Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI FYRRUM forsætis-ráðherra Líbanons var ráðinn af dögum á mánudag. Hann hét Rafik Hariri. Bíla-sprengja sprakk með þeim afleiðingum að Hariri og um 9 aðrir létu lífið og um 100 særðust. Sprengjan var mjög öflug. Bílarnir voru allir skot-heldir en urðu brennandi flök eftir sprenginguna. Óttast borgara-stríð Morðið hefur vakið ótta um borgara-stríð í landinu. Hariri var forsætis-ráðherra í mörg ár. Hann var jafn-framt meðal 100 ríkustu manna heims. Í október í fyrra gekk hann til liðs við stjórnar-andstöðuna því hann var ósáttur við að Sýrlendingar væru að skipta sér af málefnum Líbanons. Sýrland er með 14.000 manna herlið í Líbanon. Tengsl við Sádi-Arabíu Mörg hundruð þúsund manns voru við útför Hariris. Hópur sem kallast „Sigur og heilagt stríð á Stóra-Sýrlandi“ hefur lýst verkinu á hendur sér. Hópurinn segir að Hariri hafi verið myrtur vegna náinna tengsla hans við stjórn-völd í Sádi-Arabíu. Stjórn-völd í Sýrlandi fordæmdu verknaðinn. Margir efast um að þessi hópur hafi verið að verki. Sumir telja líklegra að einhver öflug leyni-þjónusta hafi staðið fyrir tilræðinu. Reuters Mikil sorg ríkir í Líbanon vegna morðsins á Hariri. Mikil ólga í Líbanon Bæta hag foreldra Ríkis-stjórnin hefur ákveðið að bæta hag for- eldra lang-veikra barna. Þeir geta nú fengið 90 þúsund kr. úr ríkis-sjóði í allt að 3 mánuði. For- eldrar mjög veikra eða fatlaðra barna geta feng- ið greiðslur í allt að 9 mánuði. Sér-laun í Ísaks-skóla Ísaks-skóli hefur samið um laun við kennarana sína. Þeir fá nú 240–250 þúsund krónur í lág- marks-laun. Kennararnir geta svo gert einka- samning við skóla- stjórann. Skóla-gjöld í Ís- aks-skóla munu líklega hækka í kjöl-farið. For- maður Kennarasam- bands Íslands segir að samkomu-lagið brjóti lög. Elds-voði í Teheran í Íran Að minnsta kosti 60 manns létu lífið í elds- voða í Íran. Eldur kom upp í mosku í höfuð- borginni, Teheran. Talið er að kviknað hafi í út frá ol- íu-hitara en eldurinn komst í klæðningu í loft- inu í bæna-sal kvenna. Nýir forstjórar Ragnhildur Geirsdóttir er nýr forstjóri Flugleiða. Jón Karl Ólafsson verður forstjóri Icelandair. Flug- leiðir er móður-félag Ice- landair og 12 annarra fé- laga. Sigurður Helgason var forstjóri beggja fyrir- tækja en hann er að hætta. Ofbeldi á skjánum skaðlegt Ofbeldi í sjón-varpi, á mynd-bandi og í tövlu- leikjum getur skaðað ung börn. Þetta er niður-staða mikillar rannsóknar í Bret- landi. Ofbeldið eykur hættur á ofbeldis-fullri hegðun, veldur tilfinn- inga-ólgu og eykur líkur á hegðunar-vandamálum. Bannað að reykja á barnum? Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram frumvarp um reykinga-bann á veitinga- stöðum og skemmti- stöðum. Siv óskaði eftir stuðn- ingi þing-manna úr öllum flokkum. Þingmenn úr Samfylkingunni og Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði flytja frumvarpið með henni. Sjálfstæðis- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn vildu ekki vera með. Stutt KYOTO-sátt-málinn hefur tekið gildi. Hann felur í sér aðgerðir til að minnka mengun og útblástur. Það er nauðsyn-legt til þess að draga úr gróður-húsa-áhrifum. 141 ríki standa að sátt-málanum. Banda-ríkin neita hins vegar að taka þátt. Samt eru þau með mestu mengunina. George W. Bush, forseti, sagði að sátt-málinn yrði of dýr fyrir efna-hags-lífið. Banda-ríkin og Ástralía eru einu iðn-ríkin sem ekki eiga aðild að sátt-málanum. Margir hafa bent á að gróður-- húsa-áhrifin séu stærsta vanda-mál þessarar aldar. Hitinn hækki hratt á jörðinni. 141 ríki bak við Kyoto-sátt- málann ROLAND Valur Eradze hefur verið dæmdur í 18 daga keppnis-bann. Roland er mark-maður íslenska lands-liðsins. Hann spilar með ÍBV og í leik þeirra við ÍR varð hann ösku-reiður. Hann sparkaði boltanum í burtu og veittist að dómaranum. Hann var rekinn út af en aga-nefnd handknattleiks-sambandsins ákvað að dæma hann í 18 daga keppnis-bann. Sumum þykir dómurinn of vægur. Roland í 18 daga bann Morgunblaðið/Golli Ætli Roland nái stjórn á sjálf- um sér á næstu 18 dögum? ÞRIÐJUNGUR þing-manna í Írak verður konur samkvæmt úrslitum kosning-anna. Hlutfall þeirra er 31% en það er örlítið hærra en hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga. Í kosning-unum í Írak var það krafa að fjórði hver fram-bjóðandi á framboðs-listum yrði kona. Sjítar sigruðu Sjíta-múslimar unnu kosningarnar. Þeir hafa í áratugi lotið stjórn súnní-múslima. Kjörsókn var tæplega 60% en hún var mjög slök í héruðum súnníta. Þetta er í fyrsta sinn í 1.000 ár sem sjítar verða ráðandi afl í araba-ríki. Þá vantar engu að síður mikið upp á að ná tveimur þriðju hlutum þing-sæta en það er nauðsyn-legt til að geta komið stórum ákvörðunum í gegn. Kúrdar eru í lykil-stöðu á þinginu. Þeir hafa krafist þess að forseti eða forsætis-ráðherra verði úr þeirra röðum. Margir óttast að klofningur írösku þjóðarinnar magnist vegna úrslitanna. Konur þriðjungur þingmanna Reuters Konur skipa þriðjung þing-sæta í Írak. VALDÍS Óskarsdóttir hlaut BAFTA-verðlaun fyrir klippingu á myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Verðlaunin eru veitt í Bretlandi. Þetta eru ein virtustu verðlaun sem Íslendingur hefur fengið á sviði kvikmynda-framleiðslu. Valdís átti alls ekki von á verð-laununum og var ekki einu sinni tilbúin með þakkar-ræðu. Hún segir að hún hafi verið viss um að bresk mynd ynni verð-launin. Valdís er þessa dagana að semja um næsta verkefni. Hún segir að hand-ritið sé gott og að hún hafi aðeins áhuga á að vinna með góð handrit. Valdís hlaut BAFTA-verðlaun Valdís gerir það gott í kvikmynda-bransanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.