Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 26
26 F MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ L augavegur hefur verið í brennidepli að undanförnu vegna nýs deiliskipulags, sem felur í sér að heimilt er að rífa 25 hús sem byggð voru fyrir 1918. Ekki eru allir á eitt sáttir hvað þetta varðar og hafa spunnist miklar og heitar umræð- ur um málið, ýmist með eða á móti. Umræðan endurspeglar sterkar tilfinningar manna til þessarar gömlu verslunargötu í hjarta höfuðborgarinnar. Upphaf þessa máls má rekja til fyrirspurnar Ólafs F. Magn- ússonar, borgarfulltrúa F-listans, en í svari sviðsstjóra skipulags- sviðs á fundi borgarráðs kom fram, að samkvæmt nýja deili- skipulaginu væri heimilt að rífa þessi 25 tilteknu hús og hefði steinbærinn Laugavegur 22A, frá árinu 1892, þegar verið rifinn. Í framhaldi af þessu lét Ólafur bóka að engum ætti að dyljast að í uppsiglingu væri allt of mikil röskun á byggingarsögu og heild- stæðri götumynd Laugavegarins. Endurskoða þyrfti deiliskipulag Laugavegar á svæðinu frá Lauga- vegi 1 til 73 og skoða málið heild- stætt. Ólafur bendir ennfremur á að hér sé um að ræða þriðjung allra húsa á þessu svæði. Af þess- um húsum eru 22 þeirra yfir hundrað ára gömul og þar af 13 frá því á 19. öld. „Ekki verður unað við þá nið- urstöðu sem starfshópur um end- urskipulagningu Laugavegarins komst að fyrir nokkrum árum, en þar var lagt til mun meira niðurrif gamalla húsa við Laugaveg en áð- ur hafði verið talið verjandi,“ segir í bókun Ólafs. Fulltrúar R-listans í borgarráði létu bóka að í bókun Ólafs kæmi fram ákveðinn mis- skilningur: „Mikil áhersla hefur verið lögð á það við deiliskipulag Laugavegar að tryggja nauðsyn- lega uppbyggingu nýs verslunar- og atvinnuhúsnæðis, en tryggja í leiðinni að yfirbragð og karakter gömlu húsanna við Laugaveg haldi sér, “ segir í bókuninni og enn- fremur að nú sé lokið miklu átaks- verkefni varðandi deiliskipulag á Laugavegi sem tryggi nauðsynlegt jafnvægi verndunar og uppbygg- ingar. Allt tal um annað sé fyrst og fremst til þess fallið að slá ryki í augu fólks. Í framhaldi af þessum bókunum hafa farið fram miklar umræður um málið og sýnist sitt hverjum. Á opnum umræðufundi á vegum Vinstri-grænna í Reykjavík mið- vikudaginn 23. febrúar síðastliðinn las einn frummælenda, Páll V. Bjarnason, formaður Torfu- samtakanna, upp úr ályktun sam- takanna þar sem vitnað var í þann árangur sem náðist í baráttu sam- takanna gegn niðurrifi húsa á Bernhöftstorfu í kringum 1970. Síðan segir í ályktun Torfu- samtakanna: „Samkvæmt nýsamþykktu deili- skipulagi er heimilt að rífa fjölda gamalla húsa við Laugaveg og ná- lægar götur, aðallega timburhúsa, og byggja ný og stærri hús. Torfusamtökin telja að borgaryf- irvöld séu á algerum villigötum í þessum efnum og hér stefni í menningarsögulegt slys sem ekki verði bætt.“ Síðar í ályktuninni segir svo: „Það verður að bjarga þessum húsum frá niðurrifi og stuðla að Gömlu húsin við Laugaveg Laugavegur 11 Laugavegur 21 Laugavegur 33 Laugavegur 38 Laugavegur 27 Laugavegur 17 Laugavegur 4 Laugavegur 12b Laugavegur 23 Laugavegur 5 Laugavegur 45 Laugavegur 6 Elsta húsið frá 1875 Miklar umræður hafa að undanförnu farið fram um nýtt deiliskipulag við Laugaveg, þar sem heimilað er að rífa 25 hús sem byggð voru fyrir 1918. Sveinn Guðjónsson kynnti sér sögu húsanna sem hér um ræðir og Ómar Óskarsson festi þau á filmu. Laugavegur 65

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.