltaf að fylgjast með. Ég man sér- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 43 MINNINGAR Brettívumessa, Gallus-messa, Kalixtusmessa,Leódegaríusmessa,Medardusdagur, Rem-igíusmessa. Ekki eru þetta beint árennileg heiti eða gegnsæ, en öll eru þau leifar úr tilbeiðslu fyrri alda, þegar Íslend- ingar lutu páfanum í Róm. Þetta eru minningardagar, helgaðir fólki sem raunverulega var til, og þótti gott að heita á eða leita til í bæn. Það er mikilvægt að varðveita svona, þótt nú séu breyttir tímar í kirkjulegu efni, og hafi verið lengi, eða vel á 5. öld; þetta er nefnilega óaðskiljanlegur og dýr- mætur hluti af sögu okkar og menningu. Og þetta ber okkur að virða, sem þjóð. Til að sleppa undan pyntingum og dauða gengu margir á fyrstu öldum kristninnar af trú sinni. En ávallt var til kjarni fólks sem lét ekki rándýrskjafta á leikvöngum yfirvalda hræða sig, krossfest- ingar eða annað. Þessir písl- arvottar höfðu mikil áhrif, bæði á trúsystkin og eins þá, sem gjarn- an eru kallaðir heiðingjar; og unn- ust margir á þann hátt til fylgis við hin nýju trúarbrögð. Eða eins og einhver sagði: „Blóð píslarvott- anna varð útsæði kirkjunnar.“ Ofannefndir dýrlingar, í inn- gangsorðum mínum, voru ekki í þessum hópi, en í almanakinu er þá samt nokkra að finna. Blasíus t.d., sem á messudag 3. febrúar, var biskup í Armeníu á 4. öld e. Kr. og dó fyrir trú sína. Eins er með Agötu, sem á messudag 5. febrúar; hún er talin hafa verið uppi á Sikiley, líklega á 3. öld. Og Agnesi, sem á messudag 21. júní; hún var rómversk stúlka, og á að hafa dáið árið 300 eða svo. Og fleiri mætti nefna í þessu sam- bandi: Tíbúrtíusmessu (14. apríl), Pankratíusmessu (12. maí), Lár- entíusmessu (10. ágúst), Symfór- íanusmessu (22. ágúst), Koln- ismeyjamessu (21. október), Barbárumessu (4. desember) og Lúcíumessu (13. desember). Eitt þessara nafna er ridd- aradagur, sem haldinn er til minningar um 40 kristna her- menn Licínusar keisara í Róm, sem allir kusu að deyja fremur en að gangast undir skipun um að af- neita trúnni. Var þetta liður í skyndilegri og mikilli ofsókn hans gegn kirkjunni þar um slóðir, og hófst árið 316. Voru þeir látnir krókna yfir nótt á ísilagðri tjörn utan við borgina Sebasteiu í Armeníu (nú Sivas í Tyrklandi). Síðan voru lík þeirra brennd. Þetta gerðist árið 320. Um þenn- an atburð rituðu stórmenni kristninnar á þeim tíma, s.s. Efra- ím Sýrlendingur (306–373), Basil- íus mikli (330–379), sem var bisk- up í Sesareu í Kappadókíu, Gregoríus af Nyssa, kirkjufaðir og biskup (d. um 395), og Jóhann- es Chrysostomus (u.þ.b. 347–407). Messudagur hermannanna 40 varð hvað sterkastur í austur- kirkjunni (rétttrúnaðarkirkj- unni), eins og gefur að skilja, og er enn við lýði þar, haldinn 9. mars, en í latnesku kirkjunni var hann á dögum Innócentíusar X (1574–1655) færður til 10. mars, og lagður svo alveg niður árið 1969. Jarðneskum leifum her- mannanna var safnað og dreift hingað og þangað, sem átti þátt í að koma atburðinum betur á framfæri og gera það að verkum að hann aldrei gleymdist. Almanak Þjóðvinafélagsins kom fyrst út árið 1875 og er 9. mars þar XL riddarar og var táknaður svo eða 40 riddarar til 1970. Fjörutíu riddara saga er til á ís- lensku, í handritsbrotum frá 13. öld. Hefur bersýnilega þótt mikið til hennar koma (eins og reyndar víða, s.s. annars staðar á Norð- urlöndum), enda þarna á ferðinni afar kröftugur vitnisburður um trú, dug og þolgæði. Hinir ermsku riddarar hétu, að sögn: Akakios, Aetius, Alexander, Angias, Ath- anasius, Caius, Candidus, Chudio, Claudius, Cyrius (Kyrion, Quir- ion), Domitianus (Diomecianus), Domnus (eller Juvenalis), Ecdit- ius, Eunoicus, Eutyches, Eutych- ius, Flavius, Gorgonius, Helianus, Helias, Heraclius, Hesychius, Jo- hannes (Julian), Kyrillos, Leont- ius, Lysimachus, Mellitus (Melic- ius, Melito), Nikolas (Micallius), Philoctimon, Priscus (Dianius), Sacerdon, Severian, Sisinnius, Smaragdus (eller Basilides), Theodulus, Teofilus, Valens, Val- erius, Vibianus og Xantheas. Leitt hefur verið að því getum, að íslenska orðtakið „í herrans nafni og fjörutíu“ megi rekja til áðurnefndrar sagnar; það hefur áþekka merkingu og „fyrir alla muni“, „í Guðs bænum“, o.þ.u.l. En nöfnin torlesnu og framandi í almanakinu eru sumsé ekki til- búningur, skáldskapur, heldur er þar á bak við fólk af holdi og blóði, einstaklingar sem þóttu á ein- hvern hátt skara fram úr með orðum sínum eða gjörðum, og urðu þannig öðrum hvatning til að ástunda hið góða, leita þess sem mölur og ryð fá ekki grandað. Sem betur fer eru kirkjudeildir nú í auknum mæli farnar að end- urskoða mörg fyrri tíðar skilrúm, og opna þar rifur eða jafnvel dyr, vitandi það sem er, að öll til- heyrum við einni hjörð, að öll er- um við eitt í Kristi. Ég minni í þessu sambandi á orð Gissurar Einarssonar, fyrsta biskups lúth- erskra manna á Íslandi, sem hann lét falla í umburðarbréfi sem fór um allt Skálholtsbiskupsdæmi ár- ið 1547, en þar segir orðrétt: Vel mega kristnir menn hafa vors herra lík- neski, sællar Maríu, höfuðfeðranna og post- ulanna, svo sem til minnelsi, því þar til stoða þau að áminna oss, því þá vér lítum mynd krossins eða upprisumynd Christi, þá jafn- an kallar oss til minnis heilsusamlegur dauði hans og upprisa, hversu hluta minn- ing er mjög nytsamleg og nauðsynleg. Riddaradagur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Almanakið er merki- leg bók og góð. En við fyrstu sýn eru daga- heitin þar mörg hver óneitanlega næsta undarleg, og önnur torræð. Sigurður Ægisson fjallar hér um riddaradag, sem eins og hin flest er arfur úr kaþólskum sið hér á landi. HUGVEKJA staklega eftir einu atviki, það var þegar ég hafði einu sinni fengið sér- staklega góðar voreinkunnir og hún gaf mér tvo Parker-penna. Annar var blekpenni og hinn blý. Ég var svo ánægð, að ég skyldi hafa náð að gera hana stolta. Fyrir mörgum eru þessir hlutir alls ekkert merkilegir og mörgum finnst kannski skrítið að þetta skuli vera það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um hana. En þannig er það nú samt, ég man þá, ég varðveiti hverja einustu minn- ingu sem ljósmynd í hjarta mér. Þó að ég sjái nú á eftir konu sem var ekki bara yndisleg og skemmtileg, heldur fyrirmynd mín að miklu leyti, vil ég þakka fyrir að hafa hlotið þann heiður að hafa þekkt hana. Nú sólin er sest og brátt kemur nótt, ég kveð þig með blíðum kossi. Ég bið að þú sofir vært og rótt við niðinn af lífsins fossi. Elsku amma mín, takk fyrir allt saman, Guð geymi þig. Þín Lovísa Dröfn. Þá er hún amma farin blessuð, að hitta afa eftir langa bið. Þessi kona sem gegndi bæði móður- og ömmu- hlutverki framanaf ævi minni, fóstr- aði mig og reyndi hvað hún gat til að innræta mér það sem gott er. Með trega hvarflar hugurinn til æskuáranna á Ásbergi, þar sem ég sleit barnsskónum undir verndar- væng ömmu og afa, ég á bara góðar minningar frá þeim tíma, afi léttur og kátur að vanda en amma bar á herðum sér ábyrgðina yfir litlum dóttursyni, kannski dálítið ofvernd- aður en ekki þannig að skaði hlytist af. Kakó og franskbrauð á sunnu- dagsmorgnum, og ávallt eitthvað gott sem kom úr eldhúsinu, nýlöguð sulta úr garðinum, volgar kökur og klassísk lambasteik á sunnudögum. Það var ekki hægt að hugsa sér neitt betra enda amma sannkall- aður snillingur í eldhúsinu, lærð frá dönskum húsmæðraskóla. Hana langaði samt til að verða húsgagnasmiður þegar hún var ung og hefði sjálfsagt orðið það hefði hún verið strákur, en þetta var bara öðruvísi þá. Hún var elsta barn for- eldra sinna af 12 systkinum, og lifði þau öll nema tvö, en metnaður lang- afa var að gera elstu dóttur sína að fyrirmyndar húsmóður og það varð hún sannarlega, heimili ömmu og afa bar handbragði hennar og smekkvísi fagran vitnisburð. Amma var að öllu jöfnu alvöru- gefin og samviskusöm kona en gat þó vel séð spaugilegar hliðar á ýms- um atvikum og skellihló þá dátt að því sem henni fannst fyndið, frænd- rækin með afbrigðum og hafði yndi af því að halda fín boð þar sem ætt- ingjar og vinir söfnuðust saman, þá var vel veitt í mat og drykk og stundum var spilað púkk, eða tekið lagið í stofunni við undirleik afa. Amma hafði yndi af tónlist, las nót- ur og spilaði á píanóið en hélt sig þó til hlés í þeim efnum, lét afa um það og hún hugsaði um gestina og smá- fólkið, þegar barnabörnin urðu fleiri voru þau hennar líf og yndi sem styttu henni stundirnar, og alltaf átti amma góðgæti í skápnum til að stinga í litla munna. Seinna eignaðist ég aftur húsa- skjól hjá ömmu og afa í kjallaranum á Ásbergi, þá var ég orðinn eldri og reyndi eftir mætti að endurgjalda það sem ég hafði notið þegar ég var yngri, en það voru engar kröfur gerðar þar um, það var frekar að hún héldi áfram að passa strákinn sinn, það var á þeim tíma sem hún var „bankastjóri Englandsbanka,“ þar var oft hægt að fá lán og stund- um voru líka veittir styrkir. Þegar kærastan mín flutti inn til mín var henni strax vel tekið og þó stjórn- málaskoðanir þeirra færu ekki sam- an skyggði það ekki á, það var bara helst ekki rætt, en amma var mikil sjálfstæðiskona í sér þó hún væri ekki mikið fyrir að kjósa, hún vildi bara eiga sínar skoðanir fyrir sig. Það eru forréttindi fyrir þá sem njóta þess að þekkja afa sína og ömmur, læra af þeim og kynnast þannig öðrum tímum en núinu. Börnin okkar Helenu muna líka sína langömmu, „ömmu Londu“ og ég veit að sú viðkynning verður þeim gott veganesti út í lífið. Ég kveð nú hana ömmu mína með söknuði og virðingu, hún var kona sem ég leit upp til og elskaði. Ég veit líka að afi tekur á móti henni með útbreiddan faðminn, Þeirra að- skilnaði er lokið eftir 19 ára bið. Megi góður Guð blessa minningu ömmu, sem lifir áfram í hjörtum okkar og hug. Hans Unnþór Ólason. Elsku amma Londa, það var alltaf svo gaman að koma til þín. Við vonum að þér líði vel á himninum og að engl- arnir passi þig. Og mikið eigum við eftir að sakna þín. Kveðja, langömmubörnin þín, Óli Hreiðar, Bjartur Ara og Veiga Dís. HINSTA KVEÐJA sjaldan rætt þar til „nafni“ þinn braut ísinn, þá fjögurra ára. „Afi minn, þú ert heppinn að hafa hana ömmu sem sér svo vel og hefur sjón á báðum augunum.“ Þetta eru orð að sönnu því heppinn og gæfu- samur varstu öll þessi ár með Beggu ömmu þér við hlið. Ég man vel þann dag sem þú sendir frá þér fyrstu alvarlegu viðvörunina um að ekki væri allt í lagi hjá þér lík- amlega. Fyrir átján árum þá urð- um við slegin og hrædd um að þú værir að kveðja okkur en það var ekki aldeilis, þú stóðst alltaf upp aftur og aftur líkt og ekkert gæti stöðvað þig. Begga amma var alltaf þér við hlið bæði til þjónustu reiðubúin fyrir þig og okkur öll hin. Ást og umhyggja er eitthvað sem við hin getum lært svo mikið af ykkur. Ég á þér mikið að þakka, meira en mörgum öðrum þar sem þú gafst mér tækifæri, gafst mér meiri styrk og hjálpaðir mér að öðlast meiri trú á sjálfan mig. Einnig að þú ýttir við mér til fram- kvæmda til að byggja okkur Helgu fyrsta húsið, jafnvel þótt það hús og heimili hafi síðar átt eftir að setja meira mark á líf okkar en við ætluðum en um leið gaf það okkur annan og meiri lærdóm en ætlað var í fyrstu. Þótt nú 19 árum síðar geti ég sagt að ég lærði meira á þessari byggingu en mörgum öðr- um verkefnum, bæði í verki og í lífinu sjálfu, jafnvel þótt við byggj- um ekki lengi í þessu húsi hefur það verið mér ómetanlegt og fæ ég þér aldrei fullþakkað að þú vísaðir mér inn á þá braut að með eld- móði, vilja og smá dugnaði er allt hægt. Ég gaf þér ekki mikið en þó gaf ég þér hlutdeild í þremur stærstu og bestu perlum lífs míns, sem eru að sjálfsögðu nafni þinn, Tómas og Jóhann. Mig langar að koma með aðra tilvísun frá barnabarni þínu sem ég veit að þér hefði líkað. Þeim minnsta varð að orði daginn sem þú kvaddir að „afi er ekki bara dáinn, amma hefur misst manninn sinn og mamma pabba sinn, en það góða er að nú fæ ég þó að hitta ömmu mína á Íslandi“. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fylgja þér síðasta spölinn, rétt sisvona til að sýna þér þá virðingu sem þú svo virkilega átt skilið þótt mig hafi innilega langað til að kveðja þig betur og kannski fá að eiga með þér smá stund áður en þú kvaddir. Aðstæðurnar buðu bara ekki upp á annað og meira. Ekki til að kvarta undan en jarðarförin þín og sá dagur er einn sá erfiðasti í lífi mínu en hefur síðan sýnt sig að skipti mig miklu og breytti miklu. Þar urðu eins konar tímamót á svo margan hátt sem ég get ekki skýrt nánar. Þar hefði ég gjarnan viljað hafa og getað styrkt, stutt og hjálpað mínu fólki meira. Aðstæð- urnar buðu ekki upp á það vegna breytinga í fjölskyldu okkar þar sem ég skildi við dóttur þína að réttu, en hefði gjarna viljað komast hjá því að skilja við ykkur öll líka. Það er nú svo í þessu lífi að ekki er á allt kosið. Ég vildi bara að þú vissir, og ég trúi því að þú vitir, að þessi ákvörðun var ekki létt og átakalaus fyrr né síðar. Ég er þó sannfærður um að skilnaður okkar Helgu þinnar var réttur og óum- flýjanlegur þannig að þegar til lengri tíma litið munum við öll hafa það betra með okkur sjálfum og sem heild. Ekki síst Helga þín sem skipti þig meira máli en flest annað að sjálfsögðu og það skil ég svo vel þar sem hún er nú dóttir þín og mun alltaf verða. Eina breytingin er sú að hún er nú mín fyrrverandi en mér þykir jafn vænt um hana eftir sem áður og án hennar hefð- um við aldrei fengið þessa þrjá frá- bæru og vel gerðu syni. Takk fyrir bréfið sem þú sendir mér til Noregs sumarið 2002. Það bréf er skýrasta, harðasta, opin- skásta og besta sem ég hef heyrt frá þér. Þúsund þakkir fyrir það, já, ég þarf að segja minnst þúsund sinnum takk til þín og jafn oft fyr- irgefðu, svo margt er sem betur mátti fara. Að biðja þig fyrirgefn- ingar geri ég í raun, maður fær ekki alltaf stjórnað skepnunni svo auðveldlega en við getum lært af reynslunni. Jafnvel þótt samband okkar hafi ekki verið neitt á síðustu misserum ert þú og varst tengdafaðir, vinur minn og góður afi strákanna okkar. Takk fyrir það og takk fyrir þakk- lætið sem þú sýndir mér þegar við báðir grétum af þakklæti á ferm- ingardag nafna þíns. Þau orð sem þú sagðir þá voru ekki mörg, en því auðveldara að muna að eilífu. Einar Berg. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.