Morgunblaðið - 20.02.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 20.02.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 53 MENNING DFA tvíeykið, sem skipað erþeim Tim Goldsworthy ogJames Murphy hefur vak-ið mikla athygli fyrir framúrskarandi vinnubrögð, frum- legar lausnir og spennandi útfærslu á verkum annarra, en ekki síður hefur það notið hylli fyrir eigin músík, mylj- andi dansrokkpönk, glannalegt og ögrandi. Einn angi DFA er LCD Soundsystem, sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir skemmstu, en þar er James Murphy í aðal- hlutverki. Samfelld mistök James Murphy er menntaður í enskum fræðum og minnist þess oft er honum var boðið að vera meðal höfunda á sjónvarpsþáttum sem köll- uðust Seinfeld. Dugði ekki að honum væri boðið að vera aðalhöfundur við þáttaröðina; hann nennti ekki einu sinni að svara tilboðinu, enda vissi hann ekkert um það hvernig Seinfeld myndi reiða af, verið að undirbúa tök- ur á fyrstu þáttunum, þegar þetta var. Hann nefnir þetta gjarnan í við- tölum þegar menn eru að hæla hon- um fyrir DFA eða LCD Soundsys- tem – „ég er auli“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið stærstu mistök lífs síns. „Það er ekkert jákvætt við það að gera mistök og það er einmitt það sem ég hef eytt ævinni í – sam- felld mistök.“ Að loknu námi fékkst Murphy við ýmislegt, hringdi í fólk og ræddi um meltingartruflanir fyrir lækna- samtök, afgreiddi í plötubúð og vann um tíma sem útkastari, enda lærður sparkboxari. Fyrstu hljómsveitina stofnaði hann tólf ára gamall og þær urðu margar áður en hann gafst upp á spilamennskunni um tíma, segist hafa orðið leiður á indí-móralnum þar sem svo mikið var lagt uppúr að vera kúl og gáfaður, hvorki mátti detta af mönnum né drjúpa þar sem þeir stóðu með krosslagða arma að hlusta á snobbsveitirnar. Sáraeinfalt og áhrifaríkt Þó Murphy hafi hætt að spila í hljómsveitum um tíma hætti hann ekki að fást við tónlist, fór að taka upp fyrir aðra, ýmist sem upp- tökustjóri og hugmyndasmiður eða bara sem takkamaður. Hann fór svo að skapa aftur af fullur krafti er hann kynntist breska tónlistarmanninum Tim Goldsworthy, sem var neðal þátttakenda í U.N.K.L.E. verkefni James Lavelle. Þeir félagar voru þá ráðnir, hvor í sínu lagi, til að vinna að skífu David Holmes, Bow Down to the Ex- it Sign, sem tekin var upp í New York 1999. Goldsworthy forritaði takta fyrir Holmes og Murphy var takka- maður. Þeir náðu svo vel saman að smám saman tóku þeir völd- in í hljóðverinu, plat- an fór að snúast um þá en ekki Holmes. Holmes hélt til Lund- úna að taka plötuna upp á nýtt, en Golds- worthy varð eftir og þeir Murphy fóru að troða upp sem plötu- snúðar. Þetta var 1999 og lítið nýtt í boði í tón- listarlífi New York, eða svo þótti þeim fé- lögum í það minnsta. Þeir unnu með ýms- um listamönnum og mótuðu eigin stíl, þungan harðan danstakt en í stað þess að treysta bara á tölvur og hljóð- smala eins og alsiða var gripu þeir yf- irleitt til einfaldari meðala; þeirra að- al var klapp og kúabjöllur, sáraeinfalt og áhrifaríkt. Dauði að ofan Vendipunktur í sögu samstarfs þeirra félaga, sem tekið höfðu sér nafnið DFA, Death from Above, Dauði að ofan, var er þeir rákust á rokksveitina The Rapture í klúbbi í New York, ömurlegri búllu að því Murphy segir sjálfur og einnig að sveitin hafi verið frekar slöpp en afar efnileg. Þeir ákváðu að vinna með hljómsveitinni, bræddu saman kraft- mikla hráa danstónlist við hrátt rokk svo úr varð tónlist sem einna helst mætti kalla danspönk og það býsna gott eins og heyra má til að mynda á Rapture-plötunni frábæru House of Jealous Lovers (og líka á Gauknum sælla minninga þegar The Rapture spilaði á Airwaves). Samstarf þeirra DFA félaga við Rapture og fleiri álíka sveitir, Radio 4, Primal Scream (á plötunni frábæru XTRMNTR. Kill All Hippies? Ójá.) varð til þess að ólíklegustu listamenn leituðu til þeirra um samstarf, til að mynda Britney Spears, sem þeim leist ekki á að vinna með, og Janet Jackson, sem þeim leist á að vinna með, en gleymdu að svara hringingu. Samhliða voru þeir líka teknir að gefa út smáskífur undir nafninu LCD Soundsystem, sem er reyndar að- allega aukasjálf Murphys. Niður með snobbið Eitt fyrsta lag LCD Soundsystem sem vakti verulega athygli var hið umdeilda og bráðfyndna lag Losing My Edge sem er dæmigert fyrir af- stöðu Murphys til tónlistarlífsins og lífsins almennt, beitt gagnrýni á klík- urnar, snobbið og montið sem verður fljótlega allsráðandi í öllum menning- arkimum; við erum betri en þeir segja hinir frjálslyndu og frumlegu og eru um leið orðnir afturhaldsamir og staðnaðir. Um það er einmitt áð- urnefnd smáskífa, Losing My Edge, þar sem Murphy telur upp alla helstu merkisatburði danstónlistarsögunnar sem sjónarvottur, allt frá því Can hélt fyrstu tónleikana í Köln 1968 til þess að hann vaknaði allsber á ströndinni á Ibiza 1988. Fyrsta LCD Soundsystem skífan, samnefnd sveitinni, kom út í lok síð- asta mánaðar og er hreinasta af- bragð. Það gerir plötuna enn eigu- legri að útgáfunni fylgir diskur með þeim smáskífum sem sveitin var búin að gefa út, þar á meðal Losing My Edge. Ástæða er einnig til að vekja athygli á safnskífum sem helgaðar eru DFA: Compilation #1 heitir sú fyrri og sú síðari, sem kom út á síð- asta ári og er einkar vel heppnað þriggja diska safn, heitir einfaldlega Compilation #2. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Klapp og kúabjöllur Hreinlífið er gott, tær hugsun og skýrar reglur, en þó er spillingin alltaf freistandi, þegar menn kássast upp á annarra manna jússur, tína það saman úr ólíkum tónlistarstílum sem þeir helst kjósa og blása á hefðina. Víða eru menn þannig að bræða saman rafeindatónlist og órafmögnuð og/eða óhefðbundin hljóðfæri. Skoðum það síðar en beinum nú sjónum að mönnum sem beita danstónlistartólum og rokktónlist og öfugt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.