Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 60

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 60
Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ er tvímælalaust mikilvægast í fjölmenningarsamfélaginu að gera aðgang að íslenskunámi auð- veldari,“ segir Benedikte Thor- steinsson í samtali við Tímarit Morgunblaðsins. Viðmælendur blaðsins af erlendum uppruna eru allir sammála um að brýnt sé að gera innflytjendum auðveldara að sækja nám í íslensku. Mikill meiri- hluti innflytjenda, eða 92%, hefur áhuga á að læra íslensku eða læra hana betur, samkvæmt könnun Fjölmenningarsetursins á Ísafirði. „Það vantar heilmikið upp á stefnumótun stjórnvalda í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. „Að mínu mati ætti skyldunámið fyrir innflytjendur að vera ókeypis al- veg eins og önnur skólaskylda í landinu.“ Einar segir að mála- flokkurinn um íslensku sem annað tungumál spanni þrjú ráðuneyti; dómsmála-, félagsmála- og menntamálaráðuneyti, og að þau vísi of oft hvert á annað. Í erindi Einars Skúlasonar á ráðstefnunni „Öll heimsins börn … í Reykjavík“ sem haldin var í vik- unni kom einnig fram að börn inn- flytjenda túlkuðu oft og töluðu fyrir foreldra sína, til dæmis í bönkum, tryggingafélögum og hjá skattstjóraembættum./Tímarit Langflestir innflytjendur vilja ná betri tökum á íslensku Algengt að börnin túlki HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur beint þeirri fyrirspurn til umhverf- isráðherra hvort til standi að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surts- ey. Telur hann að það myndi hafa já- kvæð áhrif á ferðamennsku í Vest- mannaeyjum en tekur fram að ekki sé ætlast til að ferðamenn fái að valsa um Surtsey eftirlitslaust. „Það er vit- að að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði, sem Surtsey tvímælalaust er,“ segir Hjálmar. „Þannig myndi opnun Surtseyjar alveg örugglega auka ferðamennsku fyrir Íslendinga og ekki síst fyrir Vestmannaeyinga. Surtsey er ein- stakur staður á veraldarvísu og hana þarf að vernda. Hins vegar lýtur fyr- irspurn mín að því hvort ekki megi leyfa almenningi og ferðamönnum að njóta hennar undir ströngum skil- yrðum s.s. að alltaf yrðu sérfræðingar til staðar. Það er spurning hvort sér- fræðingar telji að það sé tímabært að svipta hulunni af eyjunni en víst er að málið er viðkvæmt,“ segir Hjálmar. Umferð ferðamanna er bönnuð í Surtsey og eyjan er friðuð í þágu vís- inda- og rannsóknahagsmuna. Ferðir í eyjuna eru háðar leyfi Surts- eyjarfélagsins sem skipuleggur ferðir þangað. „Ég átti þess sjálfur kost að fara í Surtsey árið 1963 þegar hún var að rísa úr sæ. Það var ógleymanlegt að upplifa það og ég vil velta því upp hvort ekki megi opna aðgang að eyj- unni svo aðrir geti notið þessarar heimssögulegu perlu.“ Fari svo að umhverfisráðherra svari fyrirspurn Hjálmars játandi segir hann að ferðafrömuðir á Íslandi muni taka við sér. „Surtsey getur verið ótrúlegt aðdráttarafl fyrir ákveðna gerð ferðamanna og ég geri ráð fyrir að ferðafrömuðir, sér- staklega í Vestmannaeyjum, muni notfæra sér þetta.“ Hjálmar hefur ennfremur beint þeirri fyrirspurn til ráðherra hvort fyrirhugað sé að almenningur fái aukna fræðslu og upplýsingar um landnám lífvera í Surtsey. „Ég sé fyr- ir mér að það geti verið áhugavert og fræðandi fyrir ferðamenn sem koma í Surtsey að hafa skriflegar og lýsandi upplýsingar um sérstöðu eyjarinnar og hvernig lífverur námu þar land. Surtseyjarfélagið hefur gefið út greinar sem e.t.v. hafa ekki farið mik- ið fyrir almenningssjónir. Ég tel það afskaplega mikilvægt fyrir fólk og kynslóðir framtíðarinnar að þessar einstöku upplýsingar verði gerðar að- gengilegar.“ Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna Morgunblaðið/Þorkell Surtsey er 42 ára gömul og hefur almenningi verið bannaður aðgang- ur að eynni hvað sem síðar gerist. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna LOÐNUFLOTINN var á veiðum suðaustur af Vík í Mýrdal í fyrrinótt en veiði var fremur dæm. Í gærmorgun mátti telja níu skip í hnapp undan Vík. „Það er lítið um að vera eins og er,“ sagði Markús Jóhannesson, fyrsti stýri- maður á Vilhelm Þorsteinssyni frá Akureyri, í gærmorgun. Þeir fengu 300 tonn í fyrrinótt í tveimur köstum og segir Markús að loðnan henti enn vel í frystingu á Japansmarkað. „Hrognafyllingin er komin upp í 23–24% á þessum stað og þá fer hún að losa úr sér.“ Markús segir menn vana því að fylgja loðnu í stórum flekk á vertíðum en aðstæður séu allt öðruvísi núna. „Loðnan er nú á mjög litlum blettum sem skipin stoppa nokkra klukkutíma á og fara síðan að finna annan blett.“ Á Guðmundi Ólafi frá Ólafsfirði fengu menn sáralítið af loðnu í fyrrinótt, eða 450 tonn að sögn Marons Björnssonar skipstjóra. „Það vantar hvorki olíu, mannskap né veðrið,“ sagði hann, „það vantar fiskinn. En ég trúi því nú samt ekki að vertíðin sé búin. Loðnan getur verið brellin þótt það sé ákaflega lítið af henni núna. Það fengu tvö skip góðan afla í gær [fyrradag] og síðan hefur eitt og eitt skip verið að hitta á sæmilegt kast. Í heildina hefur veið- in samt verið mjög léleg og nokkuð sem við höfum ekki séð áður á þessum árstíma.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Loðnuveiðin enn dræm undan Suðurlandi hversu háar þær væru. Eftir breyt- ingarnar verður ekki greitt fæðing- arorlof á tekjur sem eru yfir 600 þús- und krónur á mánuði. Það þýðir að greiðslurnar geta ekki verið hærri en 480 þúsund krónur á ári. Í fyrra voru 66 einstaklingar í fæð- ingarorlofi með tekjur yfir 600 þús- und krónur; 54 karlar og 12 konur. Athyglisvert er að aðeins tveir af þessum 66 bjuggu utan höfuðborgar- svæðisins. Verulegur munur er á greiðslum milli kynja. Í Reykjavík var meðal- greiðslan til karla t.d. 250 þúsund krónur en 164 þúsund til kvenna. Áberandi er að meðalgreiðslurnar eru umtalsvert lægri á landsbyggð- inni. Þar fá karlar u.þ.b. 230 þúsund en konurnar um 130 þúsund. Greiðslurnar eru reyndar mjög mismunandi því að námsmenn og þeir sem ekki hafa verið í fullri vinnu eru með mun minni rétt en þeir sem eru í fullu starfi á vinnumarkaðinum. Um áramótin voru lágmarks- greiðslur hækkaðar. FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR greiddi í fyrra rúmlega 6.208 millj- ónir til foreldra í fæðingarorlofi. Þetta eru um einum milljarði meiri útgjöld en á árinu 2003. Í ársbyrjun nam eigið fé sjóðsins um 1.176 millj- ónum. Árið 2003 voru gjöld Fæðingaror- lofssjóðs umfram tekjur um 1.250 milljónir. Í febrúar í fyrra kom fram á heimasíðu Tryggingastofnunar að gert væri ráð fyrir að eigið fé sjóðsins yrði uppurið í árslok 2004, en sam- kvæmt rekstraráætlun ársins var reiknað með að tekjur sjóðsins yrðu 4,6 milljarðar og útgjöld 5,8 milljarð- ar. 66 með tekjur yfir 600 þúsund Á síðasta ári voru gerðar breyting- ar á lögum um Fæðingarorlofssjóð, en þær miðuðust að því að draga úr útgjöldum hans. Breytingarnar tóku gildi um áramót. Helsta breytingin var sú að setja þak á greiðslur en áður gerðu reglurnar ráð fyrir að foreldrar fengju greidd 80% af tekjum óháð því Hækkun útgjalda Fæðingarorlofs- sjóðs um milljarð VILJAYFIRLÝSING fulltrúa eigenda Landsvirkjunar sl. fimmtudag um breytt eignarhald á fyrirtækinu kom þeim Álfheiði Ingadóttur og Helga Hjörvar í opna skjöldu. Þau sitja í stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, auk Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Þetta kom fram í máli Álfheið- ar Ingadóttur á flokksráðsfundi VG í gær. Álfheiður sagði hags- muni borgarinnar fyrir borð borna í fyrrgreindri yfirlýsingu og nefndi nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Hún sagði m.a. að þótt kæmi til breytingar á eign- arhaldinu, þannig að Reykjavík- urborg seldi hlut sinn, þá félli ábyrgð borgarinnar á lánum Landsvirkjunar ekki niður. Lánakjörin væru bundin því að bæði ríki og borg stæðu á bak við lánin. Það væri allt of dýrt og flókið að aflétta ábyrgð borgar- innar. Yfirlýsing um sölu kom stjórnarmönn- um í opna skjöldu  Óvíst að borgarfulltrúar/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.