Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 51

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 51
Heimsdagur barna verður haldinn há-tíðlegur í Hlíðaskóla í dag frá kl. 14til 18. Þar verða framandi og skap-andi listsmiðjur fyrir börn á grunn- skólaaldri og einnig spennandi uppákomur af ýmsum toga, t.d. dans- og tónlistarsýningar og leikrit. Meðal yngstu listamannanna sem heimsækja Hlíðaskóla í dag eru krakkarnir í hljómsveit- inni Icemarimba, en þeir munu bæði halda námskeið í meðferð þessara afrísku hljóðfæra og flytja tónlist á hljóðfærin, en þau sækja áhrif sín mest til Simbabve. „Í skólanum hjá okkur eru þrjár sveitir sem spila nokkuð oft og Icemarimba er ein þeirra,“ segir Robert Faulkner, skólastjóri Tónlistar- skóla Hafralækjarskóla í Aðaldal, en hann stýrir Icemarimba. „Upphafið að þessu var að fyrir þremur árum kom til okkar norsk stelpnasveit sem spilar á marimbur. Þá kvikn- aði áhugi hjá krökkunum, sem pöntuðu hljóð- færin frá Simbabve. Fyrir tveimur árum komu stúlkurnar svo aftur hingað og hjálpuðu krökk- unum að læra á marimbur. Við erum alltaf mjög mikið í svona jafningjafræðslu, að krakk- ar kenni hver öðrum, en ekki bara kennarar.“ Hvað getur afrísk tónlistarmenning gefið Ís- lendingum? „Víðsýni, fyrst og fremst, bæði tónlistarlega og almennt menningarlega séð. Fólk talar mik- ið um fjölmenningarsamfélag, og vissulega bú- um við í fjölmenningarsamfélagi, og jafnvel þótt við búum lengst uppi í sveit er heimurinn ekki lengur stærri en svo að við erum alltaf í snertingu við aðra menningu. Við erum ekki lengur svo langt frá heimsins vígaslóð eins og segir í ljóðinu „Hver á sér fegra föðurland“. Lykillinn að því að reyna að tryggja frið er að menn skilji hver annan og hafi víðsýni í menn- ingarmálum. Umræða um fjölmenningarmál í mennta- kerfinu finnst mér oft einkennast af yfirborðs- kenndri fræðslu og málamyndayfirferð. Einn daginn segjum við stuttlega frá Balí og annan stuttlega frá Simbabve. Ég er að reyna, með þessu marimbuverkefni, að fá einhverja dýpt í ákveðna menningu og tónlist, sem skilur eitt- hvað eftir hjá börnunum okkar og í samfélag- inu. Svo má ekki gleyma því að þessar þjóðir eiga sér mjög ríka munnlega menningarhefð, rétt eins og Íslendingar. Íslensk tónlist varð- veittist í sveitunum í munnlegri hefð. Mér finnst krakkarnir sem ég er að kenna tónlist fá mjög aukna vídd á tónlistarþekkingu sína og færni og þau verða fjölbreyttari tónlist- armenn fyrir vikið.“ Fjölmenning | Hljómsveitin Icemarimba leikur á Heimsdegi barna í Hlíðaskóla Kynni af menningu auka víðsýni  Robert Faulkner fæddist árið 1960 í borginni Ashford í Kent á Bretlandi. Hann nam tónlist í Guildhall School of Music and Drama og Royal Academy of Music í London. Þá nam hann tónlistar- uppeldi í háskólanum í Reading og stundaði mastersnám í tónlist- arsálfræði í háskól- anum í Sheffield. Hann lýkur doktorsnámi frá Sheffield-háskóla í ár. Robert hefur starfað sem tónlistarkennari og tónmenntakennari hér á landi og er skólastjóri Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í Aðaldal. Robert er kvæntur Juliet Faulkner tónlistar- manni og eiga þau tvö börn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 51 DAGBÓK Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkost- legu eyju Karíbahafsins í beinu leiguflugi. Þú velur hvort þú dvelur viku í Havana, viku á Varadero ströndinni eða skiptir dvölinni á milli staðanna. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1 og velur síðan milli góðra hótela á báðum stöðum. Kúbuferð er ævintýri sem lætur engan ósnort- inn. Ekki aðeins kynnist maður stór- kostlegri náttúrufegurð eyjunnar heldur einnig einstakri þjóð. Havana er ein fegursta borg nýlendutímans og lífsgleði og viðmót eyjaskeggja eru engu lík. Munið Mastercard ferðaávísunina Tveir fyrir einn til Kúbu frá kr. 39.990 Síðustu sætin Verð kr. 39.990* Flugsæti á mann báðar leiðir, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 6. mars. 69.000 / 2 = 34.500 + skattar 5.490. Netverð. Úrval hótela í boði Gisting frá kr. 3.200 á mann í tvíbýli pr. nótt. * Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun og brottfararskattur á Kúbu. SÉRSTÖK dagskrá helguð Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi verður á Skriðuklaustri í dag, en hún er liður í samstarfsverkefninu Skáld mán- aðarins, sem Þjóðmenningarhúsið, Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn, Skólavefurinn og Gunn- arsstofnun standa saman að. Flutt verða þrjú erindi og sungin og lesin nokkur kvæði eftir skáldið. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistar- fræðingur ræðir um ljóð Davíðs sem áreiti til tónsköpunar í erindi sem hann kallar „Davíð á ýmsa vegu“. Þá fjallar Sigríður Albertsdóttir bók- menntafræðingur um andstæður í kveðskap Davíðs í erindinu „Gleði- sveinninn og vandlætarinn“. Að lok- um flytur dr. Sigurður Ingólfsson bókmenntafræðingur erindi sem hann kallar „Davíð Stefánsson – hrafninn í íslenskri ljóðlist“. Dagskráin hefst kl. 14 og er að- gangseyrir 1.000 kr. Opið verður hjá Klausturkaffi eftir dagskrána fyrir þá sem hafa hug á konudagskaffi. Dagskrá um Davíð Stefánsson á Skriðuklaustri Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda sýna leik- ritið Ástandið í dag kl. 14 í Iðnó. Næsta sýning verður miðvikudag 23. febrúar kl. 14. Miðasala í Iðnó og á skrifstofu FEB. Dansleikur í kvöld. Caprí-tríó leik- ur fyrir dansi frá kl. 20. Félagsstarf Gerðubergs | Fimmtud. 24. febrúar kl. 13.15. Kynslóðir saman í Breiðholti, félagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. ESSO veitir verð- laun, allir velkomnir. Allar uppl. á staðnum, s. 5757 720 og www.gerdu- berg.is. Hraunsel | Félagsheimilið er opið alla virka daga frá kl. 9–17. Hæðargarður 31 | Félagstarfið er öll- um opið. Fjölbreytt starfsemi í Betri stofu og Listasmiðju virka daga 9–16. Dagblöð og morgunkaffi. Hádeg- ismatur og síðdegiskaffi. Á mánudög- um er framsögn og framkoma í Lista- smiðju. Kennari Soffía Jakobsdóttir leikari. Upplýsingar í s. 568–3132. Vesturgata 7 | Góubingó verður þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13. Pönnu- kökur með rjóma í kaffitímanum, allir velkomnir. Miðvikudaginn 2. marz kl. 14 verður farið í Iðnó að sjá Ástandið með leikfélaginu Snúði og Snældu. Ferð frá Vesturgötu 7 kl. 13.30, skrán- ing í síma 535–2740. Allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Barnageð | Félagafundur þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20 í húsi Sjónarhóls, Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins: „Átt þú barn eða ungling með geð- raskanir?“ Þorgerður Ragnarsdóttir og Hrefna Hannesdóttir kynna ráð- gjafarþjónustu Sjónarhóls. Kaffi og spjall á eftir. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Borðar þú fisk? Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er að leita að fólki til að taka þátt í neytendakönnun á laxi og þorski sem verður framkvæmd samtímis á Íslandi, Danmörku, Hollandi og Írlandi dagana 10. og 17. mars og 7. og 14. apríl næstkomandi Frekari upplýsingar og skráning þátttöku: fisk@rf.is eða í síma 864 4644 (Kolbrún) Gjafabréf til þátttakenda að lokinni könnun. Evrópsk rannsókn SIXTH FRAMEWORK PROGRAMME TÓNLISTARHÓPURINN Lux terrae (ljós jarðar) leikur og syng- ur sálma í nýjum búningi á Tón- listarstund í Grafarvogskirkju í kvöld kl. 20. Lux Terrae er skip- aður þeim Maríönnu Másdóttur söngkonu, Hilmari Erni Agnars- syni organista, Jóhanni Stef- ánssyni trompetleikara, Sig- urgeiri Sigmundssyni gítarleikara og Jóhanni Ásmundssyni bassa- leikara, ásamt Unglingakór kirkj- unnar. „Þegar Lúther fór að yrkja ým- is lög sem alþýðan söng á sex- tándu öldinni og flytja þau í kirkjum var hann látinn svara til saka fyrir athæfi sitt,“ segir Hilm- ar Örn Agnarson, organisti Skál- holtskirkju. „Hann sagði eitthvað í þessa veru: „við látum ekki djöf- ulinn hafa öll bestu lögin,“ og hélt áfram að yrkja guði til dýrðar. Á sama tíma urðu til mörg lög sem lifað hafa í kirkjum heimsins allt fram á þennan dag og sem dæmi má nefna sálminn „Hærra minn Guð til þín“ sem á fyrri öldum var eins konar steppdans. Enskur biskup fann laginu leið inn í kirkj- una og þar hefur það verið síðan og notað mikið. Þannig má segja að söngvar þeir og sálmar sem í dag eru sungnir í kirkjunum eigi margar og ólíkar rætur.“ Lux Terrae flytur, eins og áður sagði, sálma og tónlist sem al- mennt er í dag þekkt sem sálma- lög, en eiga sér það flest sam- merkt að eiga alls konar rætur jafnt utan sem innan kirkju- tónlistar. Einnig flytur Lux terrae lög sem má segja að tilheyri ýms- um sérstökum söfnuðum eins og Hvítasunnusöfnuðnum og Hjálp- ræðishernum. Hilmar segir aðal- atriðið vera að sú flóra af sálmum sem Lux terrae flytur sé fjöl- breytt og hópurinn taki sér líka leyfi til þess að fara með lögin á þann hátt sem hann upplifir að þau njóti sín best, sem leikandi létt lofgjörð. „Við látum ekki djöf- ulinn hafa bestu lögin“ Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. 0-0 d6 7. c4 Dc7 8. Rc3 Be7 9. b3 b5 10. Bb2 b4 11. Rce2 Rbd7 12. Rg3 Rc5 13. Bc2 Bb7 14. De1 0-0 15. Hd1 Hfe8 16. f4 d5 17. cxd5 exd5 18. e5 Rfe4 19. Rdf5 Bf8 20. Hc1 Dd7 21. De3 Hac8 22. Hfd1 De6 23. Rd4 Db6 24. Rde2 Db5 25. f5 Rd7 26. Bd3 Hxc1 27. Hxc1 Da5 28. e6 fxe6 29. fxe6 Hxe6 30. Rf4 He8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar. Alexey Shirov (2.713) hafði hvítt gegn Kevin Spraggett (2.589). 31. Rxe4! dxe4 32. Bc4+ Kh8 og svartur gafst upp um leið þar sem hann gerði sér ljóst að hvítur hugðist máta hann með 33. Rg6+! hxg6 34. Dh6#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. KAMMERKÓR Hafnarfjarðar og Stórsveit Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar flytja ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu í kvöld kl. 20 kórverkið Sacred Concert eftir Duke Ellington í Víðistaðakirkju. Hér er um að ræða útsetningu Johns Høybyes, sem leiddi nám- skeið um hina þrjá heilögu kons- erta Dukes árið 1993. Þar sem eng- ar nótur voru til að tónlistinni, heldur einungis upptökur, ákvað Høybye að útsetja valda kafla úr konsertunum þremur. Hann fékk hinn þekkta danska stórsveit- arstjórnanda Peder Pedersen í lið með sér og saman völdu þeir tíu kafla úr konsertunum þremur, þó flesta úr öðrum konsertinum, sem Duke sjálfur sagði sitt þýðing- armesta tónverk, og hlaut upptaka af þeim konsert „allar stjörnur á himni guðs“ hjá tónlistartímaritinu Down Beat þegar hún kom út árið 1969. Útgáfa Høybyes og Ped- ersens hlaut nafnið Sacred Concert. Þar er hljómsveitarútsetningu Dukes Ellingtons fylgt eins og hægt er, en kórnum gert mun hærra und- ir höfði en í upphaflegu konsert- unum. Heilagur konsert í Víðistaðakirkju Tónleikarnir hefjast kl. 20. Al- mennt miðaverð er 1.500 kr. en 700 kr. fyrir nemendur og eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.