Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 45 FRÉTTIR mbl.is Þriðjudagur 11. janúar 2005 Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið Fasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingarAtvinnaForsíða Á Atvinnuvef mbl.is er nú hægt að bóka atvinnuauglýsingar, til birtingar í Morgun- blaðinu og á mbl.is, hvort sem þú ert að leita að vinnu eða vantar starfskraft. mbl.is Birtingar einn dagur í Morgunblaðinu og 10 dagar á mbl.is Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétta starfið finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar ...atvinna í boði Yfirlit auglýsinga til að skoða og fjarlægja ef óskað er. Einnig prenta út reikning. Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi og lykilorði Ný störf í dag SAMBAND íslenskra auglýsinga- stofa (SÍA) hefur gert ályktun þar sem þeirri ákvörðun Samkeppnis- stofnunar, að mælast til þess að Um- ferðarstofa taki þrjár sjónvarpsaug- lýsingar sínar úr umferð, er mótmælt. Í ályktuninni segir m.a.: „SÍA og aðildarfyrirtæki þess hafa í öllu starfi sínu alltaf lagt mikla áherslu á að ekki skuli misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynslu- skort yngri kynslóðarinnar. Ekki verður séð að sú fullyrðing Samkeppnisstofnunar fái staðist, að í auglýsingum Umferðarstofu sé sýnt hættulegt atferli sem haft geti þannig áhrif á börn að þau líki eftir þeirri hegðun sem sýnd er í auglýsingun- um. Þessi fullyrðing er heldur ekki rökstudd með neinum hætti í úr- skurðinum. Auglýsingarnar birta f.f. hættulegt atferli fullorðinna gagn- vart börnum, þeim er ætlað að sýna hvernig kæruleysisleg hegðun í um- ferðinni getur skaðað börn. Auglýs- ingarnar gera það með stílfærslu. Í úrskurði Samkeppnisstofnunar segir: „Í auglýsingum Umferðarstofu er sýnt hættulegt atferli þar sem börn eru beinir þátttakendur án þess að séð verði að þau séu nauðsynlegur eða eðlilegur þáttur í því samhengi sem verið er að auglýsa.“ Auglýsingarnar sýna ljóslega að verið er að fjalla um hættuna sem skapast þegar fólk hegðar sér af ábyrgðarleysi í umferð. Börn eru, jafnt og fullorðnir, þátttakendur í umferðinni. Með þátttöku barnanna er höfðað til þeirrar miklu ábyrgðar sem fullorðnir bera í umferðinni. Auglýsingarnar eru stílfærðar yfir á áhættuhegðun í daglegu lífi. Það er f.f. gert til að ná athygli áhorfenda og koma um leið þeim skilaboðum áleiðis að umferðin geti verið lífshættuleg ef ábyrgðarlaus hegðun stjórnar gjörð- um vegfarenda. SÍA lítur svo á að líkja megi þessu auglýsingabanni við ritskoðun sem geti t.d. heft mjög starfsemi aðila á borð við Umferðarstofu sem byggja starfsemi sína á fræðslu- og áróðurs- starfsemi og notast meðal annars mikið við auglýsingar. Samband íslenskra auglýsinga- stofa mælist eindregið til að Sam- keppnisstofnun endurskoði afstöðu sína og leiti álits fagfólks í auglýs- ingagerð áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þar má nefna Siðanefnd SÍA sem til langs tíma hefur tekið á mál- um sem þessum með góðum árangri.“ SÍA mótmælir ákvörðun Samkeppnisstofnunar BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG Ís- lands hefur gefið út bókina Myndir ársins 2004, en í henni er að finna blaðaljósmyndir frá síðasta ári. Bók- in er gefin út í tengslum við sýningu félagsins sem nú stendur yfir í Gerð- arsafni í Kópavogi, en þetta er í fyrsta skipti sem bók er gefin út í tengslum við sýninguna. Íslandsbanki studdi útgáfu bók- arinnar. Á myndinni tekur Bjarni Ár- mannsson forstjóri Íslandsbanka við eintaki af bókinni úr hendi Þorvaldar Arnar Kristmundssonar formanns Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Í bókinni eru allar myndir sem eru á sýningunni í Gerðarsafni og eru myndatextar jafnt á ensku sem ís- lensku. Sýningin í Gerðarsafni stend- ur yfir fram í miðjan mars og hægt verður að kaupa bókina í safninu á sérstöku kynningarverði. Bók gefin út um myndir ársins 2004 Morgunblaðið/Júlíus EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á stjórnarfundi Þróunarfélags miðborgarinnar 16. febrúar sl.: Þróunarfélag miðborgarinnar fagnar því að lokið sé við deili- skipulag Laugavegar, svo að hefj- ast megi handa við uppbyggingu þessarar helstu verslunargötu Reykjavíkur. Verslunarrekstur hefur verið afar erfiður í mörgum þeirra gömlu húsa sem standa við götuna og fjarlægð verða og oft vandfundið húsnæði sem stenst þær kröfur sem gerðar eru til nú- tímaverslana og annarra þjónustu- fyrirtækja. Undirbúningur og vinna við deiliskipulag hefur vissu- lega tekið langan tíma en vel hefur verið vandað til verka. Mikla áherslu ber að leggja á að þær nýbyggingar sem rísa í stað eldri húsa við Laugaveg á næstunni verði vel hannaðar og falli sem best að umhverfi sínu. Framundan er blómlegur tími í miðborginni ef vel er haldið á málum. Íbúðarbyggð sem nú rís við Skúlagötu og í Skuggahverfi mun styrkja verslun og þjónustu í miðborginni og jafn- framt eru framundan miklar fram- kvæmdir við tónlistar- og ráð- stefnuhús við höfnina. Fagna uppbyggingu Laugavegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.